Þjóðviljinn - 07.02.1975, Qupperneq 7
Föstudagur 7. febrúar 1975 ÞJÖÐVILJINN — StÐA 7
Hver eru raunveruleg kjör
láglaunafólks i þessu landi og
hver eru kjör kvenna I láglauna-
stétt, — kvenna sem búa viö tvö-
falt vinnuálag, sem taka til við
heimilis- og uppeldisstörfin þegar
þær hafa skilaö sinum vinnudegi I
atvinnullfinu?
Hver eru skilyröin til aö njóta
þess sem lifiö býöur uppá annað
en vinnu? Hvernig er séö fyrir
afkomu konu I verklýösstétt, sem
gengur meö og fæöir barn?
Hvernig er búiö aö börnum
þessarar konu meöan hún
stundar vinnu sina?
Þaö er þvi miður ekki oft, sem
eitthvaö heyrist frá þessum
konum sjálfum. Ekki oft, sem
þær koma fram á opinberum
vettvangi og lýsa kjörum sinum
og viöhorfum. Þvi dýrmætara var
þaö á ráöstefnu um kjör lág-
launakvenna, sem ASB. Iöja,
Sókn, Starfsmannafélag rlkis-
stofnana og Rauösokkahreyfingin
héldu I Lindarbæ nýlega, aö fá
framsöguræöur frá konum beint
af vinnustööunum. Og ekki siöur
dýrmætt, aö í umræðunum varö
ekki útundan sá hlutinn af vinnu
kvenna, sem oft vill gleymast
þegar forystu (karl)mennirnir
einir tala, nefnilega vinnufram-
iagiö á heimilunum.
Þótt mjög margir sæktu
ráöstefnuna I Lindarbæ telur
Þjóöviljinn, aö ræðurnar eigi
erindi til mun fleiri og hefur þvl
fengiö leyfi til aö birta þær I heild.
Leggjum niöur vinnu til aö
sýna að munar um okkur!
Ég vil byrja á þvi að bjóða ykk-
ur öll velkomin á þessa ráöstefnu,
sem er 1. skipulagða aðgerð
kvenna á þessu ári.
Kvennaár Sameinuðu þjóðanna
1975gefur okkur ómetanlegt tæki-
færi til þess að vekja athygli á
stöðu og kjörum kvenna og okkur
ber skylda til að nýta þetta tæki-
færi til hins ýtrasta.
Við lögðum áherslu á að kalla
saman konur úr láglaunastéttum,
þótt án efa hefði verið ástæða til
að taka fleiri hópa með. En hjá
konum sem vinna við verk-
smiðjustörf, fiskvinnslustörf,
ræstingar, og verslunar- og skrif-
stofustörf er þörfin á úrbótum
mest. I þessum flokkum er það
fólk, sem fær lægst laun hér á
landi i dag og vinnur oftast erfið-
ustu störfin og meginþorri þeirra
eru einmitt konur. Einnig er
nauðsynlegt að draga fram sér-
stöðu þessara hópa og vekja fólk
til umhugsunar um þá.
Það er lika kominn tími til að
við tökum höndum saman og ræð-
um þessi mál, skiptumst á skoð-
unum, berum saman reynslu okk-
ar og vinnum i sameiningu að úr-
bótum til að koma á launalegu og
félagslegu jafnrétti. Ef viö vinn-
um ekki sjálf að þeim málum,
sem okkur varðar, er ekki liklegt
að aðrir geri það fyrir okkur, sist
þeir, sem hafa hag af rikjandi á-
standi.
Það er staðreynd að okkur kon-
um er mismunað á öllum sviðum
þjóðfélagsins. Við fáum lægri
laun, þrátt fyrir lög um sömu laun
fyrir sömu vinnu. Það er algengt
að konur fái lægri byrjunarlaun
en karlar þrátt fyrir sömu störf og
menntun. Aðalástæður eru 2 að
dómi atvinnurekenda. 1 fyrsta
lagi: karlmaður er fyrirvinna
heimilis, þess vegna þarf hann að
fá hærra kaup. Það hlýtur þó að
vera öllum ljóst að jafndýrt er
fyrir konur að lifa og karlmenn. I
öðru lagi: Konur eru óstöðugur
vinnukraftur, þær hverfa frá
störfum vegna barneigna — þess
vegna er tilgangslaust að fela
þeim ábyrgðarmikil störf. At-
vinnurekendur hafa margoft sagt
að þeir myndu frekar ráða karl i
vinnu en konu þrátt fyrir jafna
hæfni til starfsins. En hvað ætli
gerðist ef karl og kona — jafn hæf
— sæktu um vinnu við ræstingar,
t.d. á skrifstofu.
