Þjóðviljinn - 28.02.1975, Blaðsíða 8

Þjóðviljinn - 28.02.1975, Blaðsíða 8
8 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Föstudagur 28. febrúar 1975 Þjóðviljinn birtir hér meginhluta ræðu þeirrar er Helgi Guðmundsson flutti á aðalfundi Einingar á Akureyri. Hefur Þjóð- viljinn áður sagt frá ein- róma samþykkt aðal- fundarins þar sem skorað var á verkalýðshreyfing- una og þá pólitíska flokka, sem lýst hafa stuðningi við stefnumál hennar, að snúa nú bökum saman gegn af turhaldsst jórninni og krefjast nýrrar efnahags- stefnu. Helgi Guðmundsson nvíðtækrar samstöðu i Siðasta hálft annað ár i starf- sögu félagsins hefur verið næsta viðburðarrikt og óvenjulegt i ýmsu tilliti. Almennt ástand i þjóðfélaginu hefur einnig ein- kennst af næsta örum breytingum bæði efnahagslegum og pólitisk- um. Ásiðastliðnuáriurðu,eins og allir vita, tvennar kosningar. Fyrst kosningar til sveitarstjórna og siðan kosningar til alþingis og má sannarlega segja að hinar fyrrnefndu hafi gefið visbendingu um það er kom i ljós i hinum siðarnefndu. Þá urðu þáttaskil Vart verður þvi á móti mælt að með tilkomu vinstri stjórnarinnar sáluga urðu að ýmsu leyti þátta- skil i lifskjörum alþýðu manna I þessu landi. Þetta á einkum við um byggðirnar úti um land þar sem sú breyting átti sér stað að i stað atvinnuleysis og stórfelldra tilflutninga á vinnuafli til suð- vesturlandsins á hverri vertið kom næg atvinna og lifskjara- öryggi er verið hafði óþekkt fyrir- brigði á þessum stöðum um langt árabil. Þessu til viðbótar fékk svo verkalýðshreyfingin framgengt ýmsum þeim kröfum er verið höfðu á óskalista hennar um margra ára skeiö, eins og stytt- ingu vinnuvikunnar og lengingu orlofsins. Þar að auki jókst kaup- máttur launa verkafólks mjög verulega.Næg atvinna og aukning kaupmáttarins geröi það einnig að verkum að feiknalegt fjör hljóp I ýmsar greinar innlendrar atvinnustarfsemi. Þannig var meira byggt en um margra ára skeið, hvers konar þjónustustarf- semi og verslun blómstraði óvanalega vel, að ógleymdri þeirri gullöld er rikti fyrir ferða- skrifstofur landsmanna. Virtist stefna i þá áttina að launafólk færi i auknum mæli á ári hverju til sólarstranda sér til hvildar og hressingar. Til viðbótar við hin hagstæðu skilyrði er sköpuð voru með pólitiskum aðgerðum kom svo verðhækkun afurða erlendis. Virtist um tima einu gilda hvers kyns varning islendingar buðu á erlendum markaði. Allt seldist, likt og heitar lummur renna i soltinn maga. Innan við helmingur Þvi er nú haldið mjög ákaft að verkalýðsstéttinni að ástand efnahagsmála sé þannig að ekki komi til mála að annað en að öll- um almenningi verði gert að þola stórfellda kjaraskerðingu. Eng- inn hefur dregið I efa að fyrir hendi sé efnahagslegur vandi er þurfi eölilegrar lausnar. Hitt greinir menn á um hve mikill þessi vandi sé og með hvaða hætti skuli við brugðist. Siðari hluti siðastliðins árs hef- ur eins og allir vita einkennst af látlausum árásum rikisvalds á lifskjör launafólks. Menn munu minnast fimm.mánaða gamallar gengisfellingar er varö til þess að verkalýðshreyfingin sagði laus- um öllum kjarasamningum, og vart geta stórfelldar verð- hækkanir á hvers kyns vöru og þjónustu hafa farið fram hjá neinum. Með hliðsjón af hinu alvarlega rikjandi ástandi hafa farið fram viðræður milli forystumanna verkalýðshreyf- ingarinnar annars