Þjóðviljinn - 10.11.1974, Side 10
10 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 10. nóvember 1974.
cTVIyndir
úr sögu verkalýðshreyfingar og sósíalískra samtaka
7. JÚLÍ1932
Myndirnar i þættinum i dag
eru allar teknar sama daginn, 7.
júli 1932, og á sama stað, i
Templarasundi i Reykjavik á
útifundi verkamanna.
Arið 1932 fór atvinnuleysi
vaxandi i Reykjavik og viðar
um land og baráttan fyrir vinnu
harðnaði. Forystuafl i þeirri
baráttu var Kommúnistaflokk-
urinn, sem tókst að koma á við-
tækri samfylkingu atvinnuleys-
ingja. Nefndir atvinnuleysingja
voru stofnaðar og störfuðu þar
náið saman verkamenn meö
hinar ólikustu skoðanir. 1
Reykjavik urðu fjölmennir úti-
fundir og kröfugöngur á fund
bæjar- og stjórnvalda tiðir at-
burðir, en jafnframt færðust i
vöxt afskipti lögreglu af fundum
atvinnuleysingja.
Einn þessara funda verka-
manna var haldinn 7. júli fyrir
utan fundarsal bæjarstjórnar
Reykjavikur I Templarahúsinu
1
eða réttar sagt fyrir utan Þórs-
hamar við Templarasund, þvi
þaðan af tröppunum fluttu
menn ræður sinar, meðal ann-
arra Einar Olgeirsson. Kom þar
til handalögmála milli lögreglu
og fundarmanna og i eftirfar-
andi réttarhöldum voru nokkrir
menn úrskurðaðir i varðhald
uppá vatn og brauð á þeim for-
sendum að þeir hafi neitað að
svara spurningum fyrir rétti, að
þvi er Jón Rafnsson segir i bók
sinni „Vor i verum”, sem við
höfum áður vitnað til i þessum
þáttum. Hinsvegar voru vissir
lögbrjótar yfirstéttarinnar ekki
látnir svara til saka, segir Jón.
Illa þokkað.
Hjörtur B. Helgason var
fyrstur settur inn, en siðan Ein-
ar Olgeirsson, Jens Figved,
Indiana Garibaldadóttir og
Stefán Pétursson, sem svöruðu
úrskurðinum með hungurverk-
falli. Jón Rafnsson segir þannig
frá viðbrögðum:
„Þessar handtökúr eru illa
þokkaðar hjá verkalýð höfuð-
staðarins. Og nú verður at-
vinnuleysingjabaráttan jöfnum
höndum baráttan fyrir þvi að fá
leyst úr varðhaldinu þá menn,
sem þannig eru meðhöndlaðir
vegna þátttöku sinnar fyrir rétti
manna til vinnu og daglegs
brauðs.
Svo höllum fæti veit rikisvald-
ið sig standa i almenningsálit-
inu út af þessum fangelsunum,
að blöð þess, Morgunblaðið og
Visir, forðast eins og heitan eld
að minnast á þær. 1 stað þess
birta þau nú margar greinar um
vonsku og skaðsemi
kommúnista I þjóðfélaginu,
Rússaþjónustu þeirra osfrv.
Alþýðublaðið birtir alltaf öðru
hvoru lesmál um nauðsyn og
réttmæti atvinnubóta, en ræðst
jafnframt á framkvæmd at-
vinnuleysingjabaráttunnar,
sem það kallar kommúnista-
óspektir. Og þótt það fagni ekki
með berum orðum fangelsunum
kommúnistanna, er þaö svo
fjölort og ómyrkt I máli um
„sök” kommúnistanna á at-
burðunum 7. júli, að það fær
ekki dulið samúð sina með
ihaldsréttvlsinni i þessu máli. 1
augum þeirra Alþýðublaðs-
manna eru nú kommúnistar og
vinstri öflin meðal verkamanna
orðin sá höfuðóvinur, sem jafn-
vel ihaldið siálft hverfur i
skuggann fyrir, enda gerir nú
blaðið allt hvað það má til aö
þagga niður einingarölduna,
sem risið hefur með verkalýön-
um á götum borgarinnar, gegn
atvinnuleysinu.
