Þjóðviljinn - 23.04.1975, Síða 9

Þjóðviljinn - 23.04.1975, Síða 9
8 SÍÐA — ÞJÓDVILJINN Miðvikudagur 23. apríl 1975. Miðvikudagur 23. april 1975. ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 9 Útibú Borgarbókasafnsins i Vesturbænum. safni á vegum borgarinnar ann- ars vegar, og svo stórglæsilegu, nútimalegu safni með eingöngu bandarisku efni hinsvegar á veg- um bandarisku upplýsingaþjón- ustunnar. Bókabillinn bætir nokk- uð um betur, sunnan Hringbraut- ar, þar sem hann hefur viðstöðu á 3stöðum 5 sinnum i viku, samtals 7 klst. og 15 min. Margir ibúar i vesturbæ, sem og annarsstaðar i bænum, nota aðalsafnið i Þingholtsstr. 29 A mikið, en ekki er það' þægilegt: fátt um bilastæði, staðsetning fjarri helstu verslunar- og þjón- ustustöðum, þröng húsakynni eins og áður getur og þvi takmark- að úrval bóka til sýnis i hillum hverju sinni. Fáar almennings- vagnaleiðir i næsta nágrenni, upp tröppur að sækja og brekku. Reyndar er fátt sem mælir með þessu safni, nema ef vera skyldi þolinmæði starfsfólksins og vilji til að gera sem mest ur litlu. Fyrir breiðhyltinga er fárra kosta völ eins og þegar hefur komið fram. Einkabilistar kom- ast á aðalsafn, Bústaðasafn eða önnur söfn i bænum, en aðrir, börn og gamalmenni, húsmæður og feður o.s.frv. verða að gera sér að góðu þjónustu bókabilanna, troða sér inn og reyna eftir megni að finna sér eitthvað bitastætt i þrengslunum, hristingnum og hitasvækjunni. Kannski verður sagt að fólkið þarna efra geti bara verði þakklátt fyrir að hafa þó eitt- hvað, þetta er jú svo nýtt hverfi etc., og vissulega kann fólk að meta þessa þjónustu. En það eru lika margir, sem hafa hreinlega gefist upp við að nota bókabil, sérstaklega eldra fólk. Þar að auki hlýtur 15.000 manna hverfi að kalla á skjótar framkvæmdir af hálfu yfirvalda, þó að svo virð- ist helst sem borgaryfirvöld hugsi sér Breiðholtið sem ein- hvers konar Siberiu, þar sem allt geti verið annars flokks, þar sem hægt sé að standa við kosninga- loforð á ódýran og þægilegan hátt. Borgaryfirvöld mega vissu- lega vera þakklát fyrir hina tak- markalausu þolinmæði breiðhylt- inga. Minnismerki um menning- una Eins og áður sagði eru uppi á- ætlanir um að byggja nýtt aðal- safn Borgarbókasafns i hinum svonefnda „nýja miðbæ” i Kringlumýrinni, en þar er enn i dag mýrin ein og bókasafnsbygg- ing þar hvergi i sjónmáli. Virðist svo sem stefnt sé að þvi að hinn nýi miðbær verði einskon- ar „Mammonssenter” fyrir fólk á 4 hjólum, þarna á horni tveggja mestu umferðaræða landsins, með bilastæðum oni jörðunni og hallir af ýmsum gerðum oná. Ekki veit ég hverjar áætlanir eru um framtið gamla miðbæjarins, eða á hann að hætta að vera mið- bær jafnskjótt og sá nýi ris? Mér segir svo hugur eftir fram kvæmdahraða hér á landi að dæma (að undanskildum malbikunarframkvæmdum, að sjálfsögðu) að (l)nýr mið- bær risi vart i mýrinni næstu 2—3 áratugina (til litils væri að reisa glæsilegt miðbókasafn úti i mýri, umgirt hraðbrautum, ef ekki verða til staðar aðrar þjónustu- og menningarstofnan- ir) — og (2) að gamli miðbærinn hverfi varla sem slikur i náinni framtið. Þar er og verður brýn þörf fyrir hagkvæma