Þjóðviljinn - 23.02.1975, Page 10
10 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 23. tebruar 1975
Eitt sinn byggöu flestir vest-
firöingar afkomu sina nokkurn-
veginn jöfnum höndum á sjó-
sókn og búskap.Búin voru mörg
og litil og fiskurinn sóttur i
fjöröinn útifýrir. Nú er þetta allt
breytt, fiskurinn löngu far-
inn útá djúpmiö, þorp risin viö
hvern fjörö, en sveitabyggöin
brisjuö, og þar sem áöur voru
kannski fjórir, fimm bæir eöa
fleiri, tiltölulega skammt hver
frá öörum, er nú einn eöa jafn-
vel enginn. Þaö er búiö aö skipta
verkunum, bændurnir halda sig
heimaviö og fara ekki einusinni
á skak, sjómennirnir búa i þorp-
unum.
Og svo spyrja þeir, sem allt
meta útfrá peningagróöanum:
Borgar sig aö halda þessum
dreifbýlu sveitum I byggö?
Borgar sig aö leggja vegi, raf-
magn, sima i útvikur og annes
fyrirþessar fáu hræöur? Borgar
sig aö haida uppi skóla o.s frv.
o.s.frv. öll þekkjum viö tóninn.
— Auðvitaö „borgar” þaö sig
enganveginn útfrá þessu sjón-
armiöi, segir einn útvikurbónd-
inn, össur Guöbjartsson aö
Láganúpi i Kollsvik, Rauöa-
sandshreppi. En ef halda á
landinu I byggö veröur aö búa
viöar en á litlum bletti og ef is-
lendingar vilja halda landinu i
byggö veröa þeir aö kosta þaö
lika og láta þaö fólk sem vill búa
á afskekktu stööunum njóta
sæmilegra kjara.
Viö heimsóttum össur i Kolls-
vik og fleiri sveitunga hans i
Rauðasandshreppi um daginn
og fer hér á eftir sumt af þvi
sem fram kom 1 rabbi viö þá, en
i næsta sunnudagsblaöi segir frá
heimsókn I byggðasafn i einka-
eign, safn Egils bónda Ólafsson-
ar að Hnjóti.
Myndir og texti: vh
Margrét og Guömundur með börnum sinum þrem og Htilli frænku á
tröppum skólabyggingarinnar.
Litlir skólar bæði
kostur og ókostur
„Eitt sinn björguöu barö-
strendingar breskum togara viö
Látrabjarg”. — Þessi setning I
stafsetningarkennslubókinni
hneykslar nemendur heimavist-
arskólans I örlygshöfn mikiö, þvi
þau eru nú aldeilis ekki á þvi aö
láta taka af eigin sveitungum
heiöurinn af frægustu björgun úr
sjávarháska viö island og færa
hann i hendur næstu sveitar.
„Baröstrendingar” nær I þeirra
vitund aöeins yfir þá sem búa i
þeim hluta sýslunnar, sem heitir
Baröaströnd.
En jafnvel þótt baröstrending-
um væri breytt i rauösendinga
væri þaö ekki nógu rétt, þvi þaö
kalla þau bara þá sem búa við
sjálfan Rauðasandinn, hitt eru
látramenn útviknamenn og
hafnarmenn. Svona geta skipt-
ingarnarveriö flóknar i sumum
sveitum.
En skiptingarnar i skólanum
eru ekki flóknar. Þar er skipt i
þrjá hópa I kennslunni, 7-9 ára
börn, 10-12 ára börn og 13-14 ára
börn, og er helmingurinn i skól-
anum i einu hálfan mánuð i senn,
annað timabiliö þau elstu og
yngstu, hitt timabilið 10-12 ára
börnin. Skóladvölin verður þann-
ig uþb. þrir mánuöir á nemanda,
en á milli eiga börnin að læra svo
Framhald á 19. siðu
Þau voru svo stillt I timanum, aö þau litu ekki einusinni upp þótt verið
væri aö taka mynd.
Lífskjör byggjast ekki
eingöngu á fjárhagnum
Hjónin á Láganúpi i Kollsvik,
þau Sigriöur Guöbjartsdóttir og
össur Guöbjartsson eru aö
byggja nýtt ibúöarhús. Þaö
hlýtur aö skoöast sem bjartsýni
á þaö aö byggö haldist i
sveitinni og mas. i útvikunum.
