Þjóðviljinn - 19.01.1975, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 19.01.1975, Blaðsíða 5
Sunnudagur 19. janúar 1975. ÞJÓÐVILJINN — StÐA 5 aff eiiendum vettvangí Síöan ákveöiö var aö loka verksmiöjunni hefur baráttunefndin boriö hita og þunga dagsins,og nú hefur starf hennar boriö þann árangur sem verkamenn vonuöust eftir. Hér sést nefndin á fundi. Þaö er unniö af fullum krafti hjá LIP, en ekki af neinum æsingi, þvi cinn helsti liöur samkomulagsins er fólginn i þvi aö haföur sé I heiöri manncskjulegur vinnuhraði. Verkamenn hjá LlP-verksmiðjunni: Við höfum unnið n sigur 1 þeim löndum og héruðum Evrópu þar sem atvinnuleysi er mest er það daglegt brauð að fyrirtækjum sé lokað eða deildum i þeim og stundum eru fyrirtæki jafnvel flutt til annarra landa. Kapitalisminn er i kreppu, það borgar sig ekki lengur að halda allri framleiðsluvélinni I gangi og verkamönnunum er visað á dyr. Það var einmitt þessi þróun sem réði þvi, að svissneska fyrir- tækið Ebauches SA ákvað vorið 1973 að leggja niður ákveðnar deildir i úra- og vopnaverksmiðj- unni LIP i borginni Besancon i norðausturhluta Frakklands. Ebauches SA hafði verið að færa út veldi sitt i úra- og mælitækja- iðnaði og m.a. keypt meirihlutann af hlutabréfum LIP. Stórfyrir- tæki þetta komst að þeirri niður- stöðu, að best væri að einskorða sig við að smiða aðeins úr, en loka öðrum framleiðsludeildum, en það hefði þýtt að helmingur starfsfólksins hefði misst atvinn- una. Hvaö skal tilbragðs taka? Hvað taka menn svo til bragðs þegar menn frétta að reka á helminginn af vinnufélögum manns? Láta menn sér nægja að vona að þeir verði ekki i hópi þeirra sem verða að fara? Svo mikið er vist, að hinir 1300 starfs- menn LlP-verksmiðjunnar létu sér ékki vonina nægja. Þeir létu sér heldur ekki nægja að efna til málamynda mótmælaverkalls. Og þeir létu sér heldur ekki nægja að taka verksmiðjuna i sinar hendur. Hófst nú saga sem viða hefur borist, enda sérstaklega athyglis- verð. Verkamenn hjá LIP héldu áfram við úrsmiði upp á eigin spýtur, þeir seldu sjálfir fram- leiðsluna og greiddu sjálfum sér laun af þvi fé sem inn kom fyrir séld úr. Var þetta I fyrsta sinn i sögu franskrar verklýðs- hreyfingar að sllkir atburðir gerðust. Þegar lögregluhermenn stjórnarinnar höfðu hrakið verkamannina út úr húsakynnum verksmiðjunnar héldu þeir fram- leiðslunni áfram á leynilegum færanlegum verkstæðum hér og þar i borginni. Þessi barátta stóð i um það bil tiu mánuði og allan timann gátu verkamenn greitt sjálfum sér slik „framfærslulaun”. Skipulagningin Það sem best er talið hafa eflt þrautseigju verkafólksins hjá LIP var sjálft skipulagsform þeirra, svonefnd sjálfskipulagn- ing, sem leiddi til þess að unnt var að gera alla virka i baráttunni i mörgum mismunandi nefndum sem á fót var komið. Daglegur almennur verkamannafundur fór með æðsta vald og urðu allir starfsmenn og öll samtök verka- mannanna að lúta ákvörðunum hans. Þann 1. febrúar 1974 var gert samkomulag. Starfsfólkið hjá LIP hafði frá upphafi sett það vigorð efst á dagskrá að ,,við höfnum uppsögnum, við neitum að fyrirtækinu sé sundrað”. En vissar formúlur i samkomulaginu vöktu illan grun um að það gæti oltið á ýmsu um hvort hægt væri að fá framgengt þessari grundvallarkröfu: að allir starfs- menn yrðu endurráðnir. Það stóð nefnilega i samkomulaginu að endurráðning allra væri háð þvi, hvernig hagur fyrirtækisins stæði i árslok i fyrra. Hluti verkamann- anna var endurráðinn strax og afgangurinn fór i endurþjálfun meðan beðið var eftir vinnu. Verkamennirnir gerðu sér ljóst, að með þessu móti var stjórnin að reyna að kljúfa þá samstöðu sem náðst hafði i baráttunni og um leið að hræða aðra franska verkamenn frá svipuðum aðgerðum. Verkafólkið átti svo sannarlega að fá að finna til þeirra erfiðleika, sem frumkvæði af þessu tagi gæti leitt til. LlP-fólkið vissi að það var mjög undir baráttuþreki þess komið, hvort orðið yrði við kröfum þess. Þvi héldu verka- menn áfram að reka starfs- nefndir sinar og fylgdust grannt með þvi að ákvæði samkomulags- ins væru haldin á þeim tima sem kveðið var á um. Eins og búast mátti við reyndi stjórn fyrirtækisins að komast hjá þvi að endurráða þá verkamenn sem herskáastir og virkastir höfðu verö, en með ýmislegum aðgerðum starfsfólksins hefur nú tekist að koma þeim öllum i vinnu aftur. Baráttan Viða um lönd voru stofnaðir starfshópar til að fylgjast með baráttunni i Besancon og þ.