Þjóðviljinn - 28.02.1975, Blaðsíða 10

Þjóðviljinn - 28.02.1975, Blaðsíða 10
10 SÍÐA — PJÓÐVILJINN Föstudagur 28. febrúar 1975 Atli Heimir formaður Tónskálda- félagsins Aöalfundur Tónskáldafélags tslands var haldinn 15. febrúar s.l. Stjórnin geröi grein fyrir starfinu á s.l. ári, þátttöku islenskra tónskálda i Norrænum músikdögum, sem haldnir voru i Kaupmannahöfn i október 1974. - Þar voru flutt sex islensk tón- verk. Einnig voru flutt verk eftir islensk tónskáld á Listahátið 1974 og á þjóöhátið. Þá var og óperan Þrymskviöa frumflutt i Þjóöleik- húsinu. Þá gerði stjórnin grein fyrir undirbúningi Norrænu músik daganna sem i ráði er aö halda i Reykjavik 1976, og störfum Norræna tónskáldaráðsins en for- seti þess er nú Atli Heimir Sveinsson. Þá voru og rædd ýmis hags- munamál tónskálda og eftirfar- andi samþykktir gerðar: „Aðalfundur Tónskáldafélags Islands, haldinn 15. febrúar 1975, beinir þeim tilmælum til Rikisút- varpsins að stórauka flutning Islenskrar tónlistar i hljóðvarpi, sjónvarpi svo og hjá Sinfóniu- hljómsveit Islands. Ennfremur að sjá um að til séu fullkomnar hljóðupptökur á verkum islenskra tónskálda lifandi og látinna. Álitur fundurinn núverandi ástand algjörlega óviðunandi og væntir skjótra úrbóta.” „Aðalfundur Tónskáldafélags Atli Heimir Sveinsson Islands, haldinn 15. febrúar 1975, skorar á Alþingi að stofna hið fyrsta stöðu fyrir tónskáld við Sinfóniuhljómsveit Islands (composer in residence), sem hafi það starf að semja verk fyrir hljómsveitina.” „Aðalfundur Tónskáldafélags Islands, haldinn 15. febrúar 1975, lýsir yfir fullri samstöðu með Félagi Islenskra myndlistar- manna i deilu þeirra viö borgar- yfirvöld vegna Kjarvalsstaða.” Þá voru einnig gerðar sam- þykktir um að vinna aö stofnun Tónmenntaráðs Islands og að leita eftir nánari samvinnu við islenska hljóðfæraleikara um flutning islenskrar tónlistar. Þá var og Árni Björnsson kjörinn heiðursfélagi. Stjórn Tónskálda- félags tslands skipa nú: Atli Heimir Sveinsson, formaður, Þorkell Sigurbjörnsson ritari og Skúli Halldórsson gjaldkeri. (Frétt frá Tónskáldafélaginu) Parísar hjólið Kabarett- sýning í Háskóla bíói Höf undur: Béra Magnúsdóttir. Leikstjóri: Edda Þórarinsdóttir. Leikmyndamálari: Gunnar Bjarnason. Ljósameistari: Ingvi Hjörleifsson. Hljómsveit undir stjórn Ragnars Bjarnasonar. Maðurinn með hjólið: Karl Einarsson. Dansflokkur JSB 2. sýning laugardaginn 1. marz kl. 2 AAiðasala í Háskólabíói frá kl. 4 í dag og við innganginn 1... — ■ ,, , 1 Auglýsingasiminn er 17500 sjónvarp nœstu viku Sunnudagur 18.00 Stundin okkar. Meðal efnis er mynd um önnu og Langlegg. Lesið verður úr bréfum, sem þættinum hafa borist, og Valgerður Dan les sögu eftir Stefán Jónsson. Þá veröur sýndur þriðji hluti leikritsins um leyni- lögreglumeistarann Karl Blómkvist, og loks verður Þjóðminjasafnið heimsótt. Umsjónarmenn Sigriður Margrét Guðmundsdóttir og Hermann Ragnar Stefáns- s son. 18.50 Hlé 20.00 Fréttir og veður. 