vegar og fyrir- svarsmanna atvinnurekenda og rikisstjórnar hins vegar um nýja kjarasamninga fyrir launþega. Sá algerlega einstæði atburður hefur nú gerst að mitt i þessum viðræðum skellir rikisstjórnin á nýrri gengisfellingu, dembir yfjr launafólkiö nýrri holskeflu verð- hækkana og kjaraskerðingar. All- ar kenningar um það að rikis- valdið hafi i viðræðunum verið að reyna að finna leið, til að bæta launþegum, einkum þeim er lak- ast eru settir, að einhverju leyti upp þá verðhækkanaskriðu sem fallin var hafa eins og vænta mátti reynst blekkingar einar. Nú er svo komið að dagvinnu- kaup verkafólks er innan við helmingur þess sem talið er að visitölufjölskyldan svo nefnd þurfi að hafa sér til framfæris. Margir halda þvi fram að næg at- vinna handa öllum bæti þetta upp. Launþegar geti auðveldlega unn- ið sér inn mismuninn með mikilli eftir- og næturvinnu. Allt virðist nú stefna i þá átt að ekki heldur þessu verði til að dreifa þar sem þvi er marglýst yfir af hálfu valdamanna að stefnt sé að þvi að draga úr þenslu eins og það er nefnt. Meðal aðgerða sem nefnd- ar eru i þessu skyni um þessar mundir er hækkun vaxta þannig að vextir og lántökukostnaður geti farið i 25%. Slik aðgerð myndi þýða hinar alvarlegustu afleiðingar fyrir margvislega at- vinnustarfsemi og alveg óhjá- kvæmilega hafa það i för með sér að atvinnufyrirtæki sem verulega býggja á mikilli notkun lánsfjár yrðu að draga saman seglin sem þýðir einfaldlega aukið atvinnu- leysi fyrir verkafólkið. Enginn skal þó skilja orð min svo að ég telji það eðlilegt ástand að verkafólk bæti sér upp lélegt dagvinnukaup með lengingu vinnutimans. Hið lága dagvinnu- kaup eitt væri vissulega ærin ástæða til harkalegra viðbragða af hálfu verkalýðshreyfingarinn- ar. Úreltar kenningar Nú kann margur að spyrja. Hvað er til ráða þegar slfkan efnahagsvanda ber að höndum? Ekki getum við látið eins og ekk- ert sé. Rikisvaldið hefur tiundað sin ráð við þeim vanda sem ég tel raunar að miklu leyti framkallað- an með vilja, eftir óskum þeirra stóreignamanna sem nota hina stórfelldu verðbólgu til að greiða fyrir sig eignirnar. Fyrir gengisfellinguna i haust var þvi haldið fram að hún hefði verið nauðsynleg vegna afleitrar stöðu sjávarútvegs og fisk- vinnslu. Látum svo vera burtséð frá þvi að við hljótum að vera andvig þvi að allt of lágt launað verkafólk sé látið greiða úr efna- hagsvanda atvinnurekenda. En hvernig i ósköpunum stendur þá á þvi að nú, og það mitt i viðræðum um bætur fyrir fyrri kjara- skerðinguna, er enn höggvið I sama knérunninn? Dugði fyrri aðgerðin ekki til eða hefur enn aukist á hjnn svokallaða vanda? Eftir þvi sem talsmenn gengis- lækkunarinnar sjálfir hafa rök- stutt aðgerðir sinar er vandinn fyrst og fremst fólginn I þvi að gjaldeyrisöflun og gjaldeyrisnot- kun stenst ekki á. Sagt er að þjóð- in noti miklu meiri gjaldeyri en hún aflar. Þess vegna hafi verið gripið til gengisfellingar til að hindra að landsmenn eyddu svo miklum gjaldeyri. í stuttu máli er ætlunin samkvæmt þessu aö gera gjaldeyri svo dýran og vöruverð þannig svo hátt að menn neyðist til að draga úr neyslu sinni. Efna- hagskenningar af þessu tagi eru til komnar vegna þess að haldið er i úreltar og fjarstæöukenndar hugmyndir um svokallaö frelsi I viðskiptalifinu. Ollum á að vera frjálst að kaupa hvað sem er og ráðstafa fjármunum