Þjóðviljinn - 07.02.1975, Qupperneq 9

Þjóðviljinn - 07.02.1975, Qupperneq 9
Föstudagur 7. febrúar 1975 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 9 Menntun og starfs reynsla kvenna lítt metin Þar sem ég vinn aðeins 62,5% úr starfsdegi, er kannski ekki raunhæft, að ég standi hér i dag. Betra hefði verið, að kona sem vinnur fullan starfsdag utan heimilis hefði tekið það að sér. En mér fannst ég ekki geta skorast undan þvi að koma hér fram sem félagi i VR, þar sem i þvi félagi teljast um þrjú þúsund konur og hafa flestar þau launakjör, að þær fengu fullar láglaunabætur, þegar þær voru reiknaðar út i haust. Við kvenmenn erum i meirihluta að höfðatölu innan VR, en þó eigum við aðeins tvær kynsystur i stjórninni, sem telur tólf manns. Undarlega er jafn- rétti kynjanna háttað þar.og ekki er ég viss um, að þær konur séu margar, sem treysta karlmönn- um, sem litt þekkja til starfa þeirra og vinnuaðstöðu, til að semja um laun sin, þótt slik aðferð hafi verið viðhöfð svo ár- um skiptir hjá okkur. Ætli hvini ekki i tálknunum á karlpeningn- um i félaginu, ef hlutfallið innan stjórnarinnar snérist við? Við hjónin eigum sex börn og þegar það fimmta fæddist fyrir fjórtán árum, komumst við alls ekki af fjárhagslega með eina fyrirvinnu og tókum þá það til bragðs, að ég gerðist. fyrirvinna lika. Mér var það engin nauðung, þar sem ég hef alltaf litið svo á, að það væri niðurlægjandi fyrir manneskjuna að verða að una þvi að láta aðra vinna fyrir sér. Auð- vitað var okkur þetta ekki kleift nema til kæmi utanaðkomandi hjálp og hana fengum við ekki hjá opinberum aðilum heldur kom þar til góð amma sem annaðist börnin i fjarveru minni, svo að þau fóru ekki á guð og gaddinn eins og sagt er. Nú er það svo, þótt þeir séu margir sem loka augunum fyrir þvi og vilja ekki viðurkenna það, að þjóðfélagið okkar hefur breyst svo slðustu áratugina, að sú fjöl- skylda launþega, sem getur komist af með tekjur einnar fyrirvinnu, fyrirfinnst varla,en ef reynt er að benda þessum aðilum á það og eins þá staðreynd, að vinnan utan heimilis geti verið okkur konum einhvers virði (þar á ég við þá fullnægingu sem flestir njóta við að vinna vinnunn- ar vegna), þá eru rök þeirra þau, að svona nokkuð sé brot á öllum náttúrulögmálum. Konan og staða hennar i þjóðfélaginu er náttúrulögmál i augum þessa fólks. A morgnana er ég heima, sinni húsverkum, heimaverkefnum, sem ég þigg laun fyrir og annast fjögurra ára dóttur okkar. Klukk- an kortér fyrir eitt leggjum við mæðgur af stað. Hún fer I leikskólann og ég i vinnuna en þar sem leikskólareglurnar eru þær, að ekki er tekið á móti börnunum fyrr en fimmtán minútum fyrir eitt, verð ég ætið of sein i vinnuna og hef slæma samvisku af. Strætisvagninn, sem ég þyrfti að fara með, er einmit á leiðinni i bæinn fimmtán minútur fyrir eitt. Ég ætla að reyna að lýsa mánu- degi á vinnustað minum, þar sem það er minn KAFFIDAGUR. Ég byrja starf mitt á þvi að safna saman þeim gögnum, sem ég á að vinna úr. Vinna min felst i þvi að vera aðstoðarmanneskja við að reikna út uppmælingar fyrir iðnaðarmenn. Timinn liður og fyrr en varir er klukkan að verða hálfþrjú og ég verð að hætta út- reikningunum i miðju kafi og fara i kaffihitunina, leggja á borð fyrir sextán manns, skera niður meölæti og tina til sykur, mjólk, smjör og ost. Okkur