Þjóðviljinn - 28.02.1975, Page 7

Þjóðviljinn - 28.02.1975, Page 7
Föstudagur 28. febrúar 1975 ÞJóÐVILJINN — SÍÐA 7 Hver var að dufla við hvern? Þegar viö vorum aö leggja siöustu hönd á blaðið á föstu- dagskvöldið fréttum við, að fundist hefðu sjörekin njósna- tæki suðaustantil á landinu. Tækin voru sögð rússnesk. Við hinkruðum ögn með blaðið og öfluðum okkur upplýsinga sem þó gekk ekki greiðlega. Það virtist heldur ekki ganga vel á fréttastofu hljóðvarpsins; hún sagði ekki eitt aukatekið orð um atburðinn i 7-fréttunum. Hins vegar sagði sjónvarpið — sama rikisstofnunin — þeim mun meira klukkustundu siðar. Skýrði fréttamaðurinn skil- merkilega frá tækjum þessum; greindi hann ennfremur frá þvi, að bandariska herliðið hefði sölsað tækin undir sig og mátti ráða af fréttafrásögninni að fréttamaðurinn taldi liklegt að tæki þessi tilheyrðu bandariska hernum, enda þótt annað bæri rússneska áletrun. Þegar dagblöðin komu út morguninn eftir var litil viðbót i Þjóðviljanum fram yfirþað sem fram hafði komið. Timinn minntist ekki á þetta einu auka- teknu orði né heldur Alþýðu- blaðið. En i Morgunblaðinu var fyrirsögn um siðu þvera: ,,Tvö sovésk hlustunardufl rekur á land”. 1 fréttinni var þetta enn staðhæft: „Torkennileg sovézk hlustunardufl...” Og: „Stokks- nesduflið er málað dökkbrúnt og á þvi er rússnesk áletrun.” 1 framhaldi af duflafundi þessum hafa svo verið látlausar fréttir i sjónvarpinu og Morgun- blaðinu. Fyrir sjónvarpinu hef- ur það eitt vakað, að „segja fréttir”, en Morgunblaðið hefur lagt höfuð-kapp á að sanna að dufl þessi séu rússnesk að upp- runa. Hefur blaðið þó ekki ann- að fyrir sér i þeim efnum en um- ræddar áletranir, sem allt eins — samkvæmt vinnubrögðum risaveldanna — gætu benti til þess að duflin væru bandarisk að uppruna. Og á þriðjudag telur formaður Alþýðuflokksins rétt að leggja orð i belg. Hann segir að dufla- fundur þessi sé til marks um eölilegt ástand i alþjóðamálum: — risaveldin séu einlægt að dufla hvort við annað og þau raði duflum hvort i kringum annað úti um allt. Sé gott til þess að vita að risaveldin skuli fylgj- ast á svo nákvæman hátt hvort með annars hræringum. Þetta athyglisverða viðhorf formanns Alþýðuflokksins er liklega stefna þess flokks i utan- rikismálum og kemur raunar vel heim við fyrri yfirlýsingar þar sem þvi er lýst yfir að Varsjár-bandalagið og Atlants- hafsbandalagið i sömu andránni séu varnarbandalög! Það er annað mál. En dufl- fundurinn varð ritstjórum Morgunblaðsins fagnaðarefni. Hann var þeim tækifæri til þess að gera kröfur til rikisstjórnar Sjálfstæðisflokksins. Var ekki seinna vænna, þegar sumir segja að rikisstjornin sé að lið- ast I sundur. í leiðara Morgunblaðsins birt- ast þessar ógnvekjandi upplýs- ingar: „Upplýst var sl. föstudag, að tvö sovésk hlustunardufl hafði rekið á land við suðurströnd landsins...Hér er um að ræða sovésk neðansjávarhlustunar- tæki.... Enn sem komið er hefur nákvæm könnun ekki farið fram á þessum hlustunarduflum en engum vafa er undirorpið að þau eru sovésk. Þessi atburður sýnir ótvirætt, að umsvif Sovét- mannahér á landi og á hafsvæð- unum umhverfis landið eru miklum mun viðtækari en menn hafa almennt gert sér grein fyrir fram til þessa. A sinum tima fundust sovésk f jarskipta- tæki i Kleifarvatni. Enn hefur ekkert verið upplýst i þvi máli, þrátt fyrir nokkra könnun af hálfu islenskra stjórnvalda. Sovéskyfirvöld hafa á hinn bóg- inn engar skýringar gefið i sam- bandi við Kleifarvatnstækin. Nú hefur enngerstatburöur af svip- uðu tagi... Full ástæða er til þess að krefja sovésk stjórnvöld skýrra svara um þessi atriði.... öllum má vera ljóst, að það er mjög alvarlegur atburður, þeg- ar ólögleg sovéskfjarskiptatæki finnast hér á landi. Sú starfsemi sem Sovétrlkin stunda hér með slikum tækjum brýtur gjörsam- lega i bága við gagnkvæmar reglur, sem sendimenn erlendra rikjaverðaað