Þjóðviljinn - 28.02.1975, Blaðsíða 14

Þjóðviljinn - 28.02.1975, Blaðsíða 14
14 StÐA — ÞJÓÐVILJINN Föstudagur 28. febrúar 1975 Að snoru — skóla. Ég þekkti alla bilstjórana sem komu til okkar. Ég bað einn þeirra að panta fyrir mig her- bergi á hótelinu við Uxagötu. Hann átti að panta herbergið á sinu nafni og biðja um lykilinn ef ske kynni að hann yrði seinn fyr- ir, og segja að hann ætlaði burt aftur i dögun. Ég veit um marga bílstjóra sem hafa gert þetta og það er ekkert athugavert við það. Hann gerði það sem ég bað um, borgaði fyrir herbergið og skilaði mér lyklinum og svo fór hann leiðar sinnar. Ég hef ekki einu sinni séð hann siðan. — Veistu hvað hann heitir? spurði landfógetinn i skyndi. — Nils Eliasson, sagði Rune. — Karlinn er frá Gautaborg, en ég held hann sé fluttur til Norrköp ing. Ég komst að þvi eftirá að hann hafði breytt nafninu dálitið, þegar hann tók herbergið á leigu, en þið getið ekki láð honum það. Hann vissi auðvitað ekki til hvers ég ætlaði að nota herbergið, og hann kærði sig ekkert um að flækjast i neitt sem kom honum ekki við. Mér finnst það ekkert skrýtið. Það var ekkert skrýtið. Ekkert var skrýtið þegar skýring fékkst á þvi. Verjandinn leit af ungling- unum tveimur i sófanum og á héraðshöfðingjann við skrifborðið og vissi að hann tók á sig áhættu. — Ég ætla að kalla þessi tvö sem vitni, sagði hann. — Ég lika, sagði landfógetinn. — En fyrst verður að yfirheyra þau og við verðum að ná i bil- stjórann og yfirheyra hann lika. Og sömuleiðis frú Nohrström. — Hún veit ekki neitt, sagði Rune. — Við sáum ekkert bóla á henni. — Ennfremur verð ég að fara fram á frest, sagði landfógeti. — Til klukkan tiu i fyrramálið? lagði héraðshöfðinginn til. — Nægir það? Er verjandinn sam- þykkur? Verjandinn bandaði höndunum með hátignarlegu umburöar- lyndi. — Ég má vist til, sagði hann, — i þágu réttvisinnar. Skjólstæðing- ur minn... — Er ekki hægt að sleppa henni núna? sagði Desi biðjandi. — Sleppa henni? sagði land- fógetinn og missti pennann. — Hvers vegna i ósköpunum? — tJt af lyklinum, sagði Desi. — Lyklinum sem við höfðum fengið lánaðan til að komast inn á hótel- iö. Við tókum hann óvart heim með okkur. Og af þvi að ég átti ekki gott með að fara og skila honum — þá hefur allt komist upp, skiljið þið — þá fleygði ég honum i, já, þar sem lögreglan fannhann seinna. Hún stjúpa min á ekki nokkurn þátt i þessu. An þess að muna að reglusemi hæfir þeim sem starfar fyrir rétt- visina, fleygði landfógetinn vasa- bókinni frekjulega frá sér á skrif- borðið. — Gátuð þið ekki gloprað þessu út úr ykkur fyrr? Hann horfði gremjulega á unga parið i leðursófanum, Desi með fritt, grannleitt stúlkuandlitið og móðurlega breiðar lendar, Rune með kæruleysisfas og vott af sama púkaglottinu og faðir hans hneykslaði náungann með. — Nú? sagði