Þjóðviljinn - 28.02.1975, Blaðsíða 13

Þjóðviljinn - 28.02.1975, Blaðsíða 13
Föstudagur 28. febrúar 1975 ÞJÓÐVILJINN — StÐA 13 Fölsku tónarnir á sínum stað Það var dapurlegt að heyra Svavar Gests, einn helsta formælanda Félags islenskra hljómlistarmanna gegnum árin, segja það i dagskrárkynningu hjá Magnúsi Bjarnfreössyni iaugardaginn 22. febrúar s.l. að fengi hann að breyta dag- skránni eftir eigin höfði, myndi hann færa þáttinn ,,Að hlusta á tónlist” á einhvern annan tíma. Svavari fannst sem þessir þættir Atla Heimis Sveinssonar ættu ekki að vera á besta hlust- unartima útvarpsins. Nú er það svo, að þessir tónlistarþættir Atla Heimis eru Lagarfljótsvirkjun: með besta útvarpsefni vetrar- ins. Atli Heimir er með afbrigðum skemmtilegur, út- varpsmaður ,,á heimsmæli- kvarða” og kann þá list að vekja áhuga tóndaufra islendinga á þeirri listgrein sem löngum hefur tiðkast hér að sýna aðeins áhugaleysi. Einhvern veginn hefði maður imyndað sér að Svavar Gests hefði betra tóneyra en svo, að honum þætti hlýða að gera litið úr góðum tónlistarþætti. En samtal þeirra Magnúsar hljómaði svo rétt á eftir þætti Atla Heimis eins og fölsk nóta, og við þeim er vist litið að gera. Einhverju sinni var góður fiðlu- leikari, sem löngum lék i beinum tónlistarútsendingum Rikisútvarpsins, spurður að þvi hvort ekki væri unnt að forðast allar feilnóturnar. Fiðluleik- arinn sagði að erfitt væri að losna við þær, einna helst væri að ætla þeim ákveðna stund i útvarpinu, taka frá sérstakan tima til að útvarpa fölsku tónunum. Kannski er dagskrárkynning Magnúsar Bjarnfreðssonar best til þess failin af öllum útvarps- þáttum — en ég geri það að tillögu minni að hún verði færð á annan hlustunartima. A mánudagskvöldið s.l. var á dagskrá þátturinn ,,Byggöa- mál”, sem fréttamenn útvarps- ins annast. Þessi siðasti þáttur var afar vel unninn og gagn- legur. Fréttamennirnir tóku þar saman upplýsingar um þróun jarðamála i nokkrum héruðum, og sýndu glögglega með stað- reyndaupptalningu, að lög um eignarhald á bújörðum þurfa endurskoðunar við — sport- sinnaðir peningamenn úr þétt- býli eru langt komnir að leggja sumar sveitir i eyði eða spilla jörðum með ágangi hrossa sinna. Á dögunum voru fréttamenn gagnrýndir hér i Þjóðviljanum fyrir að tala litið við þolendur valdsmanna og kerfis, fólkið sjálft. Þátturinn á mánudaginn var veruleg bragarbót. —GG ÚTVARP Smávægilegur leki Prófanir hafnar aftur Þeir eru aö prófa vélar hinnar nýju Lagarfljótsvirkjunar þessa dagana. A mánudaginn, þegar vatni var hleypt á vatnsgöngin neöanjaröar að stöðvarhúsinu, kom i ljós smávægilegur vatns- leki, og létu verkfræðingar Verk- fræðistofu Sigurðar Thoroddsen, sem hönnuðu mannvirkin eystra, stöðva rennslu um vatnsstokkinn á meðan lekinn var kannaður. Nú er fullur kraftur aftur kom- inn á vatnsrennslið að stöövar- húsinú, enda kom i ljós, að lekinn var smávægilegur, vandræðin stöfuðu aðeins af ónýtu ræsi i stöðvarhúsinu. ,,Það hefur verið gerð tilraun til að mæla þennan leka i vatns- ganginum”, sagði Loftur Þor- steinsson, verkfræðingur, þegar Þjóðviljinn ræddi við hann i gær, ,,og þetta sýnast vera um 2 sek- úndu litrar sem leka út um steypusamskeyti á tveimur stöð- um i stöðvarhúsinu. Þaðer jafnan um einhvern leka að ræða i svona mannvirkjum, og 2 sekúndu