Þjóðviljinn - 07.02.1975, Page 13
Föstudagur 7. febrúar 1975 ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 13
Eldhúsdagur
Framhald af 4. sföu.
Ólafur Jóhannesson, viöskipta-
ráöherra flutti langa ræöu og
skaut ekki síöur á samstarfs-
flokkinn en stjórnarandstööuna.
Þakkaöi hann Jóni Baldvin mjög
fyrir góöan skilning á efnahags-
vandanum undir niiverandi
stjórn, en varöi siöan löngu máli i
aö mæra vinstri stjórnina og þátt
sinn i afrekum hennar.
ólafurkvaöst hafa sett gjald-
eyrisbönkum bráöabirgöareglur
um afgreiöslu á gjaldeyri svo aö
lengur treindist.
Matthías fjármálaráöherra
stóö upp til aö bera þaö af sér aö
hann vissi ekki hvaö hann heföi i
tekjur, en sií hugmynd haföi
læöst aö ýmsum eftir sjónvarps-
þátt I siðustu viku.
Um sex-leytiö var Jón Baldvini
ræöustól i annaö sinn, og eftir þaö
töluöu einnig Lúövik Jósepsson
Og Kjartan Ólafsson.
Guðrún
Framhald af bls. 7.
kost á vinnuafslætti aö auki i
einhvern tima. Tryggingakerfiö
veröur aö taka þetta á sinar
heröar, þaö er ekki nóg aö rikiö
borgi sinum konum
barnsburðarfrí, þetta á aö vera
skýlaus réttur allra.
Koma þarf upp dagv.st. fyrir öll
börn undir skólaskyldualdri, sem
rekin væru á sama hátt og skólar.
Þjóðfélagiö hefur ekki efni á aö
búa ekki vel aö börnum sinum.
Verkaskipting á heimilum þarf
aö breytast. Þaö eru engin lög til
um það að heimilisstörf og
uppeldi barna sé hlutverk kon-
unnar einnar, og hún þurfi þar af
leiöandi að vinna tvöfaldan
vinnudag.
Viö veröum aö lita á okkur sem
fullgilt vinnuafl og taka starf
okkar alvarlega. Við megum ekki
láta bjóöa okkur lægri laun. Viö
erum ekki aö vinna um stundar-
sakir til aö eyöa i e.h. lúxus (eins
og 'kom fram h'já meirihluta i
bæjarstjórn Hafnarfjaröar),
heldur erum viö aö vinna aö þörf
— fyrir okkur sjálfum og
börnunum okkar.
Viö þurfum aö leggja áherslu á
vinnuframlag okkar i bióöar-
búskapnum — bæöi úti I atvinnu-
lifinu og á elliheimilinum. Okkur i
Rauösokkahreyfingunni hefur þvl
dottib i hug aö allar konur legöu
niöur vinnu 11/2 til heilan dag til
aö sýna fram á aö þaö munar
meira en litiö um okkur. Viö
höfum engar fastmótaöar
hugmyndir um þetta, en gaman
væri aö heyra álit ykkar á þessu.
Nú er mikiö talað um aö hætta
sé á atvinnuleysi; reyndar er þess
þegar fariö aö gæta I sumum at-
vinnugreinum. Þá er meiri þörf
en nokkru sinni fyrr á samstööu
okkar. Viö þurfum að veröa
sterkur og áhrifamikill hópur,
sem tekiö er mark á, þvi þegar
atvinnuleysi er missa öryrkjar,
aldraö fólk — og konur fyrst
atvinnuna.
Þessi ráöstefna verður vonandi
til þess aö auka skilning á þessum
vandamálum.
Það er sama hvar i stétt viö
stöndum, þetta eru vandamál
allra kvenna, þótt þau komi hvaö
skýrast fram hjá ófaglærðum
láglaunahópum. Þau leysast ekki
nema viö stöndum saman.
Ráðstefnan er sett.
r-aaaa-
Þjóðhátíðarkvikmynd Suðurlands frumsýnd i kvöld
Árið 1972 leitaði nefndin til
þjóðhátibarnefndar um samstarf
aö gerö myndarinnar og féllst hún
á þaö. Þá haföi mikiö veriö
filmað, svo mikiö að nauösynlegt
reyndist aö vinna úr þeim efnivið.
Var þá ákveöiö að gera mynd i
fullri lengd og leggja áherslu á
elstu og frumstæðustu vinnu-
brögðin.
Vigfús haföi tekið allt efniö á 16
min filmu, en aö frumkvæði
þjóðhátibarnefndar var ákveöið
aö stækka myndina upp i 70 min
breiöfilmu. 011 er myndin tekin i
litum.
