Þjóðviljinn - 15.12.1974, Side 4
4 StPA — ÞJÓÐVILJINN" Sunnudagur 15. desember 1974.
DJÚÐVIUINN
MÁLGAGN SÓSÍALISMA
VERKALÝÐSHREYFINGAR
OG ÞJÓÐFRELSIS
Útgefandi: Útgáfufélag Þjóöviljans Fréttastjóri: Einar Karl Haraldsson
Frnmkvæmdastjóri: Eiöur Bergmann Ritstjórn, afgreiösla, auglýsingar:
Ritstjórar: Kjartan Ólafsson, Skólavörðust. 19. Simi 17500 (5 linur)
SvavarGestsson Prentun: Blaðaprent h.f.
KAUPIÐ BUNDIÐ TIL 1. JÚNI - STEFNIR
AÐ 60% HÆKKUN VERÐLAGS Á ÁRINU
Eitt af þvi, sem Sjálfstæðisflokkurinn
boðaði fyrir siðustu alþingiskosningar var
að stöðva verðbólguna. Dag eftir dag og
mánuð' eftir mánuð var á þvi hamrað i
málgögnum Sjálfstæðisflokksins, að verð-
bólgan væri dauðasynd vinstri stjórnar-
innar og að öllu leyti á hennar ábyrgð.
Þvi var haldið fram, að þótt ekki kæmi
fleira til hefði vinstri stjórnin unnið sér til
óhelgi með þvi að leiða óðaverðbólgu yfir
þjóðina, og yrði þvi að vikja svo að þeir
fengju að stjórna, sem kynnu tökin á verð-
bólgunni, það er leiðtogar Sjálfstæðis-
flokksins.
Vart þarf að efast um, að einmitt þessi
áróður varð vinstri stjórninni þungur i
skauti, þvi að vist var verðbólgan mikil og
meiri en i nálægum löndum. Málgögn
Sjálfstæðisflokksins voru nú heldur ekkert
að minna lesendur sina á, að verðbólgan
hafði reyndar vaxið örar á Islandi en i ná-
lægum löndum áratugum saman, en ekki
bara á valdatimum vinstri stjórnarinnar
og liggja til þess ýmsar orsakir, sem ekki
verða raktar hér.
Og staðreyndin er reyndar sú, að á
þriggja ára timabili allt frá kosningaverð-
stöðvuninni fyrir alþingiskosningarnar
1971 og fram undir lok siðasta árs, þá óx
verðbólgan hægar á Islandi en næstu þrjú
árin þar á undan, ár viðreisnarstjórnar-
innar. Um þetta liggja fyrir óyggjandi töl-
ur.
Þarna var sannarlega um mjög at-
hyglisverðan árangur að ræða hjá vinstri
stjórninni, þvi að á sama tima hafði hin al-
þjóðlega verðbólga færst mjög i aukana,
og hraði verðbólguhjólsins farið stórlega
vaxandi i öllum öðrum löndum.
Aðeins á íslandi tókst að draga úr verð-
bólguhraðanum á þessu timabili.
Siðustu mánuði vinstri stjórnarinnar
varð svo hér breyting á til hins verra, sem
ekki skal dregin dul á. Kom þar sitthvað
til, en mestu skipti annars vegar áhrif
hinnar alþjóðlegu verðbólgu og hins vegar
sú staðreynd, að stjórnin hafði ekki þing-
styrk til að ráðast gegn vandanum. Ahrif
kjarasamninganna i febrúar sögðu einnig
til sin.
En hvernig skyldi þvi fólki nú liða, sem
fyrir alþingiskosningarnar i sumar tók
mark á fagurgala Sjálfstæðisflokksins og
kaus frambjóðendur hans i þeirri trú, að
með þvi væri það að stöðva verðbólguna?
Á þeim nær fjórum mánuðum, sem nú
eru liðnir siðan Sjálfstæðisflokkurinn og
Framsókn mynduðu hinn nýja þingmeiri-
hluta þá hefur verðbólgan vaxið mun örar
en nokkru sinni fyrr.
Þann 1. desember s.l. var framfærslu-
visitalan komin i 354 stig og hafði hækkað
um tæp 20% á fjórum mánuðum, en það
samsvarar um 60% verðbólguvexti á ári.
Þótt teknir séu niu siðustu mánuðir vinstri
stjórnarinnar til samanburðar, timi, sem
hana skorti þingstyrk til að taka á málum,
var verðbólguvöxturinn þó ekki meiri en
svo, að samsvaraði rúmlega 40% á ári.
Rikisstjórn Sjálfstæðisflokksins, sem
þóttist ætla að stöðva verðbólguna hefur
ekki staðið við gefin heit. Þvert á móti hef-
ur verðlag hækkað mun örar en nokkru
sinni fyrr.
Aðalatriði þessa máls er þó það, að á ár-
um vinstri stjórnarinnar fór kaupmáttur
launa vaxandi, þrátt fyrir verðbólgu.
Kaupið hækkaði meira en verðlagið. Nú er
þessu öfugt farið, — verðlagið þýtur upp
með meiri hraða en nokkru sinni, en
kaupið er bundið fast með lögum.
Kjararannsóknanefnd, er sameiginleg
stofnun aðila vinnumarkaðarins, atvinnu-
rekenda og launafólks. Á vegum hennar
eru gerðar reglubundnar athuganir á þró-
un kaupmáttar launafólks, þ.e. bornar
saman breytingar á annars vegar launum
og hins vegar verðlagi.
