Þjóðviljinn - 19.01.1975, Blaðsíða 12

Þjóðviljinn - 19.01.1975, Blaðsíða 12
12 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 19. janúar 1975. Hrafn ... ÓTRÚLEG FÁTÆKT „Við verðum öll að bera byrðarnar," segir Geir Hallgrfrhsson í Mogga og sjónvarpi þessa dagana. „Kreppan teygir sig inn á heimilin — við erum ein fjölskylda", segir Geir og hrukkan milli augnanna verður dýpri og hann verður í framan eins og barnakennari sem varar bekkinn sinn við vor- prófunum. Svo ekur Geir heim og fær sér steik. Kreppan er máluð sterk- um litum á síður AAoggans, þessa dagana og væntan- lega líta margir á þann boðskap sem leiðarljósið rétta og reyna að herða sultarólina. Þjóðviljinn fékk nokkra einstaklinga nýlega til að gera grein fyrir launum sínum og útgjöldum, út- skýra hvernig þeir f æru að þvíað lifa af laununum, og jafnvel velta því fyrir sér hvort hægt væri að komast af með minna. ,,Staðreyndin er sú, að maður lifir af laununum, en deyr ekki," sagði Gísli Svanbergsson, iðnverka- maður, 'og þau ummæli gætu líka verið yfirskrift þessarar greinar. „Engar duldar tekjur" Gisli Svanbergsson vinnur i ölgerðinni. Þar ganga menn vaktir, vinna á Iðju-taxta, en Gisli hefur heldur hærra kaup en flestir aðrir, þvi að hann er einskonar vaktstjóri. Laun hans eru kringum 60 til 70 þúsund krónur á mánuði, verða aldrei hærri en 70 þúsund. „Ég hef engar duldar tekjur." Kona Gisla vinnur ekki utan heimilisins, þannig að hann fram- fleytir þeim hjónum og tveimur börnum þeirra með þessum mánaðarlaunum, „og gengur djöfullega." Fjölskyldan býr i eigin ibúð i fjölbýlishúsi en Gisla hefur nú tekist að komast yfir erfiðasta hjallann; tiu ár eru siðan þau fluttu inn i ibúðina. Húsnæðiskostnaðurinn, þ.e. ljós, hiti, afborgarnir af lánum, nema nú frá 6 til 10 þúsundum á mánuði. í opinber gjöld greiðir Gísíi nú 10 þúsund krónur á mánuði eða þar um bil, ,,og svo verður maður að borða." og Gisli kvaðst ekki geta sagt nákvæm- lega til um upphæð matar- reikningsins mánaðarlega núna, hann stendur hins vegar frammi fyrir þeirri staðreynd, að hann á aldrei afgang af launum sinum. Fjölskyldan á bil, sem reyndar er nauðsynlegt fyrir fólk sem býr i úthverfi, þvi baslið verður illmögulegt, ef notast á viö SVR. Hvað lætur fjölskyldan eftir sér? „Maður fer i leikhús einu„sinni á ári, afar sjaldan i bió, eiginlega aldrei núorðið. Ég er hættur að kaupa bækur, nota Borgarbóka- safnið — nú, ég hef aldrei keypt málverk, fer aldrei á tónleika." Eitthvað hlýtur fjölskyldan að gera sér til gamans? „Ég ferðast stundum á sumrin, en aðeins innanlands, ég hef ekki farið til útlanda i tuttugu ár". Nú hefur þú hærra kaup en mikilli fjöldi manna sem vinnur á lægsta Iðju-taxta. Gætirðu hugsað þér að framfleyta fjöl- skyldu á lægra kaupi en þú hefur? „Vitanlega ekki. Ef við athug- um lægri Iðju-taxtana, og reyndar taxta allra verkalýðs- félaga, þá er ljóst, að þeir eru ekki samdir með það fyrir aug- um að fleiri en einn lifi af þvi kaupi. Það er engin spurning um það, hvort eiginkona, bæði hjónin, eigi að vinna úti. Það er frum- skilyrði, eigi fjölskyldan að hafa i sig og á. Geti td. konan ekki unnið utan heimilis, þá verður maðurinn einfaldlega að vinna aukavinnu. Þetta tal urh að konur eigi að vera heima, heimilið sé börnun- um besti uppeldisstaðurinn, það er einfaldlega út i bláinn. Það kaup sem menn hafa er ekki miðað við að einn maður geti séð fyrir fjölskyldu. Svo einfalt er þetta." Hvernig gengur þér þá að reka einhvers konar peningapólitik á þinu heimili — reiknarðu með ákveðnum hluta teknanna i vara- sjóð? „Ertu frá þér! Þetta gengur svona einhvernveginn. Ef slys verður, heimilistæki bilar, eitt- hvert óhapp verður þá er maður ráðalaus. Þegar allt er komið i vandræði endar maður kannski með að taka vixil. Astandið I þjóðfélaginu er afar sérkennilegt. Það kemur manni undarlega fyrir sjónir, að þeim mun nær sem maður er fram- leiðslunni, þeim mun lægra kaup hefur maður. Það er engin tilviljun að Mogginn hefur komið auga á