Þjóðviljinn - 06.07.1974, Page 4

Þjóðviljinn - 06.07.1974, Page 4
4 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Laugardagur 6. júll 1974. APRICHOS KENJAR Mynd: Franrvisco Goya y Lucientes Mál: Guöbergur Bergsson 72. Þú munt ekki sleppa Sú léttfætta ætlar að dansa frá fortiðinnii og illum öndum hórkarlanna. En hún mun; ekki sleppa. Andar fortiðarinnar eru stöðugt á eftir henni og hvisla i eyrað minningum. Stúlkan dansar ekki á neinu ákveðnu sviði. Leikhús hennar er allur heimurinn. Svipur andanna i kringum hana er dæmi- gerður svipur gamalla kvennabósa, sem eru orðnir svo soðnir i elli og vini, og smurðir tóbakstjöru, að þeir fara ekki lengur fram á neitt annað hjá ungum stúlkum en að þær sitji aðeins við hliö þeirra, meðan þeir supla sætvin. Stöku sinnum leggja þeir lófa og skreytta fingur á hnjákollinn á þeim, en sá, sem áður var ansi fingralangur undir kjólfaldi þeirra, liggur nú linur. Einstaka sinnum klipa þeir stúlkurnar kannski i hökuna. Siðan, þegar þeir eru einir á kaffihúsunum, segja þeir af sér ótrúlegustu kvennafars- sögur, útblásnir, feitir og þjáöir af bólgu I blööruhálskirtlinum. Þegar konur Goya stiga dansspor, stiga þær alltaf sama sporið. Annað hvort hafa þær verið einstaklega fákunnandi I dansi (sjá mynd númer 61) eða Goya fákunn- andi I listinni. A öllum dansmyndum teygja stúlkurnar fram hægri fótinn og baða út höndunum. Að hætti kvenfólks manierismans eru þær fremur nettar að ofan, mittið er langt, rassinn siöur og lærin sver, eins og hafmeyjar á myndum likar selum á þurru landi. Hábrjósta konur með hekk þóttu afar rennilegar fram á nitjándu öld. A málverkum margra manierista hefur Ésúbarnið sama likamsvöxt. Ésús er eins og feitt selabarn og teygir oft hendurnar, eins og stúlkan á mynd Goya, á móti móður sinni, og sópar gólfið með siðum rassi, rauö- bleikum, eins og Maria hafi ekkert gert annað en flengja hann. Línumenn berjast fyrir hœrri launum °g betri að búnaði Frá Félagi islenskra línu- manna hefur blaðinu borist eftir- farandi greinargerð: Vegna viðtals Þjóðviljans hinn 3. þ.mán., við Guðjón Guðmunds- son skrifstofu- og starfsmanna- stjóra Rafmagnsveitna rikisins RARIK, vill Félag Islenskra linu- manna taka fram eftirfarandi: Linumenn hófu verkfall hinn 19. júni s.l., og siðan þá hefur enginn samningafundur verið haldinn i deilunni. Ekki verða linumenn varir við að RARIK hafi þann áhuga á samningum, sem fram kemur I téðu viðtali. Helstu kröf- ur lfnumanna eru hærri laun og bætturaðbúnaður, en hér er um mjög erfiða og hættulega vinnu að ræða, sem oft er unnin við sérlega slæmar aðstæöur eins og t.d., við- geröir I óveðrum sem eru algeng- ar eins og alkunna er. F.h. Félags Islenskra línu- manna Sigurður Sigmundsson, form. Frá Menningar- og friðarsamtökum islenskra kvenna Undirbúningur kvennaársins Reykjavik 25/3 1974. Ágætu konur! Þau gleðilegu tíðindi hafa nú gerst, að Mannréttindanefnd Sameinuðu þjóðanna hefur beitt sér fyrir þvl, að beina athygli heimsins að réttinda- og hags- munamálum kvenna. 1 desember 1972 samþykkti Allsherjarþing Sameinuðpu þjóö- anna að árið 1975 skyldi helgað málefnum kvenna, og að S.Þ. og stofnanir þeirra beittu áhrifa- valdi slnu eftirtöldum málum til eflingar: a) Að efla réttindi karla og kvenna. stefnu, sem haldin var i Finnlandi dagana 10.