Þjóðviljinn - 08.09.1974, Side 9
Sunnudagur 8. september 1974. ÞJÓÐVILJINN — StÐA 9
3ð snúa
Sinfóníuhljómsveit Islands:
Starfsárið
1974-1975
alþjóðlegt sjónvarp, sem er nú
alltaf verið að tala um, þá er það
að sjálfsögðu allt annars eðlis.
Það sem er sérstaklega athuga-
vert við hersjónvarpið, er þessi
forgangsréttur bandarlkja-
manna, aðstaða þeirra hér um-
fram alla aðra.
önnur áhrif eru augljós. Staða
hersins I þjóöfélaginu er önnur nú
en fyrir tuttugu árum. Fyrir tutt-
ugu árum var það nokkurn veginn
viðurkennt, að herinn væri nauð-
synlegt böl. Enginn taldi hann
æskilegan. Jafnvel þeir sem vildu
hafa herinn hér, töldu hann nauð-
synlegan, litu á hann sem óæski-
legan. Næu er enginn vafi á að
herinn er orðinn mjög vinsæll
meðal stórs hluta þjóðarinnar.
Þar ber margt til, en ég álit að
þessi fjölmiðlunarstarfsemi hers-
ins hafi ráðið þar mestu um, og
björgunarstarfsemin.
Og nú gæti farið svo, að stjórn-
málamennirnir færu að keppast
um að notfæra sér vinsældir hers-
ins, keppa um vinsældir meðal á-
kveðins hluta þjóöarinnar.
Vegir
yfirvaldanna....
Rikið hefur einkarétt á útvarpi
hérlendis. Og stundum hafa yfir-
menn ríkisútvarpsins talað nokk-
uð digurnarkalega um að herinn
brjóti þennan einkarétt með út-
varpi sinu og sjónvarpi. Njörður
P. Njarðvik sagði t.d. þegar hann
tók við formennsku i útvarpsráði,
að nú ætti að loka i krafti einka-
réttar útvarpsins. Þrátt fyrir
þetta er ekkert gert. Hvers
vegna?
Það er eins og menn vita, að
vegir yfirvaldanna eru litt rann-
sakaniegir. Það er ljóst að bæði
útvarps- og sjónvarpsstöðin eru
ólöglegar. Og ég hef sjálfur rök-
stutt þetta á prenti, án þess að
rökstuddum andmælum hafi ver-
ið breytt. Það hefur ekki stafur i
minni röksemdarfærslu verið
gagnrýndur á prenti.
Þaö kemur llka I ljós, að út-
varpið hundeltir hvern þann
mann sem eitthvað fitkar við út-
vörpun. útvarpið er stöðugt á
hælum ýmissa áhugamanna, sem
eru að fást við þetta, en þegar
kemur að þeim sem meira mega
sln, þá virðist annað hljóð komið i
strokkinn.
Mér þótti hálfundarlegt, að ut-
anrlkisráðherra þyrfti að fara til
Washington til að semja um lok-
um stöðvarinnar. í varnarsamn-
ingnum er varnarliðið skuldbund-
ið til að fara eftir islenskum lög-
um. Það fékk á slnum tima leyfi
til útvarps- og sjónvarpsreksturs,
að vlsu með vafasamri lagaheim-
ild, en þegar nýju útvarpslögin
voru gengin I gildi, var skylt að
afturkalla þetta leyfi. Og um það
þurfti ekki neina samninga við
Bandarikjamenn.
Andlegur
skæruhernaöur
Sumir halda þvl fram að fjöl-
miðlunarstarfsemi Amerikana
hér sé andlegur skæruhernaður
til að venja okkur við herinn. Aðr-
ir að útvarpið sé aðeins hugsað
sem dægradvöl fyrir dáta. Ilvað
heldur þú?
Ég hygg að þetta sjónvarp sé
fyrst og fremst afþreying fyrir
hermennina, og hafi I upphafi
verið hugsað þannig. Hitt er ann-
að mál, að ég hygg að sú auka-
verkan sem sjónvarpið gæti haft,
þ.e. að festa herinn I sessi hér,
hafi ekki þótt neitt verri frá sjón-
armiði bandarikjamanna. Við
vitum að áróðri er mikið beitt I á-
tökum stórveldanna. I Vietnam
var hersjónvarp bandarikja-
manna undir yfirstjórn sálfræð-
inga hersins.
Nú mun það staðreynd, að her-
mannasjónvarp á vegum banda-
rikjamanna, er hvergi rekið i
Vestur-Evrópu eða annars stað-
ar, nema I Vietnam. Bandarikja-
menn ráða yfir miklum hernáms-
svæðum og herjum i Evrópu, en"
sjónvarp er aðeins rekið hér.
