Þjóðviljinn - 19.01.1975, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 19.01.1975, Blaðsíða 6
6 StÐA — ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 19. janúar 1975. ________________________SVAVAR GESTSSON: Sósíalísk úrræði á dagskrá Visitala er mælikvarði, notaður til þess að sýna breytingar til- tekinna þátta frá degi til dags. Vlsitala framfærslukostnaðar er gerð samkvæmt könnun á neyslu almennings á hinum ýmsu vöru- tegundum og notkun þjónustu hvers konar. Visitala framfærslu- kostnaðar er „breið” visitala, hún nær til nær allra neyslu- þáttanna. Hún er einnig umdeild. einkum hvort rétt sé að greiða hækkanir sem verða kunna á henni fjórum sinnum á ári hlut- fallslega, þannig að þeir sem hafi hæstu launin fái flestar krónurnar I visitölubætur. Með „vfsitölufjölskylda” er átt við eins konar meðalfjölskyldu, venjulega reykviska neyslufjöl- skyldu. Þessi fjölskylda er fjög- urra manna. Þegar vara hækkar áætlar Hagstofa Islands eftir föstum reglum hvaða áhrif einstök hækkun hefur á fram- færsluvisitöluna til hækkunar eða lækkunar. Þegar hægristjórnin tók við i sumar var visitala fram- færslukostnaðar talin vera 296,8 stig. Nú er hún talin vera um 360 stig, hækkunin er 21% frá þvi að hægristjórnin tók við. En hvað sem liður reglum um vísitöluna, útreikningi hennar og fullyrðingum stjórnmálamanna á vixl liggur sú meginstaðreynd fyrir — sem allur almenningur skilur af eigin raun — að kaup- máttur launa hefur dregist saman. Með kaupmáttur er átt við það vörumagn sem unnt er að kaupa fyrir greiðslu sem verka- maður fær fyrir að selja vinnuafl sitt i tiltekinn tima. Þegar vinstri stjórnin sat við völd batnaði kaupmáttur launa mjög verulega. Um það eru til tölur, en það vita menn einnig best með þvi að lita á eiginn hag siðustu árin i samanburði við það sem tiðkaðist á atvinnuleysis- og landflótta- árum viðreisnarflokkanna — og með samanburði við það sem nú er. En við minntumst á vísitölu. Það gerðum við vegna þess að unnt er með þvi að nota einingar visitölunnar til viðmiðunar að sýna fram á það i beinhörðum tölum hvernig kaupmáttur launanna hefur skerst; aðeins með þvi að athuga fáeinar algengar vörutegundir. Algengustu neysluvörur almennings eru landbúnaðar- vörurnar. Þær hafa hækkað mjög verulega á siðustu mánuðum. Við tökum til athugunar verðlag á mjólk, smjöri, kartöflum og súpukjöti. Þá tökum viö til athugunar verðlag á nokkrum innfluttum vörutegundum: Sykri, sem hefur hækkað mest allra vara, kaffi, þar sem nokkur hækkun hefur átt sér stað siðustu mánuði og epli, sem hafa hækkað mjög litið. Siðan tökum við til athugunar verðlag á þjónustu opinbers aðila; athugum simann, rafmagnið og hitaveituna i Reykjavik. Og tökum loks bensinið til þess að komast i örlitla beina snertingu við það sem sagt er upphaf allra hörm- unganna: Oliuhækkanirnar. Fjórar tegundir landbúnaðarvara 1 sumar þegar hægristjórnin tók viö kostaði eitt kiló af súpu- kjöti 207,- kr., eitt kiló af kar- töflum 15,80, eitt kiló af smjöri 200,-, og einn liter mjólkur i fernu 20,80. Þegar hægristjórnin kom i valdastólana var kaup eftir 5ta taxta Dagsbrúnar eftir eins árs vinnu 207,60 á timann. Nú er kaup eftir sama taxta með „láglauna- bótum” og kauphækkun 3% 1. desember alls kr. 