Þjóðviljinn - 15.12.1974, Side 3
Sunnudagur 15. desember 1974. ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 3
Lofsvert framtak Verðandi
Umræöur um stjórnlist
sósíalískrar hreyfingar
Brynjólfur Bjarnason flytur erindi annað kvöld
Eins og f ram kom i blað-
inu í gær hyggst Verðandi
gangast fyrir röð funda
um stjórnlist (strategíu)
sósíalískrar hreyfingar á
íslandi. Alls verða haldnir
a.m.k. fimm fundir og
verður sá fyrsti annað
kvöld.
Til fundanna eru sérstaklega
boðnir fulltrúar Alþýðubanda-
lagsins, Fylkingarinnar og
Kommúnistasamtakanna marx-
istanna-leninistanna og munu
þeir túlka viðhorf sinna samtaka
til umræðuefnisins. Verið getur
að fleiri aðilar taki þátt i umræð-
unum.
Eflaust taka flestir þeir sem
kalla sig sósialista undir það, að
brýn þörf er á umræðum sem
þessum hér á landi. Siðan mynd-
un pólitiskra hópa vinstra megin
við Alþýðubandalagið hófst.um
það leyti sem sá flokkur var
stofnaður hafa menn littt fengist
við að bera saman bækur sinar
um stjórnlist vinstri hreyfingar
nema innan eigin hóps. Þetta eru
þvi fyrstu umræðurnar um þetta
mikilvæga efni sem fram fara
með nokkuð breiðri þátttöku
vinstri manna. Þvi hljóta allir
vinstri menn að fagna þessu
frumkvæði Verðandi, hvort sem
imenn kalla sig eða eru kallaðir
t'rotskíistar; maóistar, stalinistar
eða kratar.
— Engin patentlausn
Eins og áður segir hefjast um-
ræður þessar annað kvöld. Þá
flytur Brynjólfur Bjarnason er-
indi. Ekki þarf að kynna Brynjólf
fyrir lesendum þessa blaðs, en
við höfðum tal af honum og innt-
um hann eftir þvi hvernig hann
tæki á efninu.
— Ég tek það fyrst og fremst al-
þjóðalega eins og ástandið er
núna. Út frá þvi fjalla ég svo um
ísland, afstöðuna til Alþýðu-
bandlagsins og litlu hópanna.
Höfuðviðfangsefnið er leiðin til
sósialismans eins og nú er ástatt i
heiminum. Þ.e.a.s. hvaða leiðir
eru hugsanlegar. En það má ekki
lita svo á að ég setji fram ein-
hverja patentlausn heldur reyni
ég fyrst og fremst að gera svolitla
grein fyrir þeim vandamálum
sem við stöndum frammi fyrir.
— Ferðu eitthvað inn á þær til-
raunir sem gerðar hafa verið i
heiminum til að nálgast sósial-
ismann?
— Ég minnist á þær en þó aðal-
lega valdatökuna. Ef ég ætlaði að
fjalla um framkvæmd sósialism-
ans yrði það allt of viðamikið.
Maður verður að afmarka efnið
og ég bind mig alveg við stjórn-
listina.
— Hefur þú lagt mikla vinnu I
þetta erindi.
— Nei, skammarlega litla. Ef
vel ætti að vera þyrfti maður að
stúdera efnið i marga mánuði ef
ekki ár. Og ekki bara einn maður
Brynjólfur Bjarnason
heldur margir. Þetta er svo feiki-
lega viðamikið.
Erindi Brynjólfs hefst klukkan
20.30 annað kvöld og sagði hann
að það tæki um klukkustund i
flutningi. Að þvi loknu verða um-
ræður. Fundurinn verður haldinn
i Félagsheimili stúdenta við
Hringbraut og er hann að sjálf-
sögðu öllum opinn.
Eftir þennan fund veröur svo
hlé fram i febrúarbyrjun vegna
prófa i Háskólanum. Þá verður
þráðurinn tekinn upp að nýju,
fyrst mætir fulltrúi Alþýðubanda-
lagsins, þá Fylkingarinnar,
KSML og loks verður umræðu-
fundur um það sem fram hefur
komið á fyrri fundunum.
—ÞH
Ef liösinnt ég gæti
Ný bók frá Skuggsjá
Ef liðsinnt ég gæti er heiti
bókar sem komin er út hjá for-
laginu Skuggsjá I Hafnarfirði. í
henni eru fimmtán viðtöl sem
Valgeir Sigurðsson blaðamaður
við Tímann hefur tekið við bæði
landskunna sem litt þekkta menn.
Viðmælendur Valgeirs eru Arni
Halldórsson hrl, Valdimar Björn
Valdimarsson bifreiðarstjóri,
Mggnús Magnússon skólastjóri,
Páll Agnar Pálsson yfirdýra-
læknir, Jón Sigurðsson frá Geira-
Forsíðan
Guðrún Svava Svavarsdóttir
hefur teiknaö forsíðu sunnudags-
blaðsins að þessu sinni og hafði þá
m.a. I huga eftirfarandi grein úr
Mósesbók:
„Og guð sagði við þau: Verið
frjósöm og uppfyllið jörðina og
gjörið ykkur hana undirgefna”.
Guðrún Svava var eitt ár við
myndlistarnám i Moskvu og
hefur veriö og er á kvöldnám-
skeiðum Myndlistarskólans við
Freyjugötu. Hún hefur unnið tals-
vert að myndskreytingu, þ.á.m.
fyrir Þjóöviljann, nú siðast I jóla-
blaðið, og einnig myndskreytt
bækur. Þá hefur hún fengist við
leikbrúðugerð og gerði brúður
fyrir Leikfélag Reykjavikur fyrr
á þessu ári.
stöðum i Mývatnssveit, Björn
Gestsson forstöðumaður Kópa-
vogshælis, Gunnar Þórðarson
bóndi i Grænumýrartungu,
Þorkell Björnsson frá Hnefilsdal,
Skúli Jensson lögfræðingur, Guð-
steinn Þengilss iæknir,dr. Stefán
Aðalsteinsson búfjárfræðingur,
Einar H. Einarsson bóndi
Skammadalshóli, Sigriður Gisla-
dóttir frá Ketilsstöðum, Sigurður
Blöndal skógarvörður og Þor-
steinn Magnússon smiður.
Um viðtölin segir höfundur svo
i formála: „Stundum leitaði ég
eftir æviatriðum manna og
lýsingum þeirra á horfinni tið, og
þá helst á þann hátt, að þær
frásagnir ættu um leið erindi við
nútimann. Sumir ræddu við mig
um tómstundavinnu sina og
hugðarefni, aðrir töluðu um
vandamál og viðfangsefni liðandi
stundar. Hér er jafnvel sagt frá
visindalegri starfsemi. Nú, og
enn aðrir spjölluðu aðeins um
daginn og veginn — það sem i
hugann kom, eftir að við vorum
farnir að tala saman.”
PFAFF
fyrir yóéan mat
$ KJÖTIDNADARSTÖD SAMBANDSINS