Þjóðviljinn - 02.02.1975, Page 6

Þjóðviljinn - 02.02.1975, Page 6
6 StÐA — ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 2. febrúar 1975. KJARTAN ÓLAFSSON: Varnarbarátta verkalýðs- hreyfingarinnar AB undanförnu hafa kjaramálin veriö i brennidepli stjórn- málanna. Svo mun enn verða næstu vikur. Ekkert lát er á verð- hækkunum, sem rýra kjörin æ meir hjá öllum almenningi, þar sem kaupið stendur i stað i krónu- tölu. Samningum verkalýðs- félaganna við atvinnurekendur og rikisstjórn miðar ekkert áfram að kalla— allt situr fast, þar sem atvinnurekendur telja sig sjálfa vera þá verst settu i þjóðfélaginu en ekki verkalýðinn, og rikis- stjórnin stappar i þá stálinu, og heldur viku eftir viku uppi lát- lausum eymdarsöng um að hér sé allt á svarta kafi, og þjóðarbúiö svo fátækt að það gangi glæpi næst að minnast á bætt kjör fyrir fólk, sem þó hefur ekki nema rétt til hnifs og skeiðar fyrir sinar dagvinnutekjur. • Likur eru á, að i þessum efnum sé engrar verulegrar breytingar að vænta meðan verkafólk hyggst sækja rétt sinn með orðum ein- um. Aðeins afl samtakanna og vald getur breytt stöðunni við samningaborðið. Þvi er haldið fram af tals- mönnum ríkisstjórnarinnar, aö nú sé ekki timi til almennra kjarabóta, vegna ytri áfalla þjóöarbúsins, og þannig er reynt aö æra sem flesta inn í hóp hins „þögla meirihluta”, sem ekki möglar, hvað sem valdhöfunum þóknast aö leggja á hann Gegn kauplækkun verkafólks Það er þvi mikil þörf á, að menn leggi sér það vandlega á minnið, að krafa verkalýös- hreyfingarinnar er alls ekki um almennar launahækkanir. Það er ekki fyrir kauphækkun, heldur gegn kauplækkun, sem barist er. Hér er um varnarbaráttu að ræða, og það fyrst og fremst varnarbaráttu vegna fólks með lágar tekjur, en á þvi bitnar kjaraskerðingin að sjálfsögðu verst. Það er fullyrt, af rikisstjórn og öðrum opinberum aðilum, að þau ytri áföll, sem þjóðarbúið varð fyrir á siðasta ári valdi liðlega 1% lækkun þjóðartekna frá árinu 1973 og svipaðrar þróunar megi vænta á þessu ári. Þarna valda mestu versnandi viðskiptakjör á siðasta ári miðað við 1973, sem var metár i þeim efnum, en hins vegar voru við- skiptakjörin 1974 álika og 1972, sem vissulega mátti lika heita gott ár i utanríkisviðskiptum. Vilji menn gera sér grein fyrir þvi, hvort varnarbarátta verka- lýðshreyfingarinnar gegn veru- legri lækkun rauntekna lágtekju fólks eigi rétt á sér eða ekki — þá hlýtur spurningin að vera þessi: 1. Er kjaraskeröingin í góöu samræmi við lækkun þjóðartekna vegna ytri og óviðráðanlegra áfalla? 2. Var skipting þjóðarteknanna meö þeim hætti fyrir, að rétt- lætanlegt væri að ráðast á kjör al- menns verkafólks, strax og eitt- hvað bjátaði á I viðskiptum okkar við umheiminn? Æskilegt væri, að hver og einn svaraöi þessu fyrir sig, að athuguöu og yfirveguðu máli. Okkar svar, Alþýðubandalags- manna, er ótvirætt. Við svörum báöum spurningunum afdráttar- laust neitandi, og sú er einnig af- staða verkalýðshreyfingarinnar i heild. Hér skal enn á það minnt, að á ellefu valdaárum viðreisnar- stjórnarinnar 1959 — 1970, þá hækkaði samningsbundið dag- vinnutlmakaup verkamanna aðeins um 15% að raungildi, þ.e. kaupmætti, á sama tima og þjóð- artekjur á mann hækkuðu um nær þrefalt hærri tölu eða 43%, sam- kvæmt opinberum skýrslum. A vinstri stjórnarárunum þremur snerust þessar tölur al- gerlega við svo að kaupmátturinn hækkaöi hjá verkafólki og iðn- aðarmönnum um 30% meðan þjóðartekjur á mann hækkuðu um 16% og er þá byggt á útreikn- ingum, sem lagðir hafa verið fram i sambandi við kjarasamn- ingana nú. Það verður sjálfsagt seint nægilega brýnt fyrir þvi fólki, sem telur sig ópólitiskt, en stynur undan kjaraskerðingunni nú, að Ihuga þennan samanburð og draga af honum ályktanir. Nú hefur kaupmáttur samningsbundis timakaups verið skertur