Þjóðviljinn - 23.02.1975, Page 13

Þjóðviljinn - 23.02.1975, Page 13
12 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 23. febrúar 1975 Sunnudagur 23. febrúar 1975 ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 13 hveinig heil/on? Þá er þing Norðurlanda- ráðs afstaðið og Þjóðleik- húsið aftur farið að gegna sinu venjulega hlutverki. i gærkvöldi var leikritið Hvernig er heilsan? aftur sýnt eftir útlegð á Suður- landi um tveggja vikna skeið. Þetta leikrit hefur þegar verið meðhöndlað á siðum þessa blaðs af þar- tilgerðum leikrýni og skal það ekki endurtekið. Eins og kunnugt er f jall- ar þetta leikrit sem á ættir að rekja til tveggja svia um lífið á geðsjúkrahúsi. I stuttu máli ráðast höfundar leiksins á ríkj andi skipuiag geðlækninga og eiraengu. Við fengum nokkra aðila sem kynnst hafa geðlækn- ingum á islandi á ýmsan hátt til að setja á blað stuttar umsagnir um inn- tak leikritsins, hvort gagn- rýni sú sem þar kemur f ram eigi rétt á sér, að hve miklu leyti sú mynd sem upp er dregin á við hér á landi og ef svo er ekki í hverju munurinn liggur. Þeir sem svara eru Hlé- dís Guðmundsdóttir læknir sem lengi starfaði á Kleppsspitala en starfar nú á endurhæfingardeild Borgarspitalans, Sigurður Guðjónsson rithöfundur sem dvaldist fyrir nokkru ágeðdeild Borgarspítalans og skýrði frá þeirri dvöl sinni í athyglisverðri bók sem hann nefndi Truntu- sól, Páll Sigurðsson ráðu- neytisstjóri í heilbrigðis- ráðuneytinu, Halldór Karlsson póstmaður sem dvalið hefur á Kleppsspít- ala, Helgi Kristbjarnarson læknanemi og Tómas Helgason yfirlæknir á Kleppsspítala. Svarendur okkar fengu nokkur atriði úr leiknum send til hliðsjónar og birt- ast þau hér i opnunni. Þess má geta að Karl Strand yfirlæknir á geðdeild Borgarspitalans sá ekki á- stæðu til að taka þátt í þessu. —ÞH Glebikonan og sú trúrækna. Sjúklingarnir krefja aöstoðarlækninn sagna. Aðstoðarlæknirinn: ....Öll þessi áhersla sem lögð er á sjúkdómsgreininguna, er bara undankomuleið okkar læknanna til að fela vankunnáttu okkar á bak við sæg erlendra orða. En það er afskaplega þægi- legt fyrir okkur að vinna í svona „piramída"-kerfi, sem sé í ákveðinni f jarlægð frá skúklingnum. Við eigum að hlusta á þá og reyna að sjúkdómsgreina þá jafn f Ijótt og unnt er og meta hvers konar með- ferð henti þeim. Á þennan hátt losnum við við að setja okkur í spor sjúklinganna, við lítum á þá sem „tilfelli", rökræðum ekki við þá, við viljum að þeir haldi kjafti og sæti þegjandi sinni meðferð. Því að við vitum ekki mikið um sjúkdómana. Meðferðin beinist aöallega gegn sjúkdómseinkennunum, svona rétt eins og maður ætlaði sér að lækna mis- linga með húðsmyrslum. Hvað orsakir sjúk- dómanna snertir, þá höfum við ekkert nema kenn- ingar og getgátur við að styðjast. Starf okkar hér felst i því að ákvarða sjukdóminn jafn f Ijótt og auð- ið er og ráðast síðan á einkennin með lyfjum, raf- losti og þar fram eftir götunum, þar til við teljum, að hægt sé að senda sjúklinginn aftur út í þjóðfélag- ið.... Það væri svo sem nógu þægilegt, ef allir geð- sjúkdómar ættu sér likamlegar orsakir og þessi lyf hefðu engar aukaverkanir í för með sér, þá væri ekkert að því að strá pillunum i kringum sig. En það er líka umhverfið sem gerir fólk sjúkt, sam- keppnisþjóðfélagið leiðir til þess, að sumir verða undir og veikjast. Og