— Ja, eða sérviska, segir
össur. Sannleikurinn er sá, að
það þyrfti eitthvað að vera
skipulagt varðandi byggðina,
þannig að fólk sem vill búa á
þessum stöðum viti nokkurn-
veginn að hverju það gengur,
félagslega séð. Það er spurning
hvað 'er tryggt að byggja hér
upp, td. varðandi mjólkursölu.
Það er ekkert bundið. Ekki
þyrfti annað en að tveir næstu
bæir við mig færu I eyði, Hænu-
vik og Sellátranes og þá væri
útilokað fyrir mig að koma
afurðum á markað vegna þess
að vegalengdin er þá orðin svo
löng frá næsta bæ 20 km., og svo
langt yrði mjólk aldrei sótt frá
einu býli. Ef ég ætla að byggja
upp búskapinn hér og koma upp
tilheyrandi byggingum hlýtur
sú spurning að vakna, hvort það
sé óhætt, meðan ekkert er sem
tryggir, að byggðin haldist þó
einsog hún er nú, — en hún er
búin að gisna heilmikið.
Raunhæfa byggðastefnu skil
ég þannig, að stjórnvöld tryggi
fólki úti á landi sem jöfnust lifs-
Láganúpshjónin Sigriður og össur
kjör við aðra. Sjálfsagt er aldrei
hægt að jafna þau alveg, amk.
ekki með þvi þjóðfélagsfyrir-
komulagi sem er á Islandi I dag,
en ákveðna hluti mætti þó gera.
Tökum td. flutningana. Nú fer
mestöll innflutt vara á land I
Reykjavik og er þaðan
umskipað útum land og bætist
þá flutningskostnaðurinn við
frumverðið. En ekki nóg með
það, heldur kemur öll álagning
og skattar á vöruverðið td. sölu-
skatturinn ofaná flutnings-
verðið. Þennan mismun mætti
jafna með verðjöfnunargjöldum
og var gert á þungavöru fyrir
mörgum árum, þannig að
gjöldin voru greidd þeim sem
fluttu vöruna út á land. Þetta er
reyndar gert nú með oliu og
sement, sem er á sama verði i
öllum höfnum, en væri hægt
með miklu fleiri vöruflokka.
Eins ætti að vera hægt að verð-
jafna rafmagnið.
En maðurinn lifir ekki á
brauði einu saman og lifkjör
byggjast ekki eingöngu á fjár-
hagnum. Það er ýmislegt
menningarlegs efnis, sem boðiö
er uppá i þéttbýli en fólk i
sveitum getur ekki notið, segja
þau Sigriður og Ossur. Leklist
og tðnlist, td..segjast þau ekki
Framhald á 19. siðu
Póstur í
30 ár
t vor veröur Kristinn Ólafsson
búinn aö vera póstur fyrir útvikur
Rauöasandshrepps i 30 ár. Hann
byrjaöi i póstferöunum 1945 og
hefur siöan fariö einu sinni i viku
lengstaf, en tvær feröir siöan
vinstri stjórnin jók póstþjónust-
una I dreifbýlinu. Hann tekur
póstinn á Hnjóti, en þangaö er
hann fluttur meö mjólkurbílnum
frá Patreksfiröi, og fer meö hann
út meö sveitinni i Kollsvik og aö
Hvallátrum, i tvær áttir, vegna
þess hvernig vegirnir iiggja.
— Ég fer þetta á bil þegar fært
er, segir Kristinn, annars ekur
systursonur minn mér á vélsleða,
og er nú tæknin orðin heldur meiri
en þegar ég byrjaði og labbaði á
minum eigin tveim fótum fyrstu
tvö árin. En þá þurfti ég heldur
ekki i tvær áttir, heldur gekk
hringinn vörðuðu leiðirnar yfir
hálsa að Látrum. Siðan keypti ég
tvo hesta til ferðanna og átti þá I
mörg ár. Svo fékk ég mér drátt-
arvél og fór eitt ár á henni yfir
fjallið, en sá fljótt, að það var
ekki gerlegt vegna kulda. Siöan
fékk ég mér bfl.