fullkomlega að eigin geðþótta. Kenning þessi hljómar vissulega nógu fagurlega en þegar nánar er að gáð kemur i ljós að hið margrómaða frelsi er einungis frelsi hinna sterku. Við- skiptalegt frelsi þeirra sem hafa aðstöðu til að græða á nauðsyn- legri neyslu almennings. Til að útskýra þetta stuttlega skal ég nefna eitt litið dæmi. Allir vita að sykur hefur hækk- að mjög verulega I verði. Bæði vegna hækkunar á heimsmarkaði og ekki sist vegna itrekaðra gengisfellinga og hækkunar á söluskatti. Arið 1972 fékk verslun- in 80 miljónir króna fyrir að selja þessa vöru. I ár mun umbunin fyrir þessa þjónustu hins vegar verða um sex hundruð miljónir. A sama tima og verslunin fær nærri nífalda hækkun á verðlagningu þjónustu sinnar hafa laun verka- fólks i fiskiðnaði ekki gert meira en að tvöfaldast. Almenningi kemur að litlu gagni að hafa frelsi til að kaupa hvað eina ef hann skortir nauð- synlegt fé til kaupanna vegna allt of lágra launa. Ef menn skoöa náið hina nýju gengisfellingu kemur I ljós að all- ar staðhæfingar ráðamanna um að hún hafi verið nauösynleg vegna þjóðarhagsmuna eru alger fjarstæða; einungis settar fram I þvi skyni að villa um fyrir þeim sem hún bitnar haröast á þ.e.a.s. láglaunafólkinu I landinu. Þegar ég staðhæfi að efnahagsráð- stafanirnar bitni harðast á lág- launafólkinu nægir vissulega að tilfæra þá staðreynd að verð- lag á matvöru hefur hækkaö á siðasta hálfa ári um 42% en laun hins vegar ekki nema um ca. 10%. Ég hef gerst býsna langorður um þær efnahagsráðstafanir sem á okkur hafa dunið að undan- förnu. Ástæðan er sú að ég tel það lifsnauðsyn fyrir verkalýðsstétt- ina að vita sjálf nokkur deili á þeim efnahagskenningum sem henni er gert að búa við, sem lát- laust er staðhæft að séu hinar einu réttu, nánast heilagur sann- leikur. Hvað varð um gróðann? Ég hef ekki enn nefnt það að þegar útgerðin og fiskvinnslan gerir kröfur til breytinga á gengi krónunnar með þeim rökum að reksturinn sé að stöðvast ef ekki verði með gengisfellingu og svo- kölluðum hliðarráðstöfunum gripið i taumana, þá er byggt á skattframtölum fyrirtækjanna sjálfra og þeirra eigin upplýsing- um um afkomuna. Það vita hins vegar allir menn að slikar upp- lýsingar eru ekki haldgóð plögg að ekki sé meira sagt. Astæðan jú einfaldlega sú að á rekstur hvers fyrirtækis má setja alls konar kostnað sem þar á alls ekki heima. Auk þess sem með bók- haldslegum aðferðum er hægt að gera afkomuna miklu verri en hún er i raun og veru. Um þetta mætti halda langa tölu og styðja mál sitt fjölmörgum dæmum. Timans vegna verð ég þó að sleppa þvi að sinni. Þó tel ég nauðsynlegt að nefna hér eitt smádæmi til stuðnings máli minu. í hvert sinn sem fyrirtækin i fiskiðnaðinum gera upp stöðu sina eru birgðir að sjálfsögðu metnar og þar með kannað hvert verðmæti liggur i birgðunum. Samkvæmt reikningum lltils frystihúss hér á Noröurlandi átti það fiskbirgðir um áramótin 1973- 1974 fyrir tæpar fjórar miijónir króna. Verðlagning þessara birgða fer þannig fram aö tekið er svokallað áætlunarverð, en þetta verð er sú upphæð sem sölusam- tök fiskiönaðarins greiða inn á seldar birgðir, E.t.v. er auð- skildara aö segja aö hér sé um að ræða innborgunarverðið sem vinns1ufyrirtæk i n fá. Innborgunarverðið er að sjálf- sögðu alltaf verulega lægra en hið endanlega. Arsreikningar um- rædds fyrirtækis voru siöan