Þjóðviljinn - 02.02.1975, Page 21
Sunnudagur 2. febrúar 1975. ÞJóÐVILJINN — SIÐA 21
LJÓÐ FRÁ KÚBU
UM HÖFUÐVERKI
Eftir Roque Daltan
Það er fallegt að vera kommúnisti
þótt það valdi okkur oft höfuðverkjum.
Vandinn er, að höfuðverkir kommúnista
ku vera sögulegir, þaðeraðsegja
þeir læknast ekki með asperini
heldur aðeins með Paradis á jörðu.
Þannig er það.
Þegar við fáum höfuðverk i kapitalismanum
erum við hálshöggvin.
í byltingarbaráttunni er höfuðið timasprengja.
t uppbyggingu sósialismans
gerum við áætlanir um höfuðverki
sem draga þó ekki úr þeim, öðru nær.
Kommúnisminn er, meðal annars,
aspirintafla á stærð við sólina.
(Roque Daltan er frá E1 Salvador en býr nú á Kúbu.)
JÖRÐIN ER FYLGI-
HNÖTTUR TUNGLSINS
Eftir Leonel Rugama
Apollo 2. kostaði meira en Apollo 1.
Apollo 1. kostaði svosem nóg.
Apollo 3. kostaði meira en Apollo 2.
Apollo 2. kostaði meira en Apollo 1.
Apollo 1. kostaði svo sem nóg.
Apollo 4. kostaði meira en Apollo 3.
Apollo 3. kostaði meira en Apollo 2.
Apollo 2. kostaði meira en Apollo 1.
Apollo 1. kostaði svosem nóg.
Apollo 8. kostaði heilmikið, en það gerði ekkert til
þvi geimfararnir voru mótmælendur
þeir lásu bifliuna á tunglinu
þeir færðu öllum kristnum mönnum fagnaðarboð-
skap
og Páll páfi sjötti blessaði þá við heimkomuna.
Apollo9. kostaði meira en allir hinir til samans
að ógleymdum Apollo 1. sem kostaði svosem nóg.
Langafar og langömmur fólksins i Acahualinca
voru ekki eins hungruð og afar þess og ömmur.
Langafarnir og langömmurnar dóu úr hungri.
Afar og ömmur fólksins i Acahualinca
voru ekki eins hungruð og foreldrar þess.
Afarnir og ömmurnar dóu úr hungri.
Foreldrar fólksins i Acahualica
voru ekki eins hungraðir og fólkið sem býr þar nú
Foreldrarnir dóu úr hungri.
Fólkið i Acahualinca er ekki eins hungrað og börn
þess.
Börn fólksins i Acahualinca fæðast hungurdauð
og hungrar í fæðingu eftir að deyja úr hungri.
Fólkið i Acahualinca deyr úr hungri.
Sælir eru fátækir, þvi þeir munu tunglið erfa.
(Leonel Rugama var frá Nicaragua í Mið-Ameriku. Hann var drep-
inn kornungur árið 1970 af hermönnum sem höfðu króað hann og tvo
félaga hans af i húsi einu i Managua. Þeir voru þrir á móti 1500 en samt
tók bardaginn 4 tima. Sagt er að þegar hermennirnir buðu Rugama að
gefast upp hafi hann svarað: — Láttu mömmu þina gefast upp! Það
mun vera mesta móðgun sem til er i Rómönsku Ameriku að nefna
móður þess sem manni er þörf á aðmóðga).
Þýðing Ingibjörg Haraldsdóttir
Jón Hjartarson :
Bókmenntaverðlaun hafa
dálitið borist i tal i seinni tið.
Tilefnið er raunar margt. Einatt
er verið að stilla öndvégis.
skáldum og rithöfundum upp á
verðlaunapalla, heiðra þá fyrir
spretthörku á ritvellinum,
hengja á þá medaliur og
afhenda þeim griðarstórar
ávisanir á dýrtiðina. Þannig eru
ástsæl og alþýðleg skáld leidd i
sjaldhafnarflikum fram fyrir
almenningssjónir, verðlaunuð
og krýnd, likt og einhvers konar
andlegir aflakóngar. Gildir og
velmetnir rithöfundar gangast
undir gæðapróf hjá bókmennta-
fræðingum. Þeir eru metnir af
hugarfóstrum sinuin rétteins og
kynsælir tarfar metast að verð-
leikum eftir þvi hversu vel þeir
hafa kynbætt mjólkurbústofn-
inn.
