Þjóðviljinn - 19.09.1974, Page 9

Þjóðviljinn - 19.09.1974, Page 9
Fimmtudagur 19. september 1974. ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 9 Valsmenn gerðu jafntefli í EB: Hvaö gerir Fram gegn RM í kvöld? spánverjarnir hyggja á stór-sigur vegna auka- greiöslna fyrir unninn leik og skoruð mörk Það er i dag kl. 17.30 sem leikur Fram gegn spánska liðinu Real Madrid hefst á Laugardalsvellinum og eftir að Valur gerði jafntefli gegn irska liðinu Portadown spyrja menn — hvað gerir Fram i kvöld gegn spánverjunum? Þarna er að visu óliku saman að jafna svo miklu sterkari sem spánverjarnir eru en irarnir. Og svo þegar það bætist ofan á að spönsku leikmennirnir fá auka- greiðslur fyrir unninn leik og hvert skorað mark þá þarf ekki að þvi að spyrja, þeir munu reyna að skora eins mörg mörk og þeir frekast geta og gefa örugglega ekkert eftir. Von Fram um sigur er vonin um að kraftaverk gerist hins- vegar hafa islensk lið náð jafntefli á móti ekki ófrægari né veikari liðum en Real Madrid og hvers vegna ætti Fram þá ekki að geta það lika? Það er einnig alveg öruggt að Framararnir munu leggja sig alla fram i þessum leik og við höfum einmitt oft séð það til islenskra knattspyrnu- manna að þegar sem minnstu er búist við af þeim vegna styrkleika andstæðinganna þá ná þeir sinu besta. Bikarmeistarar Fram 1973 sem ikvöld mæta Real Madrid Leikmenn Real Madrid Nctzer, einn v-þýsku heimsmeistaranna, Icikmaöur með Real Madrid Mariano Garcia Remon: Mark- vörður, f. 1950, spánskur deildar- meistari, 1 áhugam. landsl. 1 B- landsleik og 2 A-landsleiki. Er al- inn upp hjá félaginu. Miguel Angel Gonzales Suares: Markvörður, f. 1947, spánskur deildarmeistari og bikarmeistari. Grcgorio Benito Rubio: Miðvörð- ur, f. 1946, spánskur deildar- og bikarmeistari. Evrópumeistari i tennis áhugamanna. 13 áhuga- mannalandsl. 2 B-landsl. og 11 A- landsleiki. Er alinn upp hjá félag- inu. José Antonio Camacho Alforo: Miðvallarspilari, f. 1955, 3 U- landsl. José Luis Lopes Peinada: Bak- vörður, f. 1943. Spánskur deildar- og bikarmeistari, 4 A-landsleiki. 'Er alinn upp hjá félaginu. Juan Morgado Dorado: Bakvörð- ur, f. 1952. Banito Rubinan Soutullo: Bak- vörður f. 1949. Spánskur deildar- meistari. Juan Carlos Tourino Cancela: Bakvörður, f. 1944. Spánskur deildar- og bikarmeistari. 1 A- landsleikur. Juan Vcrdugo Perez: Bakvörður, f. 1949. Spánskur deildar- og bik- armeistari, 6 áhugamannalandsl. og 4 B-landsleiki. José Martinez Sanches „Pirri”: Miðvallarspilar, f. 1945. Spánskur deildar- og bikarmeistari. Evrópumeistari, 1 U- 4 áhuga- manna, 5 herlandsl. og 24-A landsleiki. Fyrirliði liðsins. F’rancisco Javier Aguilar Garcia : Hægri-útherji f. 1949. Spánskur deildar- og bikarmeistair. 1 B- landsl. og 3 A-landsleiki. Carlos Alfonso Gonzales „Santill- ana”: Miðherji, f. 1952. Spánskur deildar- og bikarmeistari 1 U, 4 áhugamanna og 1 landsleik. Francisco Javier Alvarez Uria: Bakvörður, f. 1950. Keyptur ný- lega frá Real Oviedo. 1 B-og 3 A- landsleiki. Amancio Amaro Varela: Fram- herji, f. 1939. Spánskur deildar- og bikarmeistari, Evrópumeistari og Evrópubikarmeistari. 42 A- landsleikir. Vincente Del Bosguc Gonzalez: Framherji, f. 1950. Spánskur bik- armeistari. Er alinn upp hjá fé- laginu. 