að það er létt verk að æsa upp reiði manna i garð svokallaðra „menntamanna". A vinnustöðun- um horfir fólk á „menntamenn" þessa, lögfræðinga og „sér- fræðinga" af ýmsum stærðum og gerðum, koma og vera með vangaveltur, tipla spariklæddar meðal fólksins eins og þeir séu staddir i dýragarði, horfa á fram- leiðsluna ofan úr skýjunum. Þessir óskilgreindu „sér- fræðingar" hafa margföld laun á við þá sem eru i verkunum, standa i framleiðslunni — þvi er eðlilegt að menn hafi fyrirfram andúð á „menntamönnum" — en andúðin beinist ekki að þeim sem Mogginn vill hælnaga. Ég tel að verkalýðshreyfingin eigi ekki aðeins að berjast fyrir auknum kaupmætti launa — hún á lika að stuðla að svolitið breyttu gildismati til hvers leiðir siaukin einkaneysla? Það á lika að gera mönnum lifið bærilegra á annan hátt." „Ef sjómenn hefðu tíma- kaup...." Guðni Einarsson háseti, bú- settur i Hafnarfirði spjallaði við Þjóðviljann um sjómannskjörin, hinar „miklu tekjur" þeirra á loðnubátunum, venjuleg kjör bátasjómanna og kjarabaráttu sjómanna. Guðni segist vera einn þeirra heppnu sjómanna, sem fengið hafa pláss á aflaskipi. Reykja- borgin RE er vinnustaður Guðna, þar hefur hann verið undanfarin ár og ætlar sér að vera áfram. „Ég, og þeir sem eru á þessum betri bátum höfum sæmileg kjör," sagði Guðni, „þó vildi ég ekki framfleyta fjölskyldu á min- um launum. Ég er einhleypur, bý hjá foreldrum minum, og fæ ekki skilið hvernig fjölskyldurnar komast af. Langflestir bátasjó- menn hafa aðeins trygginguna 51 þúsund á mánuði. S.l. ár hafði ég um eina miljón i tekjur, það eru um 80 þúsund á mánuði til jafnað- ar. Það er eitt varðandi sjó mannskaupið, að mjög mörgum útgerðarmönnum liðst að borga það ekki fyrr en seint og um siðir. Þeir liggja á peningunum, jafnvel menn sem vel gengur. Ég hitti sjómann um daginn. Hann fékk ekki gert upp eftir loðnuna i fyrra fyrr en i október i haust. Og vitan- lega eru engir vextir greiddir ofan á svona lán, þvi lán eru þetta. Mjög margir útgerðar- menn hegða sér svona gagnvart mannskapnum. Þeir halda peningum fyrir mönnunum eftir eigin geðþótta. Það er heiviti hart að eiga peninga inni hjá þeim. Þessar vikurnar hefur verið afar erfitt að fá greidd laun hjá út- gerðarfyrirtækjunum (þetta gildir reyndar ekki um þá útgerð sem ég vinn hjá) og er ekkert hægt að gera við þvi. Það virðist vera erfitt að framfylgja vinnu- löggjöfinni. Lögfræðingum geng- ur illa a innheimta svona skuldir, og kannski eru þeir tregir til; ætli þeir fái svo mikið fyrir ómakið." 80 þúsund — 10 mánaða fjarvistir Guðni Einarsson hafði að meðaltali 80 þúsund krónur á mánuði s.l. ár. „Það er ekki mikið miðað við það kaup sem margir hafa i landi. Þeir sem i landi eru, búa lika á heimilum sinum. Ég var fjarri heimili minu i 10 mánuði s.l. ár. M.a. þess vegna er sjómanns- kaupið lágt — og væri ekkert nema tryggingin, ef ekki kæmi til loðnutörnin á hverjum vetri." Nú eru samningaviðræður að hefjast, reiknarðu með hörðum átökum verkföllum i vetur? „Kristján Ragnarsson var nú að skora á sjómenn að fara i verkföll. Hann kom i sjón- varpsþátt um daginn. Ég held að sjómannastéttin hafi aldrei fengið annað eins framan i sig og þá — hann manaði okkur. En þessi varðhundur útgerðarmanna virðist reyndar telja sér skylt að hreyta einhverju i flesta starfs- hópa". Hve mikið heldurðu að hafi gengið til eigin þarfa þinna af þessari einu miljón, sem árslaun- in voru? „Um 500 þúsund. Ég fæ ekki skilið hvernig hægt er að halda heimili á floti með þvi. Það er ekki ætlast til þess að hægt sé að reka heimili með launum eins manns, a.m.k. ekki sjómanns". Hvernig er hljóðið i mann- skapnum yfirleitt? „Slæmt. Það verða einhver læti núna, það eru hreinar linur með það. Það er furðulegt, að ævin- lega þegar gerðar eru svokallaðar „efnahagsráð- stafanir", sem ég er ekki viss um að heiti svo með réttu, þá fá sjó- menn fyrsta höggið". Tala sjómenn um að krefjast timakaups fyrir sina vinnu?

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.