Þjóðviljinn - 02.02.1975, Qupperneq 4
4 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Laugardagur 1. febrúar 1975.
DJÚÐVIIJINN
MÁLGAGN SÓSÍALISMA
VERKALÝÐSHREYFINGAR
OG ÞJÓÐFRELSIS
tJtgefandi: Otgáfufélag Þjóðviljans Umsjón með sunnudagsblaði:
Framkvæmdastjóri: Eiður Bergmann Vilborg Harðardóttir
Ritstjórar: Kjartan Ólafsson, Ritstjórn, afgreiðsla, auglýsingar:
Svavar Gestsson Skólavörðust. 19. Sími 17500 (5 linur)
Fréttastjóri: Einar Karl Haraldsson Prentun: Biaðaprent h.f.
„FULLKOMLEGA ÁBYRGÐARLAUSIR
PÓLITÍSKIR ÆVINTÝRAMENN
Þegar Geir Hallgrimsson forsætisráð-
herra flutti stefnuræðu ihaldsstjórnar-
innar 5. nóv. s.l. birti hann ýmsar tölur um
væntanlega þróun efnahagsmála, jafnvel
allt til ársloka 1975, eftir að rikisstjórnin
var búin að framkvæma stórfellda gengis-
lækkun, lögfesta kaupbindingu og aðrar
hliðstæðar ráðstafanir. M.a. sagði for-
sætisráðherra að rikisstjórnin og sérfræð-
ingar hennar sæju fyrir að viðskiptahall-
innyrði 12.500 miljónir króna á árinu 1974.
Nú blasir veruleikinn við og þessi
viðskiptahalli varð ekki 12.500 miljónir
króna, eins og Geir sagðist sjá fyrir,
heldur 15.300 miljónir króna. Gjaldeyris-
sóunin varð þannig 2.800 miljónir króna
umfram spádóma á aðeins tveimur
mánuðum — en það jafngildir nær 17.000
miljónum króna á ári. Hvers vegna
stóðust spádómar rikisstjórnarinnar og
efnahagssérfræðinga hennar ekki; hvað
gerðist á þessum tveimur mánuðum? Það
gerðist að kaupsýslumenn og braskarar
óðu i gjaldeyrissjóði þjóðarinnar og
hrúguðu inn i landið vörum eins og
farskipafloti og flugvélar önnuðu og langt
umfram það sem vöruskemmur rúmuðu.
Um áramótin stóðum við uppi með 2.000'
bifreiðar umfram eftirspurn, og hafði þó
sannarlega ekki skort eftirspurnir eftir
bifreiðum á árinu. Hrannað hafði verið
upp birgðum af öllum þeim vörum, sem
braskararnir töldu sig geta grætt á,
margra mánaða birgðum, jafnvel árs-
birgðum. Allt minnti þetta hátterni á frá
sagnir Halldórs Laxness i Atómstöðinni
af Faktúrufölsunarfélaginu og Bftar
heildsala sem kom undir sig fótunum með
þvi að flytja inn tvö hundruð þúsund nagl-
bita.
Þannig sólunduðu skjólstæðingar og
stéttarbræður Geirs Hallgrimssonar
nærri þremur miljörðum króna á tæpum
tveimur mánuðum umfram svartsýnustu
spádóma. Og þegar Ólafur Jóhannesson
viðskiptaráðherra gerði grein fyrir
þessari alvarlegu þróun fyrr i þessum
mánuði og hvatti til ábyrgðartilfinningar,
urðu viðbrögð kaupsýslumannanna þau að
þeir fylltu bankana næsta dag til þess að
hirða siðustu innansleikjurnar úr gjald-
eyrispottinum, enda er hann nú jafn
fágaður að innan og ef langsoltnir kettir
hefðu verið að verki. Og nú eru hafnar
gjaldeyrishömiur gagnvart almenningi,
m.a. hætt að afgreiða áhafnagjaldeyri sjó-
manna á farskipum.