1 Reykjavik á samfylking at-
vinnuleysingjanna og hinna
fangelsuðu að visu ekki nema
eitt málgagn: Verkalýðsblaðið,
vikublað Kommúnistaflokksins,
gegn öllum blaöakosti hinna. En
þetta jafnar verkalýðurinn upp
með útifundum og stærri kröfu-
göngum en áður.”
Föngunum sleppt.
Meðal þessara funda eru úti-
fundir á ýmsum stöðum I bæn-
um 27. júli, sem haldnir eru
samtimis á vegum
Kommúnistaflokksins og at-
vinnuleysingjanefndar til undir-
búnings stórum fundi og kröfu-
göngu að fangahúsinu næsta
dag. Sá fundur hefst i fundar-
húsinu við Bröttugötu, en er sið-
an fluttur út á Kalkofnsvég
vegna þrengsla. Lýsir Jón þvi
að á þeim fundi og i kröfugöng-
unni að fangahúsinu við Skóla-
vörðustig hafi verið saman
kominn mesti mannfjöldi, sem
sést hafði til þessa i Reykjavik á
útisamkomu á vegum verka-
lýðssamtaka.
Ræðumenn við fangahúsið,
þeir Hjalti Arnason og Guðjón
Benediktsson, eggja fólkið til að
knýja fram rétt sinn til vinnu og
brauðs, heimta fulltrúa sina úr
klóm stéttardómstóls burgeis-
anna og linna ekki baráttunni,
fyrr en kröfurnar séu uppfyllt-
ar, segir Jón. Lauk fundinum
með að kosin var nefnd til að
bera fram kröfur fjöldans og
viðvörunarorð.
„Daginn eftir rikir grafar-
þögn i dagblöðum andstæðing-
anna um þennan mikla fjölda-
fund. En áhrif hans eru þeim
mun augljósari: Þennan dag er
föngunum sleppt út úr fangels-
inu, og um kvöldið er þeim fagn-
að á fjölmennum verkalýðs-
fundi. Það er troðfullt hús I
Bröttugötunni og hugir manna
eru sigurglaðir.”
Hverjir þekkjast?
Þannig lýkur Jón Rafnsson
frásögn sinni. Og á myndunum i
dag séSt upphaf þessara at-
burða — fundurinn I Templara-
sundi. A mynd nr. 11 hluti
fundarmanna fyrir utan Þórs-
hamar. Mynd nr. 12 er tekin er
Einar Olgeirsson flytur ræðu
sina af tröppum hússins og
mynd nr. 13 fyrir utan
Templarahúsið eða Gúttó
einsog flestir Reykvikingar
kölluðu það lengstaf, eftir að
rutt hafði verið frá dyrunum.
Varla verða greind nein andlit á
myndum 11 og 13, en ef lesendur
þekkja þá sem sjást á mynd nr.
13, væri okkur þökk á að fá upp-
lýsingar um þá.
Hvar eru véstmanna-
eyingar?
Við höfum þegar fengið tals-
verðar upplýsingar varðandi
myndirnar i siðasta sunnudags-
blaði Þjóöviljans, en aftur sára-
litlar um vestmannaeyingana á
mynd nr. 7 I blaðinu 27. október
sl. Þar ættu þó ýmsir að
þekkjast svo tiltölulega skýr
sem myndin er. Skorum við nú á
eldri eyjamenn að skoða verk-
fallsvaktina betur og láta okkur
vita, annað hvort Eyjólf Arna-
son, bókavörð Dagsbrúnar eða
Vilborgu Harðardóttur blaða-
mann. Við erum bæði i sima
17500. —vh