Inngangsorö myndarinnar flyt-
ur Matthias Johannessen
formaöur þjóðhátibarnefndar og
var sá hluti tekinn i fyrra á breiö-
filmu af Jóni og Þrándi Thorodd-
sen. Tónlistin sem leikin er I
myndinni er sótt til íslenskra
þjóðlaga og leikin af Halldóri
Pálssyni f 1 a u t u le i k a r a .
Hljóösetningu annaðist Oddur
Gústafsson. Leikarar i myndinni
sem eru uin 60 talsins eru allir
ibúar á Suðurlandi.
Meðal þess sem sýnt er imynd-
inni eru vinnubrögð við skyrgerö,
ullarvinnu, heyskap, eldiviðaröfl
un og brugðið upp myndum af
útbúnaöi og tilhögun viö smala-
mennsku og kaupstaðarferðir.
Mörg atriðin eru þess eölis aö
ógjörningur væri aö setja þau á
svið núna.
Þess má svo geta að lokum aö
sýning myndarinnar er siöasta
atriöið á dagskrá þjóðhátiöar-
nefndar og er þvi störfum hennar
lokiö. ÞH
t kvöld, klukkan 21 veröur
frumsýnd myndin t dagsins önn á
þremur stöbum samtimis: i Há-
skólabiói, Nýjabiói á Akureyri og
Seifossbiói. Eins og fram hefur
komiö er mynd þessi gerö fyrir
tilstilli félagasamtaka á
Suöuriandi i samvinnu viö þjóö-
hátiöarnefnd.
Aödragandi þessarar myndar
er nokkuð langur þvi Siguröur
Greipsson i Haukadal mun fyrst-
ur hafa sett fram hugmyndir um
gerð hennar fyrir rúmum 20 ár-
um. Ariö 1956 komu fulltrúar fjöl-
margra félagasamtaka á Suður-
landi saman til fundar á Selfossi
þar sem kosin var nefnd til aö
annast gerö þjóöháttakvikmynd-
ar þar sem varðveittar yröu
heimildir uin forna búskapar-
hætti til sveita.
Meöalaldur öldunga hér
hækkar stööugt; nú mun t.d.
meöalaldur vistmanna á Grund
vera 82 ár.
,,Þaö eru til nógu mörg sjúkra-
rúm, en skipulagsleysið veldur
þvi aö þau nýtast ekki langlegu-
sjúklingum”, sagöi Gísli Sigur-
björnsson.
Slæmar aðstæður
i heimahúsum
Rannveig Þórólfsdóttir
hjúkrunarkona tjáði blaða-
mönnum, aö vegna þess að hér er
engin ellisjúkdómadeild, sjúk-
dómurinn ekki viðurkenndur sem
sérgrein og skipulagsleysi rikti á
sjúkrahúsum, þá væri langlegu-
sjúklingum komið heim til sin.
Rannveig, og þrjár hjúkrunar-
konur aö auki og sex sjúkraliðar,
eiga siöan aö sinna þessu fólki,
sækja þaö heim.
„Aöstæður I heimahúsum eru
viöa bágar”, sagöi Rannveig.
Margir vistmanna
Grundar ættu að vera
á spitala
„Aöstaða okkar hér á Grund til
aö hjúkra langlegusjúklingum er
afleit”, sagði Alfreð Gislason
læknir, en Alfreð hefur umsjón
með sjúklingum á Grund.
„Hér er margt manna sem ætti
að vera á sjúkrahúsum. Þaö er
brýn þörf fyrir langlegudeildir”.
Þór Halldórsson læknir benti á,
að sjúkt fólk ætti að vera á
sjúkrahúsum, og skipti I þvi sam-
Fiat 126 BERLINA 4ra manna. Vél 23 din. 5.5 lítrar
per 100 km. Verð 462.000. Góðir greiðsluskilmálar
DAVÍÐ SIGURÐSSON H.F.
Siðumúla 35/ símar 38845 og 38888.
En yfirvöld hafa gleymt
gamla fólkinu og svikið
}bað, segja talsmenn
Oldrunarfrœðifélagsins
bandi engu máli hve gamalt þaö
væri.
Nú munu um 25-30% sjúklinga á
sjúkrahúsum i Reykjavik vera
langlegusjúklingar.
Félagsfræðileg
könnun
Eitt af markmiöuin öldrunar*
fræöafélagsins er aö stuðla að
rannsóknum á félagslegum
vanda aldraðra. Nú mun sálfræð-
ingur, starfandi hjá Félagsstofn-
un Reykjavikur, vera byrjaður al
vinna að slikri könnun.og einnig
er verið aö vinna að svipaðri
könnun á Suburnesjum, en þar ei
ástandið sérlega slæmt. A ölluir
Suöurnesjum eru aðeins lí
sjúkrarúm fyrir elliheimili.
A fjárlögum þessa árs er gerl
ráö fyrir 500 miljónum króna ti!
sjúkrahúsa og læknabústaða. Ai
þessari upphæö renna aðeins 3í
miljónir til elliheimila.