ám. einn i Danmörku. Michel Jeanningros frá LIP hefur skrifað þessum danska hópi bréf um baráttuna og málalyktir og fer nokkur hluti þess hér á eftir: „Nú skulið þið heyra miklar fréttir: við höfum unnið fullan og algjöran sigur. Núna eru 740 starfandi við verksmiðjuna og 54 byrja núna sjötta janúar I pökkunardeild, aðrir 40 byrja 10. janúar og svo koll af kolli allt þar til þeir siðustu byrja að vinna þann 30sta mars. Þá verðum við allir komnir til starfa aftur, án þess að nokkur hafi lækkað i launum. Þetta er svo ótrúlegur sigur, að við eigum enn erfitt með að trúa honum. Eftir 19 mánaða baráttu erum við öll dösuð sannast sagna en ótrú- lega hamingjusöm. Til að ná þessum sigri höfum við orðið að heyja stríð I allar átt- ir: — við vinnuveitendur i Besan- con, sem allan timann reyndu að spilla fyrir Neuschwander (nýja forstjóranum hjá LIP) — við sýslumanninn, sem allt til hins siðasta reyndi að fá nokkra af þeim sem störfuðu i stjórnun- ardeild LIP til að hætta barátt- unni. — við yfirmenn fyrirtækisins, sem höfðu hátt um það allan tim ann að þeir hefðu enga rnöguleika á að r.áða alla aftur. ' — við verkalýðssambandið CGT sem hafði fallist á það fyrir sitt leyti að okkar fólk væri ráðið annarsstaðar i vinnu. Við börðumst þvi á öllum vig- stöðvum. Við efndum til hátiðar til að minnast þess að ár var liðið frá göngunni miklu, sem farin var til að sýna okkur samstöðu — en i henni tóku þátt um hundrað þús- und manns. Við festum upp plaköt um allt og myndir af þeim félögum okkar sem enn voru ekki endurráðnir. Með þeim árangri, að Neuschwander forstjóri stundi þvi upp, dasaður mjög, þann fimmta desember, að allir verði endurráðnir! Framleiðslan Framleiðslan er komin I gang, en ekki með þeim hraða sem áður var á færiböndunum. Menn hafa ekki hreyft þvi máli við okkur enn, við erum enn of sterkir. Við framleiddum 140 þúsund úr 1974 en förum upp i hálfa miljón 1975. Deildin sem framleiðir fingerð mælitæki hefur fengið stórar pantanir. Vopnadeildin hefur verið skorin niður um 12% og þaö likar okkur vel. Við erum að fara af stað með ýmiskonar nýja framleiðslu, t.d. á kveikjurum. Og það var verið að panta hjá okkur 80 þúsund klukkur i Peugot- og Renaultbila. A aðfangadag komum við öll saman i matstofu fyrirtækisins, bæði þeir sem eru i vinnu og þeir sem ganga enn á námskeið. Þetta var i fyrsta sinn að við gátum öll komið saman siðan 14. ágúst 1973 þegar lögreglan henti okkur út. Launamál Við vitum nú, að við munum fá um sem svarar um 50 miljónum króna i launahækkanir. Við höfum krafist þess. að orlofsfé verði tvöfaldað (ú- 700 i 1500 franka). Að láglaun verði leiðrétt svo að launamunur minnki úr 22% i 17%. Að launahækkanirnar gildi fyrir alla, en ekki að þær séu reiknaðar i prósentum. Við viljum einnig jöfn laun fyrir konur. Mannleg samskipti i verk- smiðjunni hafa stórlega breyst. Nú er ekki lengur munur staðfestur á milli verkamanna, skrifstofufólks, ófaglærðra osfrv. Við erum i raun félagar. Ekkert er eins og áður og getur ekki orðið það aftur, en við verðum að halda áfram baráttunni gegn hinum mikla vinnuhraða og af- kastakröfum, sem drepa manneskjuna. Ekki af brauði einu Fyrir mörg okkur er lífið annað og meira en vinnan ein. Við verðum að vinna til að geta lifað en við verðum einnig að geta skipst á skoðunum — i hverfinu, i bænum, i samtökunum, I flokkn- um (ekki sist i flokksdeild PSU, vinstrisósialistaflokksins sem hefur þrefaldað meðlimatölu sína hjá LIP). Við munum halda baráttunni áfram. Sendinefndir hafa farið frá okkur til allra þeirra sem hafa átt i meiriháttar vinnudeilum nú i haust — t.d. hjá sjónvarpinu og póstmönnum. Hér i Vogesahéraði, um 120 km frá Besancon, er húsgagna- verksmiðja, sem hefur sagt upp 150 verkamönnum. Þeir halda sjálfir áfram að smiða húsgögn, selja þau og greiða sjálfum sér laun. Við ætlum að kaupa dálitið af húsgögnum af þeim, og þeir munu koma með þau og afhenda þau á bilastæðinu hjá okkur. I Paris hafa svipaðir hlutir gerst i raftækjagerð einni. Verkamennirnir framleiða, selja vöruna og borga sjálfum sér laun eins og okkur finnst sjálfsagt og eðlilegt. Atvinnuleysi er mikiö og fer vaxandi — nú nær það til 700 þúsund manna en mun ná til 950 þúsunda áður áriö er liðið. Við verðum þvi að vera reiðubúnir þvi að leggja til atlögu á ný.” (Ab. endursagöi) Þegar segja átti upp helmingi starfsfólksins, tóku verkamenn fyrirtækið í sínar hendur, framleiddu sjálfir, seldu vöruna og greiddu sjálfum sér laun

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.