sjúkt fólk skilar engum hagn- aði, þess vegna þarf að lækna það í hvelli svo það sé hægtað senda það aftur út í framleiðsluna.... Ég er þræll í sjúku samfélagi þar sem allt þarf að borga sig.... Það eina sem ætlast er til af mér hér, er að ég skóf li i fólk pillum og reki í það sprautur, þegar það er orðið viðþolslaust. Gústaf: Hver er það eiginlega, sem á þennan heim? Hvaða rétt hafa þeir til þess að loka sig þarna á bak við hurðina og taka ákvörðun í máli, sem varöar okkur? Hvað eru þeir að tala um, þegar þeir tala um okkur? Hvernig geta þeir ákveðið, hvað er „satt" og „rétt" i því sem okkur finnst og sem við skynjum? Hvað er það sem á að vernda? Er það þeirra eigið vald? Hver á þennan heim? Yfir- völdin? Og hvað með okkur? Erum við þá ekki sjálfráð? Eigum við að sætta okkur við það um ald- ur og ævi? Ingunn: ....Ég vil vita hver fer með völdin, hver vald hefur yfir mér. Oft fyllist ég ótta á kvöldin, það ef’til viII kostur er? Þótt ég dirfist að draga i efa mátt deyfingarinnar hér, i guðsbænum ekki samt gefa mér glundur sem enn verra er. Vakandi vil ég vera svo verði ég einhvers vör. Þvi angist mín gagn kann að gera og gefa mér einhver svör. Halldór Karlsson Ég er áhugamaður um leiklist, sem hef dvalið á Kleppi tvisvar sinnum samanlagt á annað ár. Leikritið olli mér vonbrigðum þótt ég hefði ánægju af góðum leik ýmissa leikaranna. Til dæmis er Bessi Bjarnason skemmtilega ólikur þeim persónum sem hann er vanur að leika. Byggingu leiks- ins er mjög ábótavant, ekki er sögð nein saga þótt formið sé að helmingi natúraliskt. A leiknum er hvorki upphaf né endir, hann er einna likastur ófrumlegri reviu. Brugðið er upp þeirri mynd af sjúkrahúsi, sem ég kannast ekki við að hafa séð. Leikritið er að visu skrifað af geðlækni, en ég sé Klepp með augum sjúklings. Á Kleppi tiðkast fundaform og eru fundir haldnir daglega með sjúklingum og starfsfólki. Starfs- fólkið og meðsjúklingarnir reyna að gera sér far um að skilja vand- kvæði hvers einstaks i sambúð hans við aðra þjóðfélagsþegna, fjölskylduvandamál og erfiðleika á vinnustað. Reynt er að finna hverjum og einum markmið til að keppa að I lifinu og sniðnir eru af ýmsir vankantar sem fram að þessu hafa verið einstaklingnum til baga. A fundunum rikir mikið lýðræði, á það er lögð áhersla að sjónarmið sjúklinga séu jafnrétt- há sjónarmiðum starfsfólks. Dæmi um jafnrétti á Kleppi er annað það, að hér sjást ekki hvitir sloppar eða aðrir einkennis- búningar. A fundunum sem eru haldnir á morgnana ræða menn ýmsa reynslu sem þeir hafa hlotið, jafnt og almenna liðan sina. Ef eitthvað má aö fundunum finna er það skortur á ákveðnum fundarreglum og vankunnátta starfsfólks jafnt sem sjúklinga á fundaaðferðinni. Fyrri hluta leikritsins leit ég á sem mynd af fundi sem þessum og fannst mér myndin fremur óraunveruleg, þar sem hver leik- arinn tók við af öðrum og flutti dálitið atriði, en hinir sátu hjá og biðu þess að röðin kæmi að þeim. Piramidakerfið sem virðist áberandi i Sviþjóð verðum við ekki vör við á Kleppi. Það sem mér finnst einna erfiðast eftir langa dvöl á Kleppi er hversu mjög ég missi sjálfstraustið við dvölina. Þannig finnst mér lang- timasjúklingur sá, sem Ævar Kvaran lék raunsannastur, þótt Ævar væri fullheilbrigður i hlut- verkinu. Á sviðinu getur heimildaleikrit sem þetta aidrei orðið