Þjóðviljinn - 08.09.1974, Qupperneq 3
Sunnudagur 8. september 1974. ÞJÓÐVILJINN — StÐA 3
Verkaskipting í sjávarútvegi
Þessa ágætu mynd fékk siðan
senda frá starfsmanni I Útvegs-
bankanum með eftirfarandi skýr-
ingu:
„Ólík starfsskipting kynjanna i
islenskum útvegi. Myndin og
máiverkið skýra sig sjálf”.
Það gera þau svo sannarlega,
en myndin er greinilega úr bók á
ensku um starfsemi bankans.
Ekki getum við stillt okkur um að
birta um leið aðra mynd af verka-
skiptingunni i sjávarútveginum,
ofna mynd Hildar Ilákonardóttur
af konum i fiskvinnu og verk-
stjóra þeirra.
„Skólabókaflóðið”
Hvað kosta
bœkurnar?
Athugið útgjöld þeirra sem eru að
hefja nám við menntaskóla
Það er árviss viðburður
þegar skólarnir byrja að
blöðin geri sér mat úr
kostnaði skólabóka. Trúir
þeirri hefð útveguðu Þjóð-
viljamenn sér bókalista
fyrir fyrsta bekk við
Menntaskólann við Tjörn-
ina og fengum svo af-
greiðslufólk Máls og
menningar til aðstoðar við
að verðleggja listann.
Við skulum hugsa okkur að bus-
inn okkar sé af alþýðuheimili þar
sem langur vinnudagur hefur
komið I veg fyrir að foreldrarnir
geti varið miklum tíma i að kynna
sér þau göfugu fræði sem
menntaskólar bjóða upp á og þvi
sé ekki um auðugan garð að
gresja þegar leita skal að göml-
um skólabókum. Þær sem til
kunna að vera eru visast orðnar
gamlar og búið að skipta um.
Ef businn þarf að kaupa allar
bækurnar þarf hann að sjá af um
11 þúsund krónum i hendurnar á
afgreiðslufólki bókabúða. (Þessi
tala er ónákvæm þar sem tafir
urðu á þvi að kennslubækur bær-
ust á réttum tima til landsins
vegna gjaldeyrisástandsins.)
Ofan á þetta bætast á að giska
2500 krónur fyrir fjölrituð hefti
sem seld eru i skólanum og notuð
eru við kennslu i sumum grein-
um.
Orðabækur dýrar
En sé businn fátækur af orða-
bókum fer gamanið að kárna.
Ödýrasta orðabókin er ensk-
enska orðabókin Advanced
Learners sem mikið er notuð i
menntaskólum en hún kostar
1.065 krónur. Nudansk ordbog
kostar 1.620 krónur og Brockhaus
hin þýska 1.245. En vilji hann fá
sér islenskar orðabækur kosta
þær sém hér segir: islensk-frönsk
1.488 kr., islensk-ensk 2.106 kr.,
þýsk-islensk 2.527 kr., og dönsk-
islensk 2.925 kr.
Þá höfum við afgreitt bækurn-
ar.
Til þess að eitthvert lag verði á
náminu verður businn okkar að fá
sér alls kyns önnur skólagögn. Al-
geng gerð af stilabókum kostar 47
krónur en þær má einnig fá fyrir
allt að 175 krónur. Lausblaða-
mappa kostar 200 krónur og 100
blöð i hana kosta 160 krónur. Hver
nemandi þarf minnst eina stila-
bók fyrir hvert fag og gott er að
hafa eina til tvær lausblaðamöpp-
ur að auki.
Svo má gera ráð fyrir að endur-
nýja skriffærakost sinn og þá
kostar algengur skólapenni 700
krónur. Sé skólataskan orðin slit-
in kosta hinar vinsælu strigatösk-
ur tvö þúsund krónur.
Einnig mætti tina til alls kyns
smádót, blýanta, bókaplast,
strokleður o.fl.
20 þúsund
Og ef undirritaður þekkir is-
lenska menntaskóla rétt má bú-
ast við þvi,að nýir kostnaðarliðir
eigi eftir að lita dagsins ljós þegar
liða tekur á veturinn.
En ef við höldum okkur við of-
angreindan lista eru útgjöld bus-
ans okkar ekki langt innan við
tuttugu þúsund krónur i upphafi
vetrar. —ÞH
Húsbyggjendur —
Einangrunarplast
Getum afgreitt einangrunarplast á Stór-Reykjavikur-
svæðið með stuttum fyrirvara.
Afhending á byggingarstað.
HAGKVÆM VERÐ. GREIÐSLUSKILMALAR
Borgarplast hf.
Borgarnesi Sími: 93-7370.
Tilboð óskast
Stjórn Verkamannabústaða i Reykjavik
óskar eftir tilboðum i raflögn i 308 ibúðir i
Seljahverfi i Reykjavik.
Útboðsgögn verða afhent i Lágmúla 9, 5.
hæð, gegn 10 þúsund króna skilatrygg-
ingu. Tilboð verða opnuð föstudaginn 27.
september 1974.
Þökkum innilega auðsýnda samúð við andlát og jarðarför
Sigmundar Helgasonar
bónda á Núpurn
Vandamenn