Þjóðviljinn - 15.12.1974, Blaðsíða 26
26 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 15. desember 1974.
FULL BÚÐ.AF
HANGIKJOTI
HÓLSFJALLA-
SAUÐAHANGIKJÖT
Læri kr. 448 pr. kg.
Frampartar kr. 353 pr. kg.
LAMBAHANGIKJÖT
Læri kr. 448 pr. kg.
Frampartur kr. 353 pr. kg.
Kjötbúðin, Laugavegi 32
Sigrún
Framhald af bls. 2.
dallar og pottar, en ég er nú ein af
þeim fáu konum sem fá alltaf
hjálp við það. Hvernig fara þær
konur að, sem fara ekki heim fyrr
en kl. 12? Nú er þessi leiðinda-
skjóða, klukkan, að verða eitt og
ég fer aftur á minn vinnustað.
í dag er fiskurinn slæmur, smár
og mikið um orma. Hávaði og
kliður er talsverður i salnum.
Það hringlar og smellur i pönnum
og járnum, bakkar slást saman
og loftið er þungt og drungalegt
inni en rigning úti. Við erum þvi
orðnar heldur daufar i dálkinn
þegar loks kemur hinn langþráði
kaffitimi. Nú liggur fyrir vit-
neskja um það, að vinna skuli til
kl. 7 eins og undanfarið. Hópur af
konum þýtur út úr húsinu til að
nota kaffitimann til að kaupa i
matinn og sinna margvislegum
erindum, sem ekki er alltaf hægt
að láta börnin gera. Sem við sitj-
um þarna, verður einni konunni
að orði: „Þökkum bara fyrir,
stelpur mlnar, að ekki verður
unnið til kl. 11”. Já, þær eru
vissulega margar Pollyönnur
hverdagslifsins.
Kaffitiminn er óðar búinn.
Skömmu eftir kaffið kemur verk-
stjórinn til min. Það þarf að bæta
konum i að flaka. Við erum fimm,
sem töltum fram i flökunarsalinn
og okkar biður sá ljóti og leiði
fiskur keilan. Þaðer vont að flaka
hana, hún er eins og gúmmi. Svo
eru innan um stórar löngur, svo
stórar, að við verðum tvær saman
að flaka eina. En verst af öllu er
þó hávaðinn i flökunarsalnum,
þvi allar vélar eru i gangi. Við
reynum að tala saman, en það er
vonlaust nema garga.
Loks kemur þó að þvi, að vinnu-
timinn er búinn við þvoum svunt-
ur okkar og týjum okkur til heim-
ferðar og röbbum saman um leið.
Það er föstudagur og þvi helgi
framundan og við ætlum að nota
hana til að hreinsa og pússa
heimilin okkar, laga fatnað og
annað, sem hefur safnast saman.
Og flestar reikna með að vera að
vinna fram eftir kvöldi á laugar-
dag.
Hjá sumum kviknar þó von um
aö geta ef til vill á sunnudag haft
það rólegt, ef allt gengur vel,
farið út með börnin sin og þær
bjartsýnustu hugsa kannski til
bókalesturs.
Ein heyrist segja: ,,Ég er nú
búinn að vera að telja út i smá-
púða i þrjá mánuði, kannski get
ég saumað hann á sunnudaginn,
svo að það er hugmyndin, að þá
geti ég rabbað við börnin og haft
það rólegt.
En seint á laugardagskvöldi,
þegar ég er búin að sinna öllu þvi,
sem mest var aðkallandi, er nú
samt eftir að strauja og það
bfður sunnudagsins. Og löngun
min stefnir ekki til bókar, ekki til
gönguferðar eða rabbstundar, að-
eins ein ósk verður ofan á. Að
mega sofa allan sunnudaginn og
fara aldrei meir i frystihús, svo
allt fari ekki á hvolf heima hjá
mér og ég sjálf verði ekki allar
helgará harðahlaupum, hrópandi
svör min við spurningum barn-
anna.
