Þjóðviljinn - 19.01.1975, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 19.01.1975, Blaðsíða 4
4 SÍÐA — ÞJ6ÐVILJINN Sunnudagur 19. janúar 1975. MÚÐVIUINN MÁLGAGN SÓSÍALISMA VERKALÝÐSHREYFINGAR OG ÞJÓÐFRELSIS Ctgefandi: Ctgáfufélag Þjúðviljans Fréttastjóri: Einar Karl Haraldsson Framkvæmdastjóri: Eiður Bergmann Ritstjórn, afgreiðsla, auglýsingar: Ritstjórar: Kjartan Ölafsson, Skólavörðust. 19. Simi 17500 (5 linur) Svavar Gestsson Prentun: Blaðaprent h.f. Á JÁKVÆÐAN HÁTT Þegar oliukreppan hófst haustið 1973 og oliuafurðir margfölduðust i verði, urðu viðbrögð vinstristjórnarinnar þau að láta kanna hvernig islendingar gætu með sem skjótustum hætti nýtt innlenda orkugjafa i stað oliu til húshitunar og annarra þarfa. Verkfræðiskrifstofu Sigurðar Thor- oddsens var falið að vinna það verk i sam- starfi við ýmsa opinbera aðila, og jafn- framt var Seðlabankanum falið að semja fjármögnunaráætlun um þessar fram- kvæmdir. Áfangaskýrsla frá þessum aðilum var lögð fyrir þing fyrir tæpu ári, og sannaði hún að hér var um að ræða framkvæmdir sem væru þjóðhagslega mjög hagkvæmar; þær jafngiltu umfangs- mikilli útflutningsframleiðslu og stuðluðu jafnframt mjög að auknu efnahagslegu sjálfstæði þjóðarbúsins og öryggi þegnanna. Skýrslan bar með sér að unnt væri að ljúka hitaveituframkvæmdum á árinu 1976 og tryggja landsmönnum öllum næga raforku til húshitunar og annarra þarfa i lok þessa áratugs. Skýrslu þessari fylgdi vinstristjórnin eftir með þingsályktunartillögu, þar sem ákveðið var að gera endanlega og bindandi áætlun - EÐA NEIKVÆÐAN um þessar framkvæmdir og árlega áfanga að þvi er varðar verkþætti og f jármögnun. Var ráðgert að þessar framkvæmdir skýldu hafa algeran forgang á sviði orkumála við útvegun fjármagns og ráðstöfun á vinnuafli. Þingsályktunartil- laga þessi var ekki afgreidd á þingi vorið 1974, en vinstristjórnin hélt áfram að vinna að framkvæmd hennar. Þegar núverandi rikisstjórn var mynduð urðu alger umskipti á þessu sviði. Gunnar Thoroddsen iðnaðarráð- herra lét stöðva áætlunargerðina og hefur ekkert verið að henni unnið undanfarna fimm mánuði. Á þinginu i haust var meira að segja reynt að koma i veg fyrir að tillögu þingmanna Alþýðubandalagsins um framhald þessa verks yrði visað til nefndar með fáranlegu málþófi. Framkvæmdir við stofnlinu milli Suður- lands og Norðurlands sem áttu að hefjast um miðjan september i haust voru stöðvaðar, en þeirri linu er ætlað að tryggja það að öll orka Sigölduvirkjunar geti nýst til húshitunar þegar er sú stór- virkjun tekur til starfa á næsta ári. Nauðsynlegar fjárveitingar til Rafmagns- veitna rikisins voru skornar stórlega niður á fjárlögum þessa árs. Tillaga Alþýðu- bandalagsins um heimild til allt að 1000 miljóna króna lántöku innan lands og utan til þess að leggja stofnlinur og styrkja dreifikerfi var felld af öllum þingmönnum Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks, en þær framkvæmdir eru forsenda þess að unnt sé að nýta raforku til húshitunar i stað oliu, þar sem ekki er kostur á heitu vatni. A þetta er minnt vegna þess að Morgun- blaðið hefur undanfarna daga klifað á þvi hvert áfall oliuverðhækkanirnar hafi orðið þjóðarbúinu. Við slikum áföllum er unnt að bregðast með tvennu móti. Á jákvæðan hátt eins og