landfógetinn. — Af hverju gáfuð þið ykkur ekki fram fyrr? Þá hefði ég komist hjá... — Það vorum við"sem vildum sleppa við vafstur, sagði Rune. — Hún er sautján ára og ég er ni- tján. Haldið þiðað það sé eitthvað þægilegt að koma og segja frá þessu? — Pabbi var alveg bálvondur yfir þvi að við skyldum hafa sést saman úti, sagði Desi. — Og auk þess, sagði Rune, — vorum við alveg sannfærð um að þetta myndi bjargast þótt við þegðum. Þvi að þetta gekk alls ekki til eins og þér sögðuð. Landfógetinn togaði gremju- lega i jakkahornin. — Hvað gekk ekki þannig til? spurði hann. — Morðið og allt það, svaraði Desi. — Hún stjúpa min hefur alls ekki framið það, það hljótið þér að skilja. Og ég held svei mér að þér séuð ekki með réttu ráði að tala svona um hana. Að hún sé tilfinningasjúkt rándýr með van- þroskaða skynsemi? Er hægt að tala svona þegar fólk hlustar á? Landfógetinn roðnaði þegar hann heyrði sálfræðigreiningu sina hafða eftir á þennan óvirðu- lega hátt. En verjandinn hallaði sér nær unga parinu i sófanum með mikla vinsemd i svipnum. — Klukkan hvað höfðust þið eiginlega við á hótelinu? — Frá klukkan ellefu til klukk- an þrjú um nóttina, eða þvi sem næst. — Heyrðuð þið nokkurt hljóð úr næsta herbergi? — Nei, það var Rune sem svar- aði. — Nei, og það er það undar- lega. Við vorum vakandi allan' timann og við heyrðum hvorki hljóð eða fótatak eða nokkurn skapaðan hlut. Og samt hef ég heyrt vörubilstjórana segja, að það væri svo hljóðbært á hótelinu að allt heyrðist endanna á milli. Hann bætti við alvarlegur á svipinn: — Nei, við heyrðum ekki neitt. — Og ég segi fyrir mig, að ég held að þarna hafi ekki verið framið neitt morð, þvi að þá hefðum við heyrt það. Ég held hann hafi ein- hvern veginn kálað sér sjálfur. Landfógetinn kom ekki upp orði; verjandinn minnti á töfra- mann sem finnur óvart' tvær kaninur i hatti sem hann hélt að væri tómur og héraðshöfðinginn af Tibast bar fram lokaspurningu iskaldri röddu: — Þið getið sem sé fullyrt upp á æru og trú að þið hafið ekki heyrt neitt? Rune kinkaði kolli til samþykk- is, alvarlegur á svip. — Ekki neitt, sagði Desi og brosti blitt til gamla mannsins. —- En auðvitað hlustuðum við ekki mjög vandlega. Við höfðum um ýmislegt annað að hugsa þarna um nóttina. 3. Frestun réttarhaldann til næsta dags vakti mikla athygli. Furðu- legar sögur komust á kreik. Trú- legust þótti sagan um það að frú Inez Viktorsson hefði hengt sig i fangaklefanum. Einhvers staðar i vistarverum ráðhússins voru Rune og Desi yfirheyrð, vandlega og hvort fyrir sig. Landfógetinn og verjandinn skrifuðu niður og veltu vöngum. Ennfremur var haft upp á dular- fulla vörubilstjóranum og hann staöfesti söguna við rannsóknar- lögregluna i heimabæ sinum. Yfirheyrslur voru hafnar að nýju. Frú Nohrström var leituð uppi i eldhúsi sinu, þar sem hún blés