þessari miskunnarlausu tamn-
ingastöð mannskepnunnar, sem
kallast menningarsamfélag.
I hinum vestræna menningar-
heimi hafa yfirleitt að bók-
menntaverðlaunum staðið auð-
kýfingar með slæma samvisku.
Það vitnar útaffyrir sig um
meinleg örlög, þegar slikir
menn þjást af samviskubiti; hitt
getur aftur á móti orðið allri
mannkind dýrt spaug, þegar
þeir fara að kaupa sér frið og
svæfa samviskuna. Allt er það
þó mannlegt og skiljanlegt. —
Hvað er eðlilegra en bókelskir
fjármálamenn, sem bera i
kallaður „haltukjaftibrjóst-
sykur” og var gjarna notaður til
þess að stinga upp i krakka, sem
þóttu óþekk og kunnu illa
umgengnisvenjur. Þæg börn
fengu þennan brjóstsykur vita-
skuld fyrir hvað þau voru þæg.
Kannski þykir skáldum og rit-
höfundum stundum sætleiki
verðlaunanna og upphefðar-
innar mikill.
Nú,auðkýfingar gera margt i
krafti auðs sins og valds, i góðri
trú, þeir stofna til verðlauna ef
þeim sýnist svo, til minningar
um sjálfa sig, eða bara i gróði
meiningu. Aftur á móti er allt
Skammarverðlaun
Nýlega er afstaðin verðlauna-
samkunnda Norðurlandaráðs,
þar sem bókinenntafræðingar
leiddu sainan blekhausa, tvo frá
hverju landi. og körpuðu siðan
um verðleiká þeirra, kosti og
lesti, útlit þeirra og eiginleika.
Þessi bókmenntalega hrúta-
sýning er sérleg skemmtun og
eðlilega er hún fjölmiðlum
gómtamur f r é tt am a tur .
Erfiðismenn bókviskunnar telja
sjálfum sér og öðrum trú um að
slik verðlaun auki hróður skáld-
skapar, þetta veki áhugaverða
bókmenntaumræðu, stuðli að
bættum lesvenjum, þroskaðri
bókmenntasmekk; bæti, hressi,
kæti. Sem sagt eitt allsherjar
ópal fyrir menninguna.
Þannig er aðferð bókabéusa
nokkurn veginn hin sama og
iþróttaforsprakkanna, sem eru
búnir að gera iþróttir að
verslunarvöru á heimsmarkaði,
þar sem sist er spurt um fagra
sál i fögrum likama, heldur
einna helst um samkeppni og
gróða. — Verðlaunastarfsemin,
sein rekin er i nafni bókmennta
og lista, kann að verða til þess
smám saman að ýta „atvinnu-
mönnum” i listsköpun út i það
kapphlaup, sem einvörðungu
miðast við mál og vog, sekúndur
og sentimetra, þessa mestu
fiflsku iþróttahreyfingarinnar.
Verðlaunafarganið er ekki
einungis tilræði við frjálsa list-
sköpun, heldur einnig for-
heimskandi fyrir allan almenn-
ing. Þetta snarruglar að sjálf-
sögðu dómgreind fólks og eðli-
lega ályktunargáfu. Nógu sljóir
eru þessir eiginleikar manns
fyrir, ekki sist sakir auglýsinga
og slagorðaflóðsins, sem yfir
dynur. Þessi mislukkaði menn-
ingarauki verður þannig einn af
hápunktum þeirrar aðskiljan-
legu itroðslu og mötunar, sem
hver og einn verður aðnjótandi i
brjósti áhyggjur af eftirinælum
sinum, setji á stofn digra sjóði?
svo digra sjóði að allur
heimurinn taki mark á þeim,
akademian hainpi þeim og
almenningsálitið lúti þeim.
