Þjóðviljinn - 19.01.1975, Blaðsíða 17

Þjóðviljinn - 19.01.1975, Blaðsíða 17
Sunnudagur 19. janúar 1975. ÞJÖÐVILJINN — StÐA 17 skipafélagsins i norðlenskum höfnum. Blöð andstæðinganna vanda verkamönnum ekki kveðjurnar og kemur engum á óvart. Hins- vegar veldur vonbrigðum er stjórn Alþýðusambandsins i Reykjavik tekur afstöðu gegn ASN, þá staðreynd veitist ýmsum erfitt að sætta sig við. En höldum áfram frásögn Jóns: „Lið verkfallsmanna er mætt á Torfunefsbryggju eldsnemma morguns þ. 12. mai og er nú margfalt fjölmennara en fyrir sólarhring á þessum stað. Við höfum orðið á undan andstæð- ingnum á vettvang, enda höfum við siðan i gærkvöld fylgst það vel með hreyfingum hans, að á þessum tima hefði honum verið ómögulegt að reisa götuvigi sin aftur i friði né búast hér um á annan hátt. Skipið liggur við bryggjuna. Lið andstæðinganna kemur ekki á vettvang. En af bflaferð og öðru i þeim herbUðum má ráða, að eitthvað sé þar i undirbúningi. Lið verkfalls- manna lætur fyrir berast aðal- lega á Torfunefsbryggju sem er aðalafgreiðslustaður bæjarins og hefur úrslitaþýðingu. Að öðru leytiheldur lið okkar kyrru fyrir i Verkalýðshúsinu. Loks kl. 2-3 um daginn yfirgefur skipið bryggjuna. Það heldur út á Poll, og um stund er ekki unnt að ráða af stefnu þess og háttalagi hvert ferðinni er heitið. En skyndilega heldur það hægt og ró- lega inn Pollinn og stefnir á Tuliniusarbryggju, innaríega i bænum. I sama mund sjáum við, að hópur manna er kominn á staðinn. Þar eru ýmsir með hvita borða. . Þvi er ekki að neita, að með flótta skipsins frá Torfunefs- bryggju er þýðingarmiklum árangri náð fyrir verkfallsmenn; það er sýnilegt, að andstæðingur- inn telur sig ekki haf a styrk til að hrekja okkur af bryggjunni, sem mesta þýðingu hefur. Við þykjumst sjá, að hvitliðahópurinn á Tuliniusar- bryggju sé ekki fjölmennari en svo, að auðvelt sé með liðsafla okkar að koma i veg fyrir afgreiðslu skipsins. Og það heyr- ast snöggvast raddir um að storma strax inn eftir. En við athugun sjáum við hættuna, sem i þvi er fólgin að yfirgefa Torfunefsbryggjuna: Ekkert er liklegra en að andstæðingurinn hafi meira liði á að skipa en þvi, sem við sjáum á Tuliniusar- bryggjunni og hugsi sér að lokka lið okkar alla leið þangað inn eftir, nota siðan varalið sitt til að koma sér fyrir á Torfunefsbryggju og sinn mikla bilakost, eða jafnvel skipið,til að flytja lið sitt • að innan og þangað út eftir, á meðan okkar lið væri að paufast fótgangandi einhvers staðar langt inni i bæ. Að yfirveguðu ráði telium við okkur þess um komna að gera hvort tveggja i senn: hafa i fullu tré við hvítliðana innfrá og halda núverandi stöðu okkar á Torfunefíbryggju.Við viljum ekki spila áhættuspil og ákveðum að halda kyrru fyrir á aðalbryggj- unni, þvi án hennar á andstæðing- urinn óhægt um vik þegar til lengdar lætur. Fyrir okkur er það ekki neitt meginatriði að knýja fram úrslit i dag eða á morgun, heldur það að sigra. Það eru enn skip á leiðinni. Og vib sjáum hvað setur. Blaðið Verkamaðurinn og flugblöð okkar vinna nú hið mesta þarfaverk. Fleiri og fleiri fá nú réttar upplýsingar um málavexti. Það þýðir'aukinn liðstyrk fyrir verkfallsmenn og bætta aðstöðu gagnvart almenningsálitinu. „Verkalýður Akureyrar", segir Verkamaðurinn þennan dag, „stattu saman um rétt stéttar þinnar...... Fylktu þér ótrauður til baráttu fyrir Hfsrétti hins unga stéttarfélags verkamanna og smábænda við Hrútafjörð, unz það hefur fengið kröfur sinar uppfylltar." Þótt Dettifoss hafi fengið ein- hverja afgreiðslu á Tuliníusar- bryggju, þykjast