20.25 Dagskrárkynning og augiýsingar. 20.30 A ferö og flugi. Spurn- ingaþáttur með svipuðu sniði og „A ferð með Bessa”. Umsjónarmaður Guðmundur Jónsson, söngvari. Þessi þáttur var kvikmyndaður á Húsavik. Stjórn upptöku Tage Ammendrup. 21.30 Lorna og Ted. Breskt sjónvarpsleikrit eftir John Hale. Aðalhlutverk Zoe Wanamaker og Brian Bless- ed. Þýðandi Jón Thor Har- aldsson. Ted er járnsmiður á fimmtugsaldri, grófur i háttum og sköpulagi. Hann er einhleypur, en hyllist til að fá „feitar og föngulegar ráðskonur” til að annast heimilisstörfin. Ekki getur hann þó alltaf klófest sina uppáhaldsráðskonutegund, og ein þeirra, sem hann ræður til starfs, er Lorna, ung og grönn og sjálfstæð I skoðunum. 22.40 Söngur Þebu. Egypsk heimildamynd um borgina Þebu á bökkum Nilar, forna frægð hennar og nútima rannsóknir, sem þar hafa verið gerðar. Þýðandi og þulur Óskar Ingimarsson. 23.00 Aö kvöldi dags.Sr. Guð- jón Guðjónsson, æskulýðs- fulltrúi þjóðkirkjunnar, flytur hugvekju. 23.10 Dagskrárlok. Guömundur Jónsson, framkvæmdastjóri útvarpsins og óperu- söngvari fetar I fótspor Bessa Bjarnasonar á næstunni og stjórnar skemmtiþætti meö slnum hætti. tugt og tveggja barna móð- ir. Maður hennar hefur góða atvinnu, og þau eru vel stæð fjárhagslega. Sambúð þeirra hefur verið árekstra- litil, en þegar Helen kemst óvænt að þvi, að maður hennar á vingott við aðra konu, krefst hún skilnaðar, og ákveður að.standa á eigin fótum. 21.30 Hver er hræddur viö óperur?. Breskur mynda- flokkur um óperutónlist. öperusöngkonan Joan Sutherland velur efnið og kynnir, og er það að þessu sinni úr óperunni „Le Peri- chole” eftir Offenbach. Þýðandi Jóhanna Jóhanns- dóttir. 22.05 Heimshorn. Fréttaskýr- ingaþáttur. Umsjónarmað- ur Jón Hákon Magnússon. 22.35 Dagskrárlok. auglýsingar. 20.35 Tökum lagiö. Breskur söngvaþáttur, þar sem hljómsveitin „The Settlers” leikur og syngur. Þýðandi Jóhanna Jóhannsdóttir. 21.00 Kastljós. Fréttaskýr- ingaþáttur. Umsjónarmað- ur Svala Thorlacius. 21.55 Töframaðurinn. Banda- riskur sakamálamynda- flokkur. Þruma úr heiðsklru lofti. Þýðandi Kristmann Eiðsson. 22.45 Dagskráriok. Mánudagur 20.00 Fréttir og veður. 20.30 Dagskrá og auglýsingar. 20.35 Onedin skipafélagið. Bresk framhaldsmynd. 22. þáttur. Manndrápsfleyta. Þýðandi óskar Ingimars- son. Efni 21. þáttar: Þegar James er á heimleið með te- farm frá Kina, koma skip- verjar auga á bát á reki. Tveir menn eru i bátnum., annar látinn. Hinn er tekinn um borð i skipið og honum hjúkrað. Grunsemdir vakna meðal háseta um, að skip- brotsmaðurinn sé óheilia- sending, og James og Bain- es tekst með naumindum að koma i veg fyrir, að honum sé hent fyrir borð. Heima i Liverpool er Albert Frazer kominn i kunningsskap við unga og léttlynda söngkonu, og áður en langt um liður tilkynnir hún honum, að hún sé barnshafandi af hans völdum. 