sönn mynd af raunveruleikanum og hefði ég verið þess miklu fýsnari að is- lenska sjónvarpið gerði heimildarmynd um Klepp. Með sýningu slikra heildarmynda um þjóðfélagsmál getur sjónvarpið orðið að mestu gagni. Hlédís Guðmundsdóttir Mér finnst leikritið „Hvernig er heilsan?” draga upp rétta og kunnuglega mynd af geðsjúkling- um og sýna vel að þau vandamál, sem sliga svokallaða sjúklinga, eru sammannleg og oft af félags- legum ástæðum. Ég býst við að áhorfendur sjái i flestum sjúkl- ingum leiksins brot af sjálfum sér, ef þeir rýna heiðarlega i eigin barm. Heldur þóttu mér sumar ein- ræður leiksins langar, þó boð- skapurinn væri góður. Ræða að- stoðarlæknisins um erfiðleika og vanmátt geðlækna og starfsskil- yrði sin á sjúkrahúsinu var mjög fróðleg og sannfærandi. Rógurinn um geðlyfin var held- ur einhæfur og fékk „Nornin Chlóprómazin” harðan dóm, en lyfið chlorpromazin og skyld lyf, sem á eftir komu, eiga sennilega stærstan þátt i þvi að yfirleitt tókst að opna geðsjúkrahúsin. Ég þekki marga, er heldur vilja vera i „lyfjafjötrum”, en i þvi þjáning- arfulla og hættulega ástandi, sem þjáirþá lyfjalausa. Sjúklingar leikritsins eiga það liklega geð- lyfjum að þakka að þeir getaunn- ið saman, þó meðferð þeirra sé e.t.v. að öðru leyti ábótavant. Lýsing á vanmætti geðhjúkrun- arstétta til að veita aigjöra lækn- ingu á geðsjúkdómum, á vissu- lega jafnt við á íslandi og i sjúkrahúsi leikritsins og er á- stæðan til þess rakin i leikritinu, þ.e. að orsakir geðsjúkdóma eru að miklu leyti flókið samspil fé- lagsaðstæðna, sem hægara er að benda á en breyta, sérlega aftur i timann. Helsti mismunurinn á Klepps- spitala og spitalanum i leiknum virðist mér sá, að vinnubrögö á Kleppssp. eru töluvert lýðræðis- legri. Fólk er þar hvatt til að taka ákvörðun í eigin málum, en mörg sameiginleg mál rædd á fundum starfsfólks og vistmanna, hvitu slopparnir eru horfir og stórir svefnsalir fyrirfinnast ekki. Svona mætti telja áfram, þó engin sönnun sé það fyrir lýðræði Kleppsspitalans, en eitt er ég viss um: Ef og þegar sjúklingar Klepps semja samsvarandi kaba- rett (sem þeir geta a.m.k. hæfi- leikanna vegna) mun starfsfólk spitalans styðja sýningu hans, þrátt fyrir að þar hljóti að fljóta með gagnrýni og óþægileg sann- leikskorn. — Þetta tel ég mikils- verðasta mismuninn. Sigurður Guðjónsson Ég vil fyrst taka það fram að af minni eigin reynslu kannast ég sem betur fer ekki við þetta geig- vænlega djúp milli sjúklinga og læknaliðs sem verkiögefur i skyn. Að visu reyndu einstaka menn úr hópi starfsfólks að halda sjúkl- ingunum i hæfilega ópersónulegri fjarlægð. En yfirleitt var allnáið og tiltölulega vinsamlegt sam- band milli sjúklinga og lækna. Ég sat siður en svo þegjandi og tók á móti þvi sem að mér var rétt. Þvert á móti rökræddi ég um heima og geima og þegar liða tók á meðferðina má næstum þvi segja að ég hafi tekið hana i min- ar eigin hendur i samvinnu við lækni þann er ég hafði mest sam- an við að sælda. Hins vegar er þvi ekki að neita að sumir sjúklingar kvörtuðu sáran yfir þvi að þeir fengju alls enga meðferð heldur aðeins lyf á lyf ofan. Af hálfs árs kynnum minum af geðdeildinni þykist ég viss um aö i mörgum til- fellum hafi þetta sist verið of- mælt. Þessi vanræksla var afsök- uð með skorti á tima og starfsliði. Ef til vill á það viö rök að