Þær raddir heyrast furðu oft að
konur geti valið hvort þær vinna
utan heimilis, en þaö vita allir,
sem það vilja.að þetta er þvætt-
ingur. Ekki svo að skilja að karl-
menn geti valið. Þeir þurfa allir
að vinna utan heimilis.
Það er ljóst að aðeins fólk úr fá-
um stéttum þjóðfélagsins hefur
það há laun að þau ein nægi til
framfærslu heimilis. Einnig
gleymist það oft aö aðalatvinnu-
vegir okkar byggjast að miklu
leytiá vinnuframlagi kvenna. Við
getum öll séð fyrir okkur það
ástand sem skapaðist ef við fær-
um allar heim.
En hvað er þá gert til þess að
koma til móts við okkur?
Árið 1963 unnu 36,6% giftra
kvenna utan heimilis, en 1970
52,4% og gera má ráð fyrir að
flestar ógiftar konur séu á vinnu-
markaðnum. Þróun i þessum
málum hefur veriö mjög hröð og
verður vart snúið við.
Þjóðfélagið er hins vegar alls
ekki búið að aðlaga sig þvi, að
meira en helmingur giftra
kvenna vinnur utan heimilis.
Dagvistunarstofnanir eru af
skornum skammti og barnaskól-
ar eru tvi- og þrisetnir. Börnin
hafa þvi sundurslitna stundatöflu
og fá ekki mat i skólanum. 1
Reykjavik og nágrenni fá aðeins
börn einstæðra foreldra og náms-
manna inni á heilsdags dagheim-
ilum og ekki er einu sinni rúm
fyrir þau öll. Börn giftra foreldra
eiga kost á leikskólaplássum
hálfan daginn frá 8—12 eða 1—5,
en viðast eru leikskólar einnig
yfirfullir og langir biðlistar.
Yfirvöld virðast ekki hafa
áhuga á að fjölga dagheimilum og
afsaka sig meö peningaleysi. En
það eru ýmsir, svo sem atvinnu-
rekendur sem græða á þessu
fyrirkomulagi. A meðan konur
búa við algjört öryggisleysi
vegna barna sinna þora þær ekki
að fara i fasta atvinnu, heldur
láta gripa til sin þegar á þarf að
halda. Þar er komið varavinnu-
aflið, sem ekki þarf að greiða
laun, þegar samdráttur er i at
vinnulifinu.
Það er kaldhæðni að hiö
Vinnum að réttlátari
tekju- og verkaskiptingu
Þegar ég tók að mér að segja
hér nokkur orð komu margar
spurningar upp i huga minn.
Spurningar eins og um lögin um
jafnrétti, sem aldrei hefur verið
framfylgt. Eða verkaskipting-
una, þ.e. um störfin sem sérstak-
lega eru ætluð konum og önnur
sem eru sérstaklega ætluð körl-
uin. Hvor eru betur borguð? Það
er talin sérstaða karlmannsins aö
vera fyrirvinna. En hversu marg-
ar eru ekki þær konur, sem þurfa
að vinna fyrir sér og sinni fjöl-
skyldu, t.d. ekkjur, konur sem
eiga óvinnufæra eiginmenn eða
menn i námi, einstæðar mæður,
og margt fleira mætti telja.
Viðurkennt er, að það þurfi
minnst 70—80 þúsund krónur á
mánuði til að framfleyta fjöl-
skyldu, svo það getur hver sem er
sagt sér, hve langt dugi þá 39 þús-
und á mánuði. Þær duga ekki einu
sinni fyrir brýnustu þörfunum.
í iðnaðinum, þar sein ég þekki
best til, er mjög mikill munur á
kaupi fólks. Flestir karlmenn eru
þar yfirborgaðir. Sumar konurn-
ar eru i ákvæðisvinnu, en aðrar á
mánaðarlaunum og getur munað
allt að helmingi i launum, þótt
þessir tveir hópar vinni samhliða,
en þar sem svo er verða afköstin
að vera svipuð hjá báðuin til aö
verkið i heild gangi sem jafnast.
Það vinna þvi allir undir álagi,
bæði þeir sem eru i ákvæðisvinnu
og hinir og væri nær að borga pró-
sentur og jafna laun þessara
tveggja hópa.
Við sem vinnum i iðnaði erum á
byrjunarlaunum fyrstu 9 mánuð-
ina og siðan hækkar kaup ekkert
eftir það. Starfsaldurshækkun er
ekki til og það er einskis metið.
hvort starfsmaðurinn er við þessa
vinnu i nokkra mánuði eða nokk-
ur ár.
Fæðingarfri hjá iðnverkakon-
um er hálfur mánuður, en það er
réttlætiskrafa, að það væri þrir
mánuðir hjá öllum konum.
