Þjóðviljinn - 05.06.1974, Blaðsíða 8

Þjóðviljinn - 05.06.1974, Blaðsíða 8
8 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Miðvikudagur 5. júnl. 1974 Vopnahléö í Golanhæðum Eru Palestínumenn að einangrast? Vopnaskakinu í Golan- hæðum er nú væntanlega lokið að sinni, fyrst tekist hefur samkomulag með erkióvinunum ísraels- mönnum og Sýrlendingum um aðskilnað herja. Sam- kvæmt því samkomulagi munu striðsaðilar skiptast á stríðsföngum, Israel læt- ur af hendi svæðið, sem það vann í haust, og þar að auki nokkurn hluta land- vinninganna frá 1967, þar á meðal rústirnar af borg- inni Kúneitra, sem eru Sýrlendingum mikið til- finningamál. Á auða svæð- inu milli herjanna verða til eftirlits hermenn Samein- uðu þjóðanna. Fólk það, sem flúði hin hernumdu svæði undan ísraelsmönn- um, fær að snúa heim, og herstyrkur beggja aðila við svæðið í umsjón Samein- uðu þjóðanna verður tak- markaður. Kissinger utanrikisráðherra Bandarikjanna hefur hlotið mikla frægð fyrir þátt sinn i aö koma á þessu samkomulagi, og vist er um það að enginn frýr þessum þýska Gyðingi vits og dugnaðar. Hann ber höfuð og herðar yfir aðra bandariska ráðamenn sam- timans, enda hægt um hönd þegar Watergate-hyskiö er annarsveg- ar. En þótt svo að mest færi fyrir Kissinger og þeytingi hans milli Jerúsalem og Damaskus i frétt- unum, þá áttu margir aðrir aðilar kannski fullt eins mikinn þátt i þvi að samningar tókust um siðir. Margt hjáipaðist að Sýrlendingar sjálfir hafa til dæmis fulla þörf á þvi að geta beint athygli sinni og orku að ein- hverju öðru en hernaði, efnahag- ur þess rikis er næsta bágborinn og hagur almennings svo slæmur, að stappar nærri hungursneyð. Ein helsta ástæðan til þess hve haröir Sýrlendingar hafa verið bæði nú og fyrr i afstöðu sinni til Israels er að baþistastjórn þeirra er veik og hefur helsta stuðning sinn frá herforingjum annarsveg- ar og hinsvegar Alavitum, frem- ur fámennum og ekki ýkja vel þokkuðum sértrúarflokki i Múhameðstrúnni. Herforingjarn- ir hafa verið mjög haröir i and- stöðunni gegn ísrael, og hefur Assad forseti ekki þorað annaö en tileinka sér svipaða afstöðu af ótta við aö missa fylgi þeirra ann- ars. Flestir helstu leiðtogar Araba- landa hafa lika legið i Sýrlending- um og reynt að mýkja þá, einkum Sadat i Egyptó, Feisal kóngur i Saudi-Arabiu og Boumidienne i Þeir perluvinirnir Sadat og Kissinger áttu drjúgan þátt I þvi aö samkomulag tókst meö Israel og Sýr- landi, enda mikiö hagsmunamál fyrir bæöi Bandarikin og Egyptaland. Alsir. Allir þessir höföingjar þykjast hafa hagnast sæmilega, pólitiskt og efnahagslega, á Jom Kippúr-striðinu og oliustreitunni sem þvi fylgdi og vilja nú umfram allt frið og ró til þess að tryggja vinninga sina. Sadat var sérstak- lega áfram um að fá Sýrlendinga til þess að semja, þvi að almenn- ingsálitið i Arabalöndum hefði getað snúist gegn Egyptum, ef þeir hefðu setið uppi með samn- inga við tsrael en Sýrlendingar engan bilbug látið á sér finna. Sovétrikin hvöttu Sýrlendinga einnig til samninga, og sá gamli og þrautreyndi stjórnmálaþjark- ur Grómýkó var i Damaskus sið- ustu daga