234,10 á timann. t ágúst dugði timakaupiö til þess að kaupa eitt kiló afsúpukjöti, eða 11,25 litra af mjólk eða eitt kiló af smjöri eða 13 kfló af kartöflum. Nú dugar sama timakaup til að kaupa 0,7 kiló af súpukjöti, eða 7,1 litra af mjolk eða 0,5 kg af smjöri eða 5,6 kg af kartöflum. Þetta má lika orða þannig að i ágúst hafi verkamaðurinn verið klukku- stund að vinna fyrir smjörkilóinu; nú er hann tvær klukkustundir að vinna fyrir sama vörumagni o.s.frv. Nú kostar kilóið af súpukjötinu nefnilega 329,-, liter mjólkur i fernu 33 kr„ smjörkilóið 463 og kiló af kartöflum 41,80. Samkvæmt visitölu fram- færslukostnaðar er gert ráð fyrir aöfjögurra manna fjölskylda noti 30 kg af súpukjöti á ári. Þetta kjötmagn kostaði samkvæmt verðlaginu i ágúst 6.210,-, en kostar nú 13.890,-. Hækkun þessarar vöru er 7.680,-. 1 vfsitölugrundvellinum er gert ráð fyrir að visitölufjölskyldan noti 940 litra mjólkur á ári. Samkvæmt verðlaginu 1. ágúst kostaði ársforði þessarar vöru- tegúndar 19.552,- kr., — en sama magn kostar nú 31.020,-. Hækkunin á því mjólkurmagni, sem talið er að meðalfjölskyldan noti á ári, er i krónum talin 11.468,- A sama hátt gerir visitálan ráö fyrirað meðalfjölskyldan neyti 50 kflóa af kartöflum á ári. Þetta magn kostaði 790 kr. á verðlaginu i ágúst, en kostar nú 2.090,-. Hækkun 1.300.-. 1 visitölunni er gert ráð fyrir að meðalfjöl- skyldan noti 22,72 kg. af smjöri á ári. Þetta vfsitölusmjör kostaði fjölskylduna 4.574 kr. á ári miðað við verðlagið I ágúst. Miðað við verðlagið i dag kostar ársforðinn 10.519,36. Hækkun 5.945,- kr. Á móti þessum útreikningum getur rikisstjórnin og málgögn hennar sagt að niðurgreiðslur hafi verið mjög háar þegar hún tók við. Það er rétt, — en megin- atriðið er þó að þessar hækkanir hafa ekki verið bættar i hærra kaupi nema að brotabroti. Þaö er sá útreikningur, sem alþýðu- heimilin spyrja um. Eplin , sykurinn, kaffið t visitölunni er gert ráð fyrir að fjölskyldan noti 50 kiló af eplum á ári, 70,9 kiló af sykri og 26 kfló af kaffi. 50 kg epla kostuðu á verðlagi ágústmánaðar 7.850 kr. en kosta á verðlagi dagsins i dag 8.750,-, hafa hækkað um 900 kr. Arsforði visitölufjölskyldunnar af strásykri kostaði 9.500 kr. á verð- lagi ágústmánaðar — kostar nú 19.497.50. Hækkunin ein nemur 9.997.50. Kaffið ofan f visitölufjöl- skylduna kostaði um stjórnar- skipti 9.724,- kostar hins vegar á verðlagi dagsins I dag 12.532,-. Hækkunin á blessuðu kaffinu: 2.808,-. Þessar vörur skulum við einnig taka til athugunar miðað við kaup verkamanns sem i eitt ár hefur unniö eftir 5ta taxta Dagsbrúnar. A einni klukkustund vann hann I sumar fyrir 1,5 kilóum af strásykri á tlmann eða fyrir 1,3 kilóum af eplum eða 0,6 kg af kaffi. Nú vinnur hann á klukkustund fyrir 0,8 kg af strásykri, 1,3 kg af eplum og 0,5 kg af kaffi. Samkvæmt framf ærsluvisi- tölunni ergert ráð fyrir að meðal- fjölskyldan borði hvorki meira né minna en 110,65 franskbrauð á áFÍ, — 500 gramma brauð. Þetta þykja náttúrulækningamönnum vafalaust mikil tiðindi og ill. öll þessi brauð kostuðu miðað við verðlagið i ágúst 5.311,20 kr., en sama magn kostar nú 6.639,00 kr. Hækkunin nemur 1.327.80. Átta vörutegundir Við höfum nú skoðað átta vörutegundir og verðbreytingar á þeim. Við höfum til þess