Þjóðviljinn - 19.01.1975, Blaðsíða 8

Þjóðviljinn - 19.01.1975, Blaðsíða 8
8 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 19. janúar 1975. Þingiö var haldiö íhúsi kúbanska alþýöusambandsins, Lázaro Pena leikhúsinu. Ingibjörg Haraldsdóttir skrifar frá Kúbu Vilma Espin, Fidei Castro og Dorticós viöopnun kvennaþingsins. KVENNAÞING Á KÚBU Þrátt fyrir góðan vilja reyndist þar einnig erfitt að sigrast á gömlum fordómum Dagana 25.—29. nóvember sl. var haldiö i Havana 2. þing kúb- önsku kvennasamtakanna (FMC). Þingið sóttu rúmlega 2000 konur, þaraf 1916 fulltrúar FMC úr öllum héruðum Kúbu, og full- trúar 55 kvennasamtaka i ýmsum löndum. Heiöursgestir þingsins voru m.a. Angela Davis, Valent- ina geimfari Tereskova, Horten- sia Bussi, ekkja Allende Chilefor- seta og Fanny Edelman, aöalrit- ari Alþjóðasambands iýöræöis- sinnaöra kvenna. Lögboðin þátttaka eiginmanna i hús- verkum Konur á Kúbu ganga nú I hin margvisiegustu störf, einnig þau, sem áöur voru talin „karlmannsverk Löngu áður en þingið hófst voru allir fjölmiðlar önnum kafnir við að undirbúa landslýðinn, og það gat ekki farið framhjá neinum að þetta yrði meiriháttar viðburður. Kvikmyndir voru gerðar um kon- ur og hlutverk þeirra i þjóðfélag- inu, sérstakur ballett var saminn og æfður, áróðursspjöld voru sett upp við fjölfarnar götur, i blöðum og timaritum birtust viðtöl við karlmenn úr ýmsum starfsgrein- um, sem fullyrtu að konur væru þeim ekki siðri, o.s.frv. Allur þessi áróður var mjög i tengslum við umræöur um nýja fjölskyldu- löggjöf, þar sem skýrt er tekið fram að konur skuli njóta fulls jafnréttis, og m.a.s. gengið svo langt að lögbjóða þátttöku eigin- manna i húsverkum. Það má þvi segja að kúbanir hafi byrjað sitt kvennaár fyrr en aðrar þjóðir. Ég efast um að nokkur rikisstjórn hafi sýnt vandamálum kvenna jafnmikla athygli og sú kúbanska gerir um þessar mundir. Dagana sem þingið stóð yfir voru dagbiöð, sjónvarp og hljóðvarp bókstaf- lega undirlögð undir fréttir það- an. Fidel Castro tók persónulega þátt i þinginu. Hann mætti þar á hverjum degi til að hlusta á ræður fulltrúa, tala við þá, og við þing- slit hélt hann 2 1/2 klukkutima lokaræðu. Og hann var ekki eini fulltrúi rikisstjórnarinnar sem á- varpaði þingið; ráðherrar og mið- stjórnarmeðlimir gerðu slikt hið sama og fjölluðu um hin fjöl- breyttustu efni, sem öll voru tengd hagsmunum og áhugamál- um kvenna. Umræðuefni þingsins vörðuðu flest starf FMC i sambandi við á- kveðna hópa kvenna: sveitakon- ur, verkakonur, húsmæður, ung- ar konur, o.s.frv. Einnig tók þing- ið fyrir málefni tengd barnaupp- eldi, skólamálum og hlutverki fjölskyldunnar i sósialisku þjóð- félagi. Ein starfsnefndin fjallaði um alþjóðlega samstöðu, önnur um lög og reglur FMC. En rauði þráðurinn i öllum þessum um- ræðum, bæði i einstökum nefnd- um og á þinginu i heild, voru jafn- réttismálin. Rætt var fram og aft- ur um rétt kvenna til starfs og mennta, og um það sem gera þyrfti til þess að konur gætu notið þessa réttar, um skyldur karl- manna og þjóðfélagsins i heild til að létta heimilisstörfin og gera konum auðveldara að helga sig á- hugamálum sinum. Helmingur aðeins með barnaskólamenntun Konurnar sem sóttu þingið i Havana voru dæmigerðir fulltrú- ar kúbanskra kvenna, enda kjörnar lýðræðislegri kosningu til fararinnar, hver i sinu heimahér- aði. U.þ.b. helmingur þeirra hafði aðeins barnaskólamenntun, og einungis 92 fulltrúar höfðu há- skólamenntun. Ein kúbönsk vin- kona min (háskólagengin) hafði allt á hornum sér af þessu tilefni, og sagði að menntaðar konur væru viðsýnni og róttækari en ó- menntaðar, og þessvegna hefðu þær átt að vera i meirihluta. En ég var ekki á sama máli. Að minu áliti er lýðræðislegt val fulltrúa trygging fyrir þvi að ályktanir þingsins nái til alls almennings, og að þær séu i samræmi við þann daglega veruleika sem kúbansk- ar konur búa við. Þegar á allt er litið eru meðlimir FMC h.u.b. tvær miljónir talsins (af 9 miljón ibúum Kúbu) og af þeim hefur mikill minnihluti æðri menntun, enn sem komið er. Satt er það að visu, að stundum saknar maður róttækra tillagna, finnst ekki nógu langt gengið. En hafa ber i huga að hér er miðað við ástandið einsog það er i dag, og gerðar til- lögur til að bæta úr þvi. Og það sem mest er um vert er að það

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.