Þjóðviljinn - 07.03.1975, Blaðsíða 3
Föstudagur 7. mars 1975 ÞJÓÐVILJINN — StÐA 3
Hörð mót-
mæli iðn-
verkafólks
Miðstjórnarfundur Landssam-
bands Iönverkafólks haldinn 2.
mars 1975 mótmælir harðlega
þeirri gifurlegu kjaraskerðingu,
sem átt hefur sér stað frá gerð
siðustu kjarasamninga, fyrst með
bindingu visitölunnar og þeim
taumlausu verðhækkunum sem
dunið hafa yfir, einkum nú siö-
ustu mánuðina, Nú er svo komið
að kjararýrun frá þvi að siðustu
samningar voru gerðir er orðin
um 30%, áður en áhrif siðustu
gengisfellingarinnar eru komin út
i verðlagið og vitað er um stór-
felldar hækkanir aðrar, sem eru
rétt ókomnar.
Það er þvi augljóst að kjör iðn-
verkafólks, sem áður voru naumt
skorin, eru iíú orðin með öllu
óviðunandi. Þar við bætist svo að
atvinnuöryggi hefir minnkað og
þegar er farið að gæta nokkurs
samdráttar i atvinnu iðnverka-
fólks.
Umræður um kjaramál við at-
vinnurekendur og rikisstjórn hafa
nú staðið yfir i hart nær tvo mán-
uði án minnsta árangurs. Ekkert
tilboð er enn komið fram frá at-
vinnurekendum og framlag rikis-
stjórnarinnar til lausnar deilunni
er ekki á nokkurn hátt liklegt til
að endar nái saman.
Tilraunir verkalýðshreyfingar-
innar til að leysa þessa deilu á
friðsamlegan hátt hafa þvi engan
árangur borið, en með hverjum
degi sem liður versna kjör hins
vinnandi fólks, svo að nú er hún
knúin til að beita mætti sam-
takanna til lausnar deilunni.
Frá ráðstefnu Fóstrufélagsins og rauðsokka.
Sameiginleg ráðstefna Fóstrufélags íslands og Rauðsokkahreyfingarinnar:
Dagheimili og skólar verði
á svipuðum grunni
Fóstrufélag Islands og Rauð-
sokkahreyfingin héldu sameigin-
lega ráðstefnu 23. febrúar s.l. þar
sem i erindum og vinnuhópum
var fjallað um dagvistun barna
og forskólafræðslu. Skipuleggj-
endur ráðstefnunnar hafa óskað
eftir að koma eftirfarandi megin-
atriðum, sem rædd voru á ráð-
stefnunni, á framfæri:
„Við teljum að dvöl barna á vel
reknum dagvistunarheimilum
undir handleiðslu sérmenntaðs
fólks örvi börnin vitsmunalega
og þroski þau félagslega. Kostir
heimilanna nýtast þó ekki að fullu
nema þar dveljist börn jafnt frá
öllum þjóðfélagshópum. Hér á
landi skortir töluvert á að þessu
skilyrði sé fullnægt, þvi viðast
komast þar að einungis börn for-
eldra sem brýna þörf hafa fyrir
„Konan sem hvarf99
Brotabrot úr bókmenntum síðasta áratugs
flutt á kvennadeginum í Norræna húsinu
Fréttatilkynning frá M.F.Í. K.
1 tilefni af alþjóðlega Kvenna-
deginum 8. mars 1975 efnir Menn-
ingar- og friðarsamtök islenskra
kvenna til fundar laugardaginn 8.
mars kl. 15 (kl. 3 eh) i Norræna
húsinu.
Gestur á fundinum verður full-
trúi Alþjóðasambands lýðræðis-
sinnaðra kvenna Mercedes
Alvarez, og flytur hún ávarp
A.L.K. Varaformaður M.F.l.K.
Þórunn Magnúsdóttir flytur einn-
ig ávarp á fundinum.
Briet Héðinsdóttir og sam-
starfsmenn hennar hafa tekið
saman fjölbreytta dagskrá.