„Þaö er ekki einu sinni hægt af
byggja kjallara undir elliheimil:
fyrir þá upphæð”, sagði Gisl:
Sigurbjörnsson.
—GG
NIu af hverjum hundraö islend-
ingum eru 65 ára og eldri. Þótt
þjóöinni fjölgi ört og yngstu
aldursflokkarnir séu fjölmenn-
astir, þá fjölgar öldungum. þ.e.
fólki sem eldra er en 80 ára
einnig. i ár eru t.d. 50% fleiri
öldungar á islandi en f fyrra.
Fyrir tæpu ári, var stofnað I
Reykjavik Oldrunarfræðafélag
Islands.
Félagið telur verkefni sin vera;
a) að stuðla að rannsóknum á
fyrirbærum öldrunar, hörnunar-
sjúkdómum, svo og félagslegum
vanda aldraös fólks, b) að vinna
að aukinni fræöslu um þessi efni,
jafnt á faglegum vettvangi sem
meöal almennings, c) aö vera til
ráöuneytis um lausn vandamála
aldraðra og d) aö beita sér fyrir
umbótum á aðstööu aldraðra I
heilbrigöislegum og félagslegum
efnum.
Nú hefur stjórn öldrunarfræða-
félagsins beint tilmælum til heil-
brigðisyfirvalda, háskólans og
fleiri, að hérlendis verði ellisjúk-
dómafræöi (geriatria,
geriatrik/l&ngvárdsmedicin)
tekin upp og viöurkennd sem sér-
grein innan læknisfræðinnar.
Þessi sérgrein er þegar viður-
kennd i Sviþjóö og i Danmörku.og
er nú unniö aö þvi af hálfu
Nordisk Gerontologisk Förening,
aö samskonar viöurkenning fáist
annars staöar á Noröurlöndum.
Skipulagsleysi,
gleymska, svik
Gisli Sigurbjörnsson. forstjóri
er formaður öldrunarfræöa-
félagsins, en aðrir I stjórn þess
eru Alfreð Gislason, læknir, Þór
Halldórsson læknir, Rannveig
Þórólfsdóttir, hjúkrunarkona og
Geirþrúöur Hildur Bernhöft, elli-
málafulltrúi Reykjavikur.
Gisli sagði á blaðamannafundi i
gær, aö heilbrigöisyfirvöld I land-
inu heföu yfirleitt gleymt gamla
fólkinu. Það væri illa aö þvi búið,
og þótt nú væru aö tiltölu fleiri
sjúkrarúm á Islandi en viðast
annars staðar, þá væri skipulags-
leysið slfkt, að naumast væri
rými fyrir langlegusjúklinga.
Engin sérstök langlegudeild er til
I landinu. Elliheimilin, t.d.
Grund, verða aö hýsa langlegu-
siúklinga viö bágar aðstæður.
Ýfirvöldin gleyma gamla
fólkinu, sagöi GIsli, eða svikja
það. Og hann nefndi sem dæmi,
aö fyrir síöustu borgarstjórnar-
kosningar I Reykjavik, hefði
veriö lofað sérstakri byggingu,
ellihjúkrunarheimili á lóð
Borgarspítalans i Reykjavlk.
Eftir kosningar gleymdist málið
svo.
Plakatið, sem Barbara teiknaði
ungur
nemur gamall temur
Bókasafnsfrœðingar gefa út plaköt
A eins árs afmæii sfnu, 10. nóv.
s.l. gaf Félag bókasafnsfræð-
inga út plakat, teiknað af hinni
kunnu listakonu, Barböru Arna-
son. Myndin sýnir fróðleiksfýsn
litils barns og mætti ef til vill
kalla hana „Hvað ungur nemur,
gamall temur.”
Þetta er fyrsta veggspjaldiö
af sjö, sem félagiö hefur látið
gera og mun gefa út á skömm-
um tima. Hin sex eru teiknuð af
nemendum i Auglýsingadeild
Myndlista- og handiöaskólans.
Plakötin eru mjög ólik hvert
öðru að gerð, en eiga öll það
sameiginlegt, að þau minna á
bækur og bóklestur. Þau henta
til skreytinga I bókasöfn, skóla,
ýmsar stofnanir og ekki sföur i
barna- og unglingaherbergi.
Félag bókasafnsfræðinga,
sem er stéttarfélag lærðra
bókavarða, hefur nú starfaö I
rúmt ár eins og áður er sagt.
Félagið vinnur nú að ýmsum
verkefnum, m.a. útgáfu upp-
sláttarrita,og mun ágóði af sölu
plakatanna renna til þeirrar
starfsemi. Plakötin veröa til
sölu I Safnarabúðinni viö Bók-
hlööustig, Bóksölu stúdenta,
Völuskrini, Laugavegi 27 og hjá
félagsmönnum.
Hvað
I dagsins önn
Öldungum fjölgar ört