Þjóðviljinn - 07.02.1975, Page 16
Velasco hershöfðingi. Uppreisn lögreglunnar er alvariegasti mótþró-
inn, sem stjórn hans hefur verið sýndur frá valdatöku hennar 1968.
Munnlegur málflutningur
fyrir borgardómi:
Um frávís-
unarkröfuna
PERU:
Uppreisn
lögreglunnar
bœld niður
DJOÐVIUINN
Föstudagur 7. febrúar 1975
Rússar
kaupa
fyrir
4 milj-
arða
1 gær voru undirritað-
ir i Moskvu tveir nýir
sölusamningar við
Sovétrikin. Annar
samningurinn lýtur að
þvi að sovétmenn kaupa
af okkur 22.200 smálestir
af hraðfrystum fiskflök-
um og 6000 smálestir af
heilfrystum fiski. Þetta
kaupa sovétmennirnir
fyrir 2 miljarða og 900
miljónir.
Þá var samið um kaup sovét-
manna á 30.000 smálestum af
fiskmiöli. beas. borskamjöli,
loðnumjöli og spærlingsmjöli fyr-
ir 1 miljarð og 50 miljónir.
Samtals var þvi samið um sölu
á islenskum fiskafurðum til
Sovétrikjanna fyrir 3 miljarða 950
miljónir króna. Þetta eru stærstu
sölusamningar, sem gerðir hafa
veriö samtimis milli islendinga
og sovétmanna og munu þetta
vera um 13% af heildarfram-
leiðslu þessara afurða, en á sl. ári
keyptu sovétmenn 7,6% af þessari
framleiðslu okkar.-úþ
1 dag kl. hálftiu hefst i
borgardómi Reykjavik-
ur munnlegur málflutn-
ingur i VL-málunum. Að
þessu sinni verður tekin
fyrir krafa Inga R.
Helgasonar, hrl. um að
máli VL-12 gegn tJlfari
Þormóðssyni blaða-
manni verði visað frá.
Kröfu sina byggir Ingi á
ákvæðum laga um sam-
aðild, en upphafsmenn
VL voru 14 talsins, en
stefnendur eru aðeins
12.
Það kom í hlut Hrafns Braga-
sonar, borgardómara, að fara
með mál Úlfars hjá borgardómi.
1 réttinum i dag mun Ingi R.
Helgason fyrst gera grein fyrir
kröfu sinni, síðan svarar lög-
maður stefnenda, Gunnar Guð-
mundsson, og siöar gefst lög-
mönnum stefndra og stefnenda
kostur á að svara. Gert er ráð
fyrir að málflutningi ljúki á há-
degi.
Vert er að taka fram að i dag
verður aðeins fjallað um frávis-
unarkröfuna-, sjálft meiöyrða-
málið kemur fyrir ef borgardóm-
ur fellst ekki á kröfuna.
LIMA 6/2 — Um þrjátiu manns
eru sagðir hafa látið lifið og fjöl-
margir særðust i Lima, höfuðborg
Perú, i gær og nótt i átökum ínilli
hersins og lögreglunnar i höfuö-
borginni. Hófust illindin með þvl
að 1500 lögreglumenn, sem kröfð-
ust launahækkunar og betri
starfsskilyrða, tóku á vald sitt
lögreglustöð nokkra og vlggirtu
sig þar. Þegar lögreglumennirnir
neituðu að gefast upp, tefldi hér-
inn fram skriðdrekum, og eftir
tuttugu minútna bardaga voru
lögregluinenn sigraðir.
En ekki var þeim bardaga fyrr
lokið en óeirðir gusu upp viðsveg-
ar i borginni, og er óljóst hvort
þær voru skipulagðar eður ei.
Höföu óeirðainenn miðhluta
borgarinnar á sinu valdi um
skeið, köstuöu grjóti og bensin-
sprengjuin (sem benda til þess að
óeirðirnar hafi verið undirbúnar)
og kveiktu I mörgum byggingum,
þar á meðal skrifstofum blaðsins
Correo og húsi upplýsingaþjón-
ustu stjórnarinnar. Verslanir
voru rændar og ruplaðar. Herinn
skaut fyrst viðvörunarskotum, en
þegar óeirðaseggirnir sinntu þvi
ekki, var byssunum beint að
þeim. Segjast sjónarvottar hafa
séð allmarga skotna með
vélbyssum úr skriðdrekum. Mun
þá um siðir hafa tekist að dreifa
óeirðamönnunum.