styðj- ast. Svör aðstoðarlæknisins við spurningum sjúklinganna opin- bera liklega fyrst og fremst við- horf höfundanna til geðsjúkra- húsa og hlutverks þeirra i þjóðfé- lagi er þeir telja sjúkt i sjálfu sér. Það geri ég lika og held þvi þar að auki fram að vestræn auðhyggju- þjóðfélög, sem gegnsýrð eru af grófri efnishyggju i öllu gildis- mati sem þindarlaust er reynt að læða i hug og hjörtu þegnanna, séu andstæð þvi dýpsta og upp- runalegasta i mannsálinni. i reynd eru geðsjúkrahús yfirleitt dyggir þjónar þessara rotnu sam- félagshátta. Meðferð sjúkling- anna er þvi i samræmi við það og að minu viti, sem einstaklings er blátt áfram komst i sálarháska og neyddist til að endurskoða viðhorf min til sjálfs min og umheimsins, byggð á röngum forsendum. Hún er nefnilega hugsuð utan frá en ekki innan frá. Ég á við það að ekki er reynt að aðstoða sjúkling- inn til að virkja sem allra mest af hugsana- tilfinninga- og skynj- analifi sinu og ýta undir hug- myndaflug hans og sköpunar- mátt. Það er m.ö.o. litið sem ekk- ert aðhafst til að gera einstak- linginn virkan i atferli sinu og skapandi manneskju i þess orðs sönnustu merkingu. Þess i stað er kapp á það lagt að aðlaga hann ytri kringumstæðum án uppbygg- ingar á persónuleikanum svo hann verði sem hæfastur i „fram- leiðsluna” i þjóðfélagi þar sem „allt þarf að borga sig” — i bein- hörðum peningum. Ég veit ekki hvort hægt er að gera geðveikra- hæli að byltingastofnunum ef ég má voga mér það orðalag. En það er engin afsökun fyrir lækni að segjast einfaldlega vera „þræll i sjúku samfélagi” og hiö eina er hægt sé að ætlast til af sér sé að hann skófli pillum i fólk. Læknir, sem gerir sér grein fyrir oki þjóð- félagsins á mannfólkið, getur ým- islegt gert til að létta þvi oki af þeim er hann hefur til umsjónar án þess að reyna beinlinis að bylta um þjóðfélaginu. Eftir þvi ævintýri verðum við að biða enn um sinn. Þá vik ég að sjúklingunum. Þeir sem fram komu i leikritinu eru allgott sýnishorn af þeim sem ég umgekkst á Borgarspitalan- um. Þeirra mikla villa, flestra, felst fyrst og siðast i þvi að þeir lita á læknana sem mikil og vold- ug kennivöld er eigi að færa þeim batann. Sannleikanum þeim, að i sálarkreppum sem þessum er vonlaust að treysta á eitthvert al- gilt utanaðkomandi afl sem leysi einstaklinginn úr viðjum, virðast þeir enn ekki hafa gert sér grein fyrir. Þeir verða fyrst og fremst sjálfir að' sniða af sér fjötrana i samvinnu við læknana sem þá beiti „innáviðaðferðinni”. Sjúkl- ingurinn verður að gera miklu miskunnarlausari kröfur til sjálfs sin en læknisins. Það er jú hann sem vandamálið varðar. Anna er næst þessum skilningi þó hana skorti herslumuninn á að gera sér hann að fullu ljósan. Gústaf er á krossgötum en á talsverða von. Dópistinn þarf aðeins að setjast niður og byrja að hugsa i alvöru. Fastagesturinn, drykkjumaður- inn og brúður Krists hafa hins vegar gefist upp fyrir fullt og allt. Þau nota hælið bókstafiega sem hækju i lifinu. Af sliku fólki úir og grúir á geðdeildunum og ég tel næsta litla von um bata a.m.k. meðan núverandi aðferðum er beitt. Ella og „kviöakóngsdóttir- in” litla eru svo tvistraðar og ringlaðar aö erfitt er að geta sér til hvaða stefnu þær muni taka. En veslings Gauji er dæmigerður fulltrúi þeirra ógæfubarna sem talsverter um á geðdeildunum og sökkt