Þjóðviljinn - 05.06.1974, Blaðsíða 10

Þjóðviljinn - 05.06.1974, Blaðsíða 10
10 SIÐA — ÞJÓDVILJINN Miövikudagur 5. júni. 1974 Skagamenn léku eins og þeir sem valdiö hafa og sigruðu ÍBV verðskuldað 2:1 í Vestmannaeyjum Ég er ansi hræddur um að nú taki að hýrna yfir þeim stóra fjölda fólks, sem tók ástfóstri við knattspyrnulið ÍA hér á þess „gullaldarár- um” en hefur nú um nokkuð mörg ár orðið að horfa á lið sitt haldast i meðalmennskunni. Það mun óhætt að fullyrða, að nú eru Skagamenn að eignast nýtt „gullaldar- lið”, eða réttara sagt hinn snjalli enski þjálf- ari Kirby er að færa þeim það. Skagamenn sýndu í Vestmanna- eyjum si. laugardag, að það er engin tilviljun að Guðmundur Harðarson: Boöin þjálfara- staða í Kanada Hinum snjalla sundþjáifara Guðmundi Harðarsyni hefur verið boðin þjálfarastaða i Kanada eftir að hann lýkur námi sem sundþjálfari i sum- ar. Guðmundur stundar sem kunnugt er nám i Aiabama I USA og hefur þegar unnið sér þar orð sem frábær þjálfari, og fyrir þennan oröstfr fékk hann þetta tilboö frá Kanada. Guðmundur mun hafa hafn- aö þessu boði. Hann ætlar að dveljast eitt ár enn f Banda- rikjunum, en koma slöan aftur heim til tslands. Nærógerlegtað mynda kvenna- landslið í sundi Allar bestu sundkonur okkar nema ein eru hættar keppni Mjög aivarlega horfir nú um myndun fslensks kvennalandsliðs f sundi, eftir að allar bestu sundkonur okkar nema ein hafa hætt æf- ingum og keppni. Þetta kom fram á blaðamannafundi með forráöa- mönnum sunddeilda KR og Armanns fyrir skömmu, og sagði Guð- mundur Gisiason landsliðsþjálfari aö þetta kæmi sér mjög baga- lega, þar sem framundan er landskeppni við israel. Sú eina sem örugglega heldur áfram er Þörunn Alfreðsdóttir, og erhún farin utan til Bandarfkjanna þar sem hún mun stunda æfing- ir um tfma.Lfsa Pétursdóttir hefur enn ekki ákveðið hvort hún heldur áfram eða ekki, en allar hinar Iandsliöskonur okkar f sundi eru hættar. Að visu er nokkur hópur af stúlkum sem æfir sund, en þær eru a 11- ar enn nokkuö langt frá þvi aö fylla skörð þeirra sem hætt hafa, þannig að kvennalandsiiðið okkar veröur mjög veikt f ár. —S.dór Hætta við tA-markið á lokaminútunum. Friðfinnur Finnbogason hefur stokkið upp og skallar, en þeir Davfð Kristjánsson markvörður tA og Jón Gunnlaugsson miövörður voru til varnar. þeir hafa tekið forustuna i 1. deildarkeppninni. Lið þeirra virðist vera i nokkrum sérflokki 1. deildarliðanna hvað getu snertir um þessar mundir, og hið annars harðsnúna lið ÍBV mátti þakka sinum sæla fyrir að sleppa með tap upp á aðeins eitt mark. Hefðu öll hin svo kölluðu „dauðafæri” nýst i leiknum, hefðu úrslitin sennilega orðið 5:2 Skagamönnum i vil. Þessi leikur bauð upp á flest það sem góðir leikir hér á landi bjóða. Mjög mikinn hraða, skemmtilegan samleik og hættuleg augnablik uppi við mörkin, einkum þó uppi við IBV-markið, nema þá helst undir lokin er Eyjamenn sóttu stift, en Skagamenn lögðu alla áherslu á aö verjast. Skagamenn tóku leikinn alger- lega í sfnar hendur strax í byrjun og sóttu svo til látlaust til að byrja með. Markið lá i loftinu eins og