Þjóðviljinn - 15.12.1974, Síða 6

Þjóðviljinn - 15.12.1974, Síða 6
6 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 15. desember 1974. SVAVAR GESTSSON : wmmmmmmmmmmmm^^^^^^^^^^^^^^^i^^^m^mm^mmm^^mmmmi^mmmwmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmi^^mmm^mmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmi^mmmmmmmmmmm^mmmmmmm^mmm^mmmmmwim^mmmmmmmmmmmmmmmm^^mm^i^^mm^^mmmmmmmm^m^m^m^mmmm^mmm^m^^^mmmmmmmmmmmi^mi Fréttabréf um þjóðhátíð Góöir islendingar! Þiö minnist þess aö Island varö fullvalda rlki 1. desember 1918. Þiö og margir aðrir, einkum námsmenn heima og erlendis, minnast þessa dags og þá um leiö áfanga sem áöur náöust og siöan hafa náöst i sifelldri sjálfstæðis- baráttu islensku þjóðarinnar. En þrátt fyrir þær ánægjulegu end- urminningar sem hljóta að vera tengdar 1. desember er engu lik- ara en sumir reyni aö gleyma þessum degi — þeir láta hann a.m.k. fram hjá sér fara sem sér- stakan hátiöisdag. Fyrir nokkru fór blaöamaöur eins Reykja- vikurblaðanna á vettvang og spurði fimm vegfarendur hvaö heföi gerst 1. desember 1918. Einn vegfarenda vissi hvað þá heföi gerst—- hinir fjórir svöruðu ýmist vitleysum eöa engu. Þessi glymska er rökrétt framhald þeirrar stefnu sem boöuð hefur veriö og framkvæmd af stærstu fjölmiðlum islendinga og áhrifa- miklum stjórnmálamönnumj en margt er óþægilegt i endurminn- ingunni um 1. desember fyrir greiða framkvæmd þeirrar stefnu. 1. desember veröur ekki minnst án þess að minna á full- veldi og jafnvel hlutleysi, en slik pólitisk orö ber aö varast aö hafa I flimtingum á hátiðisdögum eöa yfirleitt nokkurn timann — þau eru hættulegur kommúnismi, sem er eins og allir vita vond stefna og háskaleg. „Fúlir þjóðníðingar” Ennþá er gefið fri i skólum á Is- landi 1. desember. Og vegna þess að nemendurnir spyrja kennar- ana, hverju þaö sæti,veit yngsta kynslóöin okkar betur en aðrir af þessum degi — þó fæstir úr henn- ar hópi geri sér grein fyrir þvi hvilikur áfangi náöist á þessum degi fyrir 56 árum. Þó er á siöustu árum jafnan fjallaö um sjálf- stæðismálin i Háskóla Islands 1. desember. Fyrir vikiö hafa námsmennirnir við háskólann veriö nefndir „fúlir þjóðniöingar” i stærsta blaöi iandsins. Þeir spyrja lika allskonar hreinskil- inna spurninga um frelsiö, sjálf- stæöið, lifiö. Þeim finnst ekki samboöiö Islenskri þjóð eöa yfir- leitt nokkurri þjóð aö hafa er- lendan her i landi sfnu. Ég er þeim hjartanlega sammála. Islenskum námsmönnum hefur þótt súrt i broti að sitja óbættir undir þvi oröbragði stærsta blaös landsins aö vera kallaöir „fúlir þjóöniöingar.” Þeir hafa leitaö til dómstóla og beöiö um að þessi smánarlega nafngift verði send aftur heim til fööurhúsanna. Þeir höföa meiöyröamái. En sá sem ber ábyrgö á þessum andstyggi- legu ummælum fær harla kurteis- ar móttökur dómstólanna. Þegar dómar eru þannig upp kveönir og þegar þjóðin hefur ekki lengur i minni hvað henni er dýrmætast sem sjálfstæöri þjóö er augljóst aö hún er tæpast full- valda i sjálfri