kunnugir sjá þess merki, að lið andstæðing- anna sé heldur að slappast. Að missa valdið yfir aðalbryggjunni er mikill hnekkir fyrir and- stæðinginn og tekur kúfinn af sigurgleðinni frá deginum áður. Málstaður hans og aðferðir eru ekki friðsömum Akureyringum að skapi." Siglfirðingar reknir, en sigur vinnst að lokum Svo fer, að æ færri fást á vakt eða til að gefa kost á sér til vinnu undir vernd hvftliða og lögreglu, en lið verkfallsmanna á Akureyri eflist að sama skapi. Hinsvegar tekst andstæðingunum að verba fyrri til og ná stöðu á aðalbryggj- unni á Siglufirði og Dettifoss er afgreiddur þar með verkfalls- brjótum i bakaleiðinni eftir ein- hver hörðustu átök sem sögur fara af. Verkfallsmenn voru þar vanbUnir og reiknuðu ekki með viðbúnaði andstæðingsins, sem mætti með lið vopnað kylfum, grjóti og sterkum brunaliðsdæl- um. Daginn eftir 15. mai, var Verkamannafélag Siglufjarðar rekið úr Alþýðusambandinu og klofningsfélag stofnað nokkrum dögum slðar. En þessi ráöstöfun fremur herðir verkalýð Norðurlands en lamar, samstaðan eflist og styrk- ur eykst. Frá Húsavik verður Lagarfoss að fara óafgreiddur, verkamenn neita að afgreiða hann. ESkfirskir verkamenn sem eru i vináttusambandi við VSN, gera verkfallsbrjótaskipinu sömu skil. Og Alþjóðasambandið er ógnun erlendis. Afgreiðslubann VSN er farið að verka. A Akureyri gerist stöðugt erfiðara að fá verkamenn til að vinna verkfallsbrot,hvað sem I boði er, og eiga hér óskilið mál verka- menn án tillits til flokka, segir Jón. 15. mai eða á f jórða degi frá þvl að átök hófust á Akureyri er birt ávarp, sem ber vott um þann hug, er þá rikir i röðum verkfalls- manna, en þar segir m.a.: „Það sem mestu máli skiptir, er það að hinn sósialdemókratiski verkalýður, sem hefur verið áhorfandi þessara lærdómsrfku atburða undanfarna daga....., sér það nú betur og betur, að leið samfylkingarinnar er sú eina leið, sem verkalýðnum stendur opin og greið til að verjast árás- um auðvaldsins og það eina vopn, sem dugir I baráttunni gegn fasismanum. Verkamenn, hvaða stjórnmálaflokki sem þið tilheyr- ið. — Höldum áfram að safna saman samfylkingarkröftum okkar til að tryggja okkur fullan sigur I þessari deilu. Við erum vissir um að geta hindrað afgreiðslu Eimskipa á öllum bryggjum bæjarins, ef við höldum áfram eins og hingað til......." Sama kvöld voru undirritaðir smningar milli deiluaðila af for- seta VSN og fulltrúa atvinnurek- enda á Borðeyri. Meginefni samningsins voru að taxti verka- lýðsfélagsins á Borðeyri skyldi gilda, félagsmenn þar sitja fyrir vinnu að 7/10 hlutum og verkalýðsfélagið sjálft ráða hvaða félagsmenn skyldu teknir i vinnu hverju sinni. „Þetta er mikilvægur sigur" segir Jón Rafnsson I frásbgn sinni I „Vor i verum". — „með honum er ekki aðeins taxti þessa unga verkalýðsfélags viðurkenndur og félagið sjálft. Komið er einnig í veg fyrir það, að atvinnurekand- inn gæti hefnt sin á virkustu félagsmönnunum með útilokun frá vinnu. Ogsiðasten ekki sizt er VSN skjallega viðurkennt sem aðili fyrir verkalýðssamtökin á Norðurlandi og þar með eitt höfuðmarkmiðið I hernaði and- stæðinganna, og þá einkum Alþýðusambandsforingjanna, farið ut I vetur og vind. — Og hér með er til lykta leidd, með fullum sigri verkalýðsins á Norðurlandi, harðvltugasta samúðarbarátta, er sögur fara af á íslandi." Myndirnar Myndirnar tvær, sem þessari grein fylgja, eru teknar á Torfunefsbryggju. A mynd nr. 35 sjást verkfallsmenn halda vörð við landganginn frá Dettifossi, mynd nr. 36 var tekin eftir ab þeir höfðuhindrað afgreiðslu