konunum var sagt það við ráðningu okkar, að við þyrftum að taka að okkur kaffihitun og einhvern veginn fannst mér það liggja I orðunum, að ég fengi ekki starfið, ef ég gengi ekki orðalaust að þessu. Aldrei hef ég heyrt á það minnst, að karlmanni væru boðnir slikir kostir við ráðningu i vinnu og undarlegast af öllu þykir mér, að þegar ætlast er til að við kunnum á margvisleg tæki (eins og rit- vélar, reiknivélar, fjölritarar þá skuli undirstaða ráðningar okkar i starf vera sú, að við sé- um jafnframt tilbúnar til að ger- ast matráðskonur á staðnum. Kaffihitunin tekur mig hálftima og þá sest allur mannskapurinn við kaffiborðið og unir vist sinni vel utan stúlknanna tveggja sem eiga að svara I simann jafnt i kaffitimum sem á öðrum timum vinnudagsins. Þegar allir hafa fengið nægju sina, þarf ég að þvo upp og ganga frá og þar með fýkur annar hálftimi af starfsdegi minum sem þjálfaður skrifstofu- starfskraftur. Um daginn fórum við konur þess á leit á starfsmannafundi, að karlmennirnir, sem eru tiu tals- ins á móti okkur fimm (þar af eru þrjár okkar ekki i fullu starfi) tækju að sér að kaupa inn meðlætið, þar sem það væri i þágu okkar allra að fá þessa nær- ingu (við greiðum sjálf köstnaðinn) en þeir fengust ekki til þess. I þeirra augum eru bæði kaffihitunin og innkaupin kvennastörf. Mér fyndist athugandi fyrir samningamenn okkar i VR um kaup og kjör, að þeir kynntu sér þessi kaffihitunarmál almennt og ég efast ekki um að þeir kæmust að þvi, að þessi aðferð er viðhöfð á flestum fámennari vinnustöðum félagskvenna þeirra I dag. Mér finnst timi til kominn, að það verði gerð gangskör að þvi, að ekki sé litið á okkur konur sem fyrst og fremst matráðs- konur á vinnumarkaðínum ekkí sist, þar sem allar auglýsingar eftir okkur i störf hljóða upp á ýmis konar menntun, starfsþjálfun, skyldurækni, trú- mennsku, samviskusemi og þar fram eftir götunum. Hvergi er minnst á það i þeim, að jafnframt séverið að auglýsa eftir matráðs- konu. Vinnudegi minum lýkur klukk- an sex og þá hefjast hlaupin við að ná strætisvagninum til að komast sem fyrst heim til að hugsa um kvöldverðinn, sem er eina heita máltið dagsins á heim- iliokkar, þarsemallir eru ýmist i skólum eða vinnu og koma þvi ekki heim I hádeginu. Við erum sjö i heimili núna. Þegar heim kemur biða min ótal störf, þótt heimilisfólkið reyni að hjálpa til eftir bestu getu. Timi minn til félagsstarfa og tómstundaiðkana er sáralitill enda hef ég svo sannarlega oft fengið að heyra það utan að mér, að við konur hvorki nennum né viljum taka þátt i félagsstörfum, stjórnmálum eða annarri starf- semi, sem karlmenn una sér við löngum. Nú langar mig að gefa hér örlitið dæmi um laun okkar kvenna skv. samningum verslun- armanna og reyna að leiða i ljós hvaða áhrif menntun, verkþjálf- un og starfstimi hafa á þau. Ég tek fyrir 6. launaflokk. 1 honum eru ritarar I og sérhæft starfsfólk með góða vöruþekkingu og verk- þekkingu. Byrjunarlaun eru: kr. 46.519 Laun eftir 7 ára starf: 54.047.Eins og allir vita, er einka- ritarastarfið álitið ákaflega sér- hæft ábyrgðarstarf og áreiðan- legt er, að yfirleitt þarf mjög góða málakunnáttu, vélritunar- kunnáttu og jafnvel hraðritunar- kunnáttu til að geta gegnt þvi. Að baki allrar þessarar kunnáttu hljóta að liggja löng námsár og starfsár. Þessi launaflokkur fékk fullar láglaunabætur núna i haust. 