Þjóðviljinn - 28.02.1975, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 28.02.1975, Blaðsíða 6
6 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Föstudagur 28. febrúar 1975 hverfi af matvælum Söluskattur Slíkt þykir sjálfsagt víða um lönd til að jafna kjör manna Þeir Magnús Kjartansson og Eðvarð Sigurðsson leggja fram frumvarp til laga um breytingu á lögum nr. lOfrá 1960 um söluskatt þannig að við lögskipaðar undan- þágur frá söluskatti i 6. grein lag- anna bætist: „Matvæli, kaffi og te. Ráðherra skal með reglugerð kveða á um mörkin milli matvæla og annarrar vöru, t.a.m. sælgæt- is”. í greinargerð segja flutnings- menn: Með frv. þessu er lagt til að hætt verði að innheimta söluskatt af öllum matvælum, kaffi og te. t gildandi lögum um söluskatt eru i 6. gr. ákvæði um lögskipaðar undanþágur frá þessari skatt- heimtu. bar er að finna ákvæði um að nýmjólk skuli undanþegin söluskatti, og nær sú undanþága einnig til súrmjólkur og undan- rennu. Einnig er þar ákveðið að ekki skuli leggja slikan skatt á sölu á neysluvatni. Vinstri stjórn jók undanþágur Þá kveða lögin svo á, að ráð- herra sé heimilt að undanþiggja ákveðnar tegundir vöru og þjón- ustu söluskatti. Hefur sú heimild verið notuð i allmörgum tilvikum, einkum gerðist það þegar vinstri stjórnin tók við störfum 1971. Af þessum undanþágum má nefna neyslufisk, notkun á heitu vatni frá sameiginlegum kyndistöðv- um, fæðissölu, mötuneyti, mjólk- urvörum sem ekki voru áður und- anþegnar, svo sem smjör, rjóma, skyr og osta, heitt vatn frá hita- veitum, oliu til húshitunar, raf- magn til húshitunar og fargjöld með strætisvögnum. 42% hækkun hjá hægri stjórn Eins og áður er sagt gerir frumvarp þetta ráð fyrir að allar matvörur verði undanþegnar söluskatti, enn fremur kaffi og te. Astæðan fyrir flutningi þess er aö sjálfsögðu óöaverðbólga sú sem dunið hefur á þjóðinni að undan- förnu og á sér engar hliðstæður i fyrri sögu islendinga. Engar vör- ur hafa hækkað jafnmikið og matvæli, en meðalhækkun þeirra hefur orðið um 42% I tið núver- andi rikisstjórnar. Á næstu vikum munu svo dynja yfir nýjar stór- hækkaniraf völdum siðustu geng- islækkunar og af ýmsum öðrum ástæðum. A sama tima er bannað með lögum að greiða visitölubæt- ur á kaup, og þær láglaunabætur, sem greiddar eru, jafngilda að- eins litlu broti af verðhækkunum. Ástæða er til þess að vekja sér- staka athygli á þvi að stórfelld hækkun á matvælum bitnar hlut- fallslega þyngst á láglaunafólki, barnmörgum fjölskyldum, öldr- uðu fólki og öryrkjum, sem nota mestan hluta launa sinna til mat- arkaupa, og þvi hefur sú þróun, sem orðið hefur að undanförnu magnað stórlega þjóðfélagslegt ranglæti hérlendis. 2 miljarðar — 4% í visitölu Með þvi að lögbinda að matvæli skuli undanþegin söluskatti mundi einnig falla niður hliðstæð innheima á þeim söluskattsstig- um, sem ekki hafa áhrif á fram- færsluvisitölu, enn fremur við- lagagjald af matvælum. Lækkun- in mundi þvi jafngilda 19 hundr- Eðvarð Sigurðsson. aðshlutum. Miðað víð heildsölu á matvælum á siðasta ári má áætla aðsöluskatturaf þeim vörum hafi numið 1,3—1,4 miljörðum króna. Miðað við það verðlag, sem nú er á matvælum og fyrirsjáanlegt er af völdum gengislækkunarinnar mundi niðurfelling á söluskatti af matvælum, trúlega jafngilda um 2.000 milljónum króna. Slik niður- felling á söluskatti i fyrra hefði lækkað visitöluna um tæp 4%, en hagsbótin hefði að sjálfsögðu orðið margfalt meiri fyrir það fólk sem notar meginhluta tekna sinna til matarkaupa. Stjórnvöld gætu mismunað í innf lutningi Sú tilhögun að undanþiggja matvæli söluskatti, eða hafa mun lægri söluskatt eða virðisauka- skatt á þeim tiðkast viða i grann- löndum okkar og þykir sjálfsögð til þess