Þjóðviljinn - 19.01.1975, Blaðsíða 13

Þjóðviljinn - 19.01.1975, Blaðsíða 13
Sunnudagur 19. janúar 1975. ÞJÓÐVILJINN — SH)A 13 I og Anna Sigga — 10.000 I strætó og menningarneyslu. ÓTRÚLEGT RÍKIDÆMI Gisli fram laun. Svanbergsson — þvi nær leiöslunni, þeim mun lægri a r B > s i- k Guðn A ð íuaiiii1 u i Einarsson — sjómenn oir til verkfalla. „Það hefur verið orðað. Við reiknuðum það út hjá Sjómanna- félagi Hafnarfjarðar um daginn, að mánaðarkaupið á s.l. vertið hefði verið um 280-300 þúsund, hefðunv við verið á timakaupi. Ætli það heyrðist ekki harma- grátur i gullkálfunum, ef þetta væri orðað." Nú ert þú einhleypur, greiðir þess vegna meira i skatta en fjöl- skyldúmenn, en hvað er það helst, sem rýrir tekjur sjómannsins? „Fæðiskostnaðurinn er nú kominn i um 10 þúsund á mánuði. Það er mikið miðað við að þetta er það sem við borgum fyrir utan fæðispeningana. Og þeir eru teknir af okkur eftir öðrum leið- um — þeir eru aðeins tilfærsla frá okkur til þeirra. Nú, auk fæðispeninga, greiðir maður fjandi mikið i skatta. Ég borgaði tæplega 300þúsund s.l. ár — ætli það verði ekki 400 þúsund næst". Guðni Einarsson er á óvenju- lega háu kaupi miðað við aðra bátasjómenn, og eins og hann benti á, hafa fæstir meira en trygginguna, 51 þúsund á mán- uði. Samkvæmt siðustu kjarasamn- ingum sjómanna og útgerðar- manna, hafa hásetar aðeins 51 þúsund krónur. 1. vélstjóri hefur 76.500 krónur, II. vélstjóri hefur 63.750 krónur, matsveinn hefur sömu laun og II. vélstjóri, en skipstjóri hefur amk. þrjá há- setahluti eða 8% af söluverðmæti aflans. //Hvernig er hægt að lifa af 50 þúsundum?" Við skruppum i heimsókn til sæmdarhjónanna önnu Sigriðar Einarsdóttur og Hrafns Harðar- sonar og spjölluðum dagstund við þau um tekjur, útgjöld og sitthvað fleira. Þau hjón eru enn bráðung, inn- an við þritugt og eignuðust annað barn sitt, kempulegan dreng, á gamlársdag núna. Þau búa i rúm- góðri ibúð á fimmtu hæð i stóru fjölbýlishúsi í Breiðholti. Þar hafa þau búið siðan i fyrra, en áð- ur hafa þau m.a. búið i London, en það var á meðan Hrafn nam bókasafnsfræði i Politechnic of Worth —London. Nú starfar hann sem stjórnandi útibús Borgar- bókasafnsins i Bústaðakirkju og hefur umsjón með bókabilunum. Anna Sigga er bundin við húsverk og börnin tvö, drenginn nýfædda og tveggja ára dóttur, Hörn að nafni. Laun Hrafns eru svipuð og laun Guðna Einarssonar, sjómannsins sem við ræddum við — árs- tekjurnar voru um 1 miljón i fyrra, mánaðarkaupið rétt um 80 þúsund krónur, þ.e.a.s. sú upp- hæð fæst með pvi að vinna tals- verða aukavinnu. Fastakaup bókavarðarins er 74.000 krónur. Þannig hagar til i ibúð Onnu Siggu og Hrafns, að þau geta með góðu móti leigt út tvö herbergi. Þau láta sér nú nægja eitt svefn- herbergi fyrir alla fjölskylduna, þvi að þeir aurar sem fást fyrir herbergjaleiguna nægja til að greiða mánaðarlegan rekstrar- kostnaðaf ibúðinni, þ.e. rafmagn, hita hússjóðsgjaldið og fleira slikt. „Mér finnst við lifa góðu lifi hér", sagði Hrafn, „það gerum við með þvi að fara aldrei á skemmtistaði, förum aldrei „út" eins og það heitir, við reykjum ekki, kaupum sama og ekkert áfengi, eigum ekki bil, kaupum ekki bækur, aðeins eitt dagblað — við getum hreint út sagt ekki lif að „menningarlifi" nuna, við förum helst ekki i leikhús, afarsjaldan i bió, aldrei á tónleika eða sýning- ar, en þetta afskiptaleysi stafar aðallega af þvi að við eigum ekki bil. Og við eigum peninga fyrir mat vegna þess að við eigum ekki bil. Strætisvagnaferðir innan- bæjar eru með þeim endemum, að það er ekki gerlegt að fara út á kvöldin. Sem dæmi get ég nefnt, að á laugardögum, þegar ég fer i aukavinnu út á Veðurstofu (Hrafn sér um bókasafn fyrir Veðurstof- una), þá tekur sú ferð mig fimm tima. Af þessum fimm timum fara tveir i ferðir — þrjá fæ ég borgaða". Skattar? „Seinni helming siðasta árs greiddum við um 25000 krónur á mánuði i skatta", segir Anna Sigga, sem er fjármálastjóri heimilisins, „væntanlega verða þær greiðslur ögn lægri fyrri helming þessa árs, en á móti kemur að við verðum nú að leggja fyrir 30.000 krónur á hverjum mánuði til að geta borgað af lán- um. Við skuldum lifeyrissjóðslán, hiisnæðismálalán og námslán. Mér reiknast til, að auk afborg- ana eigum við að greiða um 130 þúsund krónur i vexti á þessu ári". 