Þjóðviljinn - 23.02.1975, Side 9

Þjóðviljinn - 23.02.1975, Side 9
Sunnudagur 23. febrúar 1975 ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 9 umræður var að lokum ákveðið, að ferðin skyldi gerð þrátt fyrir allt. 23. júni var svo lagt af stað i fyrsta áfanga ferðarinnar, með Laxfossi frá Reykjavik til Akraness. Er ferðasagan rakin i smáatriðum i „Prentaranum”, en hér verður að láta sér nægja að stikla á þvi stærsta. Tiu 18 manna rútur frá Stein- dóri skreyttar islenska fánanum og merki prentara, fluttu fólkið frá Akranesi að Reykjaskóla i Hrútafirði, þar sem bættust i hópinn 5 fulltrúar Isfirskra prentara og höfðu ferðast 8 stundir á hestum og tiu á sjó til að geta tekið þátt i hátiða- höldunum með stéttarbræðrum sinum. barna fluttu ræður dr. Guðmundur Finnbogason og Guðmundur Gislason skóla- stjóri Reykjaskóla. Næsta viðstaða var i Vatns- dalshólum, þar sem Páll Kolka héraðslæknir og fleiri húnvetn- ingar sátu fyrir leiðangrinum og buðu menn velkomna i Húnaþing. A Vatnsskarði , beið Akureyrarhópurinn sunnan- manna niu prentarar ásamt sr. Friðriki Rafnar vigslubiskupi Norðurlands og konu hans og hafði ghrna á fjallinu verið reist stór fánastöng með islenskum fána, sem „blakti tignarlega yfir fylkingum norðan- og sunnanmanna er þær sigu saman” einsog „Prentarinn” lýsir þvi. Þarna ávarpaði Magnús H. Jónsson form. HIP norðanmenn, Þorsteinn Halldórsson flutti kvæði og sr. Friðrik Rafnar bauð ferða- hópinn velkominn norður. Þarna bættust f jórar bifreiöar Norðlendinga i bilalestina og var nú ekið til Hóla og komið þangað um eittleytið eftir tæpra 18 tima ferðalag. Þar var gengið i hlað fylktu liði undir fánum, en staðurinn var einnig fánum skreyttur og við suðurhlið skólahússins heiðurshlið áletrað: „Prentlistin 500 ára”. Skólastjórahjónin Kristján Karlsson og Sigrún Ingólfsdóttir buðu gesti velkomna. Matur beið gestanna i skreyttum borösal og uppbúin rúm fyrir 65 manns, en flatsæng mikil fyrir hina, segir „Prentarinn” og rómar mjög allar viðtökur Hólamanna. Morguninn eftir var gengið i skrúðgöngu til kirkju, þar sem sr. Friðrik Rafnar prédikaði, söngflokkur prentara og bók- bindara annaðist sönginn. Margt gesta úr héraðinu kom til hátiðahaldanna. Eftir messu var staðurinn skoðaður og þá ma. sérstaklega staðnæmst á Prenthól, þar sem talið er aö prentsmiöjan hafi staðið á sinum tima. Siðan var safnast til veislu i leikfimihúsinu og sátu hana yfir tvö hundruð manns. Þar var mikiö sungið og margar ræöur fluttar og þar afhenti for- maöur HIP Hólakirkju minn- ingargjöf prentarastéttarinnar, Guðbrandsbibliu i fallegu skrini, og Hólaskóla færöi hann að gjöf fyrir hönd stéttarinnar útsaumaða og innrammaða mynd af Gutenberg. Of langt yrði að telja hér alla ræöumenn, en auk þeirra flutti Þorsteinn Halldórsson kvæði sitt, ,,Lof- söngur til prentlistarinnar á 500 ára afmæli hennar” og lesið var upp ljóð, sem Konráð skáld Vilhjálmsson á Akureyri sendi prenturum i tilefni hátiö- arinnar. Um kvöldið flutti Jósef Björnsson fyrrum skólastjóri á Hólum erindi um fornar minjar staðarins, siðan var kvik- mynda- og skuggamyndasýning og að lokum dansað fram á nótt. Morguninn eftir voru heima- menn kvaddir og haldið af staö til Varmahliðar, þar sem skilnaðarhóf norðan- og sunnan- manna stóð. 1 skálanum við Hvitárbrú var skilnaðarborö- hald félaganna aðsunnan og rak hver ræðan aðra og hver annarri fjörugri, enda „sólskin i sálum manna”, svo enn sé vitnað 1 grein „Prentarans” sem þessi frásögn er unnin eftir. Heim til Reykjavikur var komið kl. eitt um nóttina. —vh Reynt aö viöhalda stofnum villtra dýra Það var ekki fyrr en á síðustu stund — og í mörgum tilfellum of seint— sem augu manna opnuðust fyrir nauðsyn þess að spyrna við fótum ef ekki ætti hreinlega að útrýma mörgum þeim dýra- og fuglategundum sem lifað