að jafna kjör manna. Embættismenn hérlendis hafa einatt haft uppi þær röksemdir gegn slikri tilhögun að hún auð- veldi kaupsýslumönnum undan- drátt á söluskatti. Matvæli eru hins vegar svo samfelldur vöru- flokkur að auðvelt ætti að vera að fella niður söluskatt af þeim án þess að skattsvik aukist, enda eru þau yfirleitt seld i sérstökum verslunum. Af þessum ástæðum er ekki heldur farið inn á þá braut i frumvarpinu að greina i sundur þörf matvæli og miður þörf. Þá aðgreiningu gætu stjórnarvöld hins vegar framkvæmt, meðan innflutningur þjóðarinnar er háð- ur neyslulánum, á þann hátt að hætta um skeið að flytja inn er- lent fiskmeti fyrir hundruð miljóna króna á ári, kex, tertu- botna, vinarbrauð, öl og erlent vatn soðið niður i dósir, svo að ör- fá dæmi séu nefnd. Söluskattur og útsvar lækki Að undanförnu hafa kjaramál mjög verið til umræðu milli full- trúa verkafólks og rikisstjórnar. 1 þeim umræðum hafa fulltrúar Al- þýðusambands Islands að sjálf- sögðu sagt að þeir muni meta fé- lagslegar aðgerðir til jafns við kauphækkunir, þar á meðal skattalækkanir. Þær skattalækk- anir, sem koma láglaunafólki að mestu gagni, eru lækkanir á sölu- skatti og útsvari. útsvör eru nú orðin mjög þungbær fyrir lág- launafólk, og hefur Geir Gunn- arsson nýlega flutt frumvarp um leiðréttingar á þvi kerfi. Það frumvarp, sem hér er flutt um af- nám á söluskatti af matvælum, hefur hliðstæðan tilgang og mundi fyrst og fremst' koma að gagni þvi fólki sem býr við erfið- ust kjör i þjóðfélaginu. Þolir ríkissjóður tekjumissinn? 1 þessu frumvarpi er ekki fjall- að um tekjuöflun handa rikissjóði til þess að vega upp lækkun tekna af söluskatti. Ástæðan er sú að gengislækkunin mun hafa veruleg áhrif á afkomu rikissjóðs, og hingað til hafa gengislækkanir ævinlega aukið rikistekjurnar. í annan stað hafa ráðherrar að undanförnu lýst áformum sinum að lækka útgjöld rikisins veru- lega. bvi er ekki timabært fyrir óbreytta þingmenn að fjalla um afkomu rikissjóðs, eins og nú standa sakir, en komi i ljós að af- nám söluskatts á matvælum geri aðra tekjuöflun óhjákvæmilega eru flutningsmenn að sjálfsögðu reiðubúnir til þess að gera tillög- ur um það, hvernig jafna megi þau met án þess að iþyngja af- komu lágtekjufólks. Ragnar Arnalds flytur tillögu um BREYTINGAR Á SKATTALÖGUM , svo arðvœnleg fyrirtœki verði ekki skattfrjáls og Kikisstjórn Jóhanns Hafsteins kom þeirri heimild inn i skattalög að eignir sem almennt nýtast I áratug eða -tugi séu afskrifaðar á 4—6 árum. Með þvi verður fyrir- tækjum kleift að skjóta tekjum, sem nema þúsundum miljóna króna undan skatti, enda kom i Ijós við lauslega athugun á skatt- skrá Reykjavíkur 1974 að um 240 félög með samaniagða ársveltu yfir 10 þúsund miljónir króna greiða engan tekjuskatt. Þessu þarf að breyta i grundvallaratrið- um. Ragnar Arnalds flytur tillögu til þingsályktunar um afnám flýtifyrningar og skatt á verð- bólgugróða. Skal rikisstjórnin láta undirbúa frumvarp til laga um breytingar á lögum um tekju- skatt og eignarskatt með það fyrir augum að koma i veg fyrir aðarðvænleg fyrirtæki geti skotið sér undan að greiða tekjuskatt með ýmiss konar bókhaldsað- ferðum. Stefnt skal að þvi, aö ákvæði um svonefnda flýtifyrn- ingu verði afnumin. Jafnframt fari fram sérstök rannsókn á bókhaldi, birgðasöfn- un og eignaaukningu þeirra almenningur hundraða fyrirtækja, sem höfðu meira en 5 miljónir króna i árs- veltu á árinu 1973, en fengu þó engan tekjuskatt samkvæmt skattskrá ársins 1974. Á grund- velli þessarar rannsóknar verði undirbúin löggjöf um almennan skatt á verðbólgugróða fyrir- tækja. Eignasala til skattahagræðis 1 greinargerð segir flutnings- maður: Við lauslega athugun á skatt- skrá Reykjavikur 1974 