Þjóðviljinn - 28.02.1975, Síða 5

Þjóðviljinn - 28.02.1975, Síða 5
Föstudagur 28. febrúar 1975 ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 5 Skal dregið í Z-dilk á ný? Þegar deilt er um mál sem alla varBar er mikilvægt að þau rök, sem þyngst vega, gleymist ekki. Þeir sem vilja taka upp z-kennslu að nýju virðast hafa gleymt þvi hve litill hluti nemenda lærði að nota hana samkvæmt settum reglum. Þvi er ástæða til aö rifja upp nokkrar staðreyndir. „Námsskrá fyrir nemendur á fræösluskyldualdri” gefin út af menntamálaráðuneytinu 1960, gefur óvefengjanlegar upplýsing- ar um hvernig z-reglurnar urðu til þess að nemendur á skóla- skyldualdri voru dregnir i dilka, urðu með öðru til þess að leggja grundvöll að menningarlegri stéttaskiptingu i skólum og þar af leiðandi landinu öllu. Þar segir um námsefni i stafsetningu fyrir 2. bekk unglingastigs, siðasta ár skyldunáms: ,,Z-reglur skulu kenndar þeim nemendum, sem lengst eru komnir”. Allar aðrar stafsetningarreglur skyldu samkvæmt námsskránni kynntar i siðasta lagi i 12 ára bekkjum og ekki gert ráð fyrir að tiltekið úrval nemenda fengi að læra þær. Það þýðir að sjálfsögðu að þeír reyndu skólamenn og sér- fræðingar, sem námsskrána sömdu, töldu 1) að z-reglur væru erfiðasta viðfangsefnið i islenskri stafsetningu 2) að tilgangslaust væri að reyna að kenna þær öðr- um en ,,þeim nemendum, sem lengst eru komnir”. Að sjálfsögðu hafa þeir ályktað á grundvelli fenginnar reynslu. Sú reynsla er auðvitað alkunn kennurum. En almenningur á rétt á að kynnast öllum hliðum máls- ins þegar upp ris krafa sem felur i sér að starfsorku nemenda og kennara og stórfé úr sameigin- legum sjóði þjóðarinnar sé eytt til einskis, eða i mesta lagi stuðla að þvi að enn færri en nú er ljúki skyldunámi ófærir um að klæða ritað mál i viöurkenndan búning. Litum þvi á aðra mikilvæga stað- reynd: A undanförnum árum hefur rúmlega 20% árgangs náð lands- prófi með framhaldseinkunn ári eftir að skyldunámi lýkur. Þetta er sá fimmtungur nemenda sem best gengur i þvi bóklega námi sem boðið hefur verið i islenskum skólum undanfarin ár. Ætla mætti að tekist hefði að kenna þessu þrönga „úrvali” nemenda að nota z. Svo er þó ekki. Flestir skólar, sem tóku við þessum nemendum (einkum menntaskól- ar), héldu áfram að æfa þessa nemendur i að nota setu og var það raunar orðið meginviðfangs- efni i stafsetningarþjálfun þeirra. Um árangurinn af framhalds- glimu annarra nemenda við z- reglur er óþarfi að fjölyrða. En likur benda til að 15—20% nem- enda (árgangs) hafi á undanförn- um árum lært að nota setu til hlit- ar. Nokkur hluti þeirra hætti að nota hana eftir siðasta próf sitt i stafsetningu. Ljóst ætti þvi að vera að mikill minnihluti þjóöar- innar lærði að nota z og kærði sig um að gera það. Z-reg^ ,ar áttu sinn þátt i að skipta þjóðinni i fáa útvalda sem færir voru um að klæða ritmálið i viðurkenndan búning og svo fjöldann sem ófær var um það. ósagt skal látið hvaða tilfinningalegar og menn- ingarlegar afleiðingar þetta hefur haft. Og ekki er fljótlegt að áætla hve gifurlegum fjármunum hefur verið eytt á undanförnum árum i árangurslitla kennslu og þar af leiðandi viðhald menntunarlegr- ar stéttaskiptingar eins og áður er vikið að. Þeim stutta tima, sem varið er i skólum tii móðurmálskennslu ár hvert, er vissulega hægt að verja betur en i vonlausa glimu við að kenna nemendum að nota þarf- lausa bókstafi. Einn veigamesti þáttur þeirrar umræðu, sem öðru hverju skýtur upp kollinum opin- berlega um móðurmálskunnáttu og hlutverk skólanna i þvi sam- bandi, er endurteknar fullyrðing- ar um takmarkaðan málskilning og fátæklega málnotkun yngri kynslóðarinnar. Hinum stutta skólatima væri betur varið til markvissrar viðleitni til að ráða Framhald á 12 siöu UM þessar mundir eru staddir hérlendis tveir fulitrúar frá stúdentasamtökunum á frels- uðu svæðunum i Suður-VIet- nam. t fyrradag héldu þeir