Fyrir tæpu ári stóðu Framsóknar-
flokkurinn og Alþýðubandalagið sam-
eiginlega að frumvarpi um viðnám gegn
verðbólgu, og ef það hefði verið samþykkt
væri nú öðruvisi ástatt i efnahagsmálum
þjóðarinnar. Sjálfstæðisflokkurinn,
AJþýðuflokkurinn og meirihluti Samtak-
anna neituðu hins vegar að fjalla um til-
lögurnar og komu i veg fyrir að gripið yrði
til óhjákvæmilegra aðgerða i tima. 1
forustugrein á æskulýðssiðu Timans i
fyrradag með fyrirsögninni „Loddara-
skapur ihaldsins” er sagt að þá hafi
forustumenn Sjálfstæðisflokksins sannað
að þeir séu „fullkomlega ábyrgðarlausir
pólitiskir ævintýramenn” og i þeim hópi
sé Geir Hallgrimsson verstur. Þetta er
harður dómur um forustumenn Sjálf-
stæðisflokksins, en undir hann mun allur
þorrinn af kjósendum Framsóknar taka.
En þessi þungi áfellisdómur hittir ekki
siður þingmenn og ráðherra Framsóknar-
flokksins eftir að þeir hafa nú i fimm
mánuði lotið forsjá ihaldsins og bera sina
ábyrgð á stefnuleysi, sukki, braski og
galtómum gjaldeyrissjóðum. Stefna
ihaldsins er sú að ekki megi hrófla við
hagsmunum forréttindastéttanna, heldur
beri að leysa allan vanda með þvi að
skerða kjör láglaunafólks, aldraðs fólks
og öryrkja. Haldi forustumenn
Framsóknar áfram að elta ihaldið út á þá
braut, i stað þeirrar félagslegu stefnu sem
samstaða tókst um við Alþýðubandalagið i
vinstristjórninni, munu þeir uppskera
þyngri dóma en jafnvel þau hörðu orð sem
birtust i æskulýðssiðu Timans i fyrradag.
—m.
,Viljið þið ekki berja aftur?”
„Viö sátum heima i rólegheit-
um, viö sem bjuggum þarna og fá
önnur, en eftir aö lokaö var i
Klúbbnum fóru aö koma hingaö
gestir, fullmargir, fannst okkur.
En það var enginn feiknahávaði,
þvi aö það er hérna ekki einu sinni
útvarp eöa plötuspilari, og þaö
var ekki sungiö, bara talað sam-
an. En okkur fannst samt orðiö
nokkuð fjölmennt á bænum og
meöal annars var þarna fólk, sem
viö ekki þekktum, og viö fórum aö
biöja menn aö fara. En þá vitum
viö ekki fyrr en þrir lögreglu-
menn eru komnir inn til okkar.
Þeir segja: „Krakkar mlnir,
komiö ykkur út héöan,” ósköp
kurteisir en ákveönir. Þeir
kvöddu ekki dyra, gengu bara
beint inn. Við spuröum um heim-
ild til að fara inn, en fengum ekki
svar. Strákurinn sem býr hérna
kraföist þess þá að þeir gæfu upp
nöfn á sér og númer, og þegar þvi
vai ekki svaraö heldur baö hann
þá aö fara út. Þeir virtust espast
upp viö þessar spurningar hans
og tilmæli, og svo tóku þeir hann
og hentu honum út f garö.”
Þannig sagðist frá nokkruin
ungmennum, sem uröu fyrir
heimsókn lögreglunnar á laugar-
dagsnóttina fyrir viku og segja
slnar farir ekki sléttar af viö-
skiptunuin viö hana. Hér er um aö
ræða ibúð i húsi I miðborginni
austanverðri, nánar tiltekið á
neðri hæð. Þar búa þrjár mann-
eskjur um tvitugt og þar undir,
piltur og tvær stúlkur.