17. launaflokki er að finna bréf- ritara, sem annast sjálfstætt bréfaskriftir á erlendum tungu- málum og gjaldkera I. Ég held að yfirleitt. komist kvenmenn ekki i hærri launaflokk innan VR og I honum eru byrjunarlaun 50.176 og laun eftir 7 ár 55.000. Ég vona að það blasi við ykkur eins og það blasir við mér, að menntun og starfsreynsla skipta tiltölulega litlu máli hvað viðkemur launakjörum okkar kvenna. Ekki verður með sanni sagt, að langskólaseta við að læra tungumál og meðferð skrifstofu- tækja hafi það i för með sér að við njótum hærri launa eða fríðinda eins og bilastyrkja, sem virðist fylgja menntun karlamanna i okkar þjóðfélagi. Það er langt frá þvi, að ég sé hér með að halda þvi fram að bókmenntun eigi að gefa hærri laun og forréttindi. Heldur er ég að reyna að opna augu okkar fyrir þvi, að einnig á þessu sviði erum við settar skör lægra en karlmað- urinn. Og að siðustu ætla ég að lesa hér upp fyrir ykkur greinina um rétt félagskvenna i VR til að halda óskertu kaupi vegna barns- burðar. Hún hljóðar svona: „Kona sem unnið hefur hjá sama vinnuveitanda eitt ár, skal eiga rétt á óskertu kaupi i 12 virka daga er hún er f jarverandi vegna barnsburðar”. Skyldi ekki mörgum finnast eins og mér, að orðalag þessarar greinar, gefi til kynna, að konan fái enga greiðslu nema þvi aðeins, að hún sé ekki lengur frá vinnu vegna barnsburðar en i 12 daga og einnig að hún eigi engan rétt á þvi að taka við sinu starfi á ný, þótt hún bæði gæti það og vildi. Baráttumál okkar kvenna hlýt- ur að vera það, að við fáum allar þriggja mánaða leyfi frá störfum, þegar við ölum þjóðfélaginu nýj- an þegn. Kvenmenn, sem starfa hjá rikinu, hafa þegar fengið þessu framgengt,og ef kvenmenn I öðrum störfum en hjá riki eiga ekki að njóta sömu réttinda. verðum við að lita svo á, að i afig- um ráðamanna séu börn þeirra og þær sjálfar mikilsverðari þegnar i okkar þjóðfélagi en við hinar og börn okkar. Gjörbreytt ástand eftir kauptryggingarsamning Mig langar til að byrja á að segja hér smásögu úr heimilislifi minu. Ég á fjóra syni og eina dóttur, sem I daglegu tali bræðranna var bara nefnd „stelpan”. En svo vantaði e.t.v. að fá pressaðar buxur, festa tölu eða eitthvað þ.h. og þá allt i einu hét stelpan „Guðfinna min” eða jafnvel „elsku Guðfinna”. — „Núeréggóð”,sagði hún þá. Þetta tók ég nú sem vanalegar erjur milli systkina. Nú rak að þvi, að ég þurfti að fara að vinna lika utan heimilis. Ég fékk vinnu i frystihúsi. Nóg var að gera, enda i byrjun ver- tiðar. Við unnum ýmist til kl. 7 eöa 11. Allar þekkjum við nú hvernig gengur að láta timann endast heima til að sinna þó ekki sé nema nauðsynlegustu störfum. Eöa hver þekkir ekki spurningar i þessum dúr: „Hvað! Er ekkert til með kaffinu?” „Rennilásinn á úlpunni minni er bilaður!” „Það er gat á vettlingnum minum”. Við herðum upp hugann og erum bjartsýnar á að geta gert þetta allt á kvöldin. Svo einsog til að herða sig upp er farið út i f jár- hagsáætlun. Og nú er þessi búinn að fá peysu, næsti buxur, raf- magniö greitt, nýbúið að fylla oliutankinn. Já, hugsa ég með mér, og nú skal ég svo sannarlega kaupa sjálfri mér eitthvað næst þegar ég fæ útborgað. Efni I blússu, buxur eða bara nýjan varalit. En viti menn! Þegar ég fer úr vinnu tveim dögum seinna er búið að