hafa við hlið mannsins á jörðunni frá örófi alda. öll þekkjum við sögu síðasta geir- fuglsinsá (slandi^og nú er örninn og jafnvel fleiri tegundir í hættu, þótt verndaðir séu að lögum — seint og um síðir. Það er sama sagan á megin- landi Evrópu. Þar hefur villtum dýrategundum verið útrýmt nánast af hugsunarleysi, og þrátt fyrir aðgerðir dýravernd- unarmanna i Afriku virðist litið lát á dýradrápinu sem menn stunda sér til skemmtunar eða fjár. Ógleymanlegur dýra- verndunarmönnum er Bartolomeus Szpakowicz skóearvörður.sem vann sér það til frægðar 9. febrúar 1921 að Aðeins sex trönupör eru eftir i Þýskalandi. skjóta siðasta villta visundinn i Póllandi og þar með i heimin- um. Af sama tillitsleysinu og vísundunum var útrýmt var ráðist gegn alpasteingeitinni. Þó tókst að halda báðum teg undum við meö ræktun i dýra- görðum og nú eru til lifandi um 860 visundar. 60 þeirra lifa villt- ir i skógum Suður-Póllands, þar sem hjörð var sleppt 1954 i til- raunaskyni, en pólverjar hafa lagt fram mikinn skerf til dýra- verndunar og viöhalds siðan eft- ir strið. Það hefur lika tekist aö koma upp steingeitastofni á náttúru- verndarsvæöunum i Póllandi og mun tala þeirra nú vera komin uppi uþb. 8000. t Vestur-Þýskalandi verpa enn sex trönuhjón, en það er eingöngu þvi aö þakka, að á- hugamaður nokkur hefur haldið vörð um varpsvæði þeirra. Fleiri fuglategundum er haldið við meö fóðrun, og nú er loks verið að setja strangari reglur um veiði og umferö um svæði þar sem villt dýr lifa i löndum Mið-Evrópu. Meðfylgjandi myndir af alpa- steingeitinni og visundinum sem tekist hefur aö gera villt á ný I Póllandi eru teknar úr bók þýska ljósmyndarnas og dýra- verndunarmannsins Carl Albrecht von Treuenfels, „Meðan þau lifa enn”. Steingeitunum fjölgar á verndarsvæðunum. Snúið við: 60 þeirra lifa nú á ný villtir i skógum Póilands. Pólverjum hefur tekist aö koma upp villtum hjörðum steingeita og vísunda i skógum sínum Sjálfs- könnunin Eftir I. Filenkov , Félagsfræðingurinn rétti Kolo- bakin forstjóra spurningalista og sagði: — Þessum spurningum er best að þér svarið aleinn, Valdimir Leonidóvitsj. Svona sjálfskönnun hjálpar yður að gera yöur grein fyrir göllum yðar, og sýnir við hvaöa eiginleika þér þurfið að leggja meiri rækt. Forstjórinn settist við skrifborö ið sitt og las spurningalistann vandlega. Spurning nr. 1 var svohljóö- . andi: Tekurðu ákvarðanir án þess aö hlusta fyrst á skoðanir annarra? „Já” skrifaði forstjórinn heið- arlega undir með blýanti. Og eft- irfarandi spurningar og svör litu þannig út: Nr. 2: Getur hver sem er af starfsfélögum þinum hafið sam- tal við þig án fyrirvara og sagt það sem honum býr i brjósti? „Auðvitað ekki”. Nr. 3: thugarðu ráðleggingar annarra? „Nei, þess þarf ég ekki”. Nr. 4: Haldið þér fast viö skoð- un yðar, jafnvel þótt enginn hinna sé sammála? „Að sjálfsögðu”. Nr. 5: Ertu tilbúinn til að bera ábyrgð á mistökum? „Nei, þaö er engin ástæða til þess”. Nr. 6: Hafiö þér lesiö nýjustu ritin um „vandamál verkstjórn- ar”? „Nei”. Nr. 7: Hefurðu dregið gagnleg- ar ályktanir af ofanrituðum spurningum? „Já”. Og um leið og hann hafði svarað sjöundu spurningunni dró Kóló- bakin djúpt andann, strokaði út fyrstu sex svörin og sneri þeim algerlega við. (Úr sovéska blaðinu „Kroko- dil”). Nauðgurum var nauðgað Margt hefur verið skrifað og rætt um ástæður fyrir þvi að kon- um er nauðgað. Kvenréttinda- hópar hafa komið þvi til leiöar að nú er unniö að visindalegri rann- sókn á þessu efni i Bandarikjun- um. Athugun sem gerð hefur ver- ið á mönnum sem dæmdir hafa verið fyrir nauðganir hefur leitt i ljós, að 75% af 150 nauðgurum höfðu oröið fyrir kynferöislegri misnotkun i bernsku, oft svo gróf- legri að þeir höfðu þurrkað at- burðina burt úr minni sinu.

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.