Þjóðviljinn - 10.11.1974, Qupperneq 16

Þjóðviljinn - 10.11.1974, Qupperneq 16
16 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 10. nóvember 1974. SITT ÚR HVERRI ÁTTINNI í oröi og í verki — Það er auðveldara að skrifa tiu bindi af heimspeki en að fram- kvæma eina einustu kenningu sina i verki, sagði Leo Tolstoj, — og talaði væntanlega af eigin reynslu? Lækning fyrir stjórnmála- menn? Sænska leikkonan Harriet And- ersson á saunu i finnska skerja- garðinum og segir um hana: — Þegar ég horfi á ráðamenn heimsins i sjónvarpinu langar mig svo mikið til að bjóða þeim i baðstofuna mina. 1 saunu getur maður ekki haldið fast I virðingu sina. öll árásarhneigð og órói rennur burt og i þess stað verður maður mjúkur og vingjarnlegur og sefur vel. Svo vel, að það ligg- ur við að maður fari að totta þum- alputtann. Hef aldrei skirrst við að segja nei Ingrid Bergman sló rétt eina ferðina i gegn i London i fyrravet- ur i leikriti Somerset Maughams „The Constant Wife”. Blöðin voru full af viðtölum við hana og i einu þeirra lýsti hún af- stöðu sinni til iifsins: — Ég hef aldrei alið með mér beiskju og aldrei fundið til öfund- ar, sem er sú mannleg tilfinning sem mest eyðileggur. En ég hef heldur aldrei skirrst við að neita hlutum sem mér hafa ekki likað. Kannski það sé þessvegna sem ég hef haldið heilsu og lifað af svo margt. ÞORSTEINN FRÁ HAMRI TÓK SAMAN Edda Snorra Sturlusonar seg- ir frá þvi, er Bors synir, Óðinn, Vili og Vé, drápu Ými jötun, „fluttu I mitt Ginnungagap og gerðu af honum jörðina, af blóði hans sæinn og vötnin, jörðin var gör af holdinu, en björgin af beinunum. Grjót og urðir gerðu þeir af tönnum og jöxlum og af þeim beinum er brotin voru”. „Tóku þeir og haus hans og gerðu þar af himin og settu hann upp yfir jörðina með fjórum skautum, og undir hvert horn settu þeir dverg. Þeir heita svo: Austri, Vestri, Norðri, Suðri”. „Og þá er þeir gengu með sæv- arströndu, Borssynir, fundu þeir tré tvö og tóku upp trén og sköpuðu af menn... Hét karl- maðurinn Askur, en konan Embla”. Þjóðtrúin hefur að geyma margvisleg dæmi um viðleitni heiðinna hugmynda til að gánga aftur og samlagast yngra sið. Skrattinn og þrír djöflar hans Einu sinni sendi fjandinn burt þrjá djöfla þess erindis að skemma mannkynið. Þeir eru um ár I burtvistinni og koma aftur til skolla á vetrardaginn fyrsta. Fjandi fagnar þeim vel og spyr tiðinda. Verður einn fyrir svörum sá er mestur þótt- ist og segist hafa kennt alþýðu að ljúga. Annar sem taldi sig næstan hinum segir þá að hann hafi kennt mönnum að stela. „Miklu góðu hafið þér til leiðar komið”, segir skratti. „En hvað gjörðir þú ómyndin þln?” segir hann, þvi hann var minnstur talinn. „Það var nú ekki mikiðr ég kom öllum heldri mönnum til að trúa að þú værir ekki til.” „Það var vel gjört og betur en hinir gjörðu, og skaltu hér eftir næstur mér teljast.” með honum. Kristur hrækti I sjóinn og af þvi varð rauð- maginn. Þá hrækti lika sankti Pétur I sjóinn og af þvf varð grásleppan. Djöfullinn gekk á eftir þeim með sjónum. Hann sá þetta og vildi nú ekki verða minnstur. Hann hrækti þvl I sjó- inn og af því varð marglyttan. Ýsan Einu sinni ætlaði fjandinn að veiða fisk úr sjó. Þreifaði hann þá fyrir sér og varð fyrir honum ýsa. Hann tók undir eyruggana, og sér þar enn svarta bletti á ýs- unni. En ýsan tók viðbragð mik- ið og rann úr hendinni á fjanda, og er þar nú rákin svört eftir sem neglurnar runnu. Selur Frá uppruna selsins er svo sagt að þegar Faraó Egypta- landskonungur veitti Móse og Sköpun heimsins Óðinn verður á timabili hinn sami og Satan; i goðafræðinni ræðir um skipið Naglfar sem losnar i ragnarökum og er gert af nöglum dauðra manna, og þvi skyldi engi maður deyja með óskornum nögium, en þetta á hliðstæðu eða arf i þjóðtrúnni þarsem djöfullinn er sagður nota neglur manna i skip sitt, séu þær skornar heilar; og i stað