setja upp miða, sem á stendur: „Kallað næst”. Við nánari athugun kemur i ljós, að það eru konur, og aðeins konur, sem eiga að vera heima. Þar rauk draumur minn um jafn- vel bara varalit út i loftið. En það sem verra er að kingja er, að nú getur stelpan eða konan bara átt sig þar til fiskur kemur næst, þá verður kallað I hana. Og þar er afturgenginn gamli heimilis- draugurinn, sem ég sagði frá i upphafi. Nú, við konur töltum bara heim og steypum okkur út i að vinna upp öll verkefnin, sem hafa hrúgast upp. Við hugsum okkur, að nú skulum við vera duglegar aö koma öllu i lag heima — fara svo e.t.v. i bókasafnið. En vana- lega er nú komið kall um að mæta i vinnu fyrr en draumurinn um ferð I bókasafn nær að rætast. Svo rennur upp árið 1974 og nú er mikið um að vera. Samningar og meiri samningar og nú kemur kauptrygging fyrir fólk i fisk- vinnu. En þá hvin úr mörgum áttum: — „Nú eru frysthúskerlingarn- ar orðnar vitlausar, vilja fá kaup fyrir að vera heima!” Viö reynum að koma þvi á framfæri, að þetta sé nú fyrir karlmenn lika, en svarið er, að þeirhafi alltaf vinnu. Þá er reynt að útskýra, að við biðjum engan um að gefa okkur neitt, aðeins um atvinnuöryggi eins og annað fólk. Hver hefur heyrt, að konar t.d. i banka, simstöð, skrifstofu eða úr mjólkurbúð séu sendar heim — og aldrei er heldur talað um t.d. bankakerlingar, heldur konur i banka. Þennan móral hef ég aldrei skiliö, þvi mér finnst við allar jafn mikilvægar, hvar sem við vinnum, heima og heiman. Siöan tekur við mikið strið og þóf að fá kauptryggingunni fram- gengt. 19. júni er hún fyrst undir- rituö, semsagt nærri fjórum mánuðum eftir samninga. Og nú er nóg að gera þó að komi dagar sem ekki er til fiskur, Við lögum til, þvoum borð; pönnur og lista, sem er hreint engin vanþörf á. Og ánægjan og vissan um að hafa sina 8 tima dagvinnu bætir mikið sálarástandið. Nu er lika hugsað um að hagræða komu togaranna og geymslu fisksins, svo alitaf sé einhver vinna. Astandið gjörbrey ttist. A minum vinnustað hafa aðeins þrir dagar fallið úr á timabilinu frá 19. júni. Og þeir voru greiddir sem kauptryggingardagar. Ég hef beint öllu minu tali að kauptryggingunni, þvi viðsjáum i hendi okkar, að i dag er hún það sem við konur i fiskvinnu þurfum fyrst og fremst að standa saman um og reyna að fá uppsagnar- frestinn lengdan. Og að lokum: í daglegu tali er fiskur og fiskvinna nefnt undir- stööuatvinna þjóðarinnar — en hvert er kaup konu i fiskvinnu? Eftir eins árs starf 234.10 kr. á timann þe. 1872,80 á dag. 9.364 á viku, og hækkar ekki þótt hún vinna alla ævi i fiskvinnu. Hvað getum við svo veitt okkur umfram það nauðsynlegasta? Raunverulega ekkert. En þó kemur fyrir að við stöndumst ekki freistingarnar. Mig hefur td lengi langað að kaupa mér ljóða- bók Steins Steinars. Lét það eftir mér á dögunum. Hún kostaði 2240 krónur. Ég var einn dag og rúm- lega 1 1/2 tima að vinna fyrir henni. Þetta gerum við okkur að góðu vegna þess að flestar af konum i fiskvinnu eru húsmæður. sem eru að reyna að drýgja tekjur heimilisins. Nú i tilefni kvennaárs skulum við byrja á þvi fvrst og fremst að meta okkur sjálfar. Segja ekki oftar: ,,Ég vinn ekkert, ég er bara heima”. Eða: „Ég vinn bara I fiski". Þá og þá fyrst förum við að fá einhverju áorkaö.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.