að vera sanngirnin uppmáluð eins og venjulega tekið vörutegundir sem hafa hækkað mjög lftið — epli og franskbrauð — vörutegundir sem hafa hækkað I meðallagi — kaffi — og svo innlendar landbúnaðar- vörutegundir. Miðað við það verðlag sem var I gildi I ágúst- mánuöi kostaöi ársforöi þessara vörutegunda alls 65.511,20 kr. Sama vörumagn kostar nú 104.937.86 kr. Hækkunin á þessum vörutegundum einum er 41.426.66 kr. Miðað viö verðlagið og tlma- kaupið i ágúst var verkamaður á 5ta taxta verkamannalauna um 316 klst. að vinna fyrir neyslu sinni af áðurnefndum átta vöru- flokkum. Samkvæmt verðlagi og kaupi I dag er sami verkamaður um 448 klukkustundir að vinna fyrir þessu vörumagni; 132 klukkustundum lengur e'n I sumar. Nú á vinnuvikan að vera 40 stundir, verkamaðurinn er 16 dögum og fjórum klukkustundum lengur aö vinna fyrir sama vöru- magni: sem sagt nokkuö á fjórðu viku. Kaupiðhans hefur frá 1. ágúst hækkað um 12,87%, en ársmagn ofantalinna vörutegunda handa fjölskyldu hans hefur hækkað I verði um 63,24%. Nú er kaup hans 234,10 á klukkustund, en þyrfti aö vera 338,80 kr. á klukkustund ef þaö ætti að hatda sama kaup- mætti gagnvart áðurgreindum vöruflokkum. Að sjálfsögðu skal tekið fram að þar er aðeins um injög takmarkaðan vöruflokk að ræða, sem engu að siður segir mikla sögu um ástand verðlags- ■nála og kaupgjalds undir liægri-. stjórn. Hækkanir ríkisstjórnarinnar Gagnstætt þvi sem var á valda- tima vinstristjórnarinnar er nú minnihluti hækkananna af erlendum toga spunninn. Þær hækkanir sem hafa átt sér stað frá þvi að núverandi rikisstjórn tók við völdum eru flestar á ábyrgð rikisstjórnarinnar, Visitala framfærslukostnaðar var 296,8 stig 1. ágúst sl. Nú er talið að þessi sama visitala sé um 360 stig. Gerum þvi ráð fvrir þvi að hækkunin sé 63,2 stig. Það gerir liðlega 21%. Þessi hækkun f-visitölu skiptisti meginatriðum þannig eftir verðhækkunar- tilefnum: Landbúnaðarvörur 19,8 stig, þar af 4 stig vegna minni niðurgreiðslna. Tóbak og áfengi 1,9 stig Póstur og slmi 2,3 stig. Rafmagn, hitaveita, strætis- vagnar 6,5 stig Bensin 3,7 stig. Hér er um að ræða samtals 34,2 stig eða riflega helming þeirrar hækkunar, sem orðið hefur á framfærsluvisitölunni frá 1. ágúst. Ber að geta þess að inni i þessum hækkunum, sem nefndar hafa verið, eru að sjálfsögðu einhver erlend verðhækkunartil- efni — en það hefur heldur ekki allt verið nefnt, sem rikisstjórnin ber ábyrgð á til hækkana á öllu verðlagi. Skal þar fyrst framtalin gengislækkunin sem llklega hefur I för með sér um 18 stiga hækkun f -visitölunnar og söluskatts- hækkunin um 2 prósentustig, sem hefur í för með sér um 2,5 stiga hækkun f-visitölunnar. Hefur þvi verið sýnt fram á að ekki minna en 50 stig af þeim liölega 60 sem orðið hafa I hækkun f-visitölunnar skrifast einhliða á reikning rikis- stjórnarinnar — hægristjórnar- innar. Samkvæmt visitölu fram- færslukostnaðar þarf visitölufjöl- skyldan, sem við töluðum um i upphafi, 870-880 þúsund króna árstekjur fyrir utan húsnæðis- kostnað. 