21.30 íþróttir. M.a. fréttir frá iþróttaviðburðum helgar- innar. Umsjónarmaður Ómar Ragnarsson. 22.00 Skilningarvitin. Nýr, sænskur fræðslumynda- flokkur i sjö þáttum. 1. þátt- ur. Skynheimurinn. Þýð- andi og þulur Jón O. Ed- wald. (Nordvision — Sænska sjónvarpið). 22.50 Dagskrárlok. Þriðjudagur 20.00 Fréttir og veður. 20.30 Dagskrárkynning og auglýsingar. 20.35 Helen — nútimakona. ' Bresk framhaldsmynd. 2. þáttur. Þýðandi Jón O. Ed- wald. Efni 1. þáttar: Helen Tulley er húsmóðir um þri- Miðvikudagur 16.00 Björninn Jógi. Banda- risk teiknimynd. Þýðandi Stefán Jökulsson. 18.20 Filahiröirinn. Bresk framhaldsmynd. Gortarinn. Þýðandi Jóhanna Jóhanns- dóttir. 18.45 Gluggar. Bresk fræðslu- myndasyrpa. Þýðandi og þulur Jón O. Edwald. 19.10 Hlé. 20.00 Fréttir og veður. 20.30 Dagskrárkynning og auglýsingar. 20.35 Nýjasta tækni og visindi. Umsjónarmaður Sigurður Richter. 21.00 Hanno Blaschke. Pólsk- ur óperusöngvari syngur lög frá heimalandi sinu. Guðrún Kristinsdóttir leikur með á pianó. Stjórn upptöku Tage Ammendrup. 21.15 Belvedere fer I skóla. (Mr. Belvedere Goes to College). Bandarisk gam- anmynd frá árinu 1949. Leikstjóri Elliott Nugent. Aðalhlutverk Clifton Webb, Shirley Temple og Tom Drake. Þýðandi Heba Júliusdóttir. Herra Lynn Belvedere er frægur rithöf- undur, og nýjasta metsölu- bók hans hefur unnið til verðlauna, sem höfundurinn getur þó ekki fengið afhent, nema hann ljúki ákveðnu háskólaprófi. Hann ákveður að setjast á skólabekk og uppfylla þannig sett skil- yrði, en á námsbraut hans leynast þó ýmsar hindranir, sem ekki er auðvelt að sjá fyrir. 22.35 Dagskrárlok. Föstudagur 20.00 Fréttir og veöur. 20.30 Dagskrárkynning og Laugardagur 16.30 iþróttir. Knattspyrnu- kennsla. 16.40 Enska knattspyrnan. 17.30 Aðrar íþróttir. Um- sjónarmaður óm a r Ragnarsson. 18.30 Lina langsokkur. Sænsk framhaldsmynd, byggð á sögu eftir Astrid Lindgren. 10. þáttur. Þýðandi Kristín Mantyla. Aður á dagskrá haustið 1972. 19.15 Þingvikan. Þáttur um störf Alþingis. Umsjónar- menn Björn Teitsson og Björn Þorsteinsson. 19.45 Hlé. 20.00 Fréttir og veður. 20.25 Dagskrárkynning og auglýsingar. 20.30 Elsku pabbi. Breskur gamanmyndaflokkur. Karl- maður á heimilinu. Þýðandi Dóra Hafsteinsdóttir. 20.55 Ugla sat á kvisti. Get- raunaleikur. Umsjónar- maður Jónas R. Jónsson. 21.40 Moskva. Stutt sovésk kvikmynd um höfuðborg Ráðstjórnarrikjanna. 21.50 Skrimslið góða. (La belle et la bete). Frönsk bió- mynd frá árinu 1946, byggð á gömlu ævintýri. Aðalhlut- verk Jean Marais og Josette Day. Leikstjóri Jean Coct- eau. Þýðandi Ragna Ragn- ars. Maður nokkur slitur upp rós á leið sinni heim úr ferðalagi og gefur hana dóttur sinni. En honum hef- ur láðst að athuga, hver sé eigandi rósarinnar. Hann reynist vera ógurlegt skrimsli, sem krefst dóttur mannsins að launum fyrir rósina, en hótar honum lif- láti ella. 23.30 Dagskráriok.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.