frá sér reykskýjum og krafðist bóta fyrir vinnutap. Þjálfuðu höfuðborgarblaða- mennirnir slepptu öllu sambandi sin i milli og eltu hvor sina slóð af ákafa. Starfsmaður Lénstiðinda var ekki eins slyngur, en á hinn bóginn var hann persónulega kunnugur ' hverjum manni. Það leið ekki á löngu áður en þeir lútvarp 7.00 Morgunútvarp. Veður- fregnir kl. 7.00 og 8.15 og 10.10. Morgunleikfimi kl. 7.15, og 9.15. Fréttir kl. 7.30, 8.15 (og forustugr. dagbl.) 9.00 og 10.00. Morgunbænkl. 7.55. Morgunstund barnanna kl. 9.15. Vilborg Dagbjartsdóttir endar lest- ur sögunnar um „Pippa fjóskettling og frændur hans” eftir Rut Magnús- dóttur (4). Tilkynningar kl. 9.30. Þingfréttir kl. 9.45. Létt lög milli atriða. Spjallað við bændur kl.10.05 „Hin gömlu kynni” kl. 10.25. Sverrir Kjartansson sér um þátt með frásögnum og tónlist frá liönum árum. Morguntónleikar kl. 11.00. Hljómsveit Leopolds Stokowskis leikur rúmenskar rapsódiur eftir Enesco / Edith Peinemann o g Tékkneska fllharmóniusveitin leika Fiðlukonsert i a-moll op. 53 eftir Dvorák. 12.00 Dagskráin. Tónleikar. Tilkynningar. 12.25 Fréttir og veðurfregnir. Tilkynningar. 13.00 Við vinnuna. Tónleikar. 14.30 Miðdegissagan; Himinn og jörð” eftir Carlo Coccioli. Séra Jón Bjarman les þýðingu sina (15). 15.00 Miðdegistónleikar. Hermann Prey syngur Sex lög op. 48 eftir Beethoven við ljóö eftir Gellert; Gerald Moore leikur á pianó. Ox- fordk vartettinn leikur strengjakvartett op. 13 eftir Mendelssohn. 15.45 Lesin dagskrá næstu viku. 16.00 Fréttir. Tilkynningar (16.15 Veðurfregnir) 16.25 Popphornið. 17.10 Ctvarpssaga barnanna: „1 föður stað” eftir Ker- stin Thorvall Falk. Olga Guðrún Arnadóttir les þýð- ingu sina (9). 17.30 Tónleikar. Tilkynningar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Fréttir. Fréttaauki. Tilkynningar. 19.35 Þingsjá. Umsjón: Kári Jónasson. 20.00 Sinfóniuhljómsveit Berlinarútvarpsins heldur hljómleika (Sent þaðan á segulbandi). Hljómsveitar- stjóri: Herbert Glietzen Einleikari á pianó: Myung- Whun Chung. Einleikari á fiölu: Pierre Amoyal. a. „I Vespri Siciliani”, forleikur eftir Giuseppe Verdi. b. Planókonsert nr. 2 i g-moll op. 22 eftir Camille Saint- Saens c. Fiðlukonsert i e- moll op. 64 eftir Felix Mendelssohn - Bartholdy. d. „Hafið”, hljómsveitarverk eftir Claude Debussy. 21.30 Útvarpssagan: „Klaka- höllin” eftir Tarjei Vesaas. Kristin Anna Þórarinsdóttir leikkona les (9) 22.00 Fréttir. 22.15 Veðurfregnir. Lestur Passiusálma (29). 22.25 Húsnæðis- og byggingar- mál. Ólafur Jensson ræðir við Óskar Hallgrimsson for- mann húsnæðismála- nefndar ASÍ um félagslegar byggingaframkvæmdir. 22.50 Afangar.Tónlistarþáttur I umsjá Asmundar Jóns- sonar og Guðna Rúnars Agnarssonar. 23.40 Fréttir i stuttú máli. Dagskrárlok. # sjónvarp 20.00 Fréttir og veöur. 20.30 Dagskrárkynning og auglýsingar. 