Þjóðviljinn - 23.02.1975, Blaðsíða 8
8 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 23. febrúar 1975
cTVIyndir
úr sögu verkalýðshreyfingar
og sósíalískra samtaka
Hólaför
prentara
Myndirnar á siöunni i dag eru
fengnar aö láni úr safni Hins
islenska prentarafélags, en þær
voru teknar þegar prentarar og
aörir bókagerðarmenn fóru
einskonar pilagrimsför til Hóla i
Hjaltadal, fyrsta og frægasta
prentstaðar Islands, i tilefni 500
ára afmælis prentlistarinnar i
júni 1940.
Hugmyndin um Hólaför hafði
reyndar fyrst komið fram i
félaginu 10 árum fyrr, þegar
prentarar héldu hátíðlegt 400
ára afmæli prentlistar á Islandi,
en þá ekki orðið úr ferðinni.
Þótti þvi tilvalið að hrinda hug-
myndinni i framkvæmd þegar
að þvi kom að minnast fimm
alda afmælisins, og halda nafn-
dag meistara Gutenbergs hátið-
legan á Hólum 24. júni.
Auk prentara stóðu að
hátíðahöldunum félög bók-
bindara, prentsmiðjueigendur
og bókbandsiðnrekendur. Segir
i „Prentaranum” (des 1940) frá
umfangsmikilli undirbúnings-
vinnu þar til kosinna nefnda og
var ma. skipulagt, að menn
legðu til hliðar ákveðna upphæð
á viku til ferðakostnaðarins.
Heiðursfélögum HIP var boðið i
ferðina og efnt var til happ-
drættis til styrktar nemum og
prentsmiðjukonum. Auk
prentara hér sunnanlands
ákváðu að taka þátt i Hólaför
prentarar á Isafirði og
Akureyri.
En um vorið, er undir-
búningurundir ferðina og annað
það er gera átti til að minnast
þessara merku timamóta i sögu
prentlistar stóð sem hæst,
gerðust vofveiflegir atburðir,
sem snertu þannig hvern
einasta landsmann, að fólk var
ekki beinlinis i ferða- eða
hátiðaskapi og lá við að hætt
yrði við ferðina. I april réðust
þjóðverjar,,inn i Danmörku og
Noreg og spurðu þá margir
sjálfa sig, hvort ekki væri óvið-
eigandi að stofna til sliks gleð-
skapar meðan frændurnir i Nor
egi berðust, vonlausri baráttu
fyrir frelsi sinu. Og 10. mai kom
reiðarslagið : hernám Islands.
En eftir miklar og ýtarlegar
Þorsteinn Halldórsson flytur kvæði á Vatnsskarði
Ferðahópurinn að sunnan
Akureyringar og Reykvikingar mætast á Vatnsskarði
Heiðurshliðið að Hólum.
Gengiö úr kirkju eftir messu.