Þjóðviljinn - 08.09.1974, Qupperneq 1
UÚÐVIUINN
Kennslubækurnar og
skólavörurnar
Bókabúð
Máls og menningar
Laugavegi 18
Sunnudagur 8. september 1974 — 39. árg. 170. tbl.
Ahrif á vísitöluna:
Um 15 stiga hækkun vegna
aðgerða stjórnarvalda
Þjóðviljinn hefur kannað
áhrif efnahagsaðgerða
ríkisstjórnarinnar síðustu
tvær vikurnar á vísitölu
framfærslukostnaðar.
Samkvæmt þeirri könnun
bendir margt til þess að
vísitalan hækki um ca. 14
stig einungis vegna þeirra
aðgerða sem núverandi
ríkisstjórn ber ábyrgð á.
Kaupgreiösluvisitalan heföi átt
aö hækka i 122,58 1. sept. sl., en
þaö geröist ekki vegna þess aö
bráöabirgöalögin frá i vor um
frestun á greiöslu verölagsupp-
bótar voru framlengd um einn
mánuö. Gildistimi þeirra rennur
út 1. október en fyrir þann tima
mun ætlun rikisstjórnarinnar aö
gera ráðstafanir meö setningu
bráðabirgöalaga. En eftir að visi-
talan var reiknuð út miöaö viö
verölag 1. ágúst eiga sér staö
miklar breytingar á verölagi sem
skerða þegar verulega kjör
launafólks. Þessarbreytingar eru
helstar, mælt i visitölustigum:
Hækkun landbúnaðarvara 3,5
stig. Þessi hækkun er að mestu
leyti þegar fram komin, en inni i
tölunni er einnig um að ræða
hækkanireftir að haustverö hefur
tekiö gildi.
Hækkun þjónustugjalda i
Reykjavik 2,6 stig. Hér er átt viö
þá hækkun sem borgarráð
Reykjavikur hefur samþykkt á
hitaveitu (um 41%), rafveitu (um
30%) og strætisvagnafargjöldum
(um 56%).
Hækkunarbeiðni borgarstjórn-
arfhaldsins liggur hjá ríkisstjórn-
inni, en ekki er annað vitað en að
Geir Hallgrimsson hyggist hleypa
hækkunina i gegn.
Vegna gengislækkunar 6—7
visitölustig.
Vegna fyrirhugaðrar hækkunar
á bensini 0,7 stig, (frá 9.
september).
Vegna söluskattshækkunar 1,9
stig. Tekur gildi 1. október.
Aðrar hækkanir af ýmsu tagi
2—4 stig.
Samtals er þvi hér um að ræða
hækkanir upp á 14,8—17,8 stig?
þar af er hækkun beinlinis vegna
aðgerða rikisstjórnarinnar um
13—16 stig á visitölunni. Þessar
hækkanir koma til framkvæmda
á misjöfnum timum, en til þessa
verður óhjákvæmilega að taka
tillit i kröfugerð verkalýðsfélag-
anna á hendur rikisstjórninni.
Ráðstafanir sl. vor
Þegar visitöluuppbótum var
frestað frá 1. júni sl. gerði fyrr-
verandi rikisstjórn um leið ráð-
stafanir til þess að frestuniii yrði
að fullu bætt með auknum niður-
greiðslum,með þvi að halda niðri
öllum almennum verðhækkunum
á timabilinu svo sem frekast var
unnt. Þannig var i þeim ráðstöf-
unum tryggt að launamenn héldu
óbreyttum kaupmætti miðað viö
það sem samið var um i febrúar i
vetur. Þær hækkanir sem núver
andi rikisstjórn hefur ákveðið
einhliða koma hins vegar allar til
skerðingar á kaupmættinum þar
sem engar aðrar ráðstafanir hafa
Framhald á bls. 13
Sigurður
Líndal um
kana-
sjónvarp
„Þeir sem eru betur efnum
búnir. Þeir sem eru i forystu i
atvinnulifi, þeir leggja að öðru
jöfnu meira upp úr stöðug-
íeika og öryggi i þjóðfélaginu.
