Þjóðviljinn - 23.02.1975, Side 17

Þjóðviljinn - 23.02.1975, Side 17
Sunnudagur 23. febrúar 1975 ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 17 Bréf fimm verkamanna frá 1936: Verkalýöur standi saman um sín fræöslu- og menningarrit Mörg fróðleg bréf fóru á milli manna vegna Rauðra penna — Kristinn E. Andrésson skrifaðist á við marga innlenda og erlenda höfunda i sambandi við efnisöfl- un, og svo við lesendur og um- boðsmenn,og miðlar hver öðrum ýmislegri hvatningu. Stoltur að vera með Til er t.d. bréf frá Nordahl Grieg til Kristins frá 1936. Þar segir Nordahl að með fylgi „þátt- ur úr leikriti minu „Ösigurinn”, sem fjallar um Parisarkommún- una. Það er ekki fullskrifað en ég sendi yðúr það um leið og þvi er lokið”. Siðan segir Nordahl: „Ég dáist að Rauðum pennum, þetta er stórkostlegt rit, tekið saman af aðdáunarverðri yfirsýn. Ég er stoltur og glaður yfir þvi að fá að vera með”. Jóhannes úr Kötlum skrifar bréf i gamansömum tón þetta sama sumar. Hann situr nórður að Laugum og þykist hafa allt á hornum sér, enda sé Franco kom- inn á kreik og illir menn ætli að drepa félaga Stalin „Nú gef ég þessa skepnu sem kallar sig mann alveg upp á bátinn, héðan fer ég ekki aftur, hér ætla ég að una mér i volgu vatninu þangað til einhvern daginn að ég hef það eins og Sókrates. Hvað eigum við að gera með að gefa út Rauða penna?” og þar fram eftir götum. Það kemur þó á daginn, að Jó- hannes lumar á ýmsu, hann er að yrkja kvæði „eitt um Maxim Gorki, annað um Abbisiniu, þriðja um Spán, fjórða um Is- land” — og komu þau Öll i Rauð- um pennum. Bækur eru dýrar Einstaklega fróðlegt um anda timans og viðtökur Rauðra penna er bréf frá fimm verkamönnum á Akureyri til Kristins, sem Þóra Vigfúsdóttir hefur góðfúslega lánað blaðinu. Fer það hér á eftir litiö eitt stytt: Akureyri 17. apríl ’36 Hr. mag art. Kristinn E. Andrésson. Það hefur komið til tals meðal olíkar nokkurra verkamanna- karla á Akureyri að fara þess á flot við ykkur yngri rithöfunda að efna til timarits, einkum fyrir verkalýð og allan almenning landsins. Höfum við sérstaklega yður og skáldið Halldór Laxness i huga til ritstjórnar og forgöngu. Astæður fyrir þvi að við förum þessa á leit við ykkur teljum við margar og er ekki hægt að drepa á nema örfáar hér. Við teljum að það sé nauðsyn- legt og heilbrigt, að allur verka- lýður og almenningur standi saman um og efli sin fræðslu- og menningarrit. Þótt segja megi að molar hrjóti að á fræðsluborð al- mennings úr ýmsum áttum, þá eru þeir vart seðjandi og næsta stefnulausir, auk þess sem þeir eru dreifðir um fjölda bóka og timarita, sem enginn verkamað- ur hefur viðspyrnu til að kaupa. T.d. ykkar að mörgu leyti ágæta rit „Rauðir pennar” ræður helftin af verkamönnum ekki við að kaupa ásamt öðrum fleiri góðum bókum m.a. sögum Halldórs. Einmitt sökum þess hvað bæk- ur eru dýrar yfirleitt hjá okkur, frá tiu krónum (allar þær matar- meiri) og upp i 20—30 verða vel- flestir verkamenn að neita sér um það óhóf að eignast þær. Meðal annars vegna þessa sáum við okkur nokkrir karlar hér knúða til að taka okkur saman og kaupa nokkuð af nýútkomnum bókum. Og það er einmitt nokkrir af þess- um körlum sem nú senda ykkur þessi tilmæli eða áskorun. Þeir verkamenn sem við höfum fært þetta i tal við hafa tekið þessu vel og verið þessa fýsandi, sömuleíð- is formenn verkamannafélag- anna á Akureyri og Siglufirði. Ef þið syðra hefðuð hug á þessu eða einhverju sliku þyrftuð þið að láta okkur vita aftur fyrr en seinna til þess að við gætum þeg- ar i vor farið að byrja á þvi að afla timaritinu fylgis. En út- breiöslan er skilyrði þess að það gæti komið að raunverulegu gagni og orðið dálitið fullkomið en um leið ódýrt. Það mætti ekki vera dýrara en 5—6 krónur til þess að það gæti orðið almennings eign og menn gætu vænst skil- semi. Við