gerðir upp með þessu verði og sýndu þar af leiðandi til muna lakari útkomu fyrirtækisins en hún raunverulega var eins og sést á þvi að umræddar birgðir, sem um áramótin voru metna ár nálega fjórar miljónir, voru siðan seldar fyrir rúm- lega 8 miljónir. Ég hef fengið áreiðanlegar upplýsingar um það að við bráöabirgðaupp- gjör sem gert var hjá flestum fiskvinnslufyrirtækjum i landinu i haust og ákvörðun um gengis- fellingu var siðan rökstudd með, hafi nákvæmlega sömu aðferð verið beitt. Verðlagning birgða var allt of lág, og sýndist af- koman þvi miklu lakari en ella Til viðbótar við allt þetta væri svo auðvitað fullkomin ástæða til að halda langan og itarlegan fyrirlestur um það hvað varð um miljarða gróða fiskvinnslufyrir- tækjanna á árinu 1973. Sam- kvæmt upplýsingum Þjóðhags- stofnunarinnar nam ágóðinn I fiskvinnslunni það ár töluvert á annan miljarð króna eftir að tillit hafði verið tekið til fullra af- skrifta. Einhverjir vilja vafalaust benda á að fyrirtækin hafi eytt fé sinu i endurbætur og fjár- festingar. En á móti er þó ástæða til að spyrja hvað varð um allt féð sem reiknað var i afskriftir og I hvað fóru þær ómældu miljónir sem fyrirtækin fengu úr lánasjóð- um. Þannig mætti að sjálfsögðu lengi halda áfram að velta hlut- unum fyrir sér. Til dæmis er ástæða til að svara staðhæfingum um stórfellt verðfall afurða er- lendis með þvi að benda á þá staðreynd að meðalverð á mörkuðum árin'73 og'74 var ná- lega alveg hið sama. En er nokk- ur ástæða til sliks,kunna menn að spyrja. Já, vissulega er til þess full ástæða þar sem okkur er ætlað af valdamönnum að trúa staðhæfingum þeirra I hverju einu og ekki siður vegna þess að ákvarðanir er varða afkomu hverrar fjölskyldu i landinu eru teknar á grundvelli þessara stað- hæfinga. Víðtæk samstaða Ég hef hér að framan reynt að sýna fram á að það ástand er nú rikir I launamálum verkafólks — og þær hættulegu aðstæður sem skapast með þvi að löglega gerð- um kjarasamningum er rift með lagaboði — á fyrst og fremst ræt- ur sínar að rekja til pólitiskra ákvarðana stjórnarvalda. Varla þarf frekari vitnanna við um það hverra hagsmuna núverandi stjórnarvöld eru fyrst og fremst að gæta en þeirra er felast i þeirri staðreynd sem ég nefndi áðan að laun verkafólksins eru nú ein- ungis helmingur þess sem þau þurfa að vera fyrst og fremst vegna aðgerða stjórnvalda. Ég lit svo á að málum sé nú svo komið að það sé lifsnauðsyn fyrir verkalýðshreyfinguna að bregðast af fullum þrótti og einurð við ástandinu. Til þess að það sé gerlegt er nauðsyn á við- tækri faglegri og pólitiskri samstöðu alls verkalýðsins til þess að hrinda af sér þvi óbæri- lega oki sem verið er að leggja á hann. Ég tel það skyldu verka- lýðshreyfingarinnar að beita sér fyrir slikri samfylkingu og hafa forystu um hana. Samstilla þarf krafta verkalýðshreyfingar- innar allrar til þess að hún haldi fullkomlega öllu þvi valdi sem hún býr yfir um kröfuna um al- gerlega nýja efnahagspólitik. Til þess að þetta megi takast verða menn að leggja til hliðar að sinni deilur sinar um innri mál verkalýðshreyfingarinnar. Gera verður þá kröfu til allra aðila að þeir sýni nauðsynlegan félags- þroska og láti ekki deilumálin Framhald á 12 siðu Úr ræöu sem Helgi Guömundsson flutti á aöalfundi Einingar 23. febrúar sl.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.