sér þó hún sé þaö aö formlegum hætti. Enda hefur þjóöin veriö dáleidd og „höndin sem hlifir oss,/ hún er ekki sink: / hún hefur gefið oss fleira/ en hrekkjóttan villimink/ og rottu- hreiöur borgmeistarans/ af Rinkydink,” eins og Jóhannes úr Kötlum oröaöi það i kvæöinu um Sóley sólu fegri. En þvi ekki aö ýta viö þjóöinni, vekja hana, frelsa úr feigöarsöl- um þar sem hún nú baðar sig i betlidölum svo enn sé vitnaö i Jó- hannes? Þvi ekki að segja henni sannleikann umbúöalaust, fletta ofan af lygunum, hræsninni og heimskunni? Þvi ekki aö stööva feigðarflaniö i klærnar á ame- riska finngálkninu? Vissulega hefur oft veriö reynt aö vekja,en frjáls menning er svo sérkennileg að hún veitir okkur ekki öllum sama rétt til þess aö segja sannleikann. Sá sem er rik- astur getur sagt mestan sann- leika — en hann lýgur lika lang- mest. Þó hefur það óneitanlega stundum borið viö að nærri tækist aö rifa af þjóöinni álagahaminn og losa hana úr faðmlögum vift Sám gamla Bolason; stundum hefur tekist aö opna feigöarsalinn svo sem eins og i hálfa gátt. Ég ætla aö rifja upp söguna af þvi hvernig það gerðist. Þaö var sumarið 1971 aö vift fengum til valda á Islandi rikis- stjórn, sem sagöist vilja senda herinn úr landi. Það var alveg ótvirætt tekiö fram i svokölluöum málefnasamningi rikisstjórnar- innar. Stjórnin var mynduö i júll- mánuöi 1971 og yfirlýsingar ráft- herranna voru allar samhljóöa. Þegar leiö á haustiö og ihalds- pressan haföi sent frá sér nokkrar miljónir eintaka inn á heimilin fór utanrikisráðherrann aö draga nokkuð i land, en sagöi opinber- lega: Ég ætla að athuga málið, en innan rikisstjórnarinnar sagöi hann alltaf eins og ræöumaöur á útifundi: Herinn burt! Þannig m jakaðist máliö áleiöis þangaö til á sl. vetri, fyrir réttu ári eöa svo, aö bandariskir embættismenn og ráðherrar komu til landsins og ut- anrikisráðherrann gerði þeim grein fyrir þvi að ástandiö væri þannig i rikisstjórninni aö ekki væri ósennilegt aö hún neyddist tilþess aö standa við fyrirheit sin. Þetta fundust bandarikjamönn- unum vondar fréttir — þeir höföu heldur aldrei kynnst þvi aö rikis- stjórn þyrfti að standa 'við fyrir- heit sin. Bandarikjamennirnir sögöu vinum sinum i stjórnarand- stööuflokkunum þessi fáheyröu ótiöindi og vinirnir hugsuðu sitt áhyggjufullir og vonsviknir. Um sama leyti stóö yfir undirbúning- ur aö 1. desembersamkomunni i Háskóla Islands, 1. desember 1973. Þar kom til átaka nilli prófessora og stúdenta — fulltrú- ar stúdenta gengu fram yst á vinstri kanti eins og þeir eru van- ir, en prófessorar voru hægra megin eins og þeir eru vanir. Stúdentar komu sinu fram, en prófessorar vildu hefna sin. Bar það þvi upp jafnsnemma aö fá- einir háskólakennarar voru mjög i sárum vegna afstööu stúdenta og aö vinir bandarikjamanna bjuggu sig undir þau firn aö rikis- stjórn Islands stæði við orð sin. Svo þessir hræddu menn fóru aö skrifa. Þjóðin skrifaði Og svo fór þjóöin aö skrifa. Hún skrifaöi og skrifaði. 