Lögreglan ofan á
Fréttainaður hafði tal af ann-
arri stúlkunni og þremur öðrum,
sem stödd voru i íbúðinni þessa
nótt. Þau fullyrtu að þau hefðu
ekki sýnt lögreglumönnunum
neinn fjandskap fyrr en þeir
hentu einum húsráöenda út, en
við þann atburö hafði mörgum
viöstöddum farið að hitna I
hamsi. „Ég fór út á eftir þeim til
að tala við þá, reyna að sansa
þá,” sagði stúlkan, en þá hand-
járnuðu þeir mig uinsvifalaust og
settu mig inn i bil. Og alla leiðina
inn á lögreglustöð var ég látin
liggja á bakinu á bilgólfinu með
handjárnin undir mér, en ég hafði
verið handjárnuö með hendurnar
fyrir aftan bak. Og alla leiðina lá
einn lögregluþjónninn ofan á mér
og hélt mér kverkataki, svo að lá
við kyrkingu.”
Að sögn unga fólksins gaf lög-
reglan enga skýringu á heimsókn
sinni nema þá aö Birgir Isleifur
Gunnarsson, borgarstjóri
Reykjavikur, sem mun eiga
þarna heima nokkrum götum
fjær, hefði hringt I lögregluna og
kvartað yfir hávaða. Hinsvegar
töldu viðmælendur fréttamanns
liklegt að stúlkur, sem búa i hús-
inu á efri hæð, hefðu hringt og
kvartað, og kváðust raunar hafa
orð þeirra fyrir þvi. tbúar neðri
hæðarinnar telja hinsvegar frá-
leitt að háreystin hefði verið mjög
mikil og tóku til dæmis um þaö að
roskinn maður, sem býr i ibúð við
hliðina, hefði ekki orðið var via
neitt.
Óvinnufær
eftir kylfuhögg
Aö sögn komu fyrst á vettvang
þrir lögregluþjónar, en siðan þrir
lögreglubilar með tilheyrandi
liðsafla. Húsbúar segja að meðal
annarra hafi verið þarna lög-
regluþjónar með númerunum 132
og 110. Húsbúar hafa þaö eftir
lögreglunni að tuttugu manns hafi
verið handteknir við þetta tæki-
færi, einhverjuin virðist hafa ver-
ið sleppt fljótlega en ein tiu voru
lokuð inni i klefa á lögreglustöð.
Eiginlegur fangaklefi virðist það
þó ekki hafa verið, þvi að hurðin
fyrirhonum var heldur léleg. Þau
sem inni voru lokuð börðu i hurö-
ina, kölluðu og kröfðust skýringa
á handtökunni, en fengu ekki
svör. Héldu þau barsiniðinni
Ungt fólk segir
af skiptum
sínum við
lögregluna —
„.... virðist
ekki hafa verið
vanþörf á,”
segir yfir
lögregluþjónn
áfram skainma hrið áður hurðin
lét undan.
„Nokkrir lögregluþjónar höfðu
þá raðað sér fyrir dyrnar með
kylfur og tóku að berja á okkur
með þeim. Einn strákurinn sagði
sem svo, þegar hann fékk kylfu-
: „Viljið þið ekki berja aft-
Einn lögregluþjónninn lét
ekki segja sér það tvisvar og
5arði strákinn svo i handlegginn,
að hann er siöan óvinnufær. Svo
tdku þeir tvö okkar út úr hópnum,
strák og stelpu.”
Með lögregluþjóni
í spesklefa
Stúlkan sem hér um ræðir segir
svo frá:
„Einn lögregluþjónninn fór
með mig inn i einhvern spes
klefa, sneri þar upp á andlitið á
mér og tók mig kverkataki, og þá
hélt ég nú að mitt siðasta væri
komið.” Unga fólkið sagði að sex
af þvi að minnsta kosti hefðuorðið
fyrir meiöslum eða misþyrming-
um þessa nótt. Fréttamaður hef-
ur heyrt af einum piltanna, sem
teknir voru, að hann sé enn mikið
marinn á framhandlegg eftir
kylfuhögg, auk þess sem hann
fékk blóðnasir við þetta tækifæri,
væntanlega af völdum höggs i
andlitið. Sjálfur sá sá sem þetta
ritar marbletti á handleggjum og
fótuin tveggja þeirra, sein hand-
tekin voru, og þar að auki ör á
mjóhrygg stúlkunnar, sem lög-
regluþjónninn lá á, að sögn henn-
ar og fleiri og segir hún að örið sé
eftir handjárnin.