menningar- miðstöð, almenningsbókasafn til að þjóna öllum þeim, sem eiga er- indi i miðbæinn, vinna þar o.s.frv. Þvi teldi ég ráðlegt, fyrst Borgarstjórn hefur hvort eð er átt frumkvæðið, að salta um sinn hugmyndina og teikningar að nýja safninu i mýrinni, og reisa þess i stað myndarlegt, hag- kvæmt bókasafn i eða við gamla miðbæinn, eða við hliðina á ein- hverju bankaútibúinu við Lauga- veginn, þvi varla ætti borgaryfir- völdum að verða skotaskuld úr þvi að finna góða lóð fyrir slikt menningarfyrirbæri, ef áhugi væri fyrir hendi. Ég tel ekki timabært að reisa menningunni stórt steinsteypu- minnismerki úti i mýri, ef þær fyrirætlanir eiga endalaust að vera á kostnað bókasafnsþjón- ustu við fólkið i borginni. Bókabil- ar munu áfram geta gegnt mikil- vægú hlutverki i nýjum hverfum og þeim svæðum, sem ekki kalla nauðsynlega á fast útibú. Nauð- synlegt er reyndar að bæta bila- kost Borgarbókasafnsins og auka hann, enda eru bókabilar ódýrir og fljótfengnir. Höfuðnauðsyn er nú þegar að reist verði stór og vinaleg menningarstöð i Breið- holti, svo að borgin þurfi ekki öllu lengur að skammast sin fyrir lé- lega félags- og menningaraðstöðu 1/4 hluta borgarbúa. Einnig þarf að reisa nýtt útibú i vesturbænum, á góðum stað, til að hægt verði að tala um sam- keppni á jafnréttisgrundvelli við USIS, og að leggja niður útibúið við Hofsvallagötuna. Hvorki reykvikingar né aðrir landsmenn hafa efni á að hæla sér af bókmenningu á meðan svo illa er búið að bókasöfnum fyrir al- menning i landinu (þvi vissuiega er ástandið öllu verra viðast hvar úti á landi). Vonandi stendur þetta til bóta á næstu árum, og óskandi að frumvarp það lil laga um almenningsbókasöfn, sem nú liggur fyrir alþingi, verði sam- þykkt án tafar. Breiðholti, april, 1975 Hrafn Harðarson bókasafnsfræðingur bókasafn getur haft upp á að bjóða, þessu er i gluggalaust kot visað, grafið i jörðu. Bókabilar i bæ, þegar i næsta nágrenni er til húsa eitt best búna og glæsileg- asta almenningsbókasafn lands- ins, almenningsbókasafn, sem aðeins hefur á boðstólum banda- riska miðla, bækur, blöð, timarit, kvikmyndir etc., bókasafn, sem er rekið af öflugustu áróðurs- stofnun i heimi, USIS? Eða er þetta e.t.v. hin svonefnda „frjálsa samkeppni”? Kjallaramenning t kjallara Bústaðakirkju leynist bókasafnsútibú, smekklega inn- réttað, og mikið notað. Sú stað- reynd blasir þó við, að þarna var ekki i upphafi gert ráð fyrir um- fangsmikilli menningarstarfsemi eins og hlýtur að eiga sér stað á nútima bókasafni. Nýlega kom til aðgerða af hálfu starfsfólks safnsins vegna ófullnægjandi loft- ræstingar. Auk slæmrar aðstöðu fyrir starfsfólk safnsins er þetta útibú illa staðsett með tilliti til Foss- vogshverfis og Breiðagerðis. E.t.v. má lita á þessa skrýtnu byggingu á horni Bústaða- og Tunguvegar sem lýsandi dæmi um mat okkar islendinga á tveimur mikilvægum þáttum i lif- inu: hinum útlenda sið, kristinni trú annarsvegar, — henni eru reistar háar og veglegar hallir, sem notaðar eru um helgar af fá- um heittrúuðum en stendur nær auð þess utan, — og hins vegar al- menningsfræðslu og fróðleiksleit, bóklestri og öllu þvi, sem gott 1 öðrum löndum eru