Samkvæmt upplýsingum, sem fram
koma i 25. Fréttabréfi kjararannsókna-
nefndar, er út kom i haust, hækkaði kaup-
máttur tímakaupsverkamanna um fullan
þriðjung, rúm 33% á valdatima vinstri
stjórnarinnar. Þetta mikið hækkuðu laun-
in umfram verðlagshækkanir á þremur
vinstri stjórnar árum.
Nú er öldin önnur. Nýir herrar eru sestir
i valdastólana, og nú skal þvi náð til baka,
sem verkafólki tókst að bæta við sinn hlut
á árum vinstri stjórnarinnar. Og það er
gengið rösklega til þeirra verka. Verð-
bólgan æðir áfram með hraða, sem sam-
svarar 60% verðlagshækkun á ári. Allt
hækkar nema kaupið. Það skal bundið fast
til 1. júni á næsta ári, nema hvað þeir allra
lægst launuðu fengu 3500,- krónur á
mánuði og svo 3% kauphækkunin nú þann
1. des.
Það skiptir ekki máli, hvort Fram-
sóknarflokkurinn er i rikisstjórn eða ekki.
Það skiptir máli, hvort hann vinnur þar
með Alþýðubandalaginu eða Sjálfstæðis-
flokknum. Það ættu ekki lengur að geta
farið fram hjá neinum.
Utanaðkomandi erfiðleikum ber að
svara með niðurskurði á bruðli og sóun
þeirra þjóðfélagshópa, sem i alltof rikum
mæli hafa dregið til sin arðinn af striti
verkafólks. Það er hins vegar augljóslega
stefna rikisstjórnarinnar að verkafólkið
skuli bera byrðarnar, þótt aðrir sleppi.
Verkalýðshreyfingin á íslandi stendur nú
frammi fyrir miklu verkefni, að sækja rétt
félagsmanna sinna i hendur fjandsam-
legri rikisstjórn. Það er fyrst og fremst
undir hug og samstöðu almennra félags-
manna komið, hvernig til tekst.
AKUREYRI OG
NORÐRIÐ FAGRA
Akureyri og noröriö fagra.
Útgcfandi Bókaforlag Odds
Björnssonar, Akureyri, í
samvinnu viö Iceiand Re-
view. Texti eftir Kristján frá
Djúpalæk.
Mér er minnisstætt, er sá at-
buröur gerðist fyrir rúmu ári, að
Söngfélagið Gigjan, sem konur á
Akureyri skipa, og Karlakór
Akureyrar voru á söngferð hér
syöra. Konurnar gengu á pallinn
eins og gyðjur i grænum kirtlum.
Það var undurfagur svipur yfir
þeim. Þegar karlarnir gengu á
bækur
pallinn, kom annar blær á sam-
kvæmið. Þeir voru svartir. Mér
fannst, að þeir ættu að vera i hvlt-
um hjúpum. Hvers vegna? Þetta
voru eyfifskir söngvarar og mér
fannst að vel færi á þvi, að þeir
bæru liti Eyjafjarðar, grænt og
hvitt. Þar eru tveir litir og tvær
áttir. Annan árstimann er Eyja-
fjörður hvitur, hliðar og háfjöll
björt af mjöll og harðfenni, depla-
laus. Svo kemur vorið og undan
breiðunni kemur jörðin gróður-
rik, mjúk ög hlý, dýjamosinn við
lindir I hliöum er kannski feg-
ursta tákn græna litarins.
Mér kom þetta i hug, þegar ég
fékk I hendur bókina: Akureyri og
norðrið fagra. — Þetta er ljóm-
andi fögur bók með 74 litmyndum
eftir 16 ljósmyndara, en textinn
er eftir Kristján frá Djúpalæk.
Myndirnar eru frá Akureyri og
einnig ýmsum byggðum Eyja-
Kristján frá Djúpalæk.
fjarðar, svo sem Dalvik, Hrisey,
Olafsfirði og Grlmsey. Og þá
einnig úr Þingeyjarsýslu, af
Goðafossi, Laxá, Dettifossi og úr
Mývatnssveit. Bókin er gefin út á
ensku og Islensku. Segir útgef-
andinn, að ætlunin hafi verið ,,að
bókin kæmi eingöngu á ensku til
að bæta úr brýnni þörf, þar sem
fram að þessu hefur engin bók
veriö fáanleg um Akureyri og
önnur þau viðfangsefni, er hin
nýja bók gerir skil, en þegar
handrit Kristjáns frá Djúpalæk lá
fyrir, og hið mikla safn litmynda,
þótti einsýnt, að bókin ætti ekki
sfður erindi til islendinga”.
Undir þetta skal tekið og þvi
bætt við, að bókin er ekki ein-
göngu fögur að öllum búnaði, hún
er einnig fróðleg og skemmtileg
og veitir gleði þeim, sem til henn-
ar leitar.
Sóleyjarsýn heitir ritgerð
Kristjáns frá Djúpalæk, löng og
skemmtileg. Hún fjallar um land
og sögu Eyjafjarðar frá dögum
Helga magra og reyndar á undan
þeim tlma, slðan er rennt I gegn-
um aldirnar i stórum dráttum, en
þó meö undarlegri nákvæmni.
Það er gaman, að Kristján frá
Djúpalæk skyldi skrifa textann I
þessa bók. Hann er kátur i fram-
setningu, leiðir lesandann upp á
kögunarhól, þar sem sér til allra
Framhald á 26. siðu.
ÞJÖDVILJANS
1974
Skrifstofa
happdrættisins
að Grettisgötu 3
er opin milli kl.
14 og 18 í dag
HAPPDRÆTTI
ÞJÚDVIIJANS
1974
Notið frídaginn
og gerið skil