Þjóðviljinn - 23.02.1975, Síða 24
Sunnudagur 23. febrúar 1975
— Bóndi i frekar afskekktri
sveit — hvernig veröur hann
sósialisti?
— Byrjunin liggur býsna langt
aftur i timanum. Mitt álit er þaö,
að tilhneigingin sé eðlislæg. Sum-
ir eru með ósköpum þeirra guðs-
gjafa fæddir að vera tilfinninga-
heitir og róttækir. Þetta er áþekkt
og til dæmis sönggáfan. Einn er
fæddur tenór, annar bassi, þriðji
söngvana.
Ég var alinn upp i fátækt. Var
snemma tiltakanlega hrifnæmur.
Ég var á 13. ári i kosningunum
1927 og las andstæðingablöðin
Isafold og Timann af áfergju á
hrifnæmasta skeiði ævinnar. Án
annarra meðala snerist ég þá á
móti ihaldinu, þaðhét ihald þá, og
varð logheitur framsóknarmað-
ur. Annað var ekki á dagskrá þá.
Veturinn áður en ég fermdist
las ég Vesalingana eftir Victor
Hugó. Þvilik yfirþyrmandi innlif-
un! Ég held ég megi segja aö þá
hafi soðiö á sálinni, svo öflug urðu
geðhrifin. Trúlega hefi ég mótast
meir þá en nokkurntima fyrr eða
siðar.
A Hvanneyri var ég
22ja—24urra ára. Þar var mikil
pólitik, kosningar 1937. Þar var
fullt af framsóknarmönnum, fá-
einir kommúnistar en bara einn
sjálfstæðismaður i minum bekk,
hetja sem alltaf barðist við ofur-
eflið. Hann sagði viö mig: „Þaö
er ekkert með það Jökull, þú ert
bara kommúnisti!” Ekki gerði ég
neitt frekar með þaö þá, en þetta
festist i minninu.
Silkibindi
framsóknar
í ársbyrjun 1939 fékk ég sim-
skeyti frá stjórn Sambands ungra
framsóknarmanna um stjórn-
málanámskeið: „þér gefst þátt-
taka”.
Ég þáði boðið og er þeim ævin-
lega þakklátur. Verulega var
vandað til þessa námskeiðs. Allir
þeir framsóknarmenn sem mest
mannagrein var i, voru kvaddir
til að leggja sitt fram.
Eins og vænta mátti, bar hvað
mest á Jónasi. Enn þann dag i
dag man ég eina setningu, þegar
hann var að leggja okkur lifsregl-
urnar i hugsanlegri framtiðar-
baráttu i pólitikinni: „Allt sem
heitir vonir er vonarpeningur i
pólitik” — maður ætti aldrei að
byggja á vonum, heldur stað-
reyndum og athöfnum.
Námskeiðiö var þroskandi. Þó
það sé yfirlætislega orðað: Það
var visir að háskólagrein i þjóöfé-
lagsfræðum. Það hraðaði mikið
þroskaferli minum. Þaö sá ég i
mörgu siðar.
Einn flokksleiðtoginn hélt
þarna ræðu sem kom eins og köld
gusa yfir mig. Þar kom nefnilega
fram þaö sem á bakviö lá og ann-
aö en það sem haldið hafði verið
að fólki á yfirborðinu.
Hann sagði okkur dæmi uppá
það hvernig flokkurinn hefði
starfað við undirbúning aö setn-
ingu tollalöggjafar og gert þar
æskilega hluti fyrir hina efna-
meiri. Vandaðar vörur hefðu
nefnilega verið settar I lægri toll-
flokk heldur en gerviefni og það
sem almenningur kaupir. Til
sannindamerkis sýndi hann okk-
ur svart silkibindi sem hann gekk
með — það var i lágum tollflokki.
Þetta var gusan og ég hvekktist
viö, þó ekki bæri allt uppá sama
daginn.
Ekki fyrsta né
síðasta uppreisnin
— Varstu svo kominn yfir
þetta?
— Ekki segi ég að það hafi gerst
svo snögglega, en tiltrúin til
Framsóknarflokksins hafði beðið
sinn fyrsta hnekki.
Auðvitað ber aldrei allt uppá
sama daginn, heldur verður þró-
un, studd samverkandi atriöum.
Segir ekki af þvi fyrr en á þjóð-
stjórnarárunum þegar framsókn
tók upp nána samvinnu við ihald-
ið. Þá var þaö að mér fannst
Framsóknarflokkurinn fara af
leið. Þá fannst mér ákveðiö að ég
ætti samleið með Sósialista-
flokknum. Við það heygarðs-
horfnið hefi ég verið allar götur
siðan.
