Þjóðviljinn - 28.02.1975, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 28.02.1975, Blaðsíða 1
Föstudagur 28. febrúar 49. tbl. SOÐNINGIN HÆKKAR Á fundi verðlagsnefndar sl. mdnudag var ákveðin hækkun á neyslufiski og ákvörðun nefndarinnar lögð fyrir rikis- stjórnina. Hún hefur ekki af- greitt málið enn og á meðan neitar verðlagsstjóri að gefa upp hve mikið verðlagsnefndin lagði til að fiskverðið hækkaði af ótta við hamstur eins og hann komst að orði. Hækkunin mun vera nokkuð misjöfn eftir fisktegundum, til að mynda hækkar útsöluverð á ýsuflökum úr 150 kr. kg. i 160 kr. kg. svo dæmi sé nefnt. Ni minns vál Jörundur? A 9. siðu er viðtal við Kristin Ol- soni.leikhússtjóra i Wasa Teater i Vasa, en hún stjórnaði þar upp- færslunni á Þið munið hann Jör- und, cftir Jónas Árnason. A sænskunni hefur ieikurinn hlotið heitið: Ni manns vál Jörundur? A myndinni eru tvær af aðalpersón- unum, Charlie Brown (t.v.), leik- inn af Lasse Hjelt og Stúdiósus, ieikinn af Sven Wilson. Hœkkun viðlaga- gjalds samþykkt Frumvarp rikisstjórnarinnar um hækkun viðlagagjalds á sölu- skattsstofn var samþykkt frá neðri dcild alþingis i gær, en það felur i sér að söluskattur með við- lagagjaldi hækkar úr 19 i 20%. Breytingartillögur Lúðviks Jósepssonar um annan hátt á fjáröflun til Viðlagasjóðs voru felldar af stjórnarliðinu með 25:10 og 27:9. Frá efni þeirra seg- ir annars staðar hér á siðunni. Einnig voru felldar breytingartil- lögur frá Gylfa Þ. Gislasyni og Karvel Pálmasyni, sem einnig miðuðu að þvi að komast hjá sölu- skattshækkun Samþykkt var breytingartillaga um að heimila Viðlagasjóði að bæta tjón af nátt- úruhamförum einnig annars staðar en i Vestmannaeyjum og i Neskaupsstað. Við 2. umræðu, að lokinni af- greiðslu á breytingartillögum fór fram nafnakall um söluskattslið frumvarpsins, og var hann sam- þykktur með öllum greiddum at- kvæðum gegn fimm. Þessir greiddu atkvæði á móti: Eðvarð Sigurðsson, Gylfi Þ. Gislason, Karvel Pálmason, Magnús Torfi og Sighvatur Björgv. Lúðvík Jósepsson lagði til: Óreytt viðlagagjald til júní ’76 og 400 milj. úr rikissjóði Ekkert samráð var haft við stjórnarandstöðuna um tekjuöfl- un til Viðlagasjóðs, sagði Lúðvik Jósepsson á alþingi i gær, en hann mælti þar fyrir breytingartillög- um sinum varðandi fjáröflunar- leiðir. Lúðvik lagði til, að viðlaga- gjald á söluskatt verði óbreytt til 1. júll 1976, en það gæfi 1260 miljónir i Viðlagasjóð á timabil- inu, en rikissjóður legði fram 400 miljónir á þessu ári, svo að sam- tals yrðu þetta 1660 miljónir króna, eða 60 miljónum meira en frumvarp rikisstjórnarinnar ger- ir ráð fyrir. Ég er algerlega andvigur sölu- skattshækkun, sagði Lúðvik og með þvi að samþykkja tillögu mina, er hægt að komast hjá henni, en standa þó við allar skuldbindingar gagnvart Vest- mannaeyingum og Norðfirðing- um. Ég berst fyrir þeirri leið sem ég tel sanngjarnasta en lengra nær ekki geta min. Vilji rikisstjórnin með alls engu móti fallast á aðra fjáröflunarleið en hækkun söluskatts mun ég þó við lokaatkvæðagreiðslu láta það ráða úrslitum um afstöðu mina að standa við gefin fyrirheit um stuðning við fólkið i Vestmanna- eyjum og i Neskaupsstað og greiða frumvarpinu atkvæði, sé öðrum leiðum lokað af rikis- stjórninni. Sjá nánar um rœðu Lúðviks á 4. siðu F.ðvarð Eðvarð Sigurðsson: Stjórnin tekur jafnan lætur. Samþykki ekki SJÁ BAKSÍÐU meira en hún söluskattinn bið i Keykjavík i gœr Loðnan: Mynd: S.dór Mikil veiði 1 gær Óliomju mikil loðnuveiði var i gær, bæði vestur af Ingólfshöfða og eins og þá ekki siður á 6. veiði- svæði útaf Garðskaga. Um kl. 18 i gær höfðu milli 40 og 50 skip til- kynnt loðnunefnd um afla, sam- tals 14.500 tonn og sögðu þeir hjá loðnunefnd aö þeir hefðu vart við að taka á móti tilkynningum, þannig að allt eins gæti orðið um metsólarhringsafla að ræða. Aflahæsta skipið sem tilkynnt hafði um afla i gær var Börkur NK með 950 tonn. Allt löndunarpláss á Faxaflóa- svæðinu er nú á þrotum. t gær var •allt að fyllast i Reykjavik og þar orðin löndunarbið. Siðdegis biðu tveir bátar eftir löndun i Reykja- vikurhöfn. Ef veiði helst áfram útaf Garð- skaga munu skipin fara að sigla með aflann til Bolungarvikur og Siglufjarðar. Heildaraflinn siðdegis i gær var orðinn um 280 þúsund tonn. —S.dór. ÞETTA ERU SMANARBÆTURNAR skuli á mánuði ofan á núgild- trygginga eiga almennt að 3600 krónur Segja má, að tillögur ríkis- stjórnarinnar varðandi svokall- aðar launajöfnunarbætur hafi komið fram á alþingi i gær, enda þótt þær lægju enn ekki fyrir á þingskjali. Tillögurnar komu fram i fjár- hags- og viðskiptanefnd efri deildar, en þar lögðu stuðnings- menn rikisstjórnarinnar þær fram, sem breytingartillögur við frumvarpið til staðfestingar á bráðabirgðalögum um launa- jöfnunarbætur frá þvi i haust, — en það frumvarp hafði legið óaf- greitt hjá nefndinni. Það eru kr. 3600,- sem ætlun rikisstjórnarinnar er að greitt andi kaup til þeirra, sem hafa kr. 60.000,- eða minna i dag- vinnutekjur á mánuði. t tillög- unum er gert ráð fyrir þvi, að eingöngu dagvinnukaupið hækki, sem þessu svarar. Þetta þýðir 9% hækkun til þeirra, sem hafa 40 þús. i dag- vinnutekjur og 6% til þeirra, sem hafa kr. 60. þús. i dag- vinnutekjur á mánuöi, en engin hækkun kemur á eftirvinnu eða næturvinnu. Bætur almanna- hækka um 4% samkvæmt tillög- unum, þó ekki fjölskyldubætur og fæðingarstyrkur. Ellilifeyrir með tekjutryggingu á að hækka um 10% i kr. 282.470.-. Það sannast á þessum tillög- um rikisstjórnarinnar, sem Eð- varð Sigurðsson sagði á alþingi i gær, að hún passar sig alltaf að taka mun meira með annarri hendinni en hún gefur með hinni.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.