samningaumleitan- anna. Það er I samræmi við þá meginstefnu Sovétrikjanna i al- þjóöamálum að forðast stórvægi- legar breytingar og þar með auð- vitað viðsjárveröan ófrið, sem aldrei er að vita út i hvaö getur leitt. Það er lika álitsaukandi fyr- ir Sovétrikin að hafa stuðlað aö friði i þvi styrjaldabæli, sem löndin fyrir Miðjarðarhafsbotni eru og hafa raunar lengstum ver- ið. Og vitaskuld höfðu Bandarikin ærnar ástæður til þess að vilja koma á friðvænlegra ástandi á þessum slóöum. Likt og Sovétrik- in vilja þau sem minnstar breyt- ingar i heimi hér og hafa þar af leiöandi ýmugust á hverskyns ólgu. Fyrir Nixon, sem hefur nú verið sakaður um svo að segja öll hugsanleg afbrot nema kynvillu og að rækta marijúana á Hvita- hússlóöinni, er það auðvitað póli- tisk lifsnauðsyn að geta flaggað einhverjum árangri á erlendum vettvangi. Enda lét hann það ekki dragast minútu lengur að fara i Framhald á bls. 13 Tvöfalt siðgæði landvætta Ritstjóri Stúdenta- blaösins áminntur 1 lok mars sendu landvætt- irnir fjórir sem gegna pró- fessorstööum, þeir Þorsteinn Sæmundsson, Þór Vilhjáims- son, Jónatan Þórmundsson og Ragnar Ingimarsson, há- skólarektor bréf, þar sem þeir fara fram á að þáverandi rit- stjóri Stúdentablaðsins, Rún- ar Armann Artúrsson, sæti á- minningu háskólaráös fyrir grein sem hann skrifaöi um þátt þeirra fjórmenninga f undirskriftasöfnun Varins lands. Háskólaráð fjallaði um bréfið á fundi sínum 2. mai sl. og samþykkti þá ma. eftirfar- andi: „Háskólaráð átelur þau stóryrði, sem höfð eru um nokkra starfsmenn Háskóla Islands I umgetinni grein I Stúdentablaöinu og væntir þess, að framvegis sneiði stúdentar hjá slíkum stóryrö- um ígagnrýni,sem þeir beina að einstökum þegnum skól- ans.” I nýútkomnu Stúdentablaöi er fjallað um þetta mál. Segir núverandi ritstjóri Gestur Guðmundsson þar ma. aö eng- an þurfi að undra þótt menn á borð við landvættina skuli gera þessa kröfu. Siðan segir: „Akademlskur rembingur sem telur haskólaborgara æöri venjulegu fólki er nefni- lega I fullu samræmi við und- irlægjuhátt gagnvart herstyrk og fjármunum bandarlskra heimsvaldasinna.” Siöar Igreininni segir: „Hitt vekur meiri furðu að háskóla- ráð skuli láta svo rhjög að vilja þessara manna... Hvers vegna á að taka sérstakt tillit til þegna háskólans I skrifum Stúdentablaösins? Maður hefði þó ætlað að þegnar skól- ans læsu blaöiö alla jafna og gætu þvi frekar borið hönd fyrir höfuð sér, en Jón Jónsson verkamaður sem Stúdenta- blaðið getur lýst sóöalegan, illa gefinn og ennþá verr inn- rættan án þess að hann frétti nokkurn tima af þvl. Stúdentablaðið hefur ekki i hyggju hér eftir fremur en hingað til að virða hið tvöfalda siögæði.” —ÞH Þessi ágæta útfærsla á skjaldarmerki þjóöarinnar fylgdi grein þeirri sem brann svo sárt I á hörundi landvættanna. Ömar mótmælir íhaldsþjónkun! Herra ritstjóri. Laugardaginn fyrir kosningar var min sérstaklega getið I frétt Þjóöviljans vegna yfirlýsingar, sem fréttamenn Þjóöviljans sendu frá sér um það, að þeir kæmu ekki fram fyrir hönd póli- tlskra samtaka og læsu ekki aug- lýsingar né kæmu fram i þeim. Fyrirsögnin á