Striösárin og fyrstu kalda-
Síðbúið afmælisviðtal við
Játvarð Jökul Júlíusson
Hljómmikið nafn Ját-
varðs Jökuls Júlíussonar
er lesendum Þjóðviljans
kunnugt af ýmsum grein-
um, hugleiðingum og jafn-
vel kvæðum sem hann hef-
ur sent blaðinu, þó sjaldn-
ar en vert væri.
Höfðinglegt yfirbragð
Játvarðs, sem lesendur
haf a séð á mynd hér í blað-
inu leynir því að bak við
hverja setningu liggur
mikil barátta og mikill sig-
ur.
Játvarður hefur lengi
fylgt hreyfingu sósíalista
að málum, forystukraftur
i fámennu byggðarlagi, en
hann hef ur síðari hluta æf-
innar átt við þungbæran
sjúkdóm að striða sem hef-
ur gert honum ókleift að
beita sér í samræmi við
upplag og fyrri aðstæður.
Viðtal það við Játvarð
sem hér f er á ef tir var tek-
ið snemma í nóvember en
þá var Játvarður staddur í
Reykjavík. Það er raunar
afmælisviðtal þvi að Ját-
varður varð sextugur 6.
nóvember sl.
Svona sterk ítök áttu kynslóðir
heimaríkra eyjabænda
í Játvarði á Miðjanesi:
m
striösárin voru mikilla umbrota.
Hugsaðu þér, að þrir af fimm
stjórnarmönnum Sambands
ungra framsóknarmanna, sem
námskeiöið héldu, hurfu frá
flokknum einn af öðrum!
Þeir urðu formaður og ritstjóri
fyrir Þjóðvarnarflokkinn. Taktu
eftir að Möðruvallahreyfingin er
hvorki fyrsta né siðasta uppreisn
ungra og dáðrikra manna i
Framsóknarflokknum. Minnstu
orða minna þegar sverfur til stáls
varðandi stefnu Framsóknar-
flokksins núna!
Sá ekki dýrðarljómann
— Varstu nokkurn tima hrædd-
ur við rússagrýluna?
— Ekki nokkra vitund. En ég
hafði aldrei neina tröllatrú á Stal-
in. Mér gast ekki að þvi þegar
kommúnistaflokkurinn i Grikk-
landi var murkaður niður og hinn
voldugi maður hreyföi hvorki
legg né lið. Eftir það sá ég nú
aldrei neinn dýrðarljóma i kring-
um Stalin, — ef út I það er farið.
Orlofsferðir til
kosningabaráttu
— Pólitfkin heima i héraði?
— Nú, ég var tvisvar i framboði
fyrir Sósialistaflokkinn þó ég væri
þar aldrei flokksbundinn. Það var
i Dalasýslu. Þegar ég lit til baka,
sýnist mér hafa verið ofdirfska aö
skipa sér i stöðu Jóhannesar úr
Kötlum. En mikið var baráttan
spennandi. Það var iþrótt. Og
þetta voru næstum einu orlof min
frá búskapnum!
Pólitiskir samherjar heimafyr-
ir hafa alltaf verið fremur fáliö-
aðir. En sem betur fer, er fátitt i
minu byggðarlagi að mismunandi
afstaða manna til stjórnmála-
flokka valdi erfiðleikum i félags-
málum.
— Hvernig finnst þér Alþýðu-
bandalagið standa sig I saman-
burði við Sósialistaflokkinn?
— Það er enginn vafi á þvi að
hin síðari ár hneigjast hlutfalls-
lega fleiri ákveðið til fylgis við Al-
þýðubandalagið og þá hvað helst
fyrir það að flokkurinn hefir hald-
iö uppi merki þjóðlegrar reisnar
og beitt sér gegn íslenskum
undirlægjuhætti við hiö vestræna
og ameriska vald og fálmara þess
hér á Iandi.
Þjóðleg reisn er eiginleg fólki
við norðanverðan Breiðafjörð.
Þar er ekki sýkt svæði ein's og viö
sunnanverðan Faxaflóa, þar sem
kanasjónvarp og annað daglegt
samneyti við herinn er hluti af
daglega lifinu.
Vænti góðs af
þörungavinnslunni
— Hvernig list þér á áformin
um þangverksmiðju á Reykhól-
um?
— Ég hef hiklaust vænst góðs af
henni. Það er eftirtektarvert aö
þessi hreyfing með að reisa verk-
smiöjuna fór fyrst af staö fyrir al-
vöru þegar vinstri stjórnin var og
hét.
Það veitir ekki af að fá ein-
hverja svona stoð undir atvinnu-
lifiö hér um slóðir. Það er oröið
æöi fáliðað á þessum svæðum
sem hafa orðið útkjálkar og I okk-
ar sýslu hefur fólki verið að fækka
fram að þessu.