Stjórnin hefur lýst yfir
neyðarástandi I landinu og numið
stjórnarskrána úr gildi i bráðina.
Talsmenn lögreglunnar segja að
uppreisn þeirra hafi náð til borg-
anna Arequipa, Piura og Trujillo,
en það hefur herinn ekki staðfest.
Velvopnaðir varðflokkar og
skriðdrekar eru nú á verði á
götuin við helstu stjórnar-
byggingar I Lima.
Talsmenn lögreglumanna
neituðu þvi að uppþot þeirra væri
af pólitiskum ástæðum, en sú
fullyrðing mun tekin með fyrir-
vara. Vitað er að hægri öflin I
landinu eru mjög heiftúöug út i
hina umbótasinnuðu herforingja-
stjórn undir forustu Velascos
Alvarados hershöfðingja, sem
rikt hefur slðan I október ■ 1968.
Stjórn hans hefur að miklu leyti
tekið jaröeignir og auðinagn
landsins úr höndum innlends og
erlends auðvalds, og i suinar tók
hún eignarnámi helstu blöð
landsins, sem hægrimenn höfðu
eignarhald á. Stjórnin hefur haft I
frammi einhverja tilburði til að
bæta kjör alþýðu og i utanrikis-
máluin hefur hún tekið upp náið
og vinsamlegt samband viö
Kúbu, en sambúö hennar við
Bandarikin og Brasiliu mun að
sama skapi fremur kuldaleg.
Lon Nol — nú tæmir hann fangels-
in I herinn.
Henda hluta
af innvolsi
Þjóðviljinn fékk þær upp-
lýsingar hjá BUR, að togarar
hennar hirða lifur þegar hana er
að fá,en ekki sióg. Þá hirða B(JR-
togarar hrogn.
ögurvfkurtogararnir ögri og
Vigri hirða ekki lifur, og fengum
við þær upplýsingar þar, að það
borgaði sig ekki! Hins vegar er
hirt gota um borð i þessum
togurum á hrygningartima.
Nú kynni einhver sá, sem við
aðgerð hefur fengist um ævina, að
sjá það I hendi sér, að ef einhver
hluti innvols úr fiski er hirtur og
skilinn frá öörum hlutum þess,
sparar það engan tima, fé né
fyrirhöfn að henda því sem eftir
stendur, frekar en að það auki á
kostnað útgerðar að láta hirða
haö sem eftir stendur og láta
vinna úr þvi verðmæti, en eins og
komið hefur fram hér I blaðinu er
hægt að vinna verðmætt kálfa-
fóður úr sjálfsmeltu slógi.
-úþ
Alþýðubandalagið
Alþýðubandalagið í Borgarnesi
Alþýðubandalagið i Borgarnesi og nágrenni heldur fund á laugardag-
inn kl. 2 i Snorrabúð.
Dagskrá: 1. Inntaka nýrra félaga. 2. Hreppsmálin. 3. önnur mál. —
Allir velkomnir.
Stjórnin.
Aiþýðubandalagið Akranesi og nágrenni
Munið fasta félagsfundi þriðja mánudag hvers mánaðar I Rein klukkan
8:30. — Á kvennaári höldum við árshátið okkar á góu. Munið 8. mars i
Rein, góugleöi Alþýðubandalagsins á Akranesi. Nánar auglýst siðar. —
Félagsmálanefnd.
Alþýðubandalagið i Kópavogi
A næstu mánuðum efnir félagið i Kópavogi til rabbfunda um ýmis
málefni hálfsmánaðarlega. Fundirnir verða á þriðjudagskvöldum kl.
20.30 i Þinghól og eru öllum opnir. Fyrsti fundurinn er næstkomandi
þriðjudag 11. febrúar. Þá verður rætt um spurninguna: Er alvarleg
kreppa I aðsigi? Málshefjandi er Hjalti Kristgeirsson, hagfræðingur.