Já, og.þetta sýnir, að við islend-
ingar sættum okkur ákaflega vel
við að vera meðhöndluð sem ann-
ars flokks þjóð.
Finnst þér liklegt, að hægri
menn taki upp breytta stefnu
gagnvart hernum. Muni einhvern
tima senda hann til sins heima i
þeirri trú að með þvf siái þeir
vopn úr hendi vinstri manna?
Það finnst mér óliklegt. En
þegar að þvl kemur að þeir þurfa
að borga herkostnaðinn, eins og
aðrar þjóðir þurfa að gera, þá
munu þeir vilja losa sig við her-
inn.
Aö kljúfa
þjóöina
Eins og við höfum orðið vör við
i vor og sumar, með undirskrifta-
söfnun „Varins lands”, þá skipt-
ist þjóðin i tvær fylkingar. Getur
þessi skipting ekki haft varanleg
áhrif á landsmenn?
Ég hef áður haldið þvl fram, að
varanleg áhrif hersins og sjón-
varpsins gætu orðið mjög háska-
leg. Þau gætu valdið alvarlegum
klofningi i Islensku þjóðfélagi, og
þá skulum við hafa það I huga, að
islenskt þjóðfélag er ákaflega
heillegt, ef svo má segja. Agrein-
ingsatriði á Islandi, snerta ekki
nein grundvallaratriði, eins og
víða annars staðar. Við getum
nefnt sem dæmi Irland, Kýpur,
eða jafnvel Frakkland, þar sem
menn greinir á um grundvallar-
atriði stjórnskipunar. Þó að við
deilum hart, þá eru hér engin
verulega djúpstæð ágreinings-
atriði, sem varða bókstaflega
undirstöðu þjóðfélagsins. Ég tél
að við langvarandi erlend áhrif,
sé hætta á þessu. Þessa hættu má
alls ekki vanmeta. Þegar, og ef
það kemur raunverulega fram,
þá verður of seint að snúa við.
Starfsárið 1974/75 er um það bil
að hefjast, og verða fyrstu tón-
leikarnir 3. október og siðan ann-
an hvern fimmtudag. Norski
hljómsveitarstjórinn Karsten
Andersen hefur verið enduurráð-
inn sem aðalhljómsveitarstjóri.
Aðrir hljómsveitarstjórar verða
Vladimir Ashkenazy, J.P. Jac-
quillat frá Frakklandi, Kari
Tikka frá Finnlandi, Kobert
Satanowsky frá Póllandi, Samuel
Jones frá Bandarikjunum, Al-
berto Ventura frá ttallu, svo og
Páll P. Pálsson.
Einleikarar og söngvarar verða
þessir: Ralph Kirshbaum, celló-
leikari, Michael Roll pianóleik-
ari, Vaclav Hudecek fiðluleikari,
Gunnar Egilson, klarinettleikari,
Sheila Armstrong sópran, Dag-
mar Simonkova pianóleikari,
André Previn pianóleikari. J.P.
Rampal flautuleikari, Itzhak
Perlman fiðluleikari, Rögnvald-
ur Sigurjónsson pianóleikari, Rut
Ingólfsdóttir fiðluleikari, Vladi-
mir Ashkenazy pianóleikari, Arni
Egilsson bassaleikari, Gunnar
Kvaran celloleikari, Aaron Ros-
and fiðluleikari og Sigriður E.
Magnúsdóttir söngkona.
Auk reglulegra áskriftartón-
leika, sem verða 16 á starfsárinu,
heldur hljómsveitin fjölskyldu-
tónleika, skólatónleika, barna-
tónleika, tvenna aukatónleika og
einnig nokkra tónleika utan
Reykjavikur.
A starfsárinu 1973/74 flutti
hljómsveitin 40 tónleika, reglu-
lega áskriftatónleika, aukatón-
leika, fjölskyldutónleika, skóla-
og barnatónleika, tónleika á
Listahátið og sex tónleika utan
Reykjavikur.
Aðalhljómsveitarstjóri var
Karsten Andersen frá Bergen,
sem stjórnaði 12 tónleikum. Að-
stoðarhljómsveitarstjóri var Páll
P. Pálsson, en hann stjórnaði
Stórblaðið International
Herald Tribune skýrði nýlega
frá þvi að vopnasöluhneyksli
sem upp komst um i Grikk-
landi geti haft áhrif á hern-
aðaraðstoð Bandarlkjanna við
landið og jafnframt gert enn
stirðari sambúð grikkja og
bandarikjamanna.
Blaðið segir einng að
hneyksli þetta geti skýrt að
nokkru skyndilega afsögn
grísku herforingjastjórnar-
innar eftir að tyrkir höfðu
gengið á land á Kýpur.
