Þjóðviljinn - 23.02.1975, Page 11

Þjóðviljinn - 23.02.1975, Page 11
Sunnudagur 23. febrúar 1975 ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 11 Þorra blót í Örlygshöfn — Viðmamma fórum á marga bæi og borðuðum á öllum! Þannig sagði dóttir min föður sinum frá helgarferð okkar mæðgna i norðanverðan Rauða- sandshrepp, enda annáluð gest- risni heimamanna þar um slóðir. Þó missti hún fyrir aldurs sakir af aðalveislufagnaðinum, sjálfu þorrablóti sveitarinnar, sem haldið var i félagsheimilinu Og hér er einn þekktur, aftur fluttur heim, Gunnar Össurarson, — og vel tekið; ekki ber á öðru. Fagrahvammi i örlygshöfn og Breiðuvikurmenn sáu um að þessu sinni. Undirbúningurinn skiptist milli hreppshlutanna og áttu Látramenn reyndar að vera með i honum núna, en úr þvi gat ekki orðið, svo aðrir hlupu undir bagga 1 þeirra stað. öll skemmtiatriði voru heima- gerð i sveitinni að sjálfsögðu, og voru fluttar ræður og ljóð, sungn- ar gamanvisur um sveitungana og fluttar tilkynningar frá hinum og þessum. Mest var það unga fólkið sem sá um dagskrána, Breiðvikingarnir Georg Gunnars- son, Guðný Halldórsdóttir og Ragnheiður Jónasdóttir og skóla- stjórahjónin i örlygshöfn Guð- mundur Friðgeirsson og Margrét Sverrisdóttir, að ógleymdri hús- móðurinni i Hænuvik, Dagbjörgu ólafsdóttur, sem flutti mikinn frumortan brag. Og þarna var mikið sungið, dansað, hlegið, drukkið — og borðað einsog vera ber á slikum samkomum og varla vert að rekja það i smáatriðum, en hér á siðunni getur að lita svipmyndir frá fagnaðinum — þorrablóti i sveit. —vh Þaö var hviskrað og piskrað .... .... sungið og hlegið Andrés Karlsson er fræg sjónvarpsstjarna, en við svona tækifæri svarar hann aðeins sið- ara nafni sinu, Teitur. Dagbjörg ólafsdóttir flytur þorrabrag. Borðin svignuðu undan kræsingunum. Þau sem þarna gæða sér á þorramatnum eru hjónin Friða Guð- bjartsdóttir og Valur Thoroddsen i Kvigindisdal og sonur þeirra Haukur Vaisson. Ragnheiöur Jónasdóttir (lengst t.v.) og Margrét Sverrisdóttir syngja gamanvisur við undirleik Georgs Gunnarssonar Bragi Thoroddsen vegaverkstjóri (3. frá hægri) stjórnaði fjóldasong og kallaði hóp uppá svið sér til að- stoðar. Og dansinn dunaði langt framá nótt

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.