Þjóðviljinn - 23.04.1975, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 23.04.1975, Blaðsíða 4
4 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Miövikudagur 23. april 1975. DJOÐVIUINN MÁLGAGN SÓSÍALISMA VERKALÝÐSHREYFINGAR ,OG ÞJÖÐFRELSIS tJtgefandi: (Jtgáfufélag Þjdðviljans Framkvæmdastjóri: Eiöur Bergmann pijstjórar: Kjartan ólafsson, Svavar Gestsson Fréttastjóri: Einar Karl Haraldsson Umsjón meö sunnudagsblaði: Vilborg Haröardóttir Ritstjórn, afgreiösla, auglýsingar: Skólavöröust. 19. Sími 17500 (5 Hnur) Prentun: Blaöaprent h.f. AÐ AFHJUPA SIG Eins og kunnugt er, á sannleikurinn á- kaflega ógreiðan aðgang að siðum Morg- unblaðsins. Má heita viðburður að þar sé sagt satt og rétt frá atburðum sem snerta pólitisk deilumál. Þetta eru löngu kunnar staðreyndir: „Moggalygi” er þvi orðið tamt og þjált hugtak i islenskri tungu, sem allir vita gjörla hvað merkir. Þetta er rifj- að upp hér nú vegna atburðar sem sagt er frá á fréttasiðum Þjóðviljans i dag og snertir þá látlausu áráttu Morgunblaðsins að reyna að komast fram hjá sannleikan- um og heilbrigðri skynsemi: Þannig eru mál vaxin, að liðlega 50 is- lendingar i Osló vildu fá birta i Morgun- blaðinu yfirlýsingu um afstöðu sina til á- takanna i Indókina. í yfirlýsingu þessari komu fram eindregnar kröfur til rikis- stjórnar Islands um þau hin sömu átök. Var i yfirlýsingunni krafist viðurkenning- ar af hálfu rikisstjórnar Islands á réttum stjórnarvöldum Suður-Vietnams og Kam- bódiu og þess að slitið yrði stjórnmála- sambandi við leppstjórnina i Saigon. Þá fór yfirlýsingin fram á, að islenska rikis- stjórnin fordæmdi brot bandarikjamanna og Saigonhersins á Parisarsamkomulag- inu og þykir fáum þar til mikils mælst. Nú var áðurgreindum liðlega 50 islendingum vel kunnugt um pólitiska afstöðu Morgun- blaðsins og þess vegna gerðu þeir ekki ráð fyrir að sú heilbrigða skynsemi sem felst i kröfum þeirra ætti greiðan aðgang að sið- um þess. Hitt vissi hópur þessi að Morgun- blaðið hefur jafnan verið opið upp á gátt fyrir peningum. Þess vegna var ákveðið að gera tilraun til þess að fá yfirlýsinguna birta i auglýsingarformi. Það var gert og auglýsingadeild Morgunblaðsins tók við yfirlýsingu þessari i grandaleysi. En þá greip ritstjóri Morgunblaðsins i taumana: Hingað og ekki lengra, sagði maðurinn sem hafði likt frelsisbaráttu vietnama við ógnarsveitir fasismans. Ritstjórinn bann- aði birtingu yfirlýsingarinnar! Þessi saga hefur verið rakin hér svo ná- TIMÍNN ER PENINGAR Sú yfirlýsing um átökin i Indókina, sem sagt er frá hér á undan fékkst birt i Tim- anum, málgagni utanrikisráðherra og samvinnuhreyfingarinnar, gegn peninga- meðgjöf. Það er vissulega enn eitt dæmið um niðurlægingu framsóknarmanna i her- leiðingu ihaldsins að heilbrigð viðhorf skulu ekki fást birt nema gegn peninga- kvæmlega vegna þessaðhún afhjúpar á- kaflega vel innsta eðli Morgunblaðsins. Hún sýnir og sannar að þegar hagsmunir bandarikjamanna eru annars vegar eru Morgunblaðsritstjórarnir á verði. Og einkum verður þessi saga upplýs- andi fyrir þá sem muna að fyrir fáum ár- um þegar islendingar áttu i þorskastriði við breta birtust auglýsingar i Morgun- blaðinu frá breskum togaraeigendum, sem fólu i sér grófari árásir á islenska hagsmuni en nokkru sinni höfðu birst i is- lensku blaði. Þá var Morgunblaðsritstjór- inn ekki að hugsa sig um tvisvar þegar i boði voru peningar úr krumlum breska togaraauðvaldsins. Fannst þó flestum is- lendingum að afstaða breska herveldisins gegn islendingum kæmi nógu skýrt fram i fallbyssukjöftum, ofbeldi og valdniðslu i islenskri landhelgi. Neitun Morgunblaðsins á þvi að birta yfirlýsinguna frá Osló i auglýsingarformi afhjúpar innsta eðli ómerkilegasta aftur- halds- og kanasnepils i heimi. greiðslum i Timanum. Er það i samræmi við hin nýju viðhorf, sem auglýst eru i Timanum daglega núorðið: Timinn er peningar. — s. 3. umferð um kynlíf og barneignir •>r> Sköpun guðs fái að þróast á eðlilegan hátt Sagði nýr prestur á alþingi í gær fór fram í neðri deild alþingis 3. umræða um frumvarp rikisstjórnarinnar um ráðgjöf og fræðslu varðandi kynlif og barn- eignir og um fóstureyðingar og ófrjósemisaðgerðir. Umræðunni lauk, en atkvæða- greiðslu var frestað. Fyrir umræðuna komu fram fjórar nýjar breytingartillögur við frumvarpiö og eru þær fluttar sameiginlega af þingmönnunum Gunnlaugi Finnssyni, Pálma Jónssyni, Lárusi Jónssyni og Karvel Pálmasyni. 