vinstristjórnin lagði áherslu á; með þvi að hraða nýtingu orkulinda okkar og snúa áföllunum þannig til góðs á stuttu árabili. Eða á neikvæðan hátt eins og ihaldsstjórnin gerir; með þvi að hagnýta slik áföll sem rökdsemd fyrir nauðsyn þess að skerða kjör láglauna- fólks, aldraðs fólks og öryrkja, hækka verðlag en binda tekjur. Sjálfstæðis- flokkurinn hefur aðeins áhuga á siðari viðbrögðunum, og Framsóknarflokkurinn eltir, á sama hátt og hann elti stefnu Alþýðubandalagsins i fyrri rikisstjórn. —m. Hin dapurlega saga af syni Gauguins Paul Gauguin er einna frægastur þeirra manna, sem taldir eru höfundar nútímalistar. Hann flúði á sínum tíma borgaralegt starf og f jölskyldu og nam ekki staðar fyrr en á Kyrrahafi, á Tahiti. Þang- að kom hann árið 1891 og lést þar tólf árum síðar. Á Tahititímanum málaði hann mörg þeirra verka sem frægust hafa orðið. En hvað varð eftir af Gauguin á Tahiti? Skammt frá borginni Papetee er glæsilegt safn sem honum er helgað og ætlað til að laða að túrista. En engin frum- mynd eftir meistarann hefur varðveist á Suðurhafseyjum. Snilldarverk hans þaðan eru dreifð um allan heim — fyrir duttlunga örlaganna eru sum þeirra bestu á Eremitage-safninu i Leningrad. Emile Gauguin meö barnabarni sfnu En Paul Gauguin átti reyndar fjögurra ára gamlan son þegar hann lést, Emile. Það var ekki fyrr en um 1950 að menn uppgötvuðu að hann var til — bandariskur hótelstjóri fann hann á bisanum i Papetee og datt i hug, að kannski væri hægt að koma þessu fræga nafni i pen- inga. Hann útvegaði Emile liti og pensla og bjóst við þvi að likind- um að eitthvað yrði til sem tiðind- um mætti sæta I myndheimi. En það kom fyrir ekki. Arið 1963 gerði franskur kvenmaður aðra tilraun til að koma frægu nafni i verð. Hún sendi Emile til Chicago og lét hann búa i átján mánuði þar meðal listamanna. Þeir reyndu að kenna mér að mála, sagði Emile. En það þýddi ekkert. Ég get ekki málað. Og ég fór aftur heim til Tahiti. Og aftur selur Emile Gauguin fiskagildrur og snikir sér fyrir rauðvinspotti. Og það sem verra er: nú hlæja allir eyjaskeggjar að þessum aumingja manni, sem var svo óheppinn að bera frægt nafn. Tré sem veður- spámenn Breytingar á veðurfari viröast ganga I sérkennilegum bylgjum frá vestri til austurs og austri til vesturs I samræmi viö breytingar á aödráttarafli i umhvcrfi jaröar. Þetta samhengi hefur komið i ljós við rannsóknir á vegum skóg- ræktardeildar Timirjazéf- akademiu landbúnaðarins i Moskvu. Þar voru árhringir i trjám mældir, en þeir eru mis- gildir eftir veðurfari eins og kunnugt er. Ekki aðeins voru mældir hringir i núlifandi trjám, heldur einnig grafnir upp trjábol- ir sem höfðu varðveist vel vegna þess að ekki hafði loft komist aö þeim. Dregin voru upp kort sem sýndu breytingar á trjávexti i meira en þúsund ár. Þessar breytingar voru svo bornar sam- an við geimvisindaupplýsingar, veðurfræðiathuganir o.fl. Það kom sem sagt i ljós, að stærö ár- hringja er tengd breytingum á aðdráttarafli i sólkerfinu, en þær eru mjög háttbundnar. Menn gera sér vonir um að á þessum grundvelli sé unnt að gera veður- spá fyrir öll Sovétrikin til 25 ára. (Apn) Arhringirnir geyma upplýsingar um veöurfarog vfsbendingar um framtföina.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.