litrar eru ekki stórvægilegt miðað við það að vatnsgöngin flytja 50.000 litra á sekúndu. Lekinn er þá 1/25.000 af þvi sem um göngin fer. Og það ætti ekki að taka langan tima að koma þessu ræsi i lag. Vélarnar eru komnar á stað aftur i þinghléi siöustu viku hélt Helgi Seljan alþm. fundi með félögunum á Egilsstööum, Eski- A undanförnum árum hefur verið efnt til samkeppni meðal ungra norrænna flytjenda tónlist- ar á vegum norræna Menningar- málasjóðsins. Keppt hefur verið i söng, pianóleik, orgelleik, leik á strengjahljóðfæri og blásturs- hljóðfæri, og nú fer fram keppni i gitarleik. Akveöið hefur verið að halda þessari keppni áfram enn um sinn, en i stað þess að byrja að nýju á keppni i söng eða leik á eitthvert hljóðfæri, er nú i ráði að núna og prófanir eru hafnar”. Vatnsgöngin eru 4x4 metrar að innanmáli og íallhæð virkjunar- innar er liðlega 17 metrar, þannig að þrýstingurinn á stokknum er mikill. firði og Fáskrúösfirði, þar sem rædd var staðan i þjóömálum og áhrif sfðustu aðgerða á efnahag efna til norrænnar keppni i sam- leik.Keppendur munu ekki koma fram sem einleikarar, heldur sem dúó, trió, kvartett eða kvintett. Lögð verður áhersla á það, að verkin, sem leikin verða séu nor- ræn samtimaverk. Vegleg verð- laun verða veitt. Nánari tilhögun keppninnar verður auglýst siðar (Frétt frá NOMUS-nefndinni Samstarfsnefnd fyrir norræna músik). Sem fyrr segir var það Verk- fræðistofa Sigurðar Thoroddsen, sem mannvirkin hannaði, en Norðurverk h.f. á Akureyri var verktaki. —GG. launafólks i landinu. Einnig var fundur haldinn i stjórn og trúnaðarráði félagsins á Reyðarfirði. A Egilsstöðum var samþykkt að Alþýðubandalagið beitti sér fyrir fundi nú i mars eða april á Egilsstöðum um stöðu land- búnaðar á Austurlandi. Fundur- inn yrði öllum opinn, en frum- mælendur yrðu m.a. Páll Sig- björnsson, héraðsráðunautur, er f jalla myndi um stöðuna almennt, Helgi Seljan alþm., er ræddi lána- mál landbúnaðarins, tveir bænd- ur af Austurlandi, er ræddu við- horfin frá sinum sjónarhóli og fenginn yrði maður héöan að sunnan til þess að reifa nýjungar i landbúnaðinum. MIKILL HUGUR Keppni í samleik Helga frá Dagverðará: ÞORRI Heimsækir island á ári hverju Hrimlanda jarl að heiti Þorri. Ekur hann tímans örugga vagni er skreyta norðurljós skýjaleiðir. Hátt á Islands öræfum stendur sterkbyggð höll í snjóaveldi, þar ræður ríkjum hinn ríklundaði konungur Vetur á klakastóli Hart knýr hurðir hraustur Þorri kominn úr langferð að konungs sölum. Út er gengið og inn er leiddur Hrímlanda jarl að hásæti Vetrar. 1975 Vel kveður Þorri Vetur konung, vel tekur vetur vinarkveðju: ,,Velkominn sértu til vorra sala dvel hjá oss mánuð drótt til gleði. Sækir að öldnum svefn og þreyta, svo er um oss það sér hver vitur. Bónar þeirrar er beðið Þorri að ráðir þú voru riki í mánuð. Sterka þarf stjórn á stóru ríki, hvíldar er þörf þeim hvíldar biður. Gott er í dulda draumheima ver þeim að ganga, sem visku leitar." Þá mælir Þorri: ,,Þér skal veita bón þína Vetur svo vel þú hvílist, hlotnist þér viska i heimi drauma og orka til stjórnar stóru ríki." ,,Komið nú þjónar! — kallar Vetur — og veitið Þorra vistir góðar. Skemmtun skal hefja til heiðurs gesti svo gleðjist hann í höllu vorri. Stillið nú strengi Stórsjór og Vindur leikið undir er Ægisdætur hefja