Þjóðviljinn - 02.02.1975, Qupperneq 19

Þjóðviljinn - 02.02.1975, Qupperneq 19
Sunnudagur 2. febrúar 1975. ÞJÓÐVILJINN — StÐA 19 Þetta mikla stálnet stöövar grjótruðning við ána Sarykol I gljúfrunum við Alma-Ata, þannig að hann hleðst upp og myndar stifiu gegn flóðum. Er þessi grjótgildra ein af mörgum aðgerðum til varnar borginni og umhverfi hennar. Bókasafn framtíðar geymir líka bækur... VÍSNA- ÞÁTTUR — S.dór. ..g Ung og heit meðaugunblá... I /,bókasafni morgun- dagsins" geta menn lesið myndasöguhefti, búið til plaköt og plötur, fengið sér snarl sem þeir hita upp sjálfir og horft á litasjón- varp. Siðan getur gesturinn tekið með sér heim síðustu metsöluskáldsögu, vinsæla plötu, eftirprentun af Rembrandt eða eftir- líkingu af höggmynd. Slikt bókasafn hefur nú verið opnað i Salt Lake City, höfuðborg mormónarikisins Utah i Banda- rikjunum. Og það eru lika bækur þar, eins og segir i frásögn af safninu i Herald Tribune. Schuurman heitir maður hollenskur, sem hefur teiknað þetta nýja safn. Hann kveðst með þvi vilja staðfesta breytingar á kröfum sem menn gera til bóka- safna. Hann telur að bókasöfn samtimans eigi að vera mið- stöðvar fyrir allar greinar upp- lýsingastarfsemi, sem fléttist saman við ýmiskonar þjónustu- starfsemi, ,,til að bæta lif manna”. Safn þetta var opnað i nóvem- ber og hefur orðið geysivinsælt. Enda er þar úr mörgu að velja. Þar er salur þar sem hægt er að flytja tónlist af plötum með eins mikilli fullkomnun og tækni sem framast leyfir. Þar er hægt að sýna kvikmyndir, einnig þær sem gerðar eru fyrir þrjú tjöld. Her- bergi sem áhuga- og námshópar geta tekið á leigu. Eldhús þar sem fundafólk getur hitað sér mat. Þar er og listsýningasalur. Deild sem annast afgreiðslu á bókum eftir simapöntunum og önnur deild með fjarskiptasam- bandi við helstu bókasöfn lands- ins, ef menn hafa sjaldgæfar óskir fram að færa. Sérstakar upplýsingadeildir bæði um bækur og timarit, og svo allt sem er á seyði i Salvatnsborg. Plötu- deild. Herbergi fyrir tónlistar- menn til að æfa sig og önnur fyrir þá sem vinna að eigin kvik- myndum og ljósmyndum. Þarna eru meira að segja salir með rit- vélum og reiknivélum til al- mennra nota. SITT ÚR HVERRI ÁTTINNI Nýjasta dellan: veggjaganga Einu sinni var það keppni um hve mörgum mætti troða inn i Volkswagen og siðan nektar- hlaup um göturnar, en nú er nýjasta dellan meðal banda- riskra ungmenna að ganga á veggjum. Ekki uppá veggjum, heldur uppeftir þeim i sömu stöðu og flugur. Það voru nemendur við Benedictine College i Lisle i Illinois sem byrjuðu og fengu hugmyndina vegna þess hve mjóir gangar eru þar i skólanum og heima- vistinni. Að visu verða stutt- vaxnir að láta sér nægja annaðhvort neðstu stöðu eða að horfa á i sameiginlegum veggjagöngum um húsnæðið. Hugsið ykkur vel um! Hugsið þið ykkur vel um áður en þið sigrist á frestingunum. Hugsið ykkur ef þær yrðu nú aldrei framar á vegi ykkar! Engin ástæða Heppnist þér ekki strax að gera eitthvað sem þú ætlar þér, reyndu þá aftur og aftur. En siðan ekki söguna meir. Það er engin ástæða til að fara að gera sig að athlægi! W.C.Fields Vel meint ROM I stærstu gotnesku kirkjunni i Róm, S. Maria Sopra Minerva, eru gefin skrifleg ráð um hvernig beri að forðast malariu: Takið laxeroliu i hverri viku, forðist ávexti, heita drykki, áfengi og kynlif. — En hvað á maður þá að gera til Rómar? varð einum gestinum að orði. Hnossgæti fyrri aldar Þegar nýlega var verið að rifa gamalt veitingahús i námunda við Stokkhólm fannst matseðill frá árinu 1802. Fyrir utan 18 súputegundir, 10 fiskrétti og 34 villibráðar- og fuglarétti var boðið uppá sem sérstakt hnoss- gæti: steiktan svan og uglu glóðarsteikta á