Þjóðviljinn - 19.01.1975, Blaðsíða 23

Þjóðviljinn - 19.01.1975, Blaðsíða 23
Sunnudagur 19. janúar 1975. ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 23 Hún langamma er kommakerling Eftir Halldóru 0. Guðmundsdóttur Kolbrún er þriggja ára. Hún er bara kölluð Kolla. Stundum er hún hjá langömmu sinni á daginn. Langamma hennar heitir Halldóra Ólöf Guðmundsdóttir og vann i netagerð og tók virkan þátt i verkalýðsbáráttunni hérna áður fyrr. Nú er hún Halldóra sem sé orðin langamma og passar Kollu litlu þegar á þarf að halda. Kollu finnst gaman að syngja og dansa. Hún er i dansskóla og lærir marga dansa sem hún kennir langömmu sinni svo syngja þær saman, en langamma vill ekki alltaf syngja sömu visurnar, þess vegna gerði hún sjálf visu handa þeim til að dansa eftir. Hún langamma er kommakerling við Kollu segir hún: Komdu i kröfugöngu i kringum Miklatún. Við skulum kyrja af krafti kanar fariði burt, allir ótætis dátar ísland látið kjurt. Og burt og burt og svei ykkur öllum burt. ÞÖKK FYRIR BÓKINA Eydis Katla þakkar okkur fyrir bókina, Ævin- týraleg útilega eftir Sven Wernström. Henni fannst hún svo skemmtileg að hún las hana tvis- var. Þessa mynd sendi Katrin Gisladóttir 12 ára. Kristin Gisladóttir, 9 ára, sendi þessa mynd. Eftir Klas Gustafson 1. Það var um 1500 sem farið var að smiða klukkur svipaðar þeim sem við enn notum. Fyrir þann tíma notaði fólk- ið önnur tæki til þess að mæla tímann. Þá voru notuð sólúr og stundaglas. 2. „Tíminner peningar," er stundum sagt. Þá er tíminn metinn með það í huga hve mikil laun fást fyrir vinnuna. Fyrr á timum voru menn ekki svo ná- kvæmir í tímareikningi sínum. Land- búnaðarverkamaður í sveitinni vann frá því eldsnemma um morguninn þar til seint að kvöldi og f ékk laun f yrir eins dags vinnu. Hann hafði lokið dagsverki. Myndir og texti er tekið úr sænska dag- blaðinu Dagens Nyheter og eru þetta tvær af sex; hinar verða svo í næstu tveim blöðum. PENNAVINIR Ég er 11 ára og óska eftir pennavini á aldrinum 11-12 ára, dreng eða stúlku. Ég svara öllum bréfum. Sigriður G. Gisiadóttir, Heiðmörk 2 a, Selfossi. Ég er 9 ára og óska eftir pennavini á aldrinum 9-10 ára, dreng eða stúlku. Kristin Gísladóttir, Heiðmörk 2a, Selfossi. Ég er 12 ára og óska eftir pennavini, dreng eða stúlku, á aldrinum 12-13 ára. Katrin Gisladóttir, Heiðmörk 2 a, Selfossi. Ég óska eftir pennavini, dreng eða stúlku, á aldrinum 12-13 ára. Svara öll- um bréfum. Eydís Katla Guðmundsdóttir, Austur- vegi 60, Selfossi.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.