bókabilar notaðir a) i dreifbýli, þar sem ekki er talið vænlegt að reisa fast útibú, og b) á vaxtarbroddum þéttbýlis, til bráðabirgða, þangað til unnt hefur verið að reisa útibú (10.000 ibúar eru taldir réttlæta fullkomið útibú, en nú þegar eru ibúar Breiðholts orðnir um 15.000). En bókabilar i Reykjavik virðast eiga að koma i staðinn fyrir útibú, fólki er boðið upp á annars flokks bókasafnsþjónustu úr bilum. Bókabill tekur aðeins um 2500-3000 bækur i einu og gef- ur auga leið að úrval titla er tak- markað. t sumum hverfum borg- arinnar hefur fólk ekki um neitt annað að velja en bókabil, t.d. i Breiðholti og Árbæjarhverfi, þar sem álagið á bilunum er slikt, að margir hreinlega treysta sér ekki til að troða sér inn i bókabil i leit að einhverju að lesa. Sérstaklega er þetta bagalegt i þessum tveim fyrrnefndu hverfum, þar sem svo illa er búið að fólki að þvi er við- kemur öllu félags- og menningar- lifi; þar er ekki einu sinni bió, hvað þá samkomuhús, leikhús eða bókasafn. Má furðu gegna að ekki skuli enn hafa risið veglegar kirkjur og bankar þar efra, en e.t.v. er ekki nógu gróðavænlegt fyrir slikar stofnanir þar að svo stöddu? Til fyrirmyndar er hinsvegar nýting og rekstur skólabóka- safnsins i Laugarnesskóla, þjón- usta við skip, aldrað fólk, svoog hin nýja þjónusta við heimilis- fasta, sem kallast Bókin heim. Menningarmiðstöðvar önnur almenningsbókasöfn i Reykjavik (fyrir utan fyrrnefnd þjóðbókasöfn, sem meiningin var að sameina i einni glæsilegri byggingu, og var talað um að það yrði gjöf islensku þjóðarinnar til hennar sjálfrar á 1100 ára afmæl- inu, en mikilvægara virðist að gefa út og safna gull- og silfur- mynt, silfur- og/eða postulins- platta, rándýrar skrautbækur o.s.frv. heldur en að verja fé til byggingar Þjóðarbókhlöðu) eru Norræna bókasafnið i Norræna húsinu og bandariska bóksafnið i Menningarmiðstöð Bandarikj- anna i vesturbænum. Að visu eru fleiri almenningsbókasöfn, s.s. franska,enska sendiráðssöfn, ný- stofnað Kvennasögusafn, bóka- safn Dagsbrúnar o.fl. og er vissu- lega mikill akkur að þeim, en þó einkum fyrir sérfræðinga og sérá- hugafólk á viðkomandi sviðum. Bók er næring Bókasöfn á vegum borgarinn- ar, þ.e. Borgarbókasafn, eiga við stórkostleg húsnæðisvandamál að etja, og aðeins eitt þeirra (þ.e. Sólheimaútibú) er i viðunandi húsakynnum. Fyrir vesturbæinga t.d. er kost- ur á óaðlaðandi og óaðgengilegu HRAFN HARÐARSON, BÓKASAFNS- FRÆÐINGUR SKRIFAR- örtröð I bókabilnum. BÓKASÖFN „BÓKAÞJÓÐAR" að bera á þrengslum, i nær jafn- langan tima hefur staðið til að reisa nýtt aðalsafn. Nú eru teikn- ingar að þeirri byggingu tilbúnar að mestu, þó að reyndar séu 5 miljónir kr. á fjárhagsáætlun þessa árs til hönnunar. Meira að segja var svo langt komið, að borgarstjórn hafði, stuttu fyrirsið- ustu borgarstjórnarkosningar, á- kveðið að veita 25 miljónir kr. til byrjunarframkvæmda, en um leið og þetta loforð, ásamt hinum loforðunum, hafði fleytt flokknum yfir brim og boða kosninganna, var hætt við allt, og siðan hefur ekki heyrst mikið um nýja safnið okkar, eða nýja miðbæinn yfir- leitt. Vinnuaðstaða og þjónustu- á aðalsafni er i stuttu máli sagt fyr- ir