hlita. Hitt er þó ekki siöur alvarlegt, þegar nú kemur i ljós, að sovésk hern- aðaryfirvöld hafa látið koma fyrir miklum hlustunartækjum innan islenskrar landhelgi.... Þessi fundur er þvi ekkert eins- dæmi, og þau tæki sem hér um ræðir benda til þess, að hér geti verið um að ræða viðtæka starf- semi sovéskra hernaðaryfir- valda. Það er ekki einvörðungu að þessi starfsemi Sovétrlkj- anna hér á landi og i islenskri landhelgi sé ögrun við öryggis- hagsmuni tslands... Rikis- stjórnin hlýtur i framhaldi af þessum atburðum að bera fram mótmæli við sovésk stjórnvöld, og krefja þau án allra undan- bragða um skýringar. lslend- ingar munu ekki þola ögranir sem þessar. 1 framhaldi af þessu er rétt, að islensk stjórn- völd hlutist til um aö kannað verði' hvort sovésk hernaðaryf- irvöld reki innan landhelgi íslands viðtækari hernaðar- og njósnastarfsemi en fundur þess- ara neðansjávarhlustunartækja hefur þegar upplýst um. Við hljótum aö taka svo alvarleg mál sem þetta er föstum tökum og einskis láta ófreistað til þess að fletta ofan af þeirri starf- semi, sem að baki liggur. Sovét- rikinhafa á undanförnum árum aukið mjög umsvif sin. á norðanverðu Atlanshafi... Það gerist nú hvað eftir annað að hér á landi finnist tæki, ervarpaljósi á hernaðar- og njósnastarfsemi Sovétrikjanna innan islenskrar lögsögu. Akveðnir islenskir aðilar hafa réttlætt þessa ihutun sovéskra hernaðaryfirvalda á Islensku yfirráðasvæði með festu. Ekkert sjálfstætt rlki get- ur látið kyrrt liggja, þegar at- burðir af þessu tagi gerast, og leggja verður áherslu á að rann- sókn málsins verði hraðað svo sem föng eru á.” Hér lýkur þessari löngu til- vitnun I þarfa áminningu for- ustugreinar Morgunblaðsins. Eins og leturbreytingar gefa til kynna leggur Morgunblaðið aðaláherslu á að sanna, að þessi dufl séu sovésk að uppruna, enda sé slikur uppruni duflanna aðalástæð- an fyrir þeim háska sem af þeim stafi. Sú staðreynd „hefur aukið mjög gildi og þýð- ingu varnarsamstarfsins við Bandarikin og Atlantshafs- bandalagið” svo enn sé bergt af brunni leiðarahöfundar Morg- unblaðsins. Það er möo. til tvenns konar njósnastarfsemi og hernaðarstarfsemi að mati Morgunblaðsins. Góðar njósnir og góður hernaður er af banda- riskum toga. Vondur hernaður og vondar njósnir eru af sovésk- um. Þessi gamla kenning Morgunblaðsins kemur vissu- lega engum á óvart. Hins vegar eru þeir sifellt fleiri sem skoða kenninguna með ákveðinni tortryggni — sumir hlæja að henni, nokkrir fyrirlita hana. En i framhaldi af hinum at- hyglisverða leiðara Morgun- blaðsins væri ástæða til þess að bera fram nokkrar spurningar til riksistjórnarinnar: 1. Hafa islensk stjórnvöld kannað „hvort sovésk hern- aðaryfirvöld reki innan land- helgi lslands viðtækari hern- aðar- og njósnastarfsemi en fundur þessara neðansjávar- hlustunartækja hefur þegar upplýst”. Tvö hlustunardufl I Vladivostok þeim rökum, að þeim sé þetta nauðsynlegt vegna varnarsam- starfs okkar við Bandarikin. Þessi afstaða ber vott um afar litilmannlega þjónkun við erlent vald, enda á hún engan hljóm- grunn meðal alþýðu manna á Islandi, En eigi að siður er full- víst, að þessar raddir munu heyrast á ný i umræðum um mál þetta. (Samanber áður um afstöðu Alþýðuflokksins. Þarna var Mogginn sannspár! — innsk. mitt. s.) Hverjum manni er þó ljóst, að þessi starfsemi Sovétrlkjanna innan islenskrar lögsögu er ögrun við lslend- inga... Og islensk stjórnvöld verða aö taka á þessu máli af 2. Ef svo er: Hvernig er þeirri könnun háttaö? Er framkvæmd hennar á vegum utanrikisráð- neytisins? 