biaðamannafund i Stúdenta- heimilinu og kynntu þar menntakerfi það, sem byggt hefur verið upp á frelsuðu svæð- unum, svo og ástandið yfirleitt i Suður-Vietnam. t fyrrakvöld komu þeir svo fram á almenn- um fundi i stúdentaheimilinu. t dag verða vítetnamarnir á Akureyri og koma þar fram á almennum fundi, en utan halda þeir á laugardag. Tran Van An (t.v.) og Huynh Thai Son. Lágmarkskrafa að hvorug suður-víetnamska stjórnin sé viðurkennd eða báðar Vietnamarnir, Huynh Thai Son og Tran Van An, skýrðu svo frá á blaðamannafundinum að þeir hefðu rætt við Einar Agústsson utanrikisráðherra, og spurt hvað liði viðurkenningu tslands á bráöabirgðabyltingar- stjórninni i Suður-Vietnam. Utanrikisráðherra hefði svarað þvi til að frumskilyröi fyrir viðurkenningu á þeirri stjórn væri að hún sannaði að hún réði landinu, og væri hér um að ræða algilda reglu, sem islenska stjórnin fylgdi. Fulltrúarnir tveir sögðu að bráðabirgðabylt- ingarstjórn Þjóðfrelsisfylkingar Suður-Vietnam réði nú um fjór- um fimmtu hlutum Suður-Viet- nams, þar sem um helmingur ibúanna byggi. Samkvæmt Parisarsamkomulaginu væri viðurkennt að tvær rikisstjórnir væru i suöurhluta Vietnams, svo að lágmarksatriöi væri að ann- að hvort nyti hvorug viðurkenn- ingar eða báðar. Þeir Son og An færðu þakkir þeim aðilum is- lenskum, sem stutt hafa baráttu Þjóöfrelsisfylkingarinnar, og kváðu sér vel kunnugt að fram- sækin öfl á Islandi krefðust þess að islenska rikisstjórnin viður- kenndi bráðabirgðabyltingar- stjórnina. Neyð og atvinnuleysi Um ástandið á yfirráðasvæði Saigon-stjórnar sögðu þeir fé- lagar að samkvæmt skýrslum innanrikisráðuneytis þeirrar stjórnar væru tvær miljónir manna þar atvinnulausar af alls átta til niu miljónum, er þar byggju. Hálfgerð hungursneyð rikti á svæðum Saigon-stjórnar, en á yfirráðasvæði Þjóðfrelsis- fylkingarinnar væri enginn matarskortur. Mikii viðskipti færu fram á laun milli yfirráða- svæðanna, og fengju frelsuðu svæðin þannig mikið af banda- riskum iðnvarningi frá Saigon- svæðunum i skiptum fyrir mat- væli. Neyðin hefði byrjaö á sið- arnefndu svæðunum eftir undir- ritun Parisarsamkomulagsins, þvi að efnahagskerfi þeirra svæða hefði verið orðið svo að- lagað bandariska hernum að það hefði allt farið úr skorðum við brottför meginþorra hans. 40% nemenda i barna- og ung- lingaskólum þar hefðu orðið að hætta námi, vegna þess að for- eldrar þeirra gætu ekki séð fyrir þeim, og væri þeim þvi nauðug- ur einn kostur að reyna að bjarga sér sjálf meö einhverju móti. Arfur kanans: eiturlyf Annar arfur frá vist Banda- rikjahers I landinu væri vaxandi eiturlyfjanotkun ungmenna. Innanrikisráðuneyti Saigon- stjornarinnar sjálfrar telur aö hálf miljón æskufólks 15—20 ára séforfallið i eiturlyfjaneyslu, en fyrir tið bandarikjamanna I landinu var þar ekkert slikt vandamál. Vietnömsku stúdentarnir tveir sögðu að harðstjórn Saigon-yfirvaldanna færðist stöðugt i vöxt, nefndu sem dæmi um þaö að á Saigon-svæðunum hefðu 60.000 manns veriö hand- teknir af pólitiskum ástæðum siðan Parisarsamkomulagið var undirritað. Fyrir undirrit- unina hefðu pólitiskir fangar Saigon-stjórnar verið um 200.000 talsins. Til tals kom beiðni Fords Bandarikjaforseta til Banda- rikjaþings um 300 miljónir dollara i viðbót I hernaðarað- stoð fyrir Saigon-stjórn, og vitn- uðu þeir Son og An i þvi sam- bandi i skrif Anthonys Lewis i New York Times. Þar hélt Lew- is þvi fram að þessi aðstoð myndi engu breyta, þar eð Bandarikjunum hefði ekki tek- ist að vinna Vietnamstriðið þótt þau hefðu eytt I það 200 miljörð- um dollara fram að Parisar- samkomulaginu. Bandarikin hefðu auk heldur rofið Parisar- samkomulagið með þvi að halda áfram viðrækri hernaðaraðstoð við Saigon-stjórn eftir undirrit- un þess. Sögðu fulltrúar viet- nömsku stúdentasamtakanna að enn væru I Suður-Vietnam 25.000 bandariskir hermenn, kallaðir ráðunautar, en hefðu á engan hátt látið af hermennsku