Fréttamaöur hafði tal af pilti,
sem lagstur var til svefns þegar
lögregluþjónarnir komu inn i
ibúðina. Hann segir svo frá:
„Ég æxlarbrotnaði fyrir
nokkru og er að biða eftir að kom-
ast á sjúkrahús vegna þess. Þetta
er hægri öxlin, og hún er eins og
gefur að skilja viðkvæm, það má
ekkert út af bera með hana til að
ég fari úr liði. Svo komu þeir inn
til min og ég sé að þeir ætla að
taka mig. Vegna þess hve ég er
hræddur um öxlina kallaði ég
ósjálfrátt: „Ekki taka i hægri
handlegginn.” En auðvitað tóku
þeir einmitt i þann handlegg. Það
var nokkuð þétt tak, þvi að ég er
ennþá með marbletti eftir það
uppi undir öxlinni.” Hann sýndi
fréttamanni þar marbletti, sem
sýndust vera eftir fingur. Annar
piltur, sem handtekinn var, segir
aö lögregluþjónunum hafi legiö
svo mikiö á að þeir hafi ekki leyft
honuin að fara i sokka og skó, og
fór hann berfættur i steininn.
Tveir hasshundar
„Sá sein mest var barinn i
handlegginn þoldi ekki viö fyrir
verkjum um nóttina og bað um
verkjatöflur, en þvi var ekki ans-
að. Við kröfðuinst þess lika öll að
fá að hringja og hafa samband við
lögfræðing, en þvi var ekki heldur
ansað. Daginn eftir var fyrst fariö
með þann meidda á slysavarð-
stofuna, en læknirinn sem var á
vakt sagði að ekkert væri að hon-
um, að þvi er stráknum virtist án
þess að lita á myndirnar, sem
teknar voru af handleggnum. Að-
stoðarstúlka læknisins ámálgaði
viö hann að þau ættu að minnsta
kosti að lita á myndirnar, en það
virtist hann ekki gera. Og strák-
urinn er ennþá handlama og frá
vinnu.”
Krakkarnir segjast hafa vitni
að þvi að nokkrir lögregluþjónar
hafi verið i ibúöinni um nóttina
eftir að allir voru fárnir þaðan, en
það mun vera ólöglegt. Daginn
eftir kom lögreglan svo aftur og
hafði með sér tvo hasshunda. Þá
var eiturlyfjalögreglan með i för,
enda var að sögn verið að leita að
hassi.
„Við spurðum hvaða ástæða
væri til þess, en þeir svöruðu aö-
eins sem svo: „Það er auðséð að
þið eruð dópistar, það sést á
klæðaburðinum.” Þeir gerðu lika
að gamni sínu við okkur um hund-
ana, bentu á þá og sögðu: „Sjáiö
þið vöxtinn á þeim þessum? Ef
við sleppum þeim, þá eru haus-
arnir farnir.” En við vorum ekki
með neitt hass. Einn þeirra hand-
teknu, sem er koininn nokkuð yfir
tvitugt, var látinn sitja af sér
brennivinssekt i tvo daga niðri á
Skólavörðustig.”
Sagt upp húsnæði
Þeim þremenninguin, sem hafa
ibúðina á leigu, var snarlega sagt
upp húsnæðinu eftir þennan at-
burð, og telja þau að einhver hafi
sagt húseiganda að þarna byggju
eiturlyfjaneytendur. Vinkona
þeirra, sem þarna er viðloðandi,
varð fyrir það miklu aðkasti á
vinnustað „fyrir að uingangast
eiturlyfjaneytendur” að hún hef-
ur sagt upp vinnunni.
Hvers vegna þau hefðu ekki
Framhald á 25. siðu.