10.000 i menningarneyslu Anna Sigga dró fram heimilis- bókhaldið og áætlaði fjárþörf heimilisins næstu mánuði. „Kaup 80.000 — segjum við. Drögum þar frá eftirtalda liði: Skattar 20.000 (hugsanleg aðeins ofreiknað), matur 20.000, en það er vafalaust vanreiknað, þvi samkvæmt heimilisbókhaldinu var matarreikningurinn i september og lika i október um 20.000. Siðan hefur mjög sigið á ógæfuhliðina, verðlag snarhækk- að. Segjum sámt 20.000. Þá eru eftir fjörutiu þúsund eða þar um bil. Við verðum að taka 30.000 af þeirri upphæð ef við eigum að geta greitt af lánunum, þ.e.a.s. ef við ætlum að halda ibúðinni. Þá eru 10.000 eftir i eftirtalda liði: strætisvagna (hér er bannað að taka leigubila, það setur okkur á hausinn), mat handa Hrafni i há- deginu, þá borðar hann i mötu- neyti, sima, sjónvarp, dagblað, timarit og uppákomur ýmsar, svo sem lækna, lyf eða þviumlikt". Hvað um menningarneysluna? spyrjum við bókavörðinn. „Hún er i lágmarki — nema sjónvarp, blöð, og ég verð að viðurkenna að stöku sinnum stelst ég til að kaupa bók, en þá einvörðungu vasabrotsbækur eða bækur á fornsölu. Ég kaupi ekki dýrari bók en á svona 400 krón- ur." 30.000 fyrir tannviðgerðir NU þarf eitt heimili fleira að greiða en fyrir mat, husnæði og menningarsambandið. Börnin þurfa sitthvað, svo sem leikföng, föt og fleira, og við spurðum þau hjónakorn hvernig þau hugsuðu sér að standa undir ýmsum til- fallandi gjöídum i framtiðinni og hafa til þess aðeins um 10.000 krónur á hver.jum mánuði? „Sannleikurínn er sá, að þetta hefur mjög sigið á ógæfuhliðina siðan i fyrravetur", sagði Anna ¦ Sigga. „Við erum reyndar að borga slift af ibúðinni um þessar mund- ir og vonumst til að hagurinn skáni eitthvað þegar yfir það versta er komið, en við verðum að borga af lánum næstu áratugi og greiða skatta þannig að það sem gæti létt á okkur er aðeins tvennt: veruleg kjarabót, eða ég færi líka út að vinna, en það er ekki hægt sem stendur". Otlitið er ekki gott. Og það sak- ar ekki að geta þess, að Anna Sigga sleppti viljandi úr f járhags- áætlun heimilisins einum út- gjaldalið sem fellur til á þessu ári — og Hrafn var skritinn i framan eftirþessa athugun á bókhaldinu: „Hvernig i fjáranum fór ég að þvi að eyða 30.000 krónum i tannvið- gerðir á siðasta ári?" Og Anna Sigga brosir bara og dekkir myndina enn: „Við mynd- um ekki lifa veturinn af, ef okkur hefði ekki tekist að kaupa nauts- skrokk i frystikistu. Það voru kjarakaup og léttu mjög á matar- reikningnum. Ég gleymdi lika að telja fram afborgun af heimilis- tryggingu, en við erum orðin svo vön þvi að lifa kyrrlátu lifi, sitjum bara heima, prúð og góð; okkur finnst við ekki hafa það neitt skitt". Hvernig lifir fólk? Það setti svolitinn ótta að Hrafni eftir hina grimmúðlegu uppljóstrun hagfræðings heimiíisins: „Ég vissi að rekstur- inn stendur tæpt," sagði hann við konu sina, „en ekki svona, Og svo hafa flestir vist stærra og erfiðara heimili en við og margir miklu lægri laun. Hvernig lifir fólk? Við sjáum i kringum okkur hrópleg dæmi um fátækt — munurinn á tekjum manna i þjóð félaginu er mikill; nú ber æ meira á ótrúlegri fátækt við hliðina á ótrúlegu rikidæmi". —GG

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.