sönglist til heiðurs Þorra svo bergmál hljómi frá bjargasölum. Komið nú hingað — kallar Vetur — meyjar Snæs Mjöll og Drífa, klæðist í ykkar kristalsskrúða og dansið listdans til dýrðar Þorra Kveðja skal Þorri — oss þörf er hvíldar — njót þú gleði og gamanmála. Slepptu þó aldrei stjórnartaumum, né augnaþjónum úr augsýn þinni. Ak þú heill Þorri til Hrimlands jökla. Heill kom þú aftur til hallar vorrar að ári liðnu það eykur gleði þ’égna allra í þessu ríki." Helga frá Dagverðará Þetta kvæði átti að birtast á þorraþrælinn síðast liðinn laug- ardag, en féll út vegna þrenglsa. — Þjv. Dani sýnir á Mokka Alexander Sörenson, 27 ára gamall dani, sem starfar hér á landi, sýnir um þessar mundir á Mokka. Mestur hluti myndanna eru unnar i oliu, en nokkrar eru pennateikningar og vatnslita- myndir. Alexander stundar list- nám i bréfaskóla i Sviþjóð, Farmus School. Alexander hefur áður sýnt i Danmörku og Þýskalandi. Sýningin verður opin i þrjár vikur og er verð myndanna frá kr. 1.500 til 20 þús. Handbók Handbókin Iceland kemur nú út i sjötta sinn, og er útgáfan að nokkru tengd þjóðhátiðarárinu 1974. Bækurnar hafa fyrst og fremst verið hugsaðar til kynn- ingará landi og þjóð fyrir útlend- inga, enda gefnar út á ensku, en i þeim hefur einnig verið að.finna margvislegan fróðleik, sem landsmönnum hefur ekki verið tiltækur annars staðar. Bókin skiptist i 48 kafla, og höf- undar eru 43. Auk þess er töflu- viðauki og listi yfir nær 400 bækur á erlendum málum, sem fjalla um Island og islensk málefni. Alls er bókin 500 blaðsiður að stærð, með 64 myndasiðum, flestum i lit, og tveimur litprentuðum kortum. —GA. meðal Alþýðu- bandalagsmanna Þessi fundur verður auglýstur siðar, en félagið á Fljótsdals- héraöi sér um alla framkvæmd. Á Reyðarfirði hefur það nú fengist fram fyrir forgöngu Al- þýðubandalagsins, að fundir sveitastjórnar hafa verið opnaðir almenningi og er mikill ánægja rikjandi meðal fólks vegna þessa siálfsagða fyrirkomulags. Reyðarfjarðarfélagið ákvað að efna til fræðslufundar i april og fá Einar Olgeirsson fyrrv. alþm. sem fyrirlesara. Þetta yrði gert i samrái við eskfirðinga. Þá ákvað stjórnin að leita eftir þvi við Jónas Árnason rithöfund og alþingismann, að hann kæmi austur sem gestur félagsins, e.t.v. i tengslum við árshátið á Reyðarfirði á vegum Alþvðu- bandalagsins. Skv. viðtali viö Helga Seljan er mikill hugur i Al- þýðubandalagsfólki austur þar að efla flokksstarfið og herða barátt- una gegn hægri stjórninni og af- glöpum hennar. Ljósmæðra- blaðið Nýlega hefur verið gefið út blað af Ljósmæðrafélagi lslands og nefnist það Ljósmæðrablaðið og er i breyttum búningi. Hefur það meðal annars að flytja umsögn LMFt um fóstur- eyðingafrumvarpið, nýjar lands- hlutadeildir, lifeyrissjóð ljós- mæðra, alþjóðlegt mót ljósmæðra i Lausanne i Sviss, frumvarp til laga um breytingu á ljósmæðra- lögum og aðalfundargerð LMFl, 1974. Ljósmæður hafa verið launa- stétt i landinu i rúm 200 ár eða frá árinu 1766 og gefið út blaðið yfir 50 ár. Jónas ekki Lárus 1 frétt af opnun bókamarkaðar Bóksalafélagsins, var Jónas Egg- ertsson, bóksali, sem árum sam- an hefur verið einn af framá- mönnum bóksala, ranglega nefndur Lárus — vonandi tekur prentvillupúkinn það ekki upp oftar.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.