neðan allar hellur eins og allir geta séð, sem þangað sækja sina andlegu næringu. Vesturbæjarútibú og menning að westan Vestur á Hofsvallagötu er útibú Borgarbókasafns i einu litlu stofu- herbergi á annarri hæð i verka- mannabústað. Sem betur fer liggur mér við að segja er þaö svo litið áberandi, að fáir taka eftir þvi þó leið eigi framhjá. Þar er ekki einu sinni simi, og svo þröngt að þegar keyptar eru þangað nýj- ar bækur, þarf að fjarlægja eldri bækur til að koma hinum nýju fyrir. Er ekki til skammar að is- lenskt almenningsbókasafn skuli þurfa að hirast i smákytru vestur Bókasöfn í Reykjavík Löngum hafa islendingar gort- að af þvi að vera mikil bókaþjóð. Við hátiðleg tækifæri er þvi hampað að á nær hverju islensku heimili sé til góður kostur bóka og að islensk almenningsbókasöfn láni fleiri bækur á mann en ann- arsstaðar i heiminum. Oftast er þessu haldið fram i ræðu og riti um svokölluð menningarmál. Þvi kom mér til hugar, i tilefni af ráð- stefnu um menningarmál, sem nýlega var haldin hér i Reykjavik af Sambandi islenskra sveitarfé- laga, að gera i stuttu máli grein fyrir áliti minu á ástandi þeirrar greinar menningarinnar, sem snýr að almenningsbókasöfnum i höfuðstað bókaþjóðarinnar. Þjóðbókasöfn Samkvæmt lögum á að heita svo, að Háskóla- og Landsbóka- söfn séu almenningsbókasöfn. Þangað á hvert mannsbarn á Is- landi að geta sótt fróðleik og þekkingu sér að kostnaðarlausu. En hræddur er ég um að fáir al- múgamenn fari þangað i leit að lestrarefni, enda e.t.v. ekki æski- legt að þangað flykkist fólk i leit að afþreyingarlesefni. En þegar jafnvel stúdentar við Háskólann skirrast við að leita til þessara safna þá er vist að ekki er allt með felldu. Háskólabókasafn hefur lengi búið við þröngan kost, og er varla heigium hent að þreifa sig þar i gegn vegna þrengsla. Er aðdáun- arvert i meira lagi hve bókaverð- ir þar, að ekki sé talað um náms- menn og kennara, eru þolinmóð- ír, þvi ekki minnist ég að hafa heyrt þá æmta. Hver, sem þarf að nota þessi söfn, hiýtur, sem sann- ur þegn bókaþjóðarinnar miklu, að skammast sin oni tær fyrir hversu iila er búið að þeim. Hvenær skyldi þess að vænta, að framkvæmdir hefjist við bygg- ingu þjóðarbókhlöðunnar? Borgarbókasafn Reykjavíkur Umsvifamest af bókasöfnum borgarinnar hvað viðkemur þjón- ustu við almenning er án efa Borgarbókasafn. Auk fastra út- lánastöðva á 5 stöðum viðsvegar um borgina hafa 2 bókabilar við- komu á um 20 stöðum og ennfrem- ur eru bækur lánaðar á nokkrum stofnunum, þ.e. elliheimilum, fangahúsum, til blindra og heimilisfastra. Aðbúnaöur Hvernig er svo búið að þessari starfsemi? Útlendingur, sem heyrt hefði um frábæran aðbúnað til guðs- og Mammonsdýrkunar á Fróni (þar sem eru bankar og kirkjur) og vissi auk þess að is- lendingar væru „ein mesta bók- mennta- og bókaþjóð i heimi”, hann hlyti að slá þvi föstu, að hér mætti sjá glæstar bókhlöður og bókasafnshallir (sbr. Moggahöli, Seðlahöll, Hallgrimshöll etci) þar sem fremstu arkitektar landsins hefðu séð til þess, að vitt væri til veggja og hátt til lofts, og þar sem alþjóð streymdi út og inn með bækur og blöð og aðra miðla. Hvi- lik vonbrigði biðu