hafa sér svo djúpt i eigin vesöld og sjálfsvorkunnsemi að hvorki guð né andskotinn hafa vald til að tosa þau upp úr pyttin- um þeim. Svona eru sjúklingarnir upp og ofan á deildunum og ekki er alltaf réttlátt að skella skuld- inni á sjúkrahúsið þó illa fari ef fólkið sýnir enga viðleitni til að berjast sjálft af einurð og heiðar- leika við vandamál sin.Guð hjálp- ar þeim sem hjálpar sér sjálfur. Sjálfur leið þú sjálfan þig. Þessi orð eru jafn sönn i dag og þegar þau voru sögð i fyrsta sinn. Tómas Helg< ason Dregur leikritið upp rétta mynd? Þessu má eflaust svara meö annarri spurningu, mynd af hverju? Boðskap leikritsins má heimfæra upp á miklu meira heldur en aðeins þann ramma, sem höfundarnir hafa valið. t rauninni er verið að fjalla um sjálfsákvörðunarrétt einstak- lingsins og þátttökurétt hans i lýöræðislegri ákvörðunartöku, sem varðar hans eigin velferð. Hvort ramminn, sem höfundar leikritsins hafa valið til þess að sýna mynd sina i, stilfærð geð- deild eins og hún kannski var i Sviþjóð fyrir 10 árum er réttur, skal ég ekki alveg fullyrða Öneitanlega kannaðist ég þó við margt. Ég get vel imyndað mér, að þetta sé geðdeild sem verið er aö breyta úr hefðbundnu formi, þar sem starfsfólkið hefur tekið að sér alla forsjá sjúklinga, yfir i geödeild eins og þær flestar eru reknar i dag, þar sem reynt er að stuöla að ábyrgðartilfinningu sjúklinganna og sjálfsákvörö- unarrétti. A þessi mynd, sem leikritið sýnir af geðdeildinni við hér á landi? Ég held ekki, nema að litlu leyti. Meðan á æfingum leiksins stóö komu leikarar og leikstjóri i heimsókn hingaö á spitalann nokkrum sinnum. Mat leikstjór- ans hefur komið fram i viðtölum i dagblöðum. Hann telur, að spital- inn hér hjá okkur sé öllu mann- eskjulegri heldur en sá, sem sýndur er i leikritinu. Ég er auð- vitað ekki rétti maðurinn til þess að spyrja að þessu, þvi að vera má, að mitt mat á samanburðin- um sé ekki hlutlaust. En ég vona aö vinnubrögð okkar séu lýðræð- islegri heldur en sjúkrahússtjórn- endanna i leikritnu. Þó neita ég þvi ekki, að ég kannaðist við hag- ræöingarsérfræðinginn, m.a. i sambandi við umræður, sem ver- iö hafa um að flytja mat til sjúkl- inga Kleppsspitalans skammtað- an i eldhúsi Landspitalans i nest- isbakka,ekki ósvipaða þeim, sém notaðir eru i flugvélum. Þetta eru bæði sjúklingar og starfsfólk spit- alans sammála um, að væri mjög óheppilegt og mundi stuðla að þvi, að gera umhverfið allt miklu ómanneskjulegra og vélrænna. Einmitt færa það i áttina að þvi, sem sýnt er i leikritinu, en það viljum við gjarnan forðast. Sjálfsagt er betra að spyrja aðra en mig um, hvað sé likt og ólikt með Kleppsspitalanum og þvi heilsuhæli sem sýnt er i leik- ritinu. Þó held ég, að það sé rétt metið hjá mér, að starfsfólk Kleppsspitalans standi miklu nær sjúklingunum heldur en virðist i leikritinu og samskipti öll eru hér miklu opnari en látið er liggja að i leikritinu. 