Fyrsta atriði er:
„Konan sem hvarf” — brota-
brot úr bókmenntum siðasta ára-
tugs, tekið saman af námskonum
i Heimspekideild Háskóla
íslands, þeim Dagnýju Kristjáns-
dóttur, Gerði Steinþórsdóttur,
Turid Joansen, og Þuriði Baxter.
Lesarar verða:
Auður Guðmundsdóttir,
Asdis Skúladóttir,
Brynja Benediktsdóttir,
Guðrún Alfreðsdóttir,
Helga Stephensen,
Steinunn Jóhannesdóttir.
Margrét Jóhannsdóttir syngur
tvö lög við texta eftir Böðvar
Guðmundsson, undirleik annast
Sigriður Sveinsdóttir.
Siðari hluti dagskrárinnar hefst
með ávarpi Vilborgar Sigurðar-
dóttur. Helga Hjörvar flytur ljóð
eftir Ninu Björk Árnadóttur
Steinunn Sigurðardóttir flytur
ljóð eftir sjálfa sig. Vilborg Dag-
bjartsdóttir, Brynja Benedikts-
dóttir og Asdis Skúladóttir flytja
ljóð eftir Vilborgu og fleiri.
Margrét Helga Jóhannsdóttir og
Sigriður Sveinsdóttir flytja lög
við texta eftir Böðvar Guðmunds-
son. Kynnir verður Sólveig
Hauksdóttir.
Náttkemba eftir Asgeröi Búadóttur. Eitt verkanna á sýningunni
I Norræna húsinu.
Sólrisuhátíð
Dagana 10.-16. mars verður
haldin á tsafirði sólrisuhátið.
Hátiðin er haldin á vegum lista-
félags menntaskólans á Isafirði.
A dagskrá hátiðarinnar er fjöl-
breytt efni, að mestu tengt bók-
menntum og listum. Má i þvi
sambandi nefna grafiksýningu,
skáldavöku, tónlistarkvöld og
Halldórs
Ruth
Ingi-
kynningu á verkum ...
Laxness. Einnig munu
Magnússon og Jónas
mundarson skemmta,
brúðuleikhús sýna og sýndar
verða tvær úrvalskvikmyndir.
Fyrirhugað er að félagið standi
fyrir menningardagskrám
siðar i mánuðinum einnig.
Stefnt er að þvi, segir i frétt
frá Listafélagi Menntaskólans á
tsafirði, að sólrisuhátiðin verði
árlegur viðburður i isfirsku
bæjarlifi. Hún á að vera fram-
lag menntaskólanema til
menningarlifs i bænum. Hin
fyrri sólrisuhátið hlaut mjög
góðar undirtektir og vænta
aðstandendur hátiðarinnar þess
að svo verði einnig nú.
aö koma börnum sinum til dvalar
á dagvistunarheimili.
Þróun undanfarinna ára sýnir
ljóst að konur leita i vaxandi mæli
til starfa utan heimilisins. Þær
leita nú nærri til jafns við karl-
menn eftir framhaldsmenntun og
þær hljóta þvl að leita einnig i
vaxandi mæli til almennra starfa.
Við teljum það skyldu samfélags-
ins að búa svo I haginn að konur
geti neytt hæfileika sinna og
krafta til slikra starfa án þess að
það þurfi að bitna á börnunum.
Þvi er brýn nauðsyn á að dagvist-
unarheimili verði reist til að
mæta þessari þörf, heimili þar
sem þess er gætt að börnunum sé
búin hin bestu þroskaskilyrði.
Ráðstefnan skoraði þvi á rikis-
valdið og stjórnendur sveitarfé-
laga að hraða sem mest uppbygg-
ingu dagvistunarheimila i land-
inu.
Með lögum um þátttöku rikisins
I byggingu og rekstri dagvistun-
arheimila, dagheimila, leikskóla
og skóladagheimila, sem sam-
þykkt voru á Alþingi i april 1973,
hefur fengist full viðurkenning á
hlutverki dagvistunarheimila og
grundvöllur verið lagður að örari
uppbyggingu og betri rekstri dag-
vistarheimilanna i islensku þjóð-
félagi.