Austra, Vestra, Norðra og Suðra koma veðureinglar fjórir. Og hvað sem annars ieið lög- boðnum kenningum Mósebókar um sköpun ljóss, festingar, jarðar, fénaðar og manns, um skilningstré góðs og ills og rif úr mannsins slðu, var þjóðtrúin ævinlega reiðubúin að bæta þar um einstök atriði samkvæmt al- þýðlegum og jafnvel barnsleg- um skilningi eða skýringu. A svipaða lund og Þór i fyrndinni gerði laxinn afturmjóan með þvi að kreista Loka i laxliki, eiga helgir menn og trúarhetjur eða Satan sjálfur drjúgan þátt i sköpun heimsins eftir að al- mættið mótaði hann I öndverðu. Uppruni huldufólks Þá er Adam og Eva voru i ald- ingarðinum Eden, þá átu þau af skilningstrénu góðs og ills og urðu þess þá vör, að þau sjálf og börn þeirra voru nakin. Þá er skaparinn kom til þeirra i næsta skipti á eftir, skýldu þau sér með fikjuviðarblöðum, en földu börn sin. Drottinn spurði eftir þeim, en hjónin svöruðu, að þau væru nakin og hefðu þau þvl ekki komið með þau. Þá varð drottinn reiður og sagði, að fyrst þau ættu að vera hulin fyrir sér, þá skyldu þau og afkomendur þeirra vera hulin fyrir mönnum og búa i steinum og hólum. Mennskir menn eru aftur af- komendur þeirra barna, sem Adam og Eva áttu saman eftir áð hin börn þeirra höfðu verið rekin úr mannlegu félagi. Mývatn — mývargur Þegar guð drottinn hafði skapað himin og jörð, virti hann það fyrir sér og sá að það var harla gott. En kölski var ekki á þvi, honum sveið það hversu fagur heimurinn væri. Hann tók það ráð i reiði sinni að hann meig á móti sólinni og ætlaði að myrkva með þvi þenna dýrðar- depil sköpunarverksins. En ekki varð nú af þvi samt, þvi úr migu kölska myndaðist Mývatn á Norðurlandi, enda þykir það jafnan ljótt stöðuvatn, og þó mývargurinn er vatnið dregur án efa nafn af enn verri, og er hann sannkallað kvalræði fyrir menn og málleysingja umhverf- is vatnið.-- Þessi meinvættur hefur þótt svo mikill ófögnuður og illur að menn hafa ekki getað imyndað sér að guð hafi skapað mýflug- una sem gjörir svo mikið mein af sér, heldur hafi hún kviknað i skegginu á kölska og þvi er mý- bitið kallað „skegglýsnar skrattans”. Kötturinn Djöfullinn vildi ekki verða minni en guð, fór til og ætlaði að skapa mann. En sú tilraun fórst honum ekki höndulega, þvl i staðinn fyrir að skapa mann varð kötturinn úr þvi og þó vantaði á hann skinnið. Sankti- Pétur aumkaðist þá yfir þessa sköpun og skapaði skinnið á köttinn, sem hér segir: Skrattinn fór að skapa mann, skinnlaus köttur varð úr þvi, helgi Pétur hjálpa vann, húðina færði dýrið L Enda er skinnið hið eina sem þykir nýtandi af kettinum. Rauðmaginn, grásleppan, marglyttan Einu sinni gekk Kristur með sjó fram og var sankti Pétur Gyðingum eftirför yfir Rauða- hafið og drukknaði þar með öllu liði sinu sem kunnugt er úr bibliunni, varð konungur og all- ir liðsmenn hans að selum, og þvi eru beinin I selnum svo llk mannsbeinum. Slðan lifa selirn- ir sem sérstök kynslóð á marar- botni, en hafa alla mannlega mynd, eðli og eiginlegleika inn- an i selshömunum. Eggert Ólafsson kallar þá sæfólk. En það var þeim lagt til liknar að þeir skyldu komast úr selshöm- unum á Jónsmessunótt, aðrir segja á þrettánda dags nótt jóla, enda fara þeir þá á land og taka á sig mannsmynd, syngja og dansa sem mennskir menn. óskabjörn Óskabjörn var forðum sá versti illfiskur I sjó, og ætlaði eitt sinn að granda sankti Pétri, en sankti Pétur kastaði i kjaft hans vaðsteini sinum og sagði að hann skyldi verða hið vesæl- asta kvikindi i sjó og skriöa á sporði annarra fiska. Kolinn Einhverju sinni gekk María Jesúmóðir með sjávarströndu og sá hvar lifandi koli lá I fjör- unni. Hún mælti þá: „Þar ligg- ur þú, fagur fiskur á sandi,” en er hún mælti þetta þá skekkti kolinn til munninn á móti henni. Þá mælti hún: „Það læt ég um mælt að þú sért jafnan munn- ljótur héðan i frá.” Og þvl er kolinn æ siðan