á fáum mánuðum um kringum 15% hjá almennu verka- fólki og kringum 25% hjá þeim sem ekki njóta láglaunabóta. (13 og 23% sagði I ályktun Alþýðu- sambandsins fyrir nokkru,og var þá miðað við framfærsluvisi- töluna 358 stig, en hún er nú orðin enn hærri). Ráðamenn Sjálfstæðisflokks- ins, sem höfðu rikisstjórnar- forystu á viðreisnarárunum og einnig nú skulu hér krafðir svara við þessari spurningu: Hvers vegna verður kaup- máttur launa verkafólks að lækka nú margfalt meira en nemur lækkuðum þjóðartekjum fyrst hann mátti á viöreisnarárunum aðeins hækka um rúman þriöjung af hækkun þjóðartekna, en þá var kaupmættinum haldið niðri með lagasetningu, eins og nú? Ef Sjálfstæðisflokkurinn hefði áður sýnt það I verki að hann teldi kaupmátt verkafólks eiga að hækka i samræmi við hækkun þjóðartekna, þá væru rök tals- manna hans óneitanlega beittari nú fyrir þvi, að kaupmátturinn skuli einnig fylgja þjóðartekjum niður á við. En staðreyndirnar segja okkur allt annað um feril Sjálfstæöisflokksins, samanber tölurnar frá viöreisnarárunum hér að ofan. Og nú á lækkunin hins vegar ekki bara að fylgja lækkun þjóöartekna, heldur margfaldlega það. Svona verður nú samræmið, þegar einn flokkur þykist vera flokkur allra stétta, en er verk- færi þeirra, sem sifellt mata krókinn i skjóli þjóðfélagslegs misréttis. Talsmenn núverandi rikis- stjórnar láta gjarnan að þvi liggja, að þeir beri reyndar ein- mitt hag hinna lægst launuðu fyrir brjósti, og vilji allt fyrir slikt fólk gera, sem þeir mögulega geti. Svo hátt hreykir hræsnin sér. Er þá jafnan vitnað i lág- launabæturnar, sem svo eru nefndar. Staðreyndin er hins vegar sú, að þrátt fyrir þessar bætur hefur nú þegar verið klipið af fólki með um 40 þús. kr. dag- vinnutekjur á mánuði, hvorki meira né minna, en um 15%, launanna með verðhækkunum einum saman, og reyndar meira, þvi að matvælin hafa hækkað mun örar, en framfærsluvfsitalan segir til um, að hjá lágtekjufólki fara launin fyrst og fremst I mat- væli. Það er eins og ýmsum komi það jafnan nokkuð á óvart þegar at- hygli þeirra er vakin á þvi að meginþorri almenns verkafólks á islandi hafi aðeins I kringum 40 þúsund krónur I samnings- bundnar dagvinnutekjur á mánuði. Og menn spyrja hvernig fer fólkið eiginlega að þvf að lifa? Samt er nú þetta svona hvort sem litiö er til almennu verka- mannafélaganna, verkakvenna- félaganna, iðjufélaganna og fjöl- margra annarra verkalýðsfélaga svo sem Sóknar og hluta félags- manna verslunarmannafélaga. Og ekki ættu menn að gleyma þvi, að þótt sjómenn hafi milli 50 og 60 þús. á mánuði i tryggingu, sem margir þeirra veröa að láta sér nægja, þá verður kaup þeirra oftast um eða innan viö 200 krónur á dagvinnutlmann, sé það umreiknað til samræmis við taxta I landi. En hvernig fer vesalings fólkið að þvl að lifa? spyrja heildsala- frúrnar og þeirra likar, Skýringin er að sjálfsögðu sú, að menn hafa að undanförnu átt þess kost að þræla, ekki bara á dáginn, heldur einnig á kvöldin og um helgar, jafnvel um nætur. Og þar sem eftirspurn eftir vinnuafli hefur verið mjög mikil, þá hafa góöir verkamenn átt þess kost i ýmsum tilvikum að semja sjálfir um yfirborganir umfram taxta, og á mörgum heimilum eru það fleiri en einn, sem afla teknanna, KAUPFÉLAGIÐ HÖFN TRYGGVATORGI 0 Nýlenduvörur * 0 Vefnaðarvörur • Búsáhöld # Bækur — ritföng $ Byggingarvörur ÉÉ Höfum umboð fyrir SKELJUNG HF./ ALAFOSS og ÞÓR HF. Útibú: EYRARBAKKA og STOKKSEYRI Sími: 1501-1502-1535 „Væri ekki gott að þeir Geir Hallgrimsson og Ölafur Jóhannesson settust niður i tima og semdu fyrir al- menning forskrift af þvi, hvernig hann á að lifa af samningsbundnu dagvinnukaupi, sem nú er sagt að alls ekki megi hækka, —• af 40 þúsund krónum á mánuði, venjuleg visitölufjölskylda, takk”.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.