Þjóðviljinn - 05.06.1974, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 05.06.1974, Blaðsíða 7
Miðvikudagur 5. júni. 1974 ÞJÓDVILJINN — SIÐA 7 Fyrir nokkrum vikum var hérlendis á ferð Djamal Alendar, sendifull- trúi f relsishreyfingar Kúrda i irak. Kom hann við á Islandi á leið vestur til New York og átti við- ræður við Einar Ágústsson, utanríkisráðherra, og fleiri íslenska ráðamenn. i New York mun Alendar hafa átt viðræður við ýmsa embættismenn Sameinuðu þjóðanna og fulltrúa ým- issa ríkja þar. Alendar var þá nýkominn frá Kúrdistan, en eins og kunnugt er af fréttum er þar nú ófriðarástand á ný eftir nákvæmlega f jögurra ára vopnahlé. Alendar vinnur nú að þvi að afla málstað þjóðar sinnar stuðnings sem víðast, og í þeim erindum kom hann meðal annars hingað til lands. — Von okkar er sú að eitthvert riki fáist til þess að bera mál Kúrda upp á vettvangi Samein- uðu þjóðanna, sagði Alendar, er Þjóðviljinn. hitti hann að máli. — Við höfum gert okkur vonir um að Island myndi ef til vill fást til þess, þar eð þið eruð ekki háð- ir neinum viðskiptasamböndum við Arabarikin og hafið lfka sem lengi kúguð smáþjóð góða mögu- leika á að skilja kringumstæður okkar. — Hversu fjölmenn er öll kúrdneska þjóðin? — Vil teljúm að samanlagt séu Kúrdar tiu til fimmtán miljónir talsins. Það þýðir að þeir eru stærsta þjóðernislega heildin i heimi, sem algerlega hefur verið sniðgengin og engin réttindi hlotið sem þjóð. Kúrdar búa aðallega i fimm löndum, Tyrklandi, íran, írak, Sýrlandi og Sovétrikjunum. I trak eru þeir nú um tvær og hálf miljón. Svik á svik ofan — Hvað er helst að segja af sið- ustu atburðum i samskiptum Kúrda og Iraksstjórnar? — íraksstjórn hefur frá upp- hafi verið óspör á fögur loforö við Kúrda, en svikið þau jafnharðan og hvað eftir annað rofið grið á Kúrdum. Til dæmis má taka að 1963 lét stjórn baþistaflokksins, sem einnig situr að völdum i Irak nú, fangelsa sendinefnd Kúrda, sem kom til Bagdad til viðræðna við stjórnina. Aref-bræðurnir, sem tóku við völdum af baþistum skömmu sið- ar, lofuðu Kúrdum báðir sjálf- stjórn og menningarlegum rétt- indurh, en sviku báðir. Sumarið 1968 náðu baþistar aftur völdum i ír'ak með stjórnarbyltingu og hafa haldið þeimsiðan.og um ára- mótin 1968—69 hófu þeir striðið gegn Kúrdum á ný, en hlé hafði þá verið á bardögum frá þvi vorið 1966, er traksher fór miklar ófarir fyrir Pesjmerga, frelsisher Kúrda. En i þessari siðustu lotu ó- friðarins fór traksher nýjar hrak- farir, svo að i mars 1970 sá stjórn baþistanna sig tilneydda að gera enn einu sinni vopnahlé við Kúrda. Var þá samið um sjálf- stjórn fyrir Kúrda i Irak, og skyldihún koma til framkvæmda á fjórum árum. Banatilræði við Barsani — Hefur þessi langvinna og grimma styrjöld ásamt með svik- ræði og hryðjuverkum traks- stjórnar ekki orðið til þess að skapa óbrúandi hatursdjúp milli aðalþjóðanna i landinu, Kúrda og Araba? — Ekki frá okkar hálfu. Við Kúrdar berjumst ekki gegn Aröb- um sem slikum, heldur aðeins gegn ofbeldissinnaðri einræðis- stjórn, sem neitar traksmönnum, Kúrdum og Aröbum jafnt, um sjálfsögðustu mannréttindi. — Og það hafa sem fyrr orðið litlar efndir á sjálfstjórnarloforð- um traksstjórnar ykkur til handa? Rætt við Djamal Alendar, sendi- fulltrúa frelsishreyfingar Íraks-Kúrda Djamal Alendar (til hægri) ásamt Erlendi Haraldssyni, sálfræðingi, sem er kunnasti máisvari Kúrda hériendis og hefur meðal annars skrifað bók um þá á islensku og þýsku. Hermenn úr Pesjmerga, frelsisher Kúrda f Irak. (Ljósm. dþ.) — Já, þar hefur sagan endur- tekið sig. Skömmu eftir undirrit- un vopnahléssamningsins var Idris, syni Barsanis formanns Kúrdneska lýðræðisflokksins og leiðtoga kúrdnesku byltingarinn- ar, sýnt banatilræði er hann var á ferð niðri i Bagdad. Skotið var á bil Idrisar, en af tilviljun var hann þá ekki staddur i hilnum. Nokkru siðar reyndi stjórnin svo að láta myrða Barsani sjálfan, og var það tilræði undirbúið á mjög svo útsmoginn hátt. Sendir voru á fund Barsanis niu múllar eða múhameðskir prest- ar, allir arabiskir. Leiðtogar baþ- ista höfðu farið þess á leit við þá að