kemur i ljós, að um 240 félög með saman- lagða ársveltu yfir 10 þúsund miljónir króna greiða engan tekjuskatt, og eru þá hvorki með- talin fyrirtæki, sem rekin eru I nafni einstaklinga, né samfélög með minna en einnar miljón kr. ársveltu og aðeins félög i höfuð- borginni. Margar skýringar eru á þvi, að hundruð arðvænlegra fyrirtækja sleppa við að greiða tekjuskatt, en ein sú helsta er ákvæði skatta- laga um flýtifyrningu, sem fyrst var sett i lög vorið 1971 áó frum- kvæði rikisstjórnar Jóhanns Haf- látinn borga steins. Til viðbótar almennri fyrningu, sem er allt að 1% á ári, heimilast fyrirtækjum að draga frá tekjum sinum allt að 6% flýti- fyrningu. Á fjórum árum geta þvi fyrirtækin sloppið við að greiða skatt af tekjum, sem nema 84% af andvirði fyrnanlegra eigna, og er þvi engin furða þótt mörg þeirra sleppi vel. Með stöðugri fjárfest- ingu geta fyrirtækin komist hjá þvi að greiða tekjuskatt um mjög langt skeið, og það furðulegasta þingsjá þjóðviljans er, að þegar eignin er fullfyrnd, þarf fyrirtækið aðeins að selja hana og festa sér i staðinn aðra eign til þess að geta byrjað að af- skrifa á nýjan leik af fullum krafti. Er þá oft um að ræða, að eignirnar, sem koma i staðinn fyrir þær seldu, hafa áður verið að fullu afskrifaðar hjá fyrri eig- anda, og getur þvi sama eignin orðið til þess að spara nýjum og nýjum eiganda tekjuskatts- greiðslur, sem nema miljónum króna. Þetta þarf að gera strax Kjarni málsins er sá, að með þvi að heimila, að eignir, sem al- mennt nýtast i áratug og ýmsar i marga áratugi, séu afskrifaðar á 4—6 árum, er verið að gera mönn- um kleift að skjóta tekjum, sem nema þúsundum miljóna króna, undan skatti. Með tillögu þessari er að þvi stefnt, að þessum fárán- legu fyrningarreglum verði breytt i grundvallaratriðum og m.a. verði flýtifyrningin afnumin með öllu. Þessa breytingu á skattalögum má undirbúa með stuttum fyrirvara og þarf að gera strax. Bókhaldsrannsókn i 2-þættum tilgangi önnur ákvæði tillögunnar krefjast lengri tima til undirbún- ings og framkvæmda. Eðlilegt virðist, að fram fari sérstök rann- sókn á bókhaldi, birgðasöfnum og eignaaukningu þeirra fyrirtækja sem engan tekjuskatt fengu sam- kvæmt skattskrá ársins 1974, en til einföldunar er hér lagt til, að rannsóknin beinist fyrst og fremst að þeim hluta þessara fyrirtækja, sem höfðu meira en 5 miljónir króna i ársveltu. Rann- sókn þessi hefur tviþættan til- gang: I fyrsta lagi að kanna til fulls, hvaða aðrar ástæður en fyrning- arreglur valda þvi, að fyrirtækin borga ekki skatt. Reynist vera um ólöglegar aðferðir að ræða, verður málinu að sjálfsögðu visað til saksóknara rikisins til frekari meðferðar. í öðru lagi þarf rannsóknin að varpa ljósi á þá eignaaukningu, sem almennt hefur átt sér stað i krafti afskriftareglna, og skulda- söfnunar á verðbólgutimum, og yrði niðurstaðan höfð til hliðsjón- ar við samninga frumvarps um verðbólguskatt. Fyrirkomulag á álagningu og innheimtu verðbólguskatts getur verið með ýmsum hætti og þarf að undirbúa vandlega, en eðlilegt virðist, að álagningin næði nokk- ur ár aftur i timann. Með afnámi flýtifyrningar og með þvi að skattleggja nokkurn hluta af þeim mikla verðbólgu- gróða, sem nú myndast á ári hverju, oftast með tilstyrk rikis- banka og opinberra f járfestingar- sjóða, mætti vafalaust draga verulega úr skattaálögum á al- þýðu manna, og kemur þá sér- staklega til álita að fella niður söluskatt á ýmsum nauðsynja- vörum og draga þannig úr verð- bólgu. PÓSTUR OG SÍMI Staða VIÐSKIPTAFRÆÐINGS hjá Póst- giróstofunni er laus til umsóknar. Nánari upplýsingar verða veittar hjá for- stöðumanni póstgiróstofunnar og hjá starfsmannadeild.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.