Þjóðviljinn - 08.09.1974, Qupperneq 7

Þjóðviljinn - 08.09.1974, Qupperneq 7
Sunnudagur 8. september 1974. ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 7 KUBA Háskalegasta atlaga Bandarikjanna gegn kúb- önsku byltingunni var varla innrás sú, sem utan Kúbu er venjulega kennd við Svinaflóa en á Kúbu sjálfri við Playa de Girón, heldur það viðskiptalega hafnbann, sem sett var á Kúbu i þeirri von að svelta landsmenn til uppgjafar fyrir bandariska auðvald- inu. Þetta var i sannleika geigvænleg atlaga, þvi að á þeirri tið — fyrir um tólf árum — voru áhrif Bandarikjanna slik að með þessu móti gátu þau þvi sem næst einangrað Kúbu viðskiptalega og pólitiskt frá gervöllum heiminum utan sósialisku rikjanna. Þessa dagana hefur Fidel Castro fulla ástæðu til aö hefja sigurfána hátt á loft, eins og hann gerir hér i heimsókn til yfirrábasvæöis Þjóöfrelsis- fylkingarinnar I Suöur-VIetnam. Viðskiptabannið er að verða að engu Ríki Rómönsku-Ameríku vingast viö Kúbu Til þess að bjarga sér úr heljar- greipum bandarisku auðhring- anna uröu kúbanir I snarheitum að flytja öll sin viöskipti til sósial- Isku rikjanna, einkum Sovétrlkj- anna, og enn I dag eru þau helstu viðskiptalönd þeirra. Þetta hefur allt saman gengiö dável, og þaö eina, sem bandarlski auðskrillinn hafði upp úr ofsóknum sinum á hendur kúbönum var aö stæla þá I þeim ásetningi aö koma sinni sósialisku byltingu á legg og treysta tengsli þeirra við Sovét- rlkin og önnur sósialísk rlki. Sjaldan hafa vopnin snúist jafn herfilega I höndum nokkurs stór- veldis og Bandarikjanna I þessu tilfelli. Háðulegasti ó- sigur kanans Þótt viðskiptabannið á Kúbu misheppnaðist þannig að visu, fór ekki hjá þvi að það ylli kúbönum miklum óþægindum og tjóni. Fyrir byltingu höfðu viðskipti Kúbu einkum verið við lönd Ame- rlku og Vestur-Evrópu, og það segir sig sjálft aö það er ekki tek- ið út með sældinni fyrir neitt riki, slst af öllu vanþróað og sárfátækt eins og Kúba þá var, að flytja öll utanrikisviðskipti sln I einum hvelli yfir á rlki, sem lltil við- skipti voru við áður. Nú er hinsvegar svo komið að viðskiptabannið er ekki mikið meira en dauður bókstafur og minnismerki um háðulegasta pólitiska ósigur, sem bandarlska auðvaldið hefur nokkru sinni beð- ið. Og jafnframt vitnisburöur um hverju litil þjóð fær áorkað gegn margföldu ofurefli, ef hún á til manndóm og virðingu fyrir sjálfri sér. Þvi miður fer þvi fjarri að allar smáþjóðir hafi sllkt I jafn- rikum mæli og kúbanir. ViðsKipti Kúbu eru enn sem fyrr segir fyrst og fremst við Sovétrikin og önnur sósialisk rlki, en viðskipti þeirra við önnur rlki fara hraðvaxandi, þar á meðal riki sem ekki eru vinsamlegri kommúnistum en Japan og Spánn. Og tvö siðustu árin hafa sjö Amerikuriki tekið upp opinber samskipti við Kúbu og virða þannig að vettugi þá pólitisku og viöskiptalegu einangrun, sem bandalag Amerlkurikja (OAS) hafði dæmt Kúbu I að skipan Bandarikjanna. Vináttutengsli Kúbu og Panama Slðast þessara sjö rlkja til þess að taka upp eðlilegt samband við Kúbu var Panama, en siðla i ágúst sendi stjórn þess þrjátiu manna sendinefnd til Havana. Voru fagnaðarlætin mikil við það tækifæri og mátti ekki á milli sjá hverjir kátari voru, kúbanir eða gestirnir. Þessi endurupptaka sambands við Kúbu er að sjálf- sögðu af Panama hálfu öðrum þræði leikur i pólitiskri skák gegn Bandarlkjunum, sem halda Pan- amaskurðinum