skipsins. • Gaman væri að vita, hvort lesendur gætu nafngreint ein- hverja mannanna og þá einnig, hvort einhver fleiri á myndir frá þessum atburðum. Þetta eru einu myndirnar sem Dagsbrúnar- safnið á frá þessari sögulegu deilu og væri þvi mikil þökk á ef einhver vildilána myndir til eftir- töku. — vh ÞORSTEINN FRÁ HAMRI TÓK SAMAN MARA Frá Vanlanda konungi Snorri Sturluson segir I Ynglingasögu: „Drffa keypti að Huld seiðkonu, að hún skyldi seiða Vanlanda til Finnlands, eða deyða hann að öðrum kosti. En er seiður var framinn, var Vanlandi að Uppsöl- um. Þá gerði hann fUsan að fara til Finnlands, en vinir hans og ráðamenn bönnuðu honum og sögðu, að vera myndi fjölkynngi Finna i fýsi hans. Þá gerðist honum svefnhöfugt, og lagðist hann til svefns. En er hann hafði lftt sofnað, kallaði hann og sagði, að mara trað hann. Mehn hans fóru til og vildu hjálpa honum. En er þeir tóku uppi til höfuðsins, þá trað hUn fótlegg- ina, svo að nær brotnuðu. Þá tóku þeir til fótanna, þá kafði hUn höfuðið, svo að þar dó hann. Svlar tóku lik hans, og var hann einnig aðrar norrænar hug- myndir um kveldriður, myrk- riður, tröllriður og túnriður. Ekki einungis tröllkynjaðar verur áttu að vera þess megn- ugar að taka á sig gervi mörunnar, heldur og hver sá er hafði illt í huga. Þessi trU er tengd þeirri almennu trú að vissar manneskjur hefðu ill augu og gætu gefið illvilja slnum persónugervi sem síðan mætti senda á vit þess sem hinn illviljaði hugur sameinaðist gegn hverju sinni. A slðari tímum bregður fyrir hug- myndum um að maran sé einhver sem ásækir viðkomandi persónu af holdsfýsn. Þann 24. janiíar 1923 skrifar Jeppe Aakjær þjóðfræðasafnaranum Evald Tang Kristensen: Martröð ráðsmannsins á Frydenlund „Kona nokkur — frú Braa — 31111111 Þannig hugsar danski málarinn N.A. A'bildgaard sér möru rlða ungri konu Isvefni, en danska orðið fyrir martröð er raunar „mareridt" — mörureið. brenndur við á þá, er Skúta heitir. Þar voru settir bauta- steinar hans. Svo segir Þjóð- ólfur: En á vit Vilja bróður vitta véttur Vanlanda kom, þá er trollkund of troða skyldi iifts grlmhildur Ijóna bága, og sá brann á beði Skútu menglötuður, er mara kvaldi." Mörutrú Þessi visa Þjóðólfs úr Hvini er elsta heimild norræn sem getur möru, og er hún hér nokkurs- konar hamgervi sem tröll- kynjuð kona tekur á sig. Hugmyndin um illviljaðar draumverur, sem þjái menn þekkist um öll menningarsvæði heimsins. Hinn frægi sam- nefnari þeirra, maran, er yfir- náttúrleg vera, sem ónáðar sofandi menn með þvi að þjarma að þeim, einkum höfði, brjósti og fótum, svo menn mega sig hvergi hræra; vera þéssi er ósjaldan talin kvenkyns. Grikkir og Rómverjar gerðu ráð fyrir draumverum af báðum kynjum, sem hvor um sig lagðist á gagn- stætt kyn. Um skeið blandast hugmyndir þessar trúnni á hamskipti og nornir, og maran sem banaði Vanlanda konungi er I ætt við hamhleypu, og þá sem um skeið bjó hér á Jenle, var fyrir viku á landeigninni Frydenlund, fáeina kllómetra frá Arósum. Hjúkrunarkona nokkur var ástfangin af ráðs- manninum á bænum, ungum manni sem ekki kærði sig hót um hana. Dag nokkurn sér stúlkan að hjUkrunarkonan liggur á hnjánum við dyr ráðs- mannsins og dreifir ótal band- þráðum um gólfið og tuldrar jafnframt einhverjar særingar. „Hversvegna gerið þér þetta?" spurði stUlkan. „Þvl svara ég ekki nUna," svaraði hjUkrunar- konan. „En ef til vill á morgun?" ,,Já, kannski á morgun." Daginn eftir kemur ráðs- maðurinn aö máli við stúlkuna og segir: „Þér-kunnið liklega engin ráð við martröð? Ég var I nótt svo þjakaður af martröð, sem