Að sögn blaðsins eru Kara-
manlis og nánustu ráðgjafar
hans, þ.á.m. Mavros utan-
rikisráðherra, þess fullvissir
að herforingjastjórnin hafi
haft i hyggju að ráðast gegn
tyrkjum á landamærum rikj-
anna þegar eftir ákvörðun
tyrknesku stjórnarinnar að
gera innrás á Kýpur.
En þegar herútboðið átti að
koma til framkvæmda kom i
ljós að vopnabirgðir voru alls
ófullnægjandi. Stórir kassar
sem áttu að innihalda M-16
riffla frá Bandarikjunum voru
fullir af grjóti i stað vopna.
Efst var lag af venjulegum
vopnum en undir var ekkert
að finna nema grjót. Sömu
sögu var að segja af kössum
sem I áttu að vera vélbyssur,
fallstykki, eldflaugar og skot-
færi. Meira að segja stigvélin
voru horfin.
einnig 12 tónleikum. Aðrir hljóm-
sveitarstjórar voru dr. Róbert A.
Ottósson, Vladimir Ashkenazy,
Bohdan Wodiczko, J.P.
Jacquillat, Okko Kamu, Richard
Kapp, Jussi Jalas, Alain Lom-
bard og Garðar Cortes við setn-
ingu Listahátiðar. Hljómsveitin
flutti á starfsárinu 115 tónverk
eftir 69 tónskáld, þar af 10 tónverk
eftir 10 Islensk tónskáld. Frum-
flutt voru islensku verkin: At-
hvarf eftir Herbert Hribershek,
Epitafion eftir Jón Nordal, Leik-
leikur eftir Jónas Tómasson,
Dialoge eftir Pál P. Pálsson og
Heimaey eftir Skúla Halldórsson.
Fastráðnir hljóðfæraleikarar
voru 61, en auk þeirra voru ráðnir
46 aukamenn, sem léku á einstök-
um tónleikum. Hafa þvi 107 hljóð-
færaleikarar leikið i hljómsveit-
inni á starfsárinu. Hljóðrituð voru
fyrir Rlkisútvarpið 15 tónverk
eftir islensk tónskáld og 16 tón-
verk eftir erlend tónskáld.
Með hljómsveitinni komu fram
á starfsárinu 12 söngvarar, 8
planóleikarar, 3 fiðluleikarar, 2
cellóleikarar, 1 violuleikari, 2
flautuleikarar, 1 óbóleikari, 1
gitarleikari. Söngsveitin
Filharmonia flutti Messlas eftir
H'ándel á þrennum tónleikum i
desember undir stjórn dr. Ró-
berts A. Ottóssonar, Kór félags
islenskra einsöngvara söng með
hljómsveitinni á Listahátíð i júni.
Hljómsveitin flutti á Þjóðhátið
á Þingvöllum 28. júll verðlauna-
verkin Tilbreytni eftir Herbert H.
Agústsson og Ellefu hugleiðingar
um landnám eftir Jónas Tómas-
son yngri undir stjórn Páls P.
Pálssonar. A Reykjavlkurhátið 3.
og 5. apríl flutti hljómsveitin með
Söngsveitinni Filharmoniu og
Guðmundi Jónssyni Völuspá eftir
Jón Þórarinsson. Höfundur
stjórnaði.
Að sögn IMT var þetta rot-
höggið á stjórnina sem þegar
var orðin mjög aðþrengd
vegna valdaránsins á Kýpur
sem hún stóð að baki.
Ekki er vitað til fullnustu
hversu mikið magn vopna hef-
ur horfið. Kunnugir telja að
vopnin hafi verið seld til
Afriku gegn staðgreiðslu og
hafi I þvi verið farið á bak við
æðstu yfirmenn griska hers-
ins.
Blaðið bendir á að fyrir utan
þau áhrif sem þetta hneyksli
hafði á herforingjastjórnina
geti það haft afleiðingar vest-
ur i Bandarikjunum.
Hernaðaraðstoð Bandarikj-
anna við grikki hefur löngum
sætt harðri gagnrýni á banda-
riska þinginu en eftir þetta er
hætt við þvi að andstaðan gegn
henni geti aukist svo mjög að
henni verði hætt.
Auk þess getur hneyksli
þetta haft áhrif á hernaðarað-
stoð Bandarikjanna við önnur
lönd. Andstæðingar hennar i
bandariska þinginu hafa bent
á mikil fjárútlát við þessa að-
stoð sem þjóðin geti vel sparað
sér, einkum og sér i lagi vegna
þess að þiggjendur hennar
virðast ekki hafa hæfileika til
að nýta vopnin á „viðeigandi”
hátt og benda þeir m.a. á Suð-
ur-Vietnam i þvi sambandi.
ÞH
—GG
3 sér „rétt sem enginn
iur erlendur
Steinar í
staö vopna
Varð vopnasöluhneyksli grísku
herforingjastjórninni að falli?