20.35 Lifandi veröld. Breskur fræðslumyndaflokkur um samhengið i riki náttúrunn- ar. Sjötti og slðasti þáttur. Lifið á vötnunum. Þýðandi og þulur óskar Ingimars- son. 21.05 Kastljós. Fréttaskýr- ingaþáttur. Umsjónarmað- ur Eiöur Guðnason. 21.55 Töframaðurinn. Banda- riskur sakamálamynda- flokkur. Mikið skal til mikils vinna. Þýðandi Kristmann Eiðsson. 22.45 Dagskrárlok. 'SImi 1^936 * Leit aö manni To find a man Afar skemmtileg og vel leikin ný amerisk litkvikmynd um vandamál æskunnar. Leik- stjóri Buzz Kulik. Aðalhlut- verk: Darren O’Connor, Pam- ela Sue, Martin, Lloyd Bridg- es. Bönnuð innan 12 ára. Sýnd kl. 8. Ættarhöfðinginn Creatures the World forgot Hrottaspennandi, ný, amerisk litkvikmynd um harða lifs- barátlu fyrir örófi alda. Leik- stjóri: Don Chaffey. Aðalhlut- verk: Julie Ege, Tony Bonner, Brian O’Shaughnessy, Robert John. Bönnuð innan 14 ára. Sýnd kl. 6 og 10. Sími 16444 Presentation George Glenda Segal Jackson A Melvin Frank Film* Touch Of Class Vottur af glæsibrag Afbragðs fjörug og skemmti- leg ný bandarisk gamanmynd i litum og Panavision, um ástaleiki með vott af glæsi- brag og hæfilegum millispil- um. Glenda Jackson hlaut Oscarverðlaun sem bezta leik- kona ársins 1974, fyrir leik sinn i þessari mynd. Leik- stjóri: Melvin Frank. ÍSLENSKUR TEXTI. Sýnd kl. 3, 5, 7, 9 og 11,15. LEIKFÉIA6 YKJAVÍKUR' Iðnó: FLÓ A SKINNI i kvöld. — Uppselt. DAUÐADANS laugardag kl. 20.30. SELURINN HEFUR MANNSAUGU sunnudag kl. 20,30. FLÓ A SKINNI þriðjudag kl. 20.30 243 sýning. Fáar sýningar eftir. Austurbæjarbíó: ISLENDINGASPJÖLL miðnætursýning laugardag kl. 23.30. Aðgöngumiðasalan i Austur- bæjarbiói er opin frá kl. 16. Simi 1-13-84. Aðgöngumiðasalan i Iðnó er opin frá kl. 14. Simi 1-66-20. $®WÓflLEIKHÚSIÐ COPPELIA ballett i 3 þáttum. Tónlist: L. Delibes. Stjórnandi, höfundur leik- myndar og búninga: Alan Carter ballettmeistari. Frumsýning I kvöld kl. 20. Uppselt. 2. sýning sunnudag kl. 20. KARDEMOMMUBÆRINN laugardag kl. 15 sunnudag kl. 15 KAUPMAÐUR 1 FENEYJUM laugardag kl. 20. Leiikhúskjallarinn: HERBERGI 213 sunnudag kl. 20,30. Miðasala 13,15—20. TÓNABÍÓ 31182 Flóttinn mikli STEVE McijUEÉN JAMES GARNER RICHARD AHENBOROUGH •tucTdckt copadcm JA.VES CHARLES DONALD JAWES IHE GREAT ESCAPE donalo bronson pleasence coburn '.■rv' - •/ ' COLORSk...*PANAVISIOII Ri rcuu: IVj Unft8d ArtlSt8 Flóttinn mikli er mjög spenn- andi og vel gerð kvikmynd, byggð á sannsögulegum at- burðum. Leikstjóri: John Sturges. ÍSLENSKUR TEXTI. Myndin hefur verið sýnd áður i Tónabfói við mikla aðsókn. Sýnd kl. 5 og 9. Bönnuö innan 12 ára. Slmi 41985 Hnefafylli af dýnamiti ISLENSKUR TEXTI. Bönnuð börnum Sýnd kl. 8. Skri f stof uf y lliríiö Sænska mánudagsmyndin. Aðcins sýnd i nokkur kvöld kl. 10. Bönnuð innan 16 ára.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.