fréttinni var sett saman á þann veg, að teknar voru glefsur úr auglýsingu Morgun- blaðsins um kosningahátið D-list- ans, þær slitnar úr samhengi og siöan skeyttar saman, þannig að eftirfarandi kom út: „Kosningahátið D-listans. Dag- skrá: A milli ávarpanna mun Omar Ragnarsson flytja gaman- mál.” Af þessu virtust lesendur Þjóö- viljans eiga að ráða, að hið eina, sem hefði veriö á dagskrá fundar- ins, hefðu veriö gamanmál min, en það er alrangt. Siðan birti blaöið yfirlýsingu fréttamannanna, en bætti við eft- irfarandi klausu: „Og þeir undirrita sin frægu nöfn ábúöarmiklir I framan. Llka Ómar Þ. Ragnarsson, sá aðili sem þjónað hefur Ihaldinu lengst og best til að draga fólk á fundi þess I Reykjavik og reyndar út um allt land. Ihaldið reyndi að gamna sér I Laugardalnum I gærkvöld. Og Ómar Þ. Ragnarsson lagði sitt af mörkum 1— enda vitað mál að hann einn gæti bjargað þvl sem bjargað varð hvað fundarsókn snerti.” Já, fjörlegur er stlllinn, og verst að þeim hugkvæma blaða- manni sem fréttina ritaöi, skyldi ekki gefast tóm til að leggja á svipaðan hátt út af fleiri auglýs- ingum um kosningaskemmtanir slöustu dagana fyrir kosningar. Það vildi nefnilega svo til, aö ég „gamnaði” fleirum en íhaldinu um svipað leyti, og með þessum vinnubrögðum hefði verið leik- andi létt verk að draga mig I dilk með Framsóknarmönnum, Al- þýöuflokksmönnum, báðum örm- um Samtaka frjálslyndra og vinstri manna og Vinstri jafnað- armönnum. Það hefði heldur ekki verið erf- itt verk að draga mig I dilk með Alþýöubandalagsmönnum, sem ég „þjónaði” fyrir slðustu þing- kosningar, sem oftar, enda er ég reiðubúinn til að endurnýja þau ánægjulegu kynni, hvenær, sem þess verður óskað. En ég vil taka þaö fram, að ég hef alla tlð talið mig I hópi þeirra skemmtikrafta og listamanna, sem flytja almennt skemmtiefni á hvers kyns samkomum og al- drei einskorðað mig við ákveðna landshluta, þjóðfélagshópa, stjórnmála- eða aldursflokka. A kosningaskemmtununum, sem áður var getið, komu fram mörg þess háttar skemmtiatriöi, t.a.m. óperusöngvarar, lúðra- sveit, fjórtán fóstbræður og flytj- endur gamanefnis. I auglýsingum um þessar skemmtanir voru þessir aðilar auglýstir á afmörkuöum stað, en á öðrum stað voru myndir af ræðumönnum og fundarstjóra, fólki, sem kom fram fyrir hönd flokkanna og flutti efni, sem sér- staklega var samiö til framdrátt- ar málstað flokksins, en efni af þvl tagi hef ég aldrei ljáð máls á að semja eða flytja. Síöastliöin 15 ár hef ég skemmt á héraðsmótum Sjálfstæðis- flokksins fjögur sumur, en ellefu sumur fyrir hina flokkana. Fullyrðingin um, að ég hafi lengst og best þjónaö Ihaldinu, fær þvl ekki staðist, enda hef ég sýnt af mér algert afskiptaleysi um stjórnmál alla tlð, ef undan eru skildar forsetakosningarnar 1968, sem ekki snerust um flokka- pólitlk. Það hefur meira að segja komið fyrir, að ég hafi ekki kosið. I von um, að pólitlskt sklrllfi mitt sé öllum ljóst, kveð ég yöur, ritstjóri góður, og vonast til að hitta yður hressan og kátan á ein- hverri skemmtun flokks yðar. Ómar Þ. Ragnarsson

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.