munnófriður. Rjúpan Einu sinni boðaði Maria mey alla fuglana á fund sinn. Þegar þeir komu þangað skipaði hún þeim að vaða bál. Fuglarnir vissu að hún var himna drottn- ing og mikils megnandi. Þeir þorðu þvi ekki annað en hlýða boði hennar og banni og stukku þegar allir út I eldinn og i gegn- um hann nema rjúpan. En er Neyslu- samfélagið Nýleg könnun I Bandarikjunum sýnir, að neysla konu úr efnastétt þar i landi er um ævina að meðal- tali eftirfarandi: 6 þvottavélar, 7 sjónvarpstæki, 8 Isskápar, 9 kaffikvarnir, 11 ryk- sugur, 13 hrærivélar, 17 bílar, 14 elskhugar og 3 eiginmenn! Það fylgir ekki sögunni hver er sambærileg neysla yfirstéttar- karlmanna. þeir komu i gegnum eldinn voru allir fæturnir á þeim fiðurlausir og sviðnir inn að skinni og svo hafa þeir verið siðan allt til þessa dags, og hlutu þeir það af þvi að vaða bálið fyrir Maríu. En ekki fór betur fyrir rjúpunni sem var sú eina fuglategund sem þrjóskaðist við að vaða eld- inn, þvi Maria reiddist henni og lagði það á hana að hún skyldi verða allra fugla meinlausust og varnarlausust, en undireins svo ofsótt að hún ætti sér ávallt ótta vonir nema á hvltasunnu, og skyldi fálkinn sem fyrir önd- verðu átti að hafa verið bróðir hennar ævinlega ofsækja hana og drepa og lifa á holdi hennar. En þó lagði Marla mey rjúpunni þá likn að hun skyldi mega skipta litum eftir árstimunum og verða alhvit á vetrum en mó- grá á sumrum, svo fálkinn gæti þvi siður deilt hana frá snjónum á veturna og frá lyngmóunum á sumrum. Þetta hefur ekki úr skorðum skeikað né heldur hitt að fálkinn ofsæki hana, drepi og éti, og kennir hann þess ekki fyrr en hann kemur að hjartanu i rjúpunni að hún er systir hans, enda setur þá að honum svo mikla sorg I hvert sinn er hann hefur drepið rjúpu og étið hana til hjartans, að hann vælir ámátlega lengi eftir. Lóan Einu sinni var Kristur að mynda fugla af leiri með öðrum börnum Gyðinga á sabbatsdegi. Þegar börnin höfðu verið að þessari iðju um hrið bar þar að einn af Sadúseum; hann var aldraður og siðavandur mjög og átaldi börnin fyrir þetta athæfi á sjálfum sabbatsdeginum. Hann lét sér þó ekki nægja ákúrurnar einar, heldur gekk hann að leir- fuglunum og braut þá alla fyrir börnunum. Þegar Kristur sá hvað verða vildi brá hann hendi sinni yfir allar fuglamyndirnar sem hann hafði búið til og flugu þeir þegar upp lifandi. En það eru lóurnar, og þvl er kvak þeirra „dýrrin” eða dýrrindi” að þær syngja drottni sinum dýrð og lof fyrir lausnina frá ómildri hendi Sadúseans. Hundurinn Hvl snúa hundar sér I hring er þeir leggjast? Þegar frelsarinn umgekkst hér á jörðunni gjörði hann mörg tákn og kraftaverk sem hvergi finnast rituð. Einu sinni var hann á ferð i haglendi einu þar sem margir hjarðmenn voru með hjarðir sinar. Gengu sauðirnir illa hjá þeim. Tók þá lausnarinn grasvöndul og sneri saman milli handa sér. Skapaði hann þar hund til þénustu hjarðsveinunum. Flóin Olafur konungur helgi Haraldsson lá einu sinni i her- búðum á landi. Vaknaði hann við það að jarðpöddur þær er flær heita og allir þekkja bitu hann ákaflega svo hann vakn- aði. Voru þá óvinir hans að hon- um komnir og mönnum hans sofandi. Gaf flóin honum og mönnum hans þannig llf. Lagði þá ólafur konungur það á flóna að fyrir þetta skyldi hún geta forðað lifi sinu með þvi að stökkva álnarlangt, en áður skreið hún sem aðrar pöddur. (Þjóðsagnasöfn Jóns Arnason- ar, ólafs Daviðssonar og Jóns Þorkelssonar). Elskulegt Þegar maður borgar ekki raf- magnsreikninginn sinn I Hollandi kemur allt að þvi rómantisk á- minning með póstinum: Kort með mynd af kertaljósi. An orða. Hundalíf Fyrsta hundaveitingahúsiö i heimi var nýlega opnað i Tokyo I Japan, samkvæmt frétt frá AFP fréttastofunni. Á matseðlinum er hrátt kjöt, súpa og mjólk, og há- degisverðurinn kostar frá 80 kr. islenskum uppi 190 kr.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.