1. ágúst þurfti sama fjölskylda 710-720 þúsund króna árstekjur til þess að greiða neyslu sina samkvæmt visitölunni. Hækkunin er 170 þúsund krónur á ári, sem visitölufjölskyldan þarl meira nú fyrir ársforða sinum en skv. verðlaginu 1. ágúst. Lægstu laun hafa hækkað — á ársgrund- velli —um 53.600 kr., en 80.000 kr. mánaðarlaun hafa hækkað miðað við heilt ár um 16.800 kr. 170 þús. kr. á ári greiðir visi- tölufjölskyldan — og þær eru taldar i tugum þúsunda — I gjald fyrir kosningasigur ihaldsins sl. vor. Sósíalísk úrræði Enda þótt það sé að sjálfsögðu viðurkennt að aðsteðjandi erlendur vandi er gifurlegur, ber að hafa i huga jafnframt fyrst og fremst hvernig er unnt að mæta þessum vanda án þess að koma viö hag þess fólks, sem hefur aðeins af almennum launatekjum að lifa. Lausnin á þeim vanda er vissulega engin önnur en sósialisk úrræði — en verkalýðssamtökin og forusta þeirra mega heldur ekki skirrast við að krefjast þeirra áður en þau samþykkja skerðingu á kaupmætti launa þess fólks sem þarf að lifa af almennum verkalaunum. Til þessa hefur rikis. tjórn Islands hins vegar l^itast við að velta öllum vandanum yfir á launafólk og hún hefur raunar gert meira og gengið lengra: Hún hefur tekið meira af launafólki, miklu meira, en hinum aðsteðj- andi vanda nemur. Rikisstjórn hægriflokkanna notar sér bein- linis verðbólguna og erlendu kreppuna i krafti fjölmiðla- aðstöðu og stéttaraðstöðu sinnar til þess að skerða hag launafólks og til þess að færa fjármagn frá launafólkinu til auðstéttanna og milliliðanna. Kakan minnkar er sagt, en skerðing margfrægrar köku er öll látin bitna á almenn- ingi. Þaðsýna dæmin hér á undan — það er öllum kunnugt. Hvaö á að gera? Þegar batnandi viðskiptakjör hafa i bili hætt að færa þjóðar- búinu stórbætta afkomu ber að gera marghliða ráðstafanir. Þjóðviljinn telur að þær ráðstaf- anir sem beinlinis er frumskylda að efna til séu eftirfarandi: 1. Gera berýtarlega úttekt á öllu þjóðarbúinu, þar með talin eigna- og skuldakönnun. Verka- lýðshréyfingin og stjórnarand- staðan verða að hafa hönd i bagga með þessari könnun. Hún ætti ekki að taka nema fáeinar vikur. 2. Þegar niðurstöður hennar lægju fyrir ber að taka ákvörðun um þaö hvernig unnt er að koma I veg fyrir þá sóun sem á sér stað I þjóðfélaginu og vitað er um, og könnun myndi leiöa í Ijós. Jafnframt er nauðsynlegt að bæta r eks tr ar hagk v æ mn i atvinnufyrirtækja, draga ber úr rekstrarkostnaöi i versluninni innanlands, bæði smásölu- verslun og heildverslun. t grein sem birtist I blaðinu fyrir áramót um verslunina var sýnt fram á hve gifurlegt fjármagn — miljörðum saman — verslunin tekur til sin. Sérstak- lega ber að taka innflutnings- verslunina og skipulag hennar til athugunar. 3. Gera verður ráðstafanir til þe ss að efla enn islenska atvinnuvcgi og þá sérstaklega iðnað innlendra hráefna land- búnaðar og sjávarútvegs, og að gæta þess við fjárfestingu að fylgt sé ítrustu hagkvæmni. Vissulega er Þjóðviljanum ljóst að slikar ráðstafanir myndu mæta mótspyrnu af hálfu hægri- aflanna og fjármagnsaðila i þjóð- félaginu. En að sjálfsögðu mun verkalýöshreyfingin og forusta hennar engu að siður halda fram slikum kröfum. Neiti rikisstjórn auöstéttanna að verða við þeim, er sjálfsagt að bjóða henni aflausn; launafólk getur mætavel stjórnaö þjóðfélaginu i sina þágu. t sumar þegar hægri stjórnin tók við, kostaöi einn liter mjólkur I fernu kr. 20.80. Nú kostar sama magn kr. 33.00.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.