1 leikritinu segir'Gúst- af: „Hvaða rétthafa þeir til þess að loka sig þarna bak við hurðina og taka ákvörðun i máli sem Framhald á 22. siðu. Páll Sigurðsson Aðalatriðið, sem óskað er eftir að sé haft til hliðsjónar við um- mæli um þetta leikrit, er lýsing aðstoöarlæknisins á lækna- þjónustunni og afstöðu læknanna til sjúklinganna. Mér finnst ósennilegt að nokkur læknir og alveg áreiðanlega ekki neinn læknir, sem hefur einhver kynni af geðsjúkdómum, mundi láta það álit i ljósi, sem aðstoðar- læknirinn gerir I leikritinu. Það er rangt að i nútima- geðlæknisfræði, þá sé lögð sérstök áhersla á sjúkdómsgreiningu. Sjúkdómsgreiningin er vissu- lega notuð i geðsjúkdómum til flokkunar sjúklinganna og til samanburðarathugana, en undanfarinn áratug og sennilega lengur, þá hefur mönnum orðið æ ljósara að engin skýr mörk verða dregin milli þeirra aðalsjúk- dómaflokka, sem geðsjúklingum hefur verið skipt niður i. Margir geðlæknar vilja þvi i dag helst ekki setja sjúkdómagreiningar, heldur eingöngu lýsa sjúkdóms- ástandinu. Piramidakerfið með yfirlækn- inn i toppnum er alþekkt fyrir- bæri, Norðurlöndin hafa að likindum erft það frá Þýskalandi og við frá Dönum. Þetta kerfi er i sjálfu sér ekkert frábrugðið stjórnunarkerfi, sem tiðkast i flestum fyrirtækjum, en þær breytingar, sem hafa orðið á þessu kerfi innan sjúkrahúsa og læknisþjónustu undanfarin ár er það, að út úr priramidanum hefur verið reynt að draga sjálfa læknismeðferðina, þannig að - yfirlæknirinn væri aðeins stjórn- unarlegur aðili, þ.e.a.s. verk- stjóri og samræmingaaðili. Það kemur úr höröustu átt að deila sérstaklega á geðsjúkra- húsin i þessu sambandi, þvi það eru einmitt þær stofnanir, þar sem á siðari árum hefur verið reynt að breyta mestu i sambandi við einræöi ákveðinna mennt- unarstétta. A öllum geðsjúkrahúsum þar sem nútimalegum vinnubrögðum er beiti, þá hefur meðferðin færst yfir i það form, að það er hóp- vinna um alla meðferð og meðferðarhópurinn saman- stendur af læknum, hjúkrunar- konum, sálfræðingum, félagsráð- gjöfum, sjúkraliðum, og yfirleitt öllum þeim, sem sjúklingarnir umgangast. Á geðsjúkrahúsum hafa lækn- arnir vitandi vits og i þeim eina tilgangi að reyna að ná betri tökum á meðferð sjúklinganna, stigið niður af þeim stalli, sem þeir enn tróna á, innan annarra sérgreina, eins og t.d. skurð- læknisfræði, svo að lýsing aðstoðarlæknisins i leikritinu á allra sist við um lækna og meðferðarhóp geðsjúkrahúsanna i dag. Framhald á 22. siðu. Helgi Kristbjarnarson Fyrir nokkrum áratugum var þaö rikjandi stefna hjá geðlækn- um aö leggja bæri aðaláherslu á að auka skilning meðal almenn- ings á málefnum geðsjúkra. Samkvæmt þessu átti að sýna fólki að geðsjúkdómar væru ekki annað en hver önnur veikindi sem enginn þyrfti að skammast sin fyrir. Þeir lögðu þvi mikla á- herslu á að sanna, að geðsjúk- dómar hefðu sömu höfuðþætti og aðrir sjúkdómar, þ.e. einkenni (symptóm) sem flokka mætti i sjúkdómsflokka (syndróm) og bæri að gefa hverjum flokki mis- munandi meðferð sem hæfði fólki meö viðkomandi sjúkdóm. Þeir vildu þess vegna, að geðsjúkling- ar væru meðhöndlaðir á almenn- um sjúkradeildum og geðdeild- um, svo að almenningur tengdi þessi veikindi i huga sér öðrum viðurkenndum sjúkdómum s.s. magasári eða hjartasjúkdómum. Eftir þvi sem timar liöu fóru margir yngri geðlæknar að efast um aö þetta væri allur sannleik- urinn. Þeir komust aö raun um, að flokkanirnar voru oft svo óljós- ar, að enginn gat notaö þær nema sá sem trúði á þær i blindni. Með- ferðin reyndist lika oft ruglings- leg og erfitt að meta hlutlaust ár- angur hennar. Þeir töldu sig jafn- vel ná betri árangri meö þvi að lita á ástand „sjúklingsins” sem mannlegt vandamál og bregðast við þvi eins og þeir höfðu best