ekki sliks manns. Aðalsafn Borgarbókasafns er til húsa i gamalli villu, sem reist var upphaflega fyrir eina fjölskyldu til að búa i. Nú starfa þar um 15-20 manns i einu og fyrir 20 árum fór Ungur maður i bókaleit I Vesturbæjarútibuinu. Ógnarstjórn íhaldsins í Chile: Smábarn handtekiö sem gísl NEW YORK 22/4 — Ognar- stjórn íhaldsherforingj- anna í Chile fer heldur versnandi en hitt, og hefur stjórn þeirra nýlega hafiö enn eina ógnarherferöina gegn fólki, sem henni er ekki að skapi. Meðal ann- ars hefur öryggisþjónusta stjórn irinnar, DINA, ný- lega p yndað útvarpsþul, sem er kona, og handtekið þriggja ára gamla telpu. James Pringle, fréttaritari bandariska fréttatimaritsins Newsweek, skrifar að DINA- menn verði að jafnaði mjög upp með sér, sé þeim likt við Gestapó, enda geri þeir sitt besta til að standa fyrirmynd sinni hvergi að baki i illmennskunni,- Ógnarher- ferð DINA hefur að sögn einkum beinst gegn vinstrihreyfingunni MIR, en einnig hafa allmargir ó- breyttir borgarar, sem aldrei hafa komið nálægt nokkru and- ófsstarfi, verið handteknir fyrir það eitt að nöldra yfir verðbólg- unni í landinu, en hún er óskap- leg. Þriggja ára telpan, sem hand- tekin var, er dóttir manns, sem öryggisþjónusta herforingjanna telur vera einn af leiðtogum MIR. Hann hefur ekki náðst, og var barnið handtekið sem glsl, i þeim tilgangi að neyða föðurinn til að gefa sig fram. Sampan þakkar umbótasinnuöum bandaríkjamönnum SAIGON 22/4 — Khieu Samphan, einn helsti leiðtogi Þjóðareiningarsamtaka Kambódiu, sagði i út- varpsræðu i Phnompenh i dag að stjórn samtak- anna, sem nú ræður Kambódiu allri, myndi ástunda hlutleysi i stjórnmálum og forðast þátttöku i hern- aðarbandalögum. í ræöu sinni fordæmdi Khieu Samphan bandariska heims- valdasinna, en minnti jafnframt á að I Bandarikjunum væri fjöldi framfarasinnaðra manna, sem alltaf hefðu tekið svari þjóð- frelsisafla Kambódiu. Færði hann þessum aðilum I Bandarikjunum þakkir kambódisku þjóðarinnar. Khieu Samphan hvatti kambó- diumenn til aö standa dyggilega vörð um sjálfstæði sitt, og bað menn ekki gleyma þvi að enn ætti þjóðin eftir að yfirstiga marga og mikla erfiðleika. „Vopnasölusamningur aldarinnar” Allt í óvissu Bretar bjóða Jagúar-þotur KAUPMANNAHÖFN 22/4 — Allt er ennjjá i óvissu með ,,vopnasölusamning aldarinnar," það er að segja í hönd farandi her- flugvélakaup fjögurra Nató-ríkja, Noregs, Danmerkur, Hollands og Belgiu. Holland og Belgia hafa hvort um sig ákveðið að taka ákvörðun um flug- vélakaupin án samráðs við hin ríkin, og þar að auki hefur ríkjunum fjórum nú borist nýtt tilboð, sem er frá bretum. Bjóða bretar þeim stríðsþotur af gerð sem heitir Jagúar. Hinar tegundirnar, sem til greina hafa komið, eru Mirage (frönsk), F-16 (bandarisk) og Viggen (sænsk). Hernaðarsérfræðingar lelja bresku Jagúar-þotuna ekki eins góða og hinar þrjár, en þess i stað er hún miklu ódýrari, eða kostar ekki nema helminginn af verði Viggens. Ekki er talið ólik- legt að fleiri fyrirtæki, sem fram- leiða orrustuþotur, bætist við i kapphlaupið um þennan samning áður en lýkur. Framhald á 14. siðu.

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.