1 þetta skipti voru ekki afrituð forn kvæöi, fornar sögur, eða sagnir af ein- kennilegum mönnum, draugum, áifum og huldufólki. Þessi þjóö sem einlægt haföi verið aö skrifa þess háttar þjóölegan fróöleik og kerlingabækur fór nú aö skrifa nafniö sitt. 55 þúsund Islendingar báöu Sám gamla Bolason aö vera lengur á Isiandi. Þegar maöur lítur yfir íslands- söguna viröast Islendingar ein- lægt hafa veriö skrifandi. En hin siöari árin, er landar okkar fóru aö byggja hús uröu flestir afar pennalatir — en það var eins og stífla brysti þegar menn áttu aö fara aö skrifa nafniö sitt undir bænar- skjaliö um áframhaidandi veru hersins. Og þaö var einnig blátt áfram kostuiegt að sjá hversu margir annars værukærir borgarar hlupu um allt Island til þess aö biöja um þessar undir- skriftir. Þéttholda frúr i vestur- bænum stukku upp úr frystikist- unum eins og ballettdansmeyjar og sóttu undirskriftir á ystu nes og i innstu vikur. Feitlagnir for- stjórar beinlinis skoppuöu meö listann um landiö eins og lömb á vordegi. Stöku sinnum rákust vikaliprir sendiboöar á fólk, sem þráaöist viö. Báru menn þvi viö, aö ekkert gagn væri i þessum her til varnar fyrir Islendinga, hann væri hér aöeins til þess aö verja banda- rikjamenn. Safnarar spuröu þá hvort menn vildu heldur rúss- neska herinn. Oftast hreif þessi ábending. Stöku þrjótur sem ekki skynjaði sinn vitjunartima neit- aöi á vinnustað sinum aö skrifa undir plaggið. Hann var þá kall- aöur inn á skrifstofu forstjórans og beöinn um að skrifa, meö orö- um eins og „Liklega hefur þetta fariö fram hjá þér, vinurinn.” Þeir sem ekki létu undan Rússa- grýlunni og atvinnukúgunum voru sem betur fer miklu fleiri en hinir — en slikum er hvort eö er ekki viöbjargandi. Þaö eru kommúnistarnir. Þaö varð einnig áhyggjuefni vinkvenna minna úr frystikistum vesturbæjarins og forstjóra Arn- arness og Laugaráss, aö mitt i áróörinum fyrir undirskriftunum tók aö bera á þvi að menn neituöu aö skrifa undir vegna þess að þeim fannst aö ameriski herinn væri ekki nógu öflugur. Bram- boltiö með undirskriftirnar heföi þvi aöeins eitthvaö aö segja aö hermönnum yrfti fjölgaft mjög verulega og þeir búnir öflugri vopnum. Þegar þessi hugsunar- háttur hafði gert vart viö sig meö- al nokkurra einstaklinga var þvi heitiö I einu Reykjavikurblaö- anna að flokkur þess myndi beita sér fyrir fjölgun I hernum. Og þá létu fórnarlömb móðursýkinnar undan — nú sáu þau fram á aö fleiri hermenn til þess að verja sig; her fyrir framan sig, aftan sig, i sér og á sér — og þeir skrif- uöu undir. Þeir skrifuöu undir ásamt 55 þúsund öörum islenskum rikis- borgurum. Svoþegar allt var búið var nöfnunum raöaö á nýmóöins tölvuskrár og spólur, siöan var listunum stungiö niöur i kistu, sem „aðstandendurnir” báru á milli sin inn I alþingishúsiö. Og þar meö var skellt aftur feigöar- sölunum — þvi nú hef ég sagt ykk- ur söguna um það hversu tókst að rifa þá sali i hálfa gátt, og hvernig þeim var lokaö aftur. En næst, i þessu fréttabréfi minu frá Islandi fyrir áriö 1974 