vit á, án nokkurra flokkana eða for- múla. Margir þeirra töldu að orsakir geðsjúkdóma mætti rekja til ut- anaökomandi áhrifa, neyslu- kapphlaupsins, streitu, hraða o.s.frv. Lyfjameöferð við geö- sjúkdómum leysti oft einungis af hólmi hinar illræmdu spenni- treyjur, þ.e. héldi bara sjúkdóms- einkennunum i skefjum, en lækn- aði alls ekkert. Geðdeildirnar sjálfar væru oft heilsuspillandi fyrir sjúklingana og læknar væru illa undir það búnir að meðhöndla geðsjúkdóma, enda hefðu þeir flestir litla þekkingu á þessu sviði. 1 leikritinu er aöstoðar- læknirinn látinn túlka þessi við- horf sem hér hefur verið lýst. Allsstaðar þar sem þessum tveimur viðhorfum hefur slegið samanhafa orðið ótrúlega harðar deilur. Heiftúð eldri geðlækna gegn nýrri viðhorfum veröur að- eins skilin, þegar maður gerir sér grein fyrir þvi, að þeir eru mjög hræddir við aðglataþeim árangri sem unnist hefur i átt til minni fordóma almennings gagnvart geðsjúkdómum og aukins álits manna á geðlæknum. Þegar ung- ir læknar koma svo fram og við- urkenna, að þeir viti ósköp lítið hvað þeir eru að gera meö öllum töfralyfjunum, þá hefur jörðinni verið kippt undan fótum þeirra, sem trúðu á áhrifamátt geðlækn- anna. Leikritið „Hvernig er heilsan?” er samið sem áróður fyrir þess- um nýju viðhorfum. Það er ekk- ert nýstárlegt og flest af þvi, sem þar er sagt hefur verið sagt betur annars staðar. Það er þó engu að siöur skemmtilegt og aðgengilegt og á fullt erindi fyrir almennings- sjónir. Við höfum hér á landi mjög svipaða árekstra milli sjón- armiða eins og þessir sænsku höf- undar lýsa. A siðasta ári fitjuðu læknanemar t.d. uppá umræðu um þessi mál i blaði sinu og kynntu þar flest þau viðhorf sem koma fram i leikritinu. Viðbrögð ráðamanna á sviði geðheilbrigð- ismála hérlendis voru mjög i anda þeirra viðbragða sem starfsbræður þeirra i leikritinu sýna. Aö minu áliti höfum við lika hérlendis stofnanir sem eru mjög dæmigerðar fyrir þessi mismun- andi viðhorf. Þannig er t.d. geð- deild Borgarspitalans rekin sem deild i stóru sjúkrahúsi og lækn- ingaaðferöirnar eru hefðbundnar, þ.e. lyf, raflost, viðtöl og handa- vinna. Þessi meðferð er ákveðin af læknum á stofugangi og fram- kvæmd af hvitklæddum hjúkrun- arkonum meö kappa. Hins vegar er svo Barnageðdeildin við Dal- braut þar sem byggt er á allt öðr- um sjónarmiðum. Reynt er að sleppa sjúkdómshugtakinu alveg, en ástand barnanna skoðað útfrá aðstöðu þeirra i fjölskyldunni og samfélaginu. Einhvers staðar þama á milli liggur svo Klepps- spitalinn, en hann hefur tekið miklum breytingum hin seinni ár. Það er hiklaust hægt að mæla með þessu leikriti fyrir alla þá sem áhuga hafa á þvi að kynnast nýrri viðhorfum gagnvart geð- sjúkdómum, og leikarar Þjóð- leikhússins sýna óvenju vandað- an og nákvæman leik. Leikstjór- anum Sigmundi Erni tekst vel að koma til skila háðskum boðskap leikritsins hversu viðkvæmur hinn annars viðkunnanlegi yfir- læknir er gagnvartallri gagnrýni. Mér kæmi reyndar ekki á óvart þótt islenskir geðlæknar af milli- kynslóöinni kynnu lika að fyrtast við ýmsu i leikritinu. En vonandi hefur leikstjóranum tekist að róa þá meö þvi að taka fram i blaða- viðtali, að gagnrýni leikritsins ætti alls ekki við hérlendis, heldur væri miðuð við þaö ómannúðlega land Sviþjóð.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.