Þjóðviljinn - 02.02.1975, Síða 26

Þjóðviljinn - 02.02.1975, Síða 26
26 SÍÐA — ÞJÖÐVILJINN Sunnudagur 2. febrúar 1975, — Æ, elskan. Ert þú ekki oröinn hálfsyfjaöur Hka. Sjónvarpsðagskráin er hvort sem er hundómerkileg i kvöld. ISLANDS Flug- freyjur Flugleiðir h.f. óska að ráða nokkrar flugfreyjur til Flugfélags (slands að vori. Umsækjendur skulu vera á aldrinum 19- 23 ára, vera 165-174 cm á hæð, og svari þyngd til hæðar. Lágmarkskrafa um menntun er: Gagnfræðapróf eða hliðstætt próf, og staðgóð þekking á ensku og einu norður- landamáli, þýskukunnátta er æskileg. Ennf remur þurfa umsækjendur að geta sótt námskeið, virka daga kl. 18:00—20:00 og laugardag kl. 14:00—18:00, á tímabilinu 15. febrúar — 1. apríl. Umsóknareyðublöð fást á söluskrif- stofum Flugfélags (slands og Loftleiða og hjá umboðsmönnum úti á landi. Umsóknir skulu hafa borist ráðningar- deild Flugleiða h.f. Reykjavíkurflug- velli, fyrir 7. febrúar nk. Nýjasta „dellan” Aðal,,dellan” meöal yngstu kynslóðarinnar i V-Þýskalandi um þessar mundir er júdóiðkun. Enginn þykir maður með mönn- um neina kunna eitthvaö til verka á þessu sviði og krakkarnir • standa i biðröðum eftir að komast á námskeið. Til að mæta þörfinni eru teknir á leigu gamlir biósalir og annað laust húsnæði og teknir fleiri tugir krakka i hvern tima. Krakkarnir byrja allt frá 6—7 ára gaimlir og áhuginn er ekkert siður meðal stelpna en stráka. Viljið þið ekki.. Framhald af 4. siðu. tafarlaust kært meðferðina eða haft samband við blöðin? „Það þýðir ekkert að kæra lög- regluna eða kvarta yfir henni. Það hefur aldrei neinn haft neitt ut úr þvi. Og þetta er ekki nema það sem gerist og gengur, þegar maður kemst i kast við lögregl- una, alltaf barsmið og svoleiðis.” „Hvert tilfelli métið,, Þjóðviljinn hafði samband við Bjarka Eliasson, yfirlögreglu- þjón, og spurði hvort ekki væru ákveðnar reglur fyrir lögregluna að fara eftir, þegar hún væri köll- uð i heimahús. „Það eru ákveðnar reglur”, sagði Bjarki, „en oftast er þetta nú metið i hverju einstöku tilfelli. Þegarlögreglan kemur á staðinn, þá er talað við húsráðanda og hann beðinn að visa gestum sin- um út. Stundum er þó ekki hægt að tala við húsráðanda. Kannski hefur svo verið i þessu tilfelli. Ég veit þó ekki nákvæmlega hvernig þetta var, en það virðist ekki hafa verið vanþörf á að biðja fólkið að fara þarna út”. Þrir lögregluþjónar voru fyrst sendir i hús það sem unga fólkið bjó i. Þeir kölluðu siðan á liðs- auka „Þetta varð svo meirihátt- ar aðgerð”, sagði Jón Pétursson, varðstjóri, sein kom á vaktina s.l. sunnudagsmorgun eftir að varð- stjóri næturinnar, Rúnar Gunn- arsson, hafði látið handtaka 11 manneskjur þarna i húsinu, „Rúnar fór sjálfur á staðinn og lét framkvæma þessar handtökur”. Við spurðum Jón Pétursson, varðstjóra, hvort mikið væri um það að lögreglan færi óboðin i hús að handtaka fólk, „nei, maður á ekki að fara óboðinn I hús, það er staðreynd”, sagði Jón. dþ./GG Þjónusta Framhald af 15. siðu. „Saltfiskverkunarhús okkar er sennilega hið fullkomnasta á landinu”, sagði Arni fram- kvæmdastjóri, „við iceyptum vélar og tæki á s.l. ári fyrir um 10 miljónir króna, og við keyptum lika svokallaö Þórs-hús, skála- byggingu, jafnstóra þvi húsi sem við áttum fyrir og liggur sam- hliða eldra húsinu okkar.Hug- myndin er að tengja þessi hús með sérstakri byggingu, og þegar svo verður komið, þá liggur beint við að koma hér á fót frystihúsi, þannig að á Selfossi veröi full- komin fiskverkunarstöö með sér- stakri kæligeymslu fyrir salt- fiskinn. Greinilegur samdráttur Undanfarin ár hefur verið afar- mikiö að gera fyrir bygginga- menn á Selfossi. Einbýlishúsa- hverfin teygja sig nú til suðurs þar sem áður voru engjar Sel- fossbýlisins; raðhús eru að risa