Þessir menn lita á herinn sem
afl til að styrkja þennan stöð-
ugieika, það er að segja, hið
óbreytta ástand... Herínn hér
á landi hefur forgangsrétt hér
til fjölmiðlunar. Hann tekur
sér rétt, að visu óiöglega, sem
engin innlend samtök hafa...
það er undarlegt að menn
skuli bera þennan „rétt” er-
lends herveldis svona fyrir
brjósti”.
Sigurður Lindal, laga-
prófessor, ræðir i blaðinu i dag
við blaðamann Þjóðviljans um
hermannasjónvarpið og af-
leiðingar þess. Sjá Opnu.
Fiskmatið hundsar
Hvað kosta
skólabækur ?
landslög
Anna Einarsdóttir af-
greiðslustúlka í bókabúð
Máls og menningar heldur
hér á því veganesti sem
byrjandi í menntaskóla
leggur upp með á þessu
hausti. Raunar er það
nokkuð meira, því nokkur
hluti námsefnisins er fjöl-
ritaður og seldur í skólun-
um sjálfum. —
Sjá 3. síðu
Fiskmat rikisins hefur ekki
auglýst lausa stöðu til umsóknar
mörg undanfarin ár.
Fiskiðnaðarmaður einn, út-
skrifaður úr Fiskvinnsluskólan-
um, hafði samband við Þjóðvilj-
ann og sagði það undarlega lög-
leysu, að rikisstofnun skuli líðast
að auglýsa aldrei þau störf eða
stöður, sem hjá henni losna. Sam-
kvæmt lögum, er rfkisstofnunum
skylt að auglýsa lausar til um-
sóknar þær stöður sem losna.
Fiskiðnaðarmaðurinn fullyrti,
aö nú væru sex ár siðan Fiskmat
rikisins siöast auglýsti stöðu.
Þjóðviljinn hefur aflað sér upp-
Hefur ekki
auglýst lausa
stöðu um árabil,
en rœður
menn eftir
öðrum leiðum
lýsinga um, að upplýsingar iðn-
aðarmannsins eru réttar — amk.
er áreiðanlegt, að liðin eru mörg
Flokksþing Alþýðubandalagsins 1974
Samkvæmt ákvörðun miðstjórnar,
verður flokksþing Alþýðubandalagsins
haldið í Reykjavík dagana 21. tii 24.
nóvember 1974. — Dagskrá þingsins
verður auglýst síðar og send
formönnum flokksfélaga með bréfi.
F.h. miðstjórnar Alþýðubandalagsins
Ragnar Arnalds.
ár frá þvi siðast var auglýst laus
staða við Fiskmatið.
Vitað er að við Fiskmatið, eins
og aðrar stofnanir, er jafnan tals-
verð hreyfing á starfsmönnum,
þannig að af og til losna störf hjá
stofnuninni, sem henni er skylt að
auglýsa.
Heimildarmaður Þjóðviljans
skýri-svo frá, að hjá Fiskmatinu
hefði sú regla verið viðhöfð, að
þeir starfsmenn sem fyrir væru
hjá stofnuninni, færðust upp eftir
stöðuskalanum, eftir þvi sem
störf losnuðu. en einnig væru
ráðnir til stofnunarinnar utanað-
komandi aðilar, „sem vitað er að
eru hinir hæfustu menn”, sagði
heimildarmaður okkar.
Enginn úr Fiskvinnslu-
skólanum
hefur fengið vinnu
Enginn þeirra, sem útskrifast
hafa úr Fiskvinnsluskólanum,
hefur fengið vinnu við Fiskmat
rikisins, en Þjóðviljanum er
kunnugt um, að ýmsir fiskiðn-
aðarmenn hafa leitað eftir störf-
um þar.
Fiskiönaðarmenn úr Fisk-
vinnsluskólanum hafa margir
fengið vinnu sem verkstjórar i
frystihúsum eða hjá sölusamtök-
um, SIS og SH, að þvi er skóla-
stjóri Fiskvinnsluskólans tjáði
Þjóðviljanum, en hann kvað sér
ekki kunnugt um að útskrifaöir
nemendur hans væru i vinnu hjá
Fiskmatinu.
—GG