Starfshópur um skipulagsmál i Reykjavik
hittist að Grettisgötu 3 mánudaginn 10. febrúar kl. 8,30. A fundinum
verða Sigurjón Pétursson og Sigurður Harðarson. Allir velkomnir.
Borgarmáiaráð.
Birgðaflekum sökkt
PHNOMPENH 6/2 — RauOir
khmerar neyddu I gær skipalest,
sem var á leið upp Mekong með
birgðir til Phnompenh, til þess að
snúa við inn fyrir landamæri
Suður-Vietnams. Areiðanlegar
heimildir herma að þremur
flutningaprömmum að minnsta
kosti hafi veriö sökkt. Var þetta
stærsta skipalestin, sem reynt
hefur verið að senda til höfuð-
borgar Kambódiu frá þvi að
rauðir khmerar tóku að þrengja
að borginni um áramótin. Siðan
þá hefur tekist að koma sáralitiu
af birgðum tii borgarinnar vatna-
leiðina.
ADDIS ABABA 6/2 — Harðir bar-
dagar geisuðu f dag suður og suð-
vestur af Asmara og viröast
hernaðarátök sjálfstæðissinna f
Eritreu og eþfópska hersins fara
sfharðnandi. Flóttamenn
streyma til borgarinúar utan af
landsbyggðinni, og seint f nótt
komust þangað nokkrir skrið-
drekar Eþfópfuhers, sem höfðu
tafist á leið sinni þangað I tvo
daga vegna viðnáms uppreisnar-
manna, sem hafa siegið hring um
borgina.
Haldið er áfram að flytja út-
lendinga frá Eritreu loftleiðis. I
gær var flogið frá Asmara með
um 600 breta, bandarfkjamenn,
indverja og grikki, og auk þess
fóru þaðan þrjár flugvélar með
eritreskar konur og börn. Þá hafa
Um helmingi þeirra skipa og
báta, sem reynt hefur verið að
sigla upp fljótið til Phnompenh
siðan uin áramótin, hefur verið
sökkt, annaðhvort á leiðinni upp
eftir eða til baka til Suður-Viet-
nams. Er þetta mjög alvarlegt
mál fyrir stjórn Lon Nols, þvi að
mestur hlutinn af skotfærum
þeim, eldsneyti og matvælum,
sem hún heldur sér við á, hefur
borist henni upp Mekong.
Lon Nol viröist nú kominn I
mikið hrak með mannafla, sein
best sést á þvi að nýlega leysti
hann úr haldi um 400 afbrota-
Italir I hyggju að koma upp loft-
brú til að flytja frá Eritreu þær
3000 manneskjur af Itölsku
þjóðerni, sem þar eru búsettar.
Likur benda til þess að Eþiópiu-
her hafi misst fjölda skriðdreka
og annarra brynvarinna farar-
tækja á veginum suður af As-
mara, en þar höfðu sjálfstæöis-
sinnar komið fyrir jarösprengj-
um. Eþiópski flugherinn gerir
sprengjuárásir á nyrstu hverfi
Asmara, þar sem sjálfstæðissinn-
ar hafa enn fótfestu, en þeir munu
hafa verið sigraðir I borginni
sjálfri um helgina. Litið er um
matvæli í borginni og skelfingu
lostnir flóttamenn utan úr sveit
og borgarbúar leita hælis I kirkj-
um og klaustrum.
menn og tók þá i her sinn. Rauðir
khmerar eru nú svo nærri höfuð-
borginni að enginn hluti hennar er
óhultur fyrir eldfalaugaskotuin
þeirra. Þannig fórust og særöust
allmörg börn I dag er eldflaug
lenti á barnaskóla i miðborginni.
BLAÐ-
BURÐUR
Þjóðviljann vantar blað-
bera í eftirtalin hverfi:
Kvisthagi
Tómasarhagi
Stigahlíð
Vinsamlegast hafið
samband við afgreiðsl-
una.
ÞJÓÐVILJINN
Sími 1 7500
Sendlar
óskast
fyrir hádegi.
Þurfa að
hafa reiðlijól
ÞjÓÐ VILJINN
Mikið tjón
Eþíópíuhers