1 U og 1 áhugamanna- landsleik. José Maganas Pcrez: Vinstri út- herji, f. 1953. Spánskur bikar- meistari. 14 U og 1 áhugamanna- landsleik. Roberto Martinez Martinez: Hægri útherji, f. 1946. Nýlega keyptur frá Espanol. 3 A-lands- leikir. Reykjavíkurmótið í körfuknattleik hefst á sunnudag mótið er nú haldið í 18. sinn með þátttöku 32ja flokka frá 6 félögum Reykjavikurmótið i körfuknatt- íeik hið 18. i röðinni hefst i Laugardalshöllinni á sunnu- daginn kemur. 1 mótinu taka þátt 32 flokkar frá 6 félögum. Eru þá ótaldir þátttökuflokkar i minniboltamóti, sem verður haldið öðru hvorum megin jóla. Láta mun nærri, að keppendur verði um 550, þegar allt er talið. Þau félög, sem taka þátt i mótinu að þessu sinni eru: Ármann, Fram, ÍR, 1S, KR og Valur. Sé litið til baka á siðasta tslandsmeistaramót, ætti að mega lofa jöfnum og spennandi leikjum i körfuboltanum i vetur. KR og ÍR bera ekki lengur sama ægishjálm yfir önnur félög og áður, og óvilhallur spámaður mun ekki svara óhikað og umsvifalaust spurningunni: Hver verður Reykjavikurmesitari i körfubolta 1974? Hafður verður sami háttur á og i fyrra að bjóða nemendum 5-6 gagnfræða- og æðri skóla á hvert leikkvöld, þeim að kostnaðar- lausu. Þurfa þeir einungis að Reykjavíkur- meistarar frá upphafi Rey k ja v ik ur m.eis tar a r i körfuknattleik frá þvi mótið fór fyrst fram 1957 hafa orðið: 1957 ÍS 1958 iR 1959 KRF 1960 ÍR 1961 ÍR 1962 ÍR 1963 ÍR 1964 ÍR 1965 KFR 1966 KR 1967 KR 1968 ÍR 1969 ÍR 1970 ÍR 1971 Ármann 1972 KR 1973 KR Leikdagar Leikdagar í meistaraflokki i Reykjavikurmótinu i körfu 1974: 22. sept. kl. 14.00 Valur:Ármann 1.5. :Fram 4. okt. kl. 20.15 K.R.:1.S. l.R.:Ármann 8. okt. kl. 18.30 Valur:K.R. 1.5. :l.R. Fram: Armann 15. okt. kl. 20.15 Fram :Valur l.R.:K.R. 21. okt. kl. 20.15 Fram :1.R. 1.5. Ármann 25; okt. kl. 20.15 1 S.: Valur Fram :K.R. 27. okt. kl. 19.00 l.R.:Valur K.R.:Ármann sýna skólaskirteini við inn- ganginn. Er þetta gert til þess að glæða áhuga ungs fólks á þessari ágætu iþrótt, sem er i örum vexti hér á höfuðborgarsvæðinu. Þátttakendur i Reykjavikur- mótinu nú eru um 200 fleiri en i fyrra, og er það um 58% aukning. Hellas kemur 4. okt. Eins og við sögðum frá i Þjóðviljanum sl. þriðjudag, er sauiska handknattleiksliðið Hellas væntanlegt til íslands I næsta mánuði. Nú höfum við fengiðnánari fréttir af þessari heimsókn. llellas kemur 4. október og leikur þann 6. við Islands- meistara FH, þann 7. við landsliðið, 9. okt. og 10. okt. við þau tvö lið sem verða i úr- slitum Reykjavikurmótsins i handknattleik sem hefst á laugardaginn kemur. Það er HKRR sem býður Hellas til ts- lands. Handknatt- leikurinn byrjar á laugardag meö Rvík- urmótinu A laugardaginn keinur hefst handknattleikstimabilið hjá okkur á þessu hausti, en þann dag fara fram tveir fyrstu leikirnir i Reykjavikurmótinu. Það eru Fram og Armann og Valur og Fvlkir sem leika 2 fvrstu leikina i mótinu, en sá fyrri hefst kl. 14. Mótiö verður leikið á aðeins 8 dögum, frá 21. sept. til 2. ökt„ en þá fara úrslitaleikirnir fram, en þátttökuliðunum 8 er skipt I tvo riðla. Liðin i riðlun- um eru: A-riðill: Fram Armann KR Vikingur B-riðilI Valur Þröttur ÍR Fvlkir Framhald á 11. siðu.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.