þeir ræddu við kúrdneska leið- togann i þeim tilgangi að stofna til vináttubanda með Aröbum og Kúrdum, og skyldu þeir hafa á sér upptökutæki innanklæða til þess að taka upp viðræðurnar. En það sem prestunum var sagt að væri upptökutæki, voru i raun og veru fjarstýrðar sprengjur. Klerkana grunaði ekkert misjafnt og vildu fegnir fara á fund Barsanis, enda höfðu sumir þeirra áður mælt fyrir friði með Aröbum og Kúrdum og að minnsta kosti einn var málkunn- ugur Barsani. Leiðtoginn veitti þeim ágætar viðtökur og lét bera þeim te. En ekki höföu nema fá orö veriö sögn er einn prestanna sprakk i loft upp og siðan hver af öðrum. Sprengjurnar, sem þeir báru inni á sér, voru þá sprengdar með fjarstýriútbúnaði frá bil, sem stóð skammt frá og einmitt þegar fyrsti presturinn sprakk var mað- ur að hella tei i bolla Bársanis og stóð við það á milli hans og prestsins. Sá maður beið bana i sprengingunni, en Barsani sakaði ekki og tókst honum að forða sér út áður en fleiri prestar sprungu. Þess má að lokum geta að i vös- um nokkurra af prestunum fund- ust ávisánir upp á miklar fjár- hæðir, undirskrifaðar af Saddam Hússein, sem er hinn sterki mað- ur Bagdaðstjórnarinnar. Það var greiðslan fyrir „friðarviðræðurn- ar”. Kúrdar herleiddir af olíusvæöunum — Oliusvæðin hafa verið helsta deiluatriðið, er ekki svo? — Jú, langauðugustu oliulindir Iraks eru i Kúrdistan, það er að segja i Kirkúk-héraði. Mikill meirihluti ibúanna þar eru Kúrdar, og við gerum kröfur til þess að fá fjórðunginn af oliutekj- unum i okkar hlut, þar eð fjórð- ungur traksmanna er af kúrdnesku þjóðerni. En stjórnin hefur svarað þvi einu að við skul- um fá þaö sem við þurfum, sem þýðir nákvæmlega ekki neitt. Þar á ofan reynir baþista- stjórnin að gera oliusvæðin ara- bisk að þjóðerni og svifst einskis i þeim tilgangi. Fjöldi Kúrda hefur verið fluttur nauðungarflutningi frá þessum svæðum, en Arabar búsettir þar i staðinn. Það hefur haft i för með sér miklar hörm- ungar fyrir allt það fólk, sem orð- ið hefur fyrir barðinu á þessum ráðstöfunum, Arabar lika, þvi að þeir eru óvanir staðháttum norð- ur frá og auk þess i hættu fyrir kúrdnesku skæruliðunum. Enn- fremur hefur Iraksstjórn rekið úr landi til trans fjörutiu þúsund Kúrda, sem búsettir voru hingað og þangað i landinu. Þetta er auð- vitað gert til þess að veikja kúrdneska þjóðernið i trak. Og svæðin, sem Kúrdar ráða, hefur traksstjórn reynt að einangra eft- ir bestu getu. Hafa lýst yfir siálfstjórn — Hvað varð til þess að slitnaði upp úr samningaumleitunum i mars s.l.? — Sum skilyrðin, sem traks- stjórn setti fyrir þvi að staðið yrði við loforðin um sjálfstjórn voru algerlega óaðgengileg, til dæmis var þess krafist að Kúrdar af- hentu öll sin vopn. Og við höfum of mikla reynslu af orðheldni stjórnarinnar til þess að við lát- um okkur detta svoleiðis i hug. Stjórnin setti okkur siðan tima- frest til þess að játa skilyrðum sinum eða hafna þeim, og lýsti að þeim tima liðnum yfir kúrdneskri sjálfstjórn á þeim svæðum kúrdneskum, sem hún ræður yfir. Sú sjálfstjórn er auðvitað ekki nema nafnið tómt. Daginn sem henni var lýst yfir fluttu hundrað þúsund Kúrdar sig yfir á yfir- ráðasvæði Kúrdabyltingar. — Hverjir eru helstu kröfur ykkar aðrar en um sjálfstjórn og oliuna? — Við viljum að komið sé á lýð- ræði i trak og krefjumst þess að fá aðild að svokallaðri byltingar- nefnd baþistaflokksins, þar eð sú nefnd er hinn raunverulegi valda- aðili landsins og segir rikisstjórn- inni fyrir verkum. — Hvernig er aðstaða ykkar nú? — Hún er að sumu leyti sterk- ari en áður. Kúrdar i trak eru nú svo að segja allir sameinaðir i baráttunni. Við höfum þegar lýst yfir stofnun sjálfstjórnar á yfir- ráðasvæði okkar, sem er um helmingur irska Kúrdistans, en það er alls um 72.000 ferkilómetr- ar að flatarmáli. Um helmingur allra traks-Kúrdabýr á því svæði. Frelsisher Kúrda telur nú um 50.000 manns, og hefur honum fjölgað mikið upp á siðkastið vegna flóttamanna af yfirráða- svæðum stjórnarinnar, sem i hann hafa gengið. Auk bess höf- Framhald á 14. siðu.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.