A öllum sinum ferðum segist
Kristinn ekki hafa orðið fyrir ó-
happi nema einu sinni þótt leiöin
sé erfið yfirferðar oft á tiðum, en
þá lenti hann i þeim háska, að
mildi má heita að hann skyldi lifa
af. Þá var hann reyndar ekki i
póstferð, heldur að elta tófu.
Harðfenni var og laus snjór ofaná
og missti hann fótana i brattri
hlið og féll framaf þriggja mann-
hæða háum kletti. Það sem hlifði
honum við beinbroti var að þar
lenti hann i lausum snjó, en missti
meðvitundina og lá þarna i eina
þrjá tima. Þegar hann rankaði
við sér hafði hann misst vettling-
inn af annarri hendi og skó af fæti
og var orðinn kalinn enda 12 stiga
frost, en tókst að brjótast heim i
Hænuvik með erfiðismunum og lá
síðan á sjúkrahúsi i hálfan mán-
uð.
Um þetta vill Kristinn reyndar
sjálfur ekkert fjölyrða en sveit-
ungar hans segja söguna til
marks um dugnað hans og þrek
að komast til byggða við þessar
aðstæður.
Kristinn segir póstferðirnar
hafa verið mun skemmtilegri áð-
ur fyrr, þegar fjöldi fólks var á
hverjum stað, einkum þótti hon-
um gaman að koma að Látrum,
þar sem hann var vanur að gista.
En þá var fólk lika miklu meira
fyrir að skemmta sér en nú er
orðið, finnst honum, og sjálfur
var hann aufúsugestur þar sem
efnt var til samkomu, þvi hann
var aðalharmonikuspilari
sveitarinnar.
— Það kom oft fyrir að haldin
voru böll á Hvallátrum og eins i
Breiðuvik og i örlygshöfn var
slegið upp balli mörgum sinnum á
vetri. Fólk taldi ekki eftir sér að
koma þótt það þyrfti að labba yfir
fjöll, — ekki voru bilvegirnir þá.
Framhald á 19. siðu
Fólk
verðuraö
ráða hvar
það býr
Hænuvik er einn af þessum
dæmigeröu stööum á Vest-
fjöröum sem áöur byggöu
afkomuna meira á sjónum en
landinu; þar voru áöur 5 býli, en
er nú eitt, og væri hægt aö búa þar
sæmilega góöu búi fyrir einn,
telur Bjarni Sigurb jörnsson
bóndi. Sjálfur starfar hann mest á
jaröýtu en er meö rúml. 100
kindur og 2-3 kýr til heimilisnota.
— öll sjósókn héðan er aflögð,
sagði hann. Það er svo ömurlegt,
að við fiskum ekki einu sinni til
matar. Þetta breyttist á árunum
sem ég var að verða fullorðinn,
þegar maður fór aö sækja vinnu
útávið, en sjósóknin hafði mikið
byggst á okkur, þessum strákum
sem vorum að alast upp. Orsök
breytingarinnar er þó fyrst og
fremst fiskfæö á grunnmiðum,
þaö er hætt aö sjást fiskur nema
Dagbjört óiafsdóttir og Bjarni Sigurbjörnsson I Hænuvik ásamt yngsta
syninum, Búa.
20-30 milur útaf landi. Menn fara
enn dálitið á skak frá Patreks-
firði, en það er lagt niður héðan
nema hvað þeir eru með grá-
sleppuútgerð frá örlygshöfn og
hafa haft ágætis atvinnu af þvi.
Sjálfur segist Bjarni ekkert
fara á grásleppuna, enda byrjar
hans vinna i mars til april og
hann siðan bundinn öll sumur i
vegageröinni. Sonur hans, Guðjón
sér þá um búskapinn með móðir
sinni, Dagbjörgu ólafsdóttur.
Ekki er óeðlilegt að vega-
gerðarmaðurinn hafi áhuga á
vegunum, enda snýst talið brátt
að þeim. Reyndar segir Bjarni
ástand vega innansveitar ekki
verra en viða annarsstaðar, hins-
vegar vanti góðan varanlegan
veg inni byggðarlagið og vega-
samband i Reykjavik. Þá er
honum, og mörgum öðrum i
sveitinni, mikið áhugamál að fá
veg áfram úr Kollsvik að Látrum
i stað þess að þurfa að fara uppúr
örlygshöfn. B*ði mundi það
Framhald á 19. siðu