En ég vil leggja áherslu á að
það er litill ávinningur að menn
hverfi frá búskapnum til að vinna
við þessa verksmiöju. Þvi aðeins
verður ávinningur að henni fyrir
byggðarlagið að hún komi sem
viöbót við það sem fyrir var. Og
þessar ráðgerðu framkvæmdir á
Reykhólum mega alls ekki verða
til jþess að aörir hlutar sýslunnar
veröi látnir halda áfram að
drabbast niður.
Þorskafjarðarbrú
og Kollafjarðar-
heiðarvegur
— Hefir fólki verið mismunaö I
sýslunni?
— Ég nefni sem dæmi að raf-
veiturafmagn er ekki enn komiö i
Gufudalssveit og það finnst mér
hrein og bein vanvirða. Það eru
núna 12 og 13 ár frá þvi raflinan
kom I Geiradal fyrst og Reyk-
hólasveit svo, en fólkið hinumegin
við Þorskafjörðinn hefir verið
sett hjá allan þennan tima. A
svipaðan hátt hattar fyrir hvað
vegasambandinu viðvikur.
Ef Gufudalssveit væri tengd
Reykhólasveit með vegi yfir
mynni Þorskafjaröar, þá
myndu þær báðar vaxa og þá
kæmu upp ný og gjörbreytt við-
horf á svo mörgum sviðum.
— Er það tæknilega kleift?
— Auðveldlega. Það er isaldar-
hryggur i fjarðarmynninu og aö-
eins mjór áll, sem ekki fjarar af
um stórstrauma. Það er auövelt
að gera grjótgarða eftir þvi sem
vill hvorum megin frá sem er,
rétt eins og gert var á Reykhólum
úti Karlsey. Stórhuga menn hafa
bent á að láta dýpkunarskip gera
garöinn. Þá þyrfti bara stórgrýti i
„kápu” á hann. Smiða mætti brú
yfir dýpsta álinn, einhvern
spotta, ef ekki þætti ráð að loka
með öllu inni þennan 40 ferkiló-
metra hafflöt sem er þarna fyrir
innan.
Hver veit lika nema þarna væri
tilvalið að virkja kraft sjávarfall-
anna, þó siðar yrði.
Vegur þarna styttir leiðina til
Vestfjarða stórlega. Hann á engu
siður rétt á sér en brúin yfir
Borgarfjörð, sem nú er álitin
sjálfsögð. Ég segi til Vestfjarða
og á þá við veginn vestur sýsluna
og þaðan noröur um. Þessi fram-
kvæmd verður alveg jafnhag-
kvæm og jafnnauðsynleg gagn-
vart „djúpveginum”, nýju leið-
inni frá Isafjarðarkaupstaö inn-
með Djúpinu sunnanverðu, ef
framhald hennar yröi inn frá
botni Isafjarðar og suöur Kolla-
fjarðarheiði niður i Gufudals-
sveit. Sú heiði er miklu lægri, hún
er snjóléttari og hún er langtum
styttri f jallvegur, háheiðin, en sú
Þorskafjarðarheiðarleið sem nú
er farin.
En það er sagt að yfirstjórn
vegamála telji of dýrt að gera veg
yfir fjarðarmynnið og hafi tak-
markaðan áhuga á þvi. BUið er að
ræða þetta lengi og þar hafa
margir átt orð að. Maður heyrir
raddir sem segja að rétt vanti
herslumuninn. Kæmi dugmikill
forystumaður fram á sjónarsviö-
ið, gæti hann leitt málið fram til
sigurs.
Hreppaf lutningar á
gamalmennum hverfi
— Verður ekki einhver þorps-
myndun á Reykhólum þegar
verksmiðjan er risin þar?
— Þar þarf að halda þannig á
málum að upp komi fleiri at-
vinnugreinar en þörungavinnslan
ein. Það vantar léttan iönað sem
konur geta unnið við. Þaö má til
að verða einhver fjölbreytni. Oft
hefir verið rætt um þaö af áhuga-
fólki, þar á meðal læknum, að
koma upp heilsuhæli á Reykhól-
um, við jarðhitann þar. Brátt fer
ekki að verða eftir neinu að biöa
að reisa þar héraðsheimili fyrir
aldraöa.
Svo virðist sem óþrotleg þörf sé
fyrir ýmiss konar vistheimili.
Það er hreint og beint mannrétt-
indamál, að þvinga ekki gamalt
fólk á efstu árum burt frá öllu
sem það þekkir og ann. Hreppa-
flutningarnir þóttu ekki þjóðinni
Framhald á 22. siðu.