Skipuleg kennsla barna fyrir
skólaskyldu er nú hafin hér á
landi. Þörf er að treysta sam-
vinnu milli dagvistarheimila og
skóla og milli foreldra og starfs-
fólks þessara uppeldisstofnana.
Það er álit okkar að rekstur
dagvistarheimila og skóla þurfi
að vera á svipuðum grunni, og að
tryggt sé fastákveðið hlutfallslegt
framlag frá rikinu og að dagvist-
argjöldum sé stillt mjög i hóf,
þannig að þeirri jafnréttiskröfu
sé fullnægt að allir foreldrar geti
átt þess kost að láta börn sin njóta
vistar á barnaheimili sé þess ósk-
að.”
Þorskurinn vœnn
— segja suðurnesjamenn, en tíðin rysjótt
„Það hefur aflast sæmilega
þessa siðustu daga. Reyndar var
slæmt veður í fyrradag, enginn
bátur á sjó, en áður en það veöur
var, böfðu þeir fengiö svona frá
fimm og upp i tuttugu tonn neta-
bátarnir. Mér virðist þetta vera
vænsti þorskur”, sagði heim-
ildarmaður okkar við landshöfn-
ina i Njarðvikunum.
Um 30 bátar eru á netum og
leggja upp i Njarðvikurhöfn, „og
þeim á eftir að fjölga nokkuð,
þegar þeir koma af loðnunni”.
I Sandgerði voru menn ekki al-
veg eins hressir yfir vertiðinni og
i Njarðvikum, „hér er heldur
dauft, bara rok og læti. Núna
leggja um 20 bátar upp hér, en
þeir vera sjálfsagt um 30 þegar
loðnubátarnir skila sér á eðlileg-
ar veiðar.
Það hefur verið lélegt á linunni
og netunum, en þeir trollbátar
sem hér hafa lagt upp hafa gert
það gott. Þeir hafa verið með
trollið út um allan sjó, allt suður
af Reykjanesi vestur undir Jökul,
vestur á Hala, þeir hafa lika veriö
að fá hann I Vikurálnum. Berg-
þór, 140 tonna bátur sem gerður
er út héðan, hefur gert það gott,
hefur fengið um 380 tonn af góð-
um fiski — mest þorski, af þess-
um afla hans eru aöeins um 20
tonn ufsi”.
t Hafnarfirði er öðruvisi tekið
til orða, þar landa togarar meira
en bátar, aðeins tveir netabátar
landa núna i Hafnarfirði, og hefur
verið tregt hjá þeim — og svo
gleypir Lýsi og mjöl ósköpin öll af
loðnu til bræðslu þessa dagana.
„Þeir hafa fengið átta til tólf
tonn a netunum undanfarið”,
sagði heimildamaður okkar, „og
verða væntanlega fleiri á netum
en þessir tveir þegar loðnan fer
að tregast”. Júni var að landa hér
250 tonnum sem hann fékk i
Vikurálnum fyrir festan. Skafti
frá Hofsósi er her inni núna með
50 tonn, Jón Vidalin kemur á
morgun — það er nægur fiskur i
vinnslu hjá Bæjarútgerðinni og
lika nokkuð keyrt hingað t.d. frá
Þorlákshöfn”. —GG
Skákkeppni verkalýðsfélaganna:
Sveit Dags-
brúnar vann
A þriöjudag var haldin hrað-
skákkeppni verkalýðsfélaganna
og tóku 16 sveitir þátt i mótinu,
þar af fjórar sveitir frá Dags-
brún.
Sigurvegari varð c sveit Dags-
brúnar með 46 vinninga, næst
varö A sveit Dagsbrúnar með
42,5v. þriðja varð sveit Múrara-
félags Reykjavikur með 35,5 v. og
fjórða sveit HtP með 35 vinninga.
Að mótinu loknu voru afhent
verölaun i Skákkeppni verkalýðs-
félaganna og hlaut A sveit Dags-
brúnar fagran farandsbikar gef-
inn af ASI og fallega verð-
launapeninga frá TR ásamt
skrautrituðu skjali.