teini. Mér barst i hendur litið kver fyrir skömmu, sem hefur að geyma ljóð og lausavisur eftir litt þekktan höfund, Karl Halldórsson fyrrum tollvörð. Karl var fæddur að Útibleiks- stöðum I Heggstaðanesi 1904, en hann lést 1963. Mér fannst margar stökurnar i þessari bók mjög góðar og ætla að leyfa lesendum að kynnast þeim og vita hvort þeir eru mér ekki sammála. Æskan geymir óðul sin, engar gleymast nætur, okkur dreymir áfengt vin eða heimasætur. Enn er bjart um unga sál, auðgast hjartað snauða. Fagurt skartar skáldsins mái skirt I „svartadauöa”. Ung og heit með augun blá, aðra veit ég hvergi, af þvi leitar öll mln þrá upp að Geitabergi. Oft er snauð af andans glóð útlitsfögur stofa, meðan fæðist listrænt ljóð lágum moldarkofa. Vefur hugann vetrarhjarn, vor er hvergi að finna. Ég er ekkert óskabarn æskudrauma minna. Ég á von á þvi, að fleirum en mér þyki hér vel kveðið. Adolf Petersen sendi mér bréf um daginn sem fer hér á eftir: Eftir að hafa lesið visnaþáttinn i Þjóðviljanum þann 19. janúar s.l.: Leit ég yfir ljóðin smá, las ég þau I kringum, og margt er það sem minnir á MONTIÐ I þingeyingum. Alltaf er verið að minna mann á kvennaárið, og jafnréttis- kröfur kvenna, kannski ekki að ástæðulausu, og þó. Fölna ástir, falla tár, færri gleðistundir, það er krafa kvenna i ár — að karlmenn liggi undir. Nú er rætt um efnahaginn, og sýnist sitt hverjum. Alþýðan skal færa fórn, fátæk bera skaðann, en bráðum hnigur hægi'i stjórn. hrynur undirstaðan. Þá er hér bréf frá gömlum skagfirðingi: Gamall skagfirðingur dvaldi um mánaðartima i i Lands- spitala veturinn 1970. Þá buðu læknar að útvega honum pláss á Vifilsstöðum nokkurn tima, meðan hann væri að hressast. Þáði hann þetta með þökkum. Eftir heimkomuna frá Vifils- stöðum varð honum að orði: Eg get hvergi yndi fest orðið lifs á tröðum, en hugurinn leitar held ég mest heim að Vlfilsstöðum. Svo eru hér þrjár visur af öðru tilefni: Það er okkar Matta að meta og miölungshyski gefa svar: öreigarnir eiga að éta aðeins minna en áður var. ihaldið matar á margan hátt manninn á lyginni hráu. það brýnir oft kutann og brytjar smátt bitana handa þeim smáu. Vist er stjórnin þarfaþing þvi má enginn neita. Framsókn hefir farið hring, fjöllynd má hún heita. Gamall skagfirðingur Að lokum eru svo visur úr syrpunni góðu eftir ýmsa höfunda. Eftir Sveinbjörn Beinteins- son: Þótt ég færi vitt um veg var ég þér alltaf nærri, hvar sem þú ert þar er ég, þó ég verði fjærri. Mælist varla meira en spönn mittið fagra og netta, þú ert orðin alltof grönn, á ég að laga þetta? • Þó að nú sé atómöld, er samt býsna gaman að geta svona kvöld og kvöld kveðið stöku saman. Halldór Blöndal. Ég elska þessi atómljóð, sem enginn skilur. Þau hvila alveg I mér vitið, sem er að verða þreytt og slitið. Bjarnifrá Gröf Ég öfunda atómskáldin af þeirra miklu list. Þcir sem fátækir eru i anda um eillfð fá himnavist. Kankvfs (Úr Alþbl.) III var hlutdeild örlaganna, atómskálda rimlaust fjas, að höfuðsmiður hortittanna heita skuli Matthías. Helgi Hjörvar Hirði ég hvorki um stund néstað, studdur fárra griðum. Þannig fer ég aftan að öllum mannasiðum. Jón S. Bergmann Þeim hefur verið þörf að sjást. þrá I æðum blossar. Skyldu þeir vera I ættviðást allir þessir kossar? ? ?? Enn er honunt um það kennt ef að gildnar svanni. Það eru öflug element I ekki stærri manni. Egill Jónasson öllum sveinum illa tók, ein því jafnan sefur. Hún er likt og lokuð bók, sem lesið enginn hefur. Bragi Jónsson frá Hoftúnum Innan um bæinn eins og skass æðir þessi kona. Fleiri hafa fætur og rass, en flika þvi ekki svona. Eyjólfur Þorgeirsson Nútímarómantík

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.