Hið opinbera sér um afgang-
inn. Valinkunnir bókmennta-
fræðingar koma sainan einu
sinni á ári til þess að úthluta i
verðlaun allvænum fúlgum úr
sjóðnum. Þessi verðlaun hljóta
að sjálfsögðu þeir einir sem frá-
leitt hafa þörf fyrir upphefð og
peninga, margir hverjir hafa
raunar löngu fengið skömm á
hvoru tveggja. Flestir taka þó
við verðlaunum kannski mest til
þess að firra sig enn meiri reki-
stefnu og dáraskap. Það vekur i
sjálfu sér miklu meiri athygli,
ef verðlaunum er neitað, heldur
en við þeim sé tekið möglunar-
laust. (Enginn man lengur,
hvaða leikarar hafa fengið
silfurlampann. Hitt gleymist
aldrei, hver hafnaði honum).
Meiriháttar verðlaun i bók-
menntum og listum hljóta ekki
aðrir en heimsfrægir menn, sem
sist þarf að kynna. Þeim er
venjulega hin mesta raun af
frægð sinni.
Hvernig verka slik verðlaun á
róttækan höfund, rithöfund, sem
ráðist hefur af miskunnarlausri
stilsnilld á rotnun og spillingu
samfélagsins, einatt fundvis á
snögga bletti, hálfgerður
frelsari heils samfélags? Þegar
nú Nóbel, já ellegar jafnvel
Sonning, eru búnir að verðlauna
slikan höfund, vefst honum þá
ekki dálitið tunga um tönn,
þegar hann langar að ýta við
gegnumspilltu kerfinu, sem
hann býr við, kerfinu, sem færði
honum þessi glannalegu verð-
laun!
Kaupfélagið seldi brjóstsykur
i gamla daga. Hann var
óljósara i kringum þessa verð-
launafabrikku, sem kúltúr-
kommarnir eru búnir að koma
upp hjá sér á Norðurlönduin til
þess að gera árlegt gæðamat á
listum. Þarna er á ferðinni það
norræna humbúkk, sem kallað’
er Norðurlandaráð, sem virðist
svo gjörsamlega verkefnalaust
og ráðlaust, að það leggur
mestalla sina vinnu og kraft i að
vinna menningarlifi hvers
konar ðgagn. Menningarsjóðir
þessa málamyndaráðs hafa
sjálfsagt átt að vera einhvers
konar stofnlánasjóðir fyrir
kúltúr, en eru i raun eins konar
menningarleg geldingarstöð.
Og nú hafa ihaldsráðherr-
arnir okkar fundið sér verðugt
verkefni að berjast fyrir i þessu
ráði. Nýjum verðlaunum:
iþróttaverðlaun Norðurlanda.
Þar með er þessi verðlauna-
sirkus kominn hringinn,
Matthiasi sé þökk. Þetta vitur-
lega stjórnarfarslega stórsvig
hans utan i snarbröttum mann-
vitsbrekkum norrænnar sam-
vinnu mun lengi halda nafni
hans á lofti. Það sómir sist að
gera grin að fegurðarsam-
keppni og hneykslast á kroppa-
sýningum og tiskusýningum.
Menn vilja auðvitað alltaf
hafa einhvern spenning. Það
verður að vera hasar, annars er
ekkert gaman. Það verður að
skora mark i hverjum leik helst.
Og ef við nú getum alls ekki
hugsað okkur bókamarkaðinn
án verðlauna og metsölu, þá
ættu höfundar að snúa svolitið á
kerfið og verðlauna bókmennta-
fræðinga fyrir að fjalla eins og
heilvita menn um bækur.
Vænlegast væri þó kannski fyrir
vöxt og viðgang góðra bók-
mennta að verðlauna út-
gefendur fyrir að gefa út al-
mennilegar bækur.
Ný geim-
siglinga-
rmðstöð
Mynd þessi er frá nýrri miðstöð
geimsiglingaeftirlits sem prófað
var mjög rækilega meðan geim-
skipið Sojús-16 var á lofti. Mið-
stöðin er i stöðugu sambandi við
sendistöðvar um öll Sovétrikin og
við fjarskiptagervihnetti, og á
þessari mynd er einmitt verið að
taka á móti boðum frá Sojús-16.
Hver starfsmaður getur fengið á
sjónvarpsskermi þær upplýsing-
ar sem lúta að hans sviði. Senn
verður farið að æfa samskipti
milli þessarar stöðvar, sem er
skammt frá Moskvu, og geimsigl-
ingamiðstöðvarinnar i Houston
(Texas) i sambandi við undirbún-
ing að samflugi sovésks og
bandarisks geimskips (ljósm
apn).