1. tillaga þeirra er um breytingu á 9. grein, þannig að i stað orðanna ,,of erfið” komi „ofraun”, þar sem nú segir i frumvarpinu um félagslegar ástæður er heimili fóstureyðingu: „þegar ætla má, að þungun og tilkoma barns verði konunni og hennar nánustu of erfið ....” 2. tillaga þeirra er um að niður falli i 9, grein d-liður, þar sem segir að fóstureyðing skuli heimil vegna „annarra ástæðna, séu þær fyllilega sambærilegar við ofan- greindar ástæður” (áður upptald- ar i frumvarpinu). 3. tillaga þeirra fjórmenninga er um breytingu á 10. grein frum- varpsins þannig að fóstureyðing verði aldrei heimil eftir 12. viku meðgöngutimans, nema fyrir hendi séu ótviræðar læknisfræði- legar ástæður, — en i frum- varpinu er þetta mark 16 vikur. 4. breytingartillagan er um það að heilbrigðisyfirvöld skuli hafa „eftirlit með, að ákvæðum II. og III. kafla sé stranglega fylgt, og gera dómstólum viðvart, ef grunur leikur á, að út af sé brugðið. Þingsiá Gunnlaugur Finnsson mælti fyrir breytingartillögunum. Hann sagði, að við 2. umræðu hefðu þingmenn skipst i þrjá hópa varðandi afstöðu til málsins, þ.e. þá sem studdu upphaflega mynd frumvarpsins, eins og það var lagt fram i fyrra, þá sem styddu ■ núverandi gerð þess, — og svo þá sem vildu breyta þvi enn meira frá upphaflegri gerð og væri hann i þeim hópi. Sagði Gunnlaugur, að frum- varpið gengi i núverandi búningi jafnvel enn lengra i frjálsræðisátt en var i fyrra svo sem varðandi það atriði, að heimila fóstur- eyðingu fram i 16. viku meðgöngutimans af félagslegum ástæðum, en i fyrra hafi verið miðað við 12. viku, eins og hann og meðflutningsmenn hans gerðu nú tillögu um. Kvaðst þingmaðurinn annars ekki gera mikinn mun á fyrri gerð frumvarpsins og þeirri núverandi. Rakti hann viðhorf sin til málsins i alllöngu máli og minntist m.a. á „lögvernduð trúarbrögð”, sem „alþingi bæri skylda til að standa vörð um”. Ingiberg J. Hanness. (prestur á Hvoli i Saurbæ i Dalasýslu), sem tók sæti á alþingi i gær i for- föllum Guðmundar H. Garðars- sonar (hann er fyrsti varamaður landskjörinna þingmanna Sjálf- stæðisflokksins), — mælti gegn fóstureyðingum af félagslegum ástæðum, og taldi „að sköpun guðs ætti að fá að þróast á eðli- legan hátt”. Sagði þingmaðurinn að mörg hjón, sem ekki gætu eignast börn myndu árelðanlega glöð taka á móti „óvelkomnum einstaklingum”. — Hvatti þingmaðurinn fólk til að standa dyggilega á verði „gegn erlendum loftbólum, sem ættu að tákna framfarahug”, og spurði siðan: „Hvers vegna ekki að virða höfund lifsins svo mikils að láta vera að taka fram fyrir hendur hans?” Ingiberg taldi það gæfu alþingis, að hafa breytt 9. grein upphaflega frumvarpsins. Pálmi Jónsson, einn flutnings- manna breytingartillagnanna, sem hér var skýrt frá sagði, að þetta væri siðasta tilraun af hálfu flutningsmanna til að fá fram breytingar. Karvel Pálmason talaði siðastur, og kvaðst vilja benda Ingiberg á, að margir teldu sára . litinn mun á 9. grein frum- varpsins fyrr og nú, og myndi hinn nýi þingmaður hafa verið of fljótur á sér að bera lof á alþingi fyrir breytingar á frumvarps- greininni. Fœr aldrað lágtekju- fólkfrían síma? Lagt hefur verið fram á alþingi nefndarálit heilbrigðis- og trygg- inganefndar neðri deildar um frumvarp Magnúsar Kjartans- sonar þess efnis, að ráðberra skuli heimilt að undanþiggja frá afnotagjaldi af síma, það aldrað fólk og öryrkja, sem njóta tekju- tryggingar. Nefndin leggur einróma til að frumvarpið verði samþykkt. t ncfndarálitinu segir: .„Frumvarpið er þess efnis að veita r'áðherra heimild til að und- anþiggja elli- og örorkulifeyris- þega, sem hljóta uppbót á lffeyri skv. 19. gr laga um almanna- tryggingar frá 1971, afnotagjaldi fyrir sima. Nefndarmenn eru sammála um að eðlilegt sé, að ráðherra hafi slika heimild, og að æskilegt sé, að allir örorku- og ellilifeyrisþeg- ar eigi þess kost að hafa sima og þurfi ekki að neita sér um hann af fjárhagsástæðum. Nefndin mælir Framhald á 14. siðu. Magnús Kjartansson

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.