og talsverðu svæði báðum megin viö hann samkvæmt nauðungarsamningi frá þvi um aldamót. Panama- menn hafa margsinnis krafist leiðréttingar þeirra mála, en auð- vitað ekki fengið. Onnur Amerikurlki, sem tekið hafa upp stjórnmálasamband og viðskipti við Kúbu síðustu tvö ár- in eru Perú, Argentina, Jamaika, Gvæana, Barbados og Trini- dad-Tabagó. Þar við má bæta Mexikó, sem eitt Amerikurikja hlýðnaðist aldrei skipuninni frá Washington um slit stjórnmála- sambands við Kúbu. Perú, þar sem tiltölulega vinstrisinnuð og umbótagjörn herforingjastjórn er við völd, er I áberandi miklum kærleikum við Kúbib, Raul Castro varnarmálaráðherra Kúbu og bróðir Fidels, var þar I opinberri heimsókn I siðastliönum mánuði og var tekið þar með sérstökum fögnuði og viðhöfn af háum sem lágum. Argentina er þegar komin I röð mestu viðskiptalanda Kúbu, og má segja að siðan Peron sneri aftur hafi argentinumenn haft forustu um að rjúfa viöskipta- bannið á Kúbu. Rétt áður en Peron gaf upp öndina veitti hann Kúbu 1,2 miljarðs dollara lán til þess að kaupa argentinskar vörur og I júll höfðu argentlnumenn skammt frá Habana mestu vöru- sýningu, sem þeir hafa nokkru sinni haldið erlendis. Og snemma þetta ár fóru þeir að selja kúbön- um bila i stórum stil, þar á meðal marga sem framleiddir eru af útibúum bandariskra fyrirtækja I Argentinu. Með þessu eru argen- tlnumenn öðrum þræði að sýna Bandarikjunum fram á að I Argentinu liðist bandariskum auðhringjum ekki að vaða yfir hausinn á ríkisstjórn- inni, eins og annars hefur verið reglan i Rómönsku-Ameríku og víðar. Fjölþjóðlegu auðhringarn- ir, sem mestu ráða um verslun og viðskipti i heiminum utan sósial- Isku landanna og bandarísk fyrirtæki eiga mest i, voru ein- mitt eitt áhrifarikasta vopnið I höndum Bandarikjastjórnar til að tryggja framkvæmd viðskipta- bannsins á Kúbu. Viðurkennir Ford ósigurinn? Slöan 1969 hafa viðskipti róm- ansk-amerískra rlkja við Kúbu fimmfaldast, og nú róa nokkur rómansk-amerisk riki að þvi öll- um árum að siðustu hindrununum I vegi eðlilegra samskipta við Kúbu verði rutt úr vegi. Gert er ráð fyrir að þetta mál verði borið upp á þingi OAS, sem er að hefj- ast þessa dagana. Kostariku- menn eru sagöir sérstaklega áhugasamir um þetta, og er haft eftir utanrikisráöherra þeirra, Gonzalo Facio, að seytján af tutt- ugu og fjórum OAS-rikjum væru reiðubúin að greiöa atkvæði með þvi að viöskiptabanninu væri létt af Kúbu. Það myndi þýða að bannið væri opinberlega numið úr gildi. Aðeins örgustu afturhalds- rikin eins og Bólivia, Chile, E1 Salvador, Nlkarakva, Paragvæ og Brasilia eru talin likleg til þess að vilja halda áfram að fjand- skapast við Kúbu. Þegar svo er komið, spá þvl margir að Bandarikjastjórn láti sjálf ekki lengi dragast að taka upp eðlilegt samband við Kúbu. Gerald Ford smælar nú framan I þjóð sina og heiminn sem mest hann má og gerir allt til þess aö láta svo lita út að með honum sé nýr og betri maöur kominn I Hvita húsið, þaö sé nú eitthvað annað en skattsvikarinn og inn- brotsþjófurinn hann Nixon. 1 samræmi við þetta er trúlegt að Ford sjái sér hag i þvi að taka upp eðlilegt samband við Kúbu, þótt svo að sú viðurkenning væri um leið viðurkenning bandarlska auðvaldsins á háðulegum pólit- iskum ósigri þess. dþ. 4 0ÓÓÓÓ& fcr 2 000.000 — 800-000 — 0,000 000 y - 16 400 000 — —r*

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.