Við þurfum að vinna saman að
þvi aö koma á réttlátari tekju-
skiptingu i þjóöfélaginu og jafn-
framt réttlátari skiptingu i störf.
Næst þegar samið er verða hags-
munir kvenna að sitja i fyrirrúini.
rétti sínum er
aftur vinna
Að halda
vinna og
A vinnustað okkar i brauða- og
mjólkurbúöum höfum við ekki
þurft aö keppa við karlmenn.
Þessi vinna, að afgreiða mjólk og
brauð til neytenda hefur fallið i
okkar hlut, kvenna.
Nú er það staðreynd, aö konur
hafa i mjög auknum mæli fariö að
vinna úti, sem kallað er. Það er
ennfremur staðreynd, að suinir
undirstöðuatvinnuvegir þjóðar-
innar byggjast á vinnu kvenna.
Enda eru atvinnurekendur farnir
aö viðurkenna þetta, a.in.k. undir
borðið.
Þessar staðreyndir skapa okk-
ur mjög aukin áhrif á vinnumark-
aðnum, en leggja okkur lika fé-
lagslegar skyldur á herðar, sem
við höfum kannski ekki tekið nógu
föstuin tökum. Við ættum að fara
að gera okkur ljóst, að það er ekki
nóg að vera i verkalýðsfélagi. Að
halda rétti sinum er vinna og aft-
ur vinna. Þessvegna þurfa sem
flestir félagar að vera virkir og
taka þátt i félagsstarfinu.
Vissulega hefur aðstaða okkar
kvenna til menntunar og annars
jafnréttis þokast i rétta átt sið-
ustu áratugi. En viðskulum hafa i
huga, að við liíum i mjog sma-
borgaralegu karlmannaveldi.
Þeir hafa byggt upp kerfið og þeir
eiga kerfið og þar hefur okkur
siður en svo veriö skipað til önd-
vegis.
Það væri vel til fallið að minn-
ast hér á þessuin fundi, á nýbyrj-
uðu kvennaári, þeirra kvenna,
mæðra okkar og formæðra, sem i
eiginlegum skilningi byggðu bæ,
stóöu aö slætti og hirtu hey. Saga
okkar i landinu er I raun saga
konunnar og þó er hennar oftast
að litlu getið.
mikilvæga hlutvt 'k konunnar af
halda mannskepnunni við, hefur
snúist gegn henni og e'r undirrót
kúgunar hennar i stað þess að hún
hljóti verðskuldaða umbun fyrir
það.
Þetta atriði i likamstarfsemi
okkar virðist leiða til þess m.a. að
við hljótum annað uppeldi en
karlar, að við fáum ekki að velja
okkur starf, við fáum lægri laun
og njótum ekki sannmælis á
vinnustað, við fáum ekki sömu
hvatningu til að mennta okkur og
okkur er ekki treyst til ábyrgðar-
starfa.
Væru stúlkur og drengir alin upp
með sömu markmið fyrir augum.
þau að búa sig undir það að geta
séð fyrir sér sjálf og orðið að liði i
þjóðfélaginu og verða foreldrar
og uppalendur, væri mörgum
hindrunum fyrir jafnrétti karla
og kvenna rutt úr vegi. En nú eru
stúlkur fyrst og fremst aldar upp
með það fyrir augum að verða
eiginkonur og mæður á meðan
drengir eru aldir upp með það
fyrir augum að verða þátttak-
endur i atvinnulifinu og rekstri
þjóðfélagsins og veröa fyrir-
vinnur, en sjaldan hugsað um að
þeir geti orðið eiginmenn og
feður, — eins og það sem felst i
þvi að verða eiginmaður og faðir
sé að útvega heimilinu peninga.
Á meðan til er tvenns konar
uppeldi, komumst við ekki að þvi
hver er raunverulegur munur á
svokölluðu eðli kynjanna (efhann
er þá einhver ). Við vitum ekki
hvað er meðfætt og hvað er
áunnið — lært. A meðan við
höfum enn stóran þátt uppeldis-
málanna i okkar höndum. ættum
við að beita áhrifum okkar til
breyttra viðhorfa i barnauppeldi,
menntun er ekki siður nauðsynleg
stúlkum en piltum t.d. Nauð-
synlegt er einnig að benda
kennurum og öðrum uppalendum
á skyldur sinar i þessum efnum.
Hvað er þá til úrbóta? Aðstæður
á vinnumarkaðnum og á heimil-
unum verða að breytast. Það þarf
að tryggja öllum konum fri á
fullum lauttum i 3-6 mánuði i
kringum barnsburð og gefa þeim
Framhald á bls. 13