höfum látið okkur detta i hug 8—10 hundruð kaupendur sem lágmark. En ef byrlega blési svona 12—18 hundr. Efnisval Um efnið er það að segja að það þyrfti að vera fjölbreytt, fræðandi og skemmtilegt. Frásögn öll þyrfti að vera visindalega merki- leg, hlutlaus að mestu og vand- virk og stefnan raunsæ nútiðar- menning. Um ýmsa þætti þess höfum við hugsað ögn nánar þótt það verði vitanlega ekkert tæm- andi. Yrðu þá fyrst bókmehntir: Yfirlit frá sérstæðum timabilum, erlendar og innlendar bók- menntahugleiðingar, sem gætu orðið drög að bókmenntasögu, stuttar fréttagreinar, frumsamd- ar og þýddar smásögur og kvæði, örfun leikritagerðar og teikning- ar með skýringum o.fl. (Siðan rekja bréfritarar hugmyndir sin- ar um almennar yfirlitsgreinar um innlend tiðindi, einkum um allt sem lýtur að hag verkafólks og mætti tengja greinum um og eftir verkamenn, þeir mæla og með þingmáiaþætti, þætti um æskulýðsmál og kvennamál, yfir- liti erlendra frétta, einnig mæla þeir með landfræðilegri og þjóð- hagslegri úttekt á einu landi i hverju hefti — áb) En efling les-og fræðsluhringja og menning almennings ætti timaritið að hafa að marki sinu einkum og reyna að bæta úr þvi að einhverju leyti sem skólar og útvarp hafa vanrækt. Vitanlega væri mikið undir þvi komið að ná góðri samvinnu um starf. Höfum við þar sérstaklega augastað á mörgum yngri menntamönnum vorum, sem vildu gefa sig fram til styrktar þessara mála. Einnig þá lika, sem eru i skóla eða eru að ljúka skólanámi. Það er einmitt mikill ávinningur að fá þá i lið með sér um slik efni, auk þess sem það mundi beina huga þeirra að ákveðnari efnum og þroska rithæfni þeirra. (Nefndir eru nokkrir menn). Um formið og stærðina er það að segja, að við hefðum t.d. Skimis- eða fornritaútgáfustærð. Framhald á 22. siðu. Ölafur Jóhann Sigurðs- son rithöfundur átti smá- sögu í fyrsta hefti Rauðra penna', var hann þá ný- orðinn 17 ára, fyrsta bók hans, Við Álftavatn, hafði komið út ári áður. í viðtalinu sem hér fer á eftir er Ólafur spurður um samskipti sín við hóp- inn sem stóð að Rauðum pennum og síðar AAáli og menningu. Leikþáttur i París — Það var 1935 að ég skrapp suður úr Grafningnum. Sigurð- ur Guðmundsson, siðar rit- stjóri, gekk þá með mig á fund Kristins E. Andréssonar sem þá var byrjaður að safna i Rauða penna, og hann spurði mig hvort ég ætti ekki sögu i ritið. Ég var þá eins og hvert annað unglings- kvikindi, hafði gefið út barna- bók og önnur var á leiðinni, en var að byrja að skrifa og birta „fullorðinssögur” og þvi mun þetta hafa komið til tals. Um haustið kom ég svo suður, sett- ist niður og skrifaði söguna sem nefnd var Saga frá sjöunda október 1935. (Það skal rifjað upp að efni þessarar sögu er að hreppstjóri kemur á kot eitt til gamalla og fátækra hjóna og segir þeim að Mussolini hafi ráðistá Abbisiniu og megi búast við stórstyrjöld og þá verðbólgu og annarri óáran og nú veröi all- ir að spara meir). Ég frétti svo löngu siðar, að norrænir stúdentar i Paris höfðu gert leikþátt úr þessari sögu ár- ið 1939 og flutt hann — sá sem lék hreppstjórann var reyndar Sigurður Þórarinsson. Gagnrýni og hugsjónir Félag byltingarsinnaðra rit- höfunda stóð að útgáfunni eins og menn vita. Þar kom ég ekki á fund fyrr en á útmánuðum 1936 og ekki að staðaldri fyrr en 1938—39. Það var mest fjör i þeim félagsskap fyrst. Þá skilst mér að verk manna hefðu verið gagnrýnd ótæpt á fundum. Þetta var ekki alveg lagt niður þegar ég fór að mæta reglulega — ég man t.d. að 1940 var skáld- saga eftir þjóðkunnan höfund gagnrýnd mjög hart á fundi i fé- laginu — ég held reyndar að þessi gagnrýni hafi verið mjög réttmæt. En áður hafði það m.a. tiðkast að menn legðu fram handrit sin til umræðu, þau voru siðan rædd og gagnrýnd og menn þoldu þetta misjafnlega vel. Þessi hópur var ekki alveg einlitur. En hann