annars er óvanalegt um mig. Það var óbærilegt." Þegar stUlkan skömmu siðar hitti hjUkrunarkonuna, gekk hUn fast á hana um að hUn segði sér allt af létta um band- þræðina, sem hUn hafði verið að dreifa við dyr ráðsmannsins kvöldið áður. HUn færðist lengi vel undan, uns hún sagði loks: „Vitib þér þetta ekki! Þegar ég fer svona að og þyl jafnframt réttu orðin, þá fær maðurinn martröð ef hann ekki hefur hug á mér." Mara og læknavísindin Hinir almennu vitnisburðir um martröð fela í sér að sá sem fyrir henni verður, finnur eitt- hvað þrýsta fast á bringu sér, svo að þaö verður óbærilegt. Læknavisindin rekja þetta til hindrunar á andardrætti, sakir veikinda eða einfaldlega þess að rUmfötin hafi dregist yfir vitin; eins er um kennt þungu, reyk- mettuðu lofti. Maran getur tekið á sig ýmsar áþreifanlegar myndir: hUn getur likst hundi, ketti, rottu, dUfu, hænu, jafnvel saumnál, og rannsóknir benda til að allt þetta muni undir þvi komið hvað hinn sofandi maður snertir af hendingu i svefninum. Færeyskar sagnir og ráð gegn möru Færeyingar segja um möru: „Mara er kvenvættur I líki fegurstu meyjar. A nóttunni, þegar menn liggja og sofa, kemur hUn inn, leggst ofan á þá og þjarmar svo fast að brjósti þeirra, að þeir geta hvorki náð andanum né hreyft legg eða lið; fer hUn með fingurna upp i þá til ab telja i þeim tennumar, og takist henni það, gefa þeir upp öndina. Menn verða þvi að gera allt sitt til að reka möru af höndum sér, og ef þeir geta hrópað JesUnafn, hrekkur hUn frá og hverfur í skyndi. Finnst mönnum þeir liggja alvakandi i rUmunum og sjá möru koma inn og leggjast ofan á rekkjuvoðina, en þeir geta ekki veitt henni neitt viðnám. Verið getur, að hUn sé inni I stofunni á kvöldin, þótt hUn sjáist ekki; kemur á daginn, hvort svo sé, ef tekinn erhnifur, vafinn innan i klUt eða sokkaband, færður þrisvar sinnum I kring frá hendi til handar og höfð um leið yfir þessi langloka: „Mara, mara, sértu hér inni, manstu þá ekki eftir högginu, sem hann Sigurður Sigmundsson gaf þér einu sinni á snoppuna? Mara, mara, sértuhér inni, skaltu fara Ut, bera bæði grjót og torf og allt, sem hér er inni!" Liggi þá hnifurinn innan I klUtnum eða bandinu, þegar rakið er utan af honum, þá er mara inni, og verður að endur- taka þessa sömu athöfn tvlvegis, til þess að koma henni Ut. — Talið er lika gott ráð að snUa skónum sinum þannig á gólfinu, um leið og farið er upp I á kvöldin, aö hællinn snúi að rUminu, en tærnar fram á gólfið; þá kvað mara eiga bágt með að komast upp i rUmið." Mörg torn ráð gegn möru eru til önnur en þau er hér var getið. Eitt hið öruggasta þeirra var talinn hinn svokallaði möru- kross, sem var dreginn upp sem fimmarma stjarna, helst i einum drætti, og valinn staður á herbergishurð eða yfir rUmi þess sem þjáður var af martröð. 1 sumum löndum leggst maran á hesta, og viröist þar hafa orðið samruni á mörutrU og þvl sem hérlendis var haldið um að hestar væru sligaðir af óvættum — Utburðum, draugum eða tröllum, yrðu tröllriða sem kallað var. SigfUs SigfUsson hyggur, að trU islendinga á möru hafi mjög svipað til þess sem titt var meðal færeyinga og að framan var lýst. Annars fer ekki mikið fyrir möru I íslenskum sögnum, og sé hennar getið þar, er yfir- leitt örðugt að greina hana frá hinum algengu sögnum um ásókn drauga og svipa; og þegar menn tala um martröð, er átt við erfibar draumfarir. (Heimskringla; Færeyskar þjóösögur; Þjóðsögur SigfUsar SigfUssonar; B. Holbek og Jörn Piö: Fabeldyr og Sagnfolk.)

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.