Og sem ég er að gæla við
óskirnar minar kemur ein stór
spurning fram i hugann
Efviðhúsmæður, sem vinnum i
frystihúsum, gætum allar hætt að
vinna úti og unnið bara eitt starf,
sem er ærið nóg, starf hús-
móöurinnar.
Hver vinnur þá i frystihúsum?
Sigrún Clausen
Svavar
Framhald af bls. 7.
Seltjarnarnesi stærsta stjörnu-
kiki sem til þessa hefði verið að-
gengilegur á Islandi. Dagblaðið
hafði það eftir visindamanninum
sem sér um kikinn mikla að vis-
indamenn og áhugamenn um
stjörnuskoðun gætu skoðað i kik-
inn. Visindamaðurinn var einmitt
einn þeirra sem beittu sér fyrir
undirskriftasöfnun um hersetu á
Islandi. Kannski býður hann hin-
um „aðstandendunum” 13 að
skoða I kikinn. Kannski fá þeir að
kikja út I heiminn. Vonandi sjá
þeir sem allra allra mest. Von-
andi sjá þeir vetrarbrautirnar,
sólkerfin og fjósakonurnar. Svö
geta þeir félagar borið saman
bækur sinar, litið harla ánægðir
hver á annan og sagt: Þetta er
harla gott. Viðhöfum unnið afrek,
sem er einstakt i heiminum, þvi
hvergi nokkurs staðar annars
staðar i hinum óendanlega heimi
okkar hafa herskarar bundið ann-
an eins krans og gert var á tslandi
á 11 hundruð ára afmæli Islands-
byggðar með 55 þúsund undir-
skriftum.
Akureyri
Framhald á bls. 4
átta, lyftir atburðum sög
unnar og umhverfinu. Og lesand-
inn, sem stendur þar með höf-
undi, nýtur ekki einungis gáfna
hans og skilnings, heldur verður
aðnjótandi sýnar hans, jafnvel
gegnum hóla. Það liggur við að
eftir lestur Sóleyjarsýnar, finnist
lesandanum Eyjafjörður vera
eini dalurinn, eina sveitin, sem
tákn Islands. I fjarlægð sér
maður þetta hérað með sýn
byggðamannsins, sem hlýðir á
þjóðsöguna af manninum, sem
fann græna og gróðurrfka dalinn i
hvarfi jöklanna, en þar var auður
dalur, hjarðir i grænum hliðum,
reisuleg bændabýli, hraust og
kjarnmikið fólk. Eins og þetta var
draumur þjóðsögunnar, þá er
þetta einnig ævintýrið um Eyja-
fjörð.
Það er ekki laust við, að á stöku
stað gæti nokkurs stolts höfundar
yfir eign sinni I fegurð norðursins,
— fegurð og dásemd héraðs, sem
hefur fætt þjóðinni einn afreks-
manninn öðrum meiri. — Ég
sagði eign, það er kannski réttara
að segja hlutdeild. En er það stolt
ekki skiljanlegt þeim, sem i
drunga og súldi fer héðan að
sunnan norður yfir heiðar og leið-
ingarnar elta hann, þangað til fer
að halla norður af. Þá greiðist
gráminn i sundur og varminn og
birtan vekja til nýrrar sýnar.
Ég þakka Kristjáni frá Djúpa-
læk fyrir ritgerðina hans, fróð-
legu og skemmtilegu. Og útgef-
endum ber að þakka hina mynd-
arlegu og fágætu bók, sem vafa-
laust verður yndi margra, bæði
hér á landi og erlendis.
Gunnar M. Magnúss.
Við flytjum nú á helginni
á Digranesveg 5
frá Álfhólsvegi 7
ÍJtvegsbanki íslands, Kópavogb veitir öllum viðskiptamönnum sinum almenna bankaþjónustu og
að auki annast bankinn innheimtu gjaldeyrisviðskipta.
Ath. Siðdegisafgreiðslutimi kl. 17 til 18.30 fellur niður
mánudaginn 16.12. 1974.
tJT VE GS BAN Kl
ÍSLANDS
Útibúið Kópavogi.