ætla ég að segja ykkur frá þvi sem viö reyndum til þess aö halda dyrunum opnum, til þess aö benda þjóöinni á þann háska sem i þvi gæti falist aö skrifa undir bænarskjal um veru hersins. Flökurt Við fluttum viövaranir og áminningar. Sögöum aö þaö heföu lika veriö tölvuskrár og Votergeit-spólur annars staöar. Sögöum aö þaö væri ekki samboð- ift þjóöinni að senda slikt plagg frá sér á 11 hundruö ára afmæli Islandsbyggöar. Sem betur fer tóku fleiri tillit til þess sem viö sögöum, en þeir sem höföu gengiö dávaldinum mikla á hönd skrif- uöu og skrifuðu nöfnin sin undir skjaliö. Orö okkar náöu ekki til þessa fólks. Þá reyndum viö aö vekja það meö baráttukvæðum, efta með þvi aö vitna i þjóðskáldin eins og til dæmis þetta erindi úr Jörundi Þorsteins Erlingssonar: „Ó„ Friörik minn sjötti, þú sefur nú vært, og sofðu i eilifri ró! þvi aldreí var þrælsblóö svo þrælshjarta kært, sem þvi, er i brjósti þér sló. En gott var þú fékkst ekki flokkinn aö sjá, sem færöi hjer Jörundi nið, þér heföi oröiö flökurt aö horfa þar á svo hundflatan skrælingjalýö.” Ekki einu sinni þetta ljóö ýtti vift svefngenglunum,og þegar leið á voriö kom i ljós aö okkur yröi stefnt fyrir dómstólana fvrir aö vera uppi meö svona kjafthátt. Ég get ekki neitað mér um að segja ykkur frá þvi I þessu frétta- bréfi, að blaðamanni Þjóöviljans var stefnt fyrir þetta kvæöi fyrir hönd Þorsteins heitins Erlings- sonar. Þannig tókst okkur ekki að koma hernum I burtu I þessari lotu. En þá hefst önnur lota og hún stendur enn og mun standa lengi enn. Hún er háö hvarvetna meðal annars fyrir dómstólunum. Þangað var semsé stefnt einum 12 mönnum fyrir meiöyröi, eða réttara sagt fyrir þaö hafa þoraö að segja sannleikann. Sannleik- urinn er sagna verstur aö mati þeirra manna sem helst af öllu vilja gleyma fullveldisdeginum. Sannleikurinn er meiöandi, sá sem segir sannleikann skal lög- sóttur fyrir meiöyrði. Fyrsta ritskoðunin Af þvi aö 1. desember er sögu- legur minningardagur er sjálf- sagt aö rifja þaö upp hér, eins og þeim mönnum til varnar sem nú vilja útrýma sannleikanum meö dómsoröum, aö þaö er ekki ný bóla, að þaö sé óvinsælt aö segja satt á prenti. Valdsmenn rikis, kirkju og fjármagns hafa jafnan reynt að gera sitt besta til þess að koma i veg fyrir slika ósvinnu. Þegar Ari skrifaöi Islendingabók, liðlega 20 siöna bækling, var hann vinsamlegast beöinn um að segja ekki nema hæfilega satt frá sum- um atburöum Islandssögunnar. Um þessa fyrstu islensku ritskoö- un segir Halldór Laxness i nýút- kominni Þjóöhátiöarrollu sinni: „Islendingabók viröist á yfirborö- inu tiltölulega hlutlæg skýrsla, en hún var samkvæmt vitnisburöi höfundar rituö „biskupum vor- um” Þorláki og Katli, þágufall- iö getur ekki merkt annaö en bók- in hafi veriö skrifuö aö kröfu eöa beiöni biskupanna (þ.e. pöntuö af kirkjunni). Aö loknu verki segir Ræða, flutt á fullveldis- samkomu námsmanna- félags íslendinga í Kaupmannahöf 1. desember sl.

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.