-13. ágúst 1973, og voru þær reifaöar af aðstoðar-aðalrit- ara Mannréttindanefndarinnar, Helvi Sipila frá Finnlandi. Alþjóðasamband lýðræðissinn- aðra kvenna (WIDF) neytti að- stöðu sinnar innan Mannréttinda- nefndarinnar til þess að nefndin og siðan Allsherjarþingið tæki þá mikilveröu ákvörðun að boða- tii „árs kvenna”. Undirbúningur „Kvennaársins 1975” var til umræöu á þinginu i Dipoli I Finnlandi og var is- lenski fulltrúinn Þórunn Magnúsdóttir, varaformaður M.F.I.K. Þau alþjóðasambönd sem þarna áttu fulltrúa voru meðal annars Alþjóðasamband lýðræðissinnaðra kvenna (WIDF), Alþjóðasamband kvennrettindafélaga (IAW), Alþjóðasamband háskólakvenna (IEUW), Samband húsmæðrafé- laga I Evrópu (EFU), Alþjóða- sambandið til baráttu fyrir friði og frelsi (WILPF), Alþjóðasam- band versiunarkvenna (IFBPW), svo nokkur sambönd séu nefnd. Þess ber og að geta, að öll sam- bönd finnskra kvenna voru sam- eiginlega gestgjafar þingsins, sem var afburöa vel skipulagt. Menningar- og friðarsamtökum islenskra kvenna er ljúft og skylt að hafa frumkvæði að samvinnu kvennasambanda, félaga, stofn- ana, áhugahópa og einstaklinga til undirbúnings „Kvennaárinu”. Með þessu bréfi viljum við óska eftir samstarfi, hvort sem það yrði á þann hátt, að kosin væri nefnd, eða samstarfsfulltrúi, eða. á annan hátt sem viðkomandi þætti best henta. M.F.I.K. hefur þegar kosið nefnd úr sinum hópi, undir for- mennsku prófessors Margrétar Guðnadóttur (simi 8-34-85), einnig gefur upplýsingar Þórunn Magnúsdóttir (simi 1-79-52.) Viö vonum fastlega að sem flestar konur leggi hönd á plóginn og erji akurinn. Virðingarfyllst, Margrét Guðnadóttir, formaður undirbúningsnefndar. Þórunn Magnúsdóttir, varaformaður M.F.I.K. mga Vegna þjóðhátiðar Vestfirðinga i Vatnsfirði dagana 13. og 14. júli mun Vestfirðingafélagiö i Reykjavik efna til hópferöar á hátlðina ef næg þátttaka verður. Nauðsynlegt er að panta far fyrir sunnudagskvöld I sima 1-54-13. Allir Vestfirðingar eru velkomnir i þessa ferð, bæði félagsmenn og aðrir. Hópferð Vestfirð- - og friðar- samtökum íslenskra kvenna b) að tryggja fulla þátttöku kvenna i allsherjar framþróun með þvi að leggja áherslu á mikilvægt hlutverk þeirra og ábyrgð á sviði fjármála félags- og menningarmála, bæði á þjóð- legum vettvangi og alþjóðlegum. A það er og bent, að þetta er i fullu samræmi við mannréttinda- yfirlýsingu S.þ., c) að gera kunnugt það mikil- væga starf, sem konur ynna af hendi til styrktar friði i heimin- um, og að friðsamlegri sambúð þjóðanna. Þessar efnisgreinar voru kynntar á alþjóðlegri kvennaráð- Snemma á siðastliðnu hausti hófust M.F.l.K. handa um undir- búning „Kvennaársins 1975”, með kynningu á markmiðum þess á fundum, i fréttatilkynningum til fjöimiðla og með bréfum til þeirra kvennasambanda og fé- laga, er vænta mátti að hefðu áhuga fyrir samstarfi að undir- búningi árangursriks „Kvenna- árs”. (Sjá meðfylgjandi bréf.) Fjölmenn „Samstarfsnefnd Kvennaársins” hefur nú tekið til starfa, og verður verkefnum nefndarinnar skipt á milli vinnu- hópa, þannig að verkakonur og opinberir starfsmenn vinni að at- hugun á kjara- og atvinnumálum, listakonur eru að undirbúa menn- ingarviku, útgáfustarfsemi er einnig i undirbúningi o.fl. Þau félög og kvennasambönd, sem ekki hafa enn látið formlega vita, hvaða konur taka af þeirra hálfu sæti i „Samstarfsnefnd kvennaársins”, eru beðin að hafa samband við M.F.l.K. við fyrstu hentugleika. Sömuleiðis eru þau sambönd, félög og starfshópar, sem vilja vinna að glæsilegu „Kvennaári 1975” beðin að láta okkur vita, þó við höfum ekki snú- ið okkur til allra aðila bréflega. Laugardaginn 6. júli hefst Eystrasaltsvikan I Rostock, og verða sex islenskar konur á kvennaráðstefnunni þar,. Eitt af helstu umræðuefnum Kvenna- ráðstefnu Eystrasaltsvikunnar að þessu sinni verður undirbúningur „Kvennaársins 1975”. Þarna gefst gott gækifæri til þess að taka höndum saman um að nota þau mannréttindi sem við þegar höfum á pappirnum. Reykjavlk 7/7 1974 Stjórn M.F.í.K.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.