átti sér sam- eiginlegar hugsjónir og áhuga- mál. Þarna voru allir mjög ein- dregnir andfasistar og höfðu um leið sterka samúð með sósial- isma. Alþjóðamál voru mikið rædd i þessum hóp og ég held að róttækir menn hafi gert sér miklu betur grein fyrir þvi þá en aðrir hvað var i vændum — skildu betur þá hættu sem fas- isminn var og að styrjöld vofði yfir. Við þetta blönduðust á- hyggjur af þvi hvað þá tæki við hér heima, en þjóðverjar voru þá með ýmis umsvif hér eins og margir muna. Frá þessum tima Viðtal við Ólaf Jóhann Sigurðsson á ég bréf sem Halldór Laxness sendi unglingi austur i Grafning frá rithöfundaþingi i Buenos Aires og er gott timanna tákn: bréfið er allt um baráttu gegn fasisma. Dyr lokuðust Eftir að ég kom i félagið var einnig rætt mikið um útgáfu- mál, stofnun Máls og menning- ar og annað i þeim dúr. Hópur- inn naut þá mikils góðs af nokkrum róttækum stúdentaár- göngum sem unnu mikið að við- gangi Máls og menningar. Ég man sérstaklega eftir tveim mönnum sem báðir urðu skammlifir þvi miður, Eiriki Magnússyni kennara, sem var eldsál og göfugur hugsjónamað- ur hika ég ekki við að segja og vini hans Helga Laxdal lögfræð- ingi, bráðskörpum manni. Menn hafa stundum verið að ýja að þvi á prenti, að ungir rit- höfundar hafi i þann tima ekki átt annars kost en að leita á náð- ir þessara kommúnista og þeir hafi haft mjög gott af þvi, svo mjög hafi þeim verið hampað. Min reynsla gengur reyndar i aðra átt — eftir aö ég kom ná- lægt þessu vonda fólki, þá skullu i baklás ýmsar dyr, sem áður voru ef ekki opnar þá aö minnsta kosti ólæstar. Ég varö aldrei var við það, að reynt væri að troða upp á mann skoðunum i þessu félagi. Þetta var ákaflega samhentur hópur, mér fannst rikja i honum sér- staklega góður andi, það var mikið bræðralag með þessum mönnum. Og menn skulu ekki halda að þeir hafi verið að halda fundi i Alvöru h.f., þarna voru húmoristar ágætir, þarna sat Þórbergur meðal annarra og hafði i frammi sprell og teiknaöi drauga og forynjur. Ég á þess- um mönnum persónulega ákaf- lega mikið upp að unna. Maður var boðinn og velkominn til Kristins og Halldórs Stefánsson ar og Jóhannesar og Halldór Laxness var mér einstaklega vinsamlegur. Það áraði sér- staklega illa fyrir mér 1938—39 og þá bauð Halldór mér tvisvar til dvalar með sér nokkra daga upp á Laugarvatn og svo upp i Skiðaskála. Þetta voru miklir dýröardagar i þvi ástandi, og ég verð Halldóri ævilangt þakklát- ur fyrir. Skyggnari á samfélagið Þessi félagsskapur byggði á tveim forsendum: sameiginleg- um skoðunum og hugsjón ann- arsvegar, hinsvegar eldmóöi Kristins og dugnaði Einars bróður hans. Af þvi sem fram fór er mér sérstaklega minnisstætt það sem tveir menn ræddu oft og brýndu fyrir okkur þessum kálf- um. Kristinn sagði oft á þá leið, að það væri skylda okkar sem sósialista að vernda það sem best væri i menningu liðinnar tiðar, að menn yrðu að miða sitt menningarstarf við það sem þá var vel gert, vernda þennan arf. t Kristni var mjög sterk blanda af alþjóðahyggju og þjóðernis- kennd, sem margir andstæðing- ar hans gerðu sér aldrei grein fyrir — frekar en þeir skildu að þvi fór mjög fjarri að bók- menntasmekkur hans væri þröngur. Halldór Laxness brýndi það mjög fyrir okkur unglingunum, að við yrðum að læra islensku, ná valdi á málinu. Sú gagnrýni sem ég varð var við i þessum fé- lagsskap beindist ekki hvað sist að meðferð málsins, listrænum tökum á efninu, miklu frekar en að hugmyndafræðilegum eig- indum verka. Ég held að menn hafi yfirleitt ekki lagt svo mjög niður fyrir sér hið hugmynda fræöilega inntak. En vafalaust urðu kynni þessara höfunda af sósialismanum til þess, að þeir urðu i verkum sinum skyggnari á þjóðfélagið i heiild, að rætur þeirra náðu dýpra inn i þjóðfé lagið. A.B.

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.