ennþá og fjölbýlishús. Við hittum að máli ólaf Auðunsson, sem nemur húsa- smiði, en ólafur er nýfluttur inn i nýtt raðhús. „Ég get ekki sagt að fjár- skortur hafi valdið mér erfið- leikum siðustu árin”, sagði Ólafur, „en hinsvegar er ástandið orðið annað núna. Sam- drátturinn er greinilegur, vinna hefur minnkað I byggingunum núna. Meistarar og verkstæðis- eigendur eru farir að taka af alla eftirvinnu. Verði ekki af byggingu félagsheimilis, iðnskóla og við- byggingu við sjúkrahúsið I vor, þá verða iönaöarmenn i vand- ræðum. Ég veit það stendur til aö halda áfram vinnu við sjúkrahúsið, en um hitt er ekki vitað enn. Vinna hefur verið mjög mikil hér, og ég byrjaði þannig að byggja raðhús yfir mig meðan ég var enn að læra, en nú er ástandið að verða óvisst. Það er ýmislegt gert til að gera mönnum erfiðara fyrir með að byggja. T.d. kostaði min lóð hér 36.000 krónur I hitteðfyrra. Nú kostar svona lóð 330 þúsund. Það er m.a. ásókn reykvikinga 1 lóðir hér sem veldur þessari hækkun lóðaverðs. — það er greinilega veriö að reyna að draga úr fram- kvæmdum. Hér á Selfossi eru mörg smiða- fyrirtæki. Þau hafa aö verulegu leiti byggt afkomu sina á þjónustu við sveitirnar. Ef vinnan i sveitunum dregst lika saman. þá verður ástandið mjög alvarlegt”. —GG Konur Framhald af bls. 2. mál og skipa i sérstaán bás án eðlilegra tengsla viö annað náms- efni er um leið verið að gera kyn- lif og það sem þvl viðkemur að sértöku máli án tengsla við lifið almennt — viðhalda þeim málum meö lagaboði sem einhverjum feimnismálum, sem ekki sé á færi hvers og eins að tala um eða ekki viöeigandi, einsog alltof lengi hef- ur átt sér stað I okkar samfélagi. Og hvaða vantraust er þetta á kennara? Mætti ekki með sömu rökum heimta, að biskupsskrif- stofan sæi um uppbyggingu og framkvæmd kristinfræðikennslu i skólum landsins? Eða Búnaðar- félagið um átthagafræðikennslu? Fyrsta umræða um þetta frum- varp hefur þegar fariö fram og tóku þar ekki margir til máls. Nú er málið farið til nefndar, en áherlsa er lögð á að hraða af- greiðslu þess. Væntanlega láta margar konur frá sér heyra áður en 2. umræða fer fram I þinginu. —vh Myndir Framhald af bls. 24. Sigur: Fallið frá kaupliækkun Um kvöldið sömdu þeir Pétur Halldórsson og Héðinn Valdim- arsson við forsætisráðherra um framlag rikissjóðs til atvinnu- bótavinnunnar. Var siðan ákveðið að hún yrði unnin áfram fyrir sama kaup og áður. Þannig vannst sigur að lokum eftir ein harðvitugustu átök sem orðið höfðu milli verkamanna og yfirvalda. Og uppúr þessum átökum var stofnað Varnarlið verkalýðsins. Ekki þó til að mæta vopnað á bæjarstjórnarfundum, en á þessum tima fóru stéttaátök harðnandi og oft varð verkafólk fyrir áreitni og jaínvel likamsárásum á fundum sinum og mómælagöngum. Til að halda þeim lýð i skefjum sem réðst að 1. mai göngunum og öðrum friðsamlegum aðgerðum verkamanna mun hafa þótt best að vera við öllu búinn. A mynd nr. 39 sést hópur úr vamarliði verkalýðsins og má þar þekkja þá Gunnar Jónsson, Sverri Thoroddsen, Benjamin Eirlksson og Aðalstein Þorsteinsson Spánarfara. Þekkja lesendur fleiri? Á mynd nr. 38 úr 1. mai göngu 1935 eða ’36 þekkjast Guðmund- ur Vigfússon, Hallgrimur Hall- grlmsson, Björn Guðmundsson Spánarfari, Enok Ingimundar- son og Helgi Sigurðsson, flestir i varnarliðsbúningum, Og mynd nr. 37 er greinilega úr sömu göngu. Þekkja lesendur ein- hverja þar? Mynd nr. 40 er af manni, sem flestir þekkja, Nirði Snæhólm, nú rannsóknarlögreglumanni. Að lokum enn og aftur: Hafið samband ef þið getið gefið nánari upplýsingar um myndir, sem birst hafa i þessum þáttum, og eins ef þið eigið myndir, sem þið vilduð lána Dagsbrúnar- safninu til eftirtöku. —vh

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.