nema hvað þeir hefðu farið úr einkennisbúningunum. Frá yndirritun Parisarsamkomu- lagsins hefðu Bandarikin meðal annars sent Saigon-stjórn 1100 skriðdreka og 82 herþotur. Meðferðin í fangelsum Annar fulltrúanna, Huynh Thai Son, var sjálfur I fjögur ár i fangabúum Saigon-stjórnar sem pólitiskur fangi. Var hann fangelsaður fyrir starf i stúdentasamtökum i Saigon, meðan hann var þar við nám. Um ástandið i fangelsum Saigon-stjórnar sagði hann að fangar þar væru sveltir að meira eða minna leyti, aðbúð væri á allan hátt slæm og þrisv- ar á hverri nóttu hefðu fang- averðirnir vakið fangana og skipað þeim að raða sér upp til talningar. Fangarnir fengu ekki nægilegt vatn, og I herbergi, sem var á að giska 150 fermetra að stærð var troðið 120—150 mönnum. Fangar, sem uppvisir urðu að þátttöku I samtökum innan fangelsanna, sættu þó enn verri meðferð. Þeir voru ein- angraðir eða settir i svokölluð tigrisbúr, gryfjur svo þröngar að menn gátu sig litt eða ekki hrært, og mat og vatn fengu þeir enn minna en aðrir fangar. Fangarnir höfðu engan beinan aðgang að læknum eða hjúkrun- arfólki, en urðu að afla sér læknishjálpar fyrir milligöngu varðanna. Algengur siður varð- mannanna var hins vegar I slik- um tilfellum aö spyrja fangana hvar þeir fyndu til, og berja þá siðan á þann stað. Huynh Thai Son taldi að .um 3000 manns hefðu látist I fangelsi þvi, er hann var i, á fimm ára timabili. Hann sagði lika að mikið væri gert til þess að heilaþvo fangana og þeir beittir margskonar sál- fræðilegum pyndingum i þvi skyni. Þeim væri skipað að for- mæla Þjóðfrelsisfylkingunni og barðir, ef þeir neituðu. Son sagðist telja liklegt að banda- riskir sérfræðingar hefðu hönd i bagga með pyndingamönnum, en kvaðst að visu ekki hafa séð þá að verki. Hann hefði að visu séð bandarikjamenn meðal varðliðsins, meðan hann dvaldi i fangabúðunum, en ekki vitað hvað þeir höfðu fyrir stafni. Hann sagði lika að algengt væri að fólk væri látið sitja i fangels- um langtimum saman, dn þess að nokkur réttarhöld færu fram. Nýtt fræðslukerfi byggt upp á frelsaða svæöinu Þeir félagar sögðu að skóla- kerfið á Saigon-svæðunum væri mjög úrelt og byggðist enn á skólakerfi franska nýlendutim- ans. 1 skólum væri franska og enska notaðar jafnt og víet- namska sem kennslumál, enda margir kennarar erlendir og kennslubækur margar á þeim málum. Bandarikin hefðu hér lika hönd i bagga, þvi að allar kennslubækur, sem notaðar væru i barna- og unglingaskól- um Saigon-svæðanna, væru settar saman og prentaðar i Michigan-háskóla i Bandarikj- unum. Á frelsaða svæðinu hefði hinsvegar verið byggt upp nýtt fræðslukerfi frá grunni, og þar væri vietnamska eingöngu not- uð við kennslu. Þar væri þegar búið að koma upp barna- og unglingaskólakerfi, mennta- skólum og visi að háskólanámi, þar sem læknar, aðstoðarlækn- ar, kennarar, félagsfræðingar, hagfræðingar og nemar i fleiri menntagreinum hlytu þjálfun. Mikið væri og um fullorðins- fræðslu cg sérstök áhersla lögð á að kenna öllum undir fimm- tugsaldri að lesa. Kennarar við barnaskóla fengju uppihald sitt hjá foreldrum barnanna. Þjóðernisminni- hlutar fá ritmál 1 Suður-Vietnam eru um þrjá- tiu þjóðernislegir minnihluta- hópar, sem tala ýmsar tungur meira eða minna frábrugðnar vietnömsku. Ekkert ritmál hefur verið til á flestum þessum tungumálum, en af hálfu Þjóð- frelsisfylkingarinnar hefur mikið verið gert til þess að koma upp ritmáli fyrir þessa þjóðflokka. Er nú svo komið að seytján minnihlutahópanna hafa eignast eigið ritmál i fyrsta sinn i sögu sinni fyrir þessa viðleitni. Sem dæmi um fram- farirnar i skólamálum má nefna, að á franska nýlendutim- anum var aðeins einn háskóli fyrir Vietnam, Kambódiu og Laos öll, þar sem aðeins tvö hundruð nemendur lærðu lög- fræði og læknisfræði. Fulltrúar stúdentasamtaka frelsuðu svæðanna í Suður-Víetnam í heimsókn

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.