sagt er, og það kom svo á 17. minútu. Skemmtileg skipting þeirra Teits og Matthiasar varð til þess, að Teitur fékk gott mark- tækifæri og skaut, en Ársæll markvörður ÍBV varði, en hélt ekki þessum fasta bolta, og Matthias kom aðvlfandi og vipp- aði boltanum yfir Ársæl I netið, 1:0. Enn héldu Skagamenn áfram að sækja meira en Eyjamenn, og þeir áttu nokkur ágæt marktæki- færi sem þó ekki nýttust. Einu sinni var Teitur búinn að snúa alla IBV-vörnina af sér og var kominn á vitateigslinu þegar Friðfinnur Finnbogason tók til þess grófa bragðs að sparka aftan i fætur Teits þannig að hann féll við. Ekki vantaði nema tæpan metra upp á að þarna yrði vita- spyrna. Og þegar minnst er á þetta grófa brot, þá gripu þeir Friðfinnur, Þórður Hallgrimsson og Einar Friðþjófsson oft til þeirra eftir aö framlinumenn IA höfðu leikið á þá og komist i gegn. Þórður fékk gult spjald hjá Hann- esi Þ. Sigurðssyni, frábærum dómara þess leiks, og fer Þórð- ur þar meö I leikbann með 3 á- minningar. Til að byrja með i siðari hálf- leik lögðu Skagamenn alla á- herslu á að verja þetta eina mark, svo furðulegt sem það var og raunar óþarft fyrir þá, þar eð þeir höfðu ráðið lögum og lofum I leiknum fram aö þessu. En við þetta þyngdist sókn ÍBV nokkuð. Þeir áttu þó ekki umtalsvert marktækifæri fyrr en á 61. minútu Framhald á bls. 13 Blauturgrasvöll urinn fór illa meö Víkingsliöiö og KR-ingar báru sigur úr býtum, 2: KR og Vikingur mættust I 1. deildarkeppninni si. föstu- dagskvöld á Laugardalsvell- inum sem var bæði blautur og þungur. Og eins og menn höfðu spáð fór þetta mjög illa með Vfkingsliðið sem ekki á neinn grasvöll og er þvf mun betra á möl en grasi. Svo fóru lcikar að KR-ingar sigruðu 2:1, sigur sem ber þó nokkurn heppniskeim, þvf að endaþótt KR ætti heldur meira i leikn- um, voru marktækifæri Vfk- inganna sist færri né verri, en þau bara nýttust ekki nema einu sinni, en tvivegis hjá KR. Það var Atli Þór Helgason, besti maöur KR-liðsins i þess- um leik, sem skoraði fyrra mark KR á 29. minútu eftir góða sendingu frá Jóhanni Torfasyni. Og aðeins 3 minút- um siðar bætti miðvörðurinn Ólafur Ólafsson 2. markinu við, eftir að nokkur þvaga hafði myndast fyrir framan Víkings-markið. Staðan I leik- hléi var þvi 2:0. Vikingarnir náðu mun betri tökum I siðar hálfleik, og það liöu ekki nema 19 minútur af honum þar til þeim tókst að skora. Einn af varnarmönnum KR var að dóla með boltann inn I vítateig er Jóhannes Bárðarson kom aövifandi og hreinlega hirti boltann af tán- um á KR-ingnum og skoraði, 2:1. Laglega gert hjá Jóhann- esi. En þrátt fyrir nokkuð þunga pressu megnið af þeim tima sem eftir var leiksins, tókst Vfkingum ekki að jafna, þótt oft munaöi mjóu. Sanngjörn- ustu úrslit þessa leiks hefði veriö jafntefli, en það sem gerði gæíumuninn var hve illa Vikingunum tókst að fóta sig á blautum grasvellinum, eink- um eldri mönnum liðsins, eins og þeim Hafliða og Gunnari Gunnarssyni. Með þessum sigri hafa KR-ingar hoppað uppi 2. sæti I deildinni meö 4 stig úr 3 leikj- um. —-S.dór

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.