3. Hefur rikisstjórnin i hyggju að kanna njósnastarfsemi i islenskri landhelgi almennt? Ef svo er: Hverjum yrði falið að rannsaka njósnastarfsemi bandarikjamanna, ef svo ólik- lega vildi til að hún væri ein- hver? Landhelgisgæslunni, utanriksiráðuneytinu, banda- rikjamönnum? Þjóðviljinn krefst þess að is- lenskir ráðherrar Geir Hall- grimsson og Einar Agústsson svari þegar i stað. Ella mun Morgunblaðið, svipan á baki þeirra félaga, lýsa þvi yfir að þeir séu handbendi rússa, eins konar lifandi hlustunartæki i islenskri landhelgi, — inni i islenska stjórnarráðinu. Ennfremur væri fróðlegt að rikisstjórnin léti frá sér fara yfirlýsingu um það hvaðan um- rædd tæki eru, þvi að þrátt fyrir sibyljustaðhæfingar Morgun- blaðsins þar um, er það enn svo að Morgunblaðið er ekki talið jafngilda islenskum stjórnartið- indum eða lögbirtingarblöðum. Athyglisvert er að málgagn viöskiptaráðherrans skuli þegja svo vandlega um svivirðilega ögrun sovétmanna. Var Ölafur Jóhannesson kannski að dufla við einhvern, þegar hann fór til Moskvu á dögunum? Annars beinist athygli manna að hlut bandariska hersins i tengslum við þetta mál: Hemum eru afhent umrædd tæki tafarlaust og hann fer mjög laumulega með þau. Hér er vit- anlega um furðulega og hneykslanlega meðferð málsins að ræða, eða: Hvers vegna er bandariska hernum þannig af- hent lögreglumál, sem islensk yfirvöld ættu auðvitað að rann- saka? Hvaða islenskur embættismaður tók ákvörðun um að afhenda hernum dufl þessi nú og fyrir nokkrum árum án þess að láta ráðuneytin vita? Hvaöa ráðherra ber ábyrgð á þeim embættismanni? Margt bendir að visu til þess að það sé Pétur Sigurðsson sem beri á- byrgð á þessum vinnubrögðum og ef svo er, vill hann þá vera svo vænn að stiga fram i dags- ljósið? Duflafundur þessi vekur einn- ig til umhugsunar um þær af- leiðingar sem herstöðin og aðild okkar að hernaðarbandalagi risaveldanna getur haft fyrir is- lensku þjóðina. Sovétrikin og Bandarikin hafa visast fyrir margt löngu raðað upp duflum allt i kringum lsland og islensk stjórnarvöld hafa aldrei haft rænu á þvi að gera ráöstafanir til þess að upplýsa hversu þeim málum er háttað. Hér á landinu sjálfu eru vafalaust bandarisk manndrápsvopn i stórum stil, sem islensk stjórnarvöld hafa heldur aldrei mannað sig upp i að fá upplýsingar um. Þegar Morgunblaöið krefst rannsóknar á sovéskum umsvif- um I islenskri landhelgi, er það að krefjast rannsóknar á afleið- ingum af eigin stefnu. Það er hernámsstefna islenska ihalds- ins sem býður velkomin hvers- konar hlustunardufl frá rússum. Niöurstaða formanns Alþýðu- flokksins, — að islendingar megi bara prisa sig sæla fyrir aö hafa dufl risaveldanna allt i kringum sig — er þvi rökrétt framhald af hernámsstefnu Morgunblaðsins, en vekur engu að siður til umhugsunar um þann óhugnanlega veruleika sem sú stefna hefur i för með sér og getur haft i för með sér fyrir islensku þjóðina. Það skiptir nefnilega ekki höfuðmáli hvaða eyrnamark er á sjórekn- um duflum; aðalatriðið og kjarni málsins er að meðan hér er herstöð verða okkur ætluð sömu örlög og þeim sem i her- stöðinni eru, ef til átaka kæmi. —S fgtc-M StfiL /mi The Settlers leika hér á landi næstu tvær vikur Hér á landi er nú stödd breska hljómsveitin The New Settlers,en hana skipa fjórir piltar og ein stúlka. Hljómsveitin er hér á veg- um umboðsskrif stof u Ámunda og mun leika víða um land á næstu tveimur vikum. Hljómsveitin er frá London og hefur starfað alls i tólf ár. Leíkur hún blandaða tónlist, ma. það sem á ensku nefnist „folk”, „country” ofl. Hún hefur ferðast Hljómsveitin The New Settlers. viða og leikið i flestum Evrópu- löndum auk heimsókna til ann- arra heimsálfa. Eins og áður segir hefur hljóm- sveitin tveggja vikna viðdvöl hér og kemur fram i Sigtúni og Hótel Sögu. Einnig mun hún ferðast um landsbyggðina og leika i Festi i Grindavik, Höfn i Hornafirði, Hnifsdal, á Akureyri og Selfossi. Hljómsveitina skipa Andie Sheridan söngvari, Paul Greedus sem leikur á gitar og tekur